Hafísinn í ár 23% meiri en árið 2007...

 

 

Myndin sýnir vel muninn á útbreiðslu hafíss frá árinu 2003. Minnstur var hafísinn árið 2007, en síðan hefur útbreiðslan farið vaxandi eins og rauði ferillinn sýnir glögglega.

Hafísinn í ár fór lægst í 5.249.844 ferkílómetra  13. september síðastliðinn, en metárið 2007 fór hafísinn niður í  4.254.531 ferkílómetra (tölur frá IARC-JAXA), þannig að nú er hafísinn rúmlega 23% meiri en árið 2007, ef við berum saman lágmörk áranna.

Væntingar manna um að hafísinn á norðurslóðum fari hratt minnkandi  hafa því brugðist að sinni. Spennandi verður að fylgjast með þróun næstu ára...

Nýjustu ferla má sjá r og hér. Gögn fyrir Excel sem sýna daglega útbreiðslu síðustu ára má nálgast r.  Ágæt vefsíða um hafís er hér www.climate4you.com/SeaIce.htm

Þess má geta að bráðnun hafíss hefur engin áhrif á sjávarstöðu.

 

Myndina hér fyrir ofan teiknaði Bruce Richardson Jr. 15/9 úr þessum gögnum, en myndin birtist þá á vefsíðunni Watts Up With That .

 

Um málið er fjallað ítarlega á vefsíðu Emils H. Valgeirssonar, "Ís byrjaður að myndast á ný á norðurheimskautinu".


mbl.is Dregur úr bráðnun hafíssins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mér finnst þessi mynd sem ég hef með hérundir nokkuð lýsandi fyrir þróunina til lengri tíma. Eins og fram kemur á síðu NSIDC:

"While the ice extent this year is higher than the last two years, scientists do not consider this to be a recovery. Despite conditions less favorable to ice loss, the 2009 minimum extent is still 24% below the 1979-2000 average, and 20% below the thirty-year 1979-2008 average minimum. In addition, the Arctic is still dominated by younger, thinner ice, which is more vulnerable to seasonal melt. The long-term decline in summer extent is expected to continue in future years."

 graph with months on x axis and extent on y axis

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.9.2009 kl. 09:02

2 Smámynd: Loftslag.is

Sjá á loftslag.is

Loftslag.is, 18.9.2009 kl. 11:12

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fréttin hér fyrir neðan birtist í New York Times árið 1901. Þar er fjallað um Nils Adolf Erik Nordenskjöld barón sem fyrstur manna sigldi Norðaustur leiðina árið 1879.

 http://agust.net/myndir/nordenskjold-article-small.jpg

 http://pro.corbis.com/images/IH014342.jpg?size=67&uid=BF1C091C-6795-45EF-A9C4-59ACC6482AE3

Biography of Nils Adolf Erik Nordenskjöld, Baron:

 http://www.dedicatedwriters.com/biographies/Nils_Adolf_Erik_Nordenskjouml-32720.html

 Baron Nils Adolf Erik Nordenskjold

Ágúst H Bjarnason, 18.9.2009 kl. 14:43

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Eins og þú veist, þá segir norðausturleiðin ósköp lítið um hafísútbreiðslu - var hún t.d. ekki lokuð árið 2007 - en opin nú? Lítið samhengi þar á milli, er það nokkuð?

Það sem skiptir máli varðandi siglingaleiðir á meðan hafís er ekki að fullu horfinn, hljóta að vera vindar og straumar og þá hvar ísinn er mestur þegar sumarbráðnunin er mest.

Höskuldur Búi Jónsson, 18.9.2009 kl. 14:55

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

P.S. Lítil villa í þessu hjá þér, reyndar mjög smávægileg

Þess má geta að bráðnun hafíss hefur engin áhrif á sjávarstöðu.

Vegna mismunar á eðlisþyngd vatns og sjávar þá hefur það smávægileg áhrif á sjávarstöðu (um 4 mm ef allur hafís bráðnar ef ég skil það rétt): http://moregrumbinescience.blogspot.com/2009/04/ice-and-sea-level.html

Þetta kallar maður að vera smámunasamur

Höskuldur Búi Jónsson, 18.9.2009 kl. 15:30

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég var ekki nokkurn skapaðan hlut með loftslagsbreytingar í huga þegar ég minntist á finnsk-sænska baróninn. Þarna sigldi hann án GPS, radartækja, fjarskiptatækja, gervihnatta mynda, o.s.frv. norðaustuleiðina til Japan fyrir 130 árum. Þetta var fyrir daga hnatthlýnunar, svo hún skiptir ekki máli. Mikið afrek hjá baróninum.

Ágúst H Bjarnason, 18.9.2009 kl. 15:43

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Hafíslágmark 2009b

 Myndina hér að ofan er upp úr kortum af hafíssíðunni Cryosphere Today sem sýnir útbreiðsluna þann 15. september 2009. Til samanburðar teiknað er inn hafíslágmark áranna 2007 og 2008

 Setti inn mynd frá Emil  http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/

Til að sjá mismun.

Kv.Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 18.9.2009 kl. 18:03

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Úr því að þessi mynd er að dúkka hér upp þá vil ég minnast á það sem gerðist sumarið 2007 þegar óvenjumikill heimskautaís barst suður með austur-Grænlandstraumnum og langleiðina hingað til lands. Gæti kannski verið samband á milli þessa mikla hafísreks frá pólnum og heimsóknar tveggja ísbjarna hér við land vorið eftir? Kannski, kannski ekki. Allavega átti þetta hafísrek frá pólnum 2007 stóran þátt í sögulegu hafíslágmarki það ár, og í leiðinni tapaðist mikið af gömlum þykkum ís sem hafísbreiðan er enn að jafna sig á. Ef sömu óvenjulegu aðstæður hefðu verið uppi síðustu tvö ár væri sjálfsagt lítið eftir að ísnum í dag.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.9.2009 kl. 20:08

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Vilji menn lesa um "landsins forna fjanda", þá ættu menn að lesa þennan frábæra pistil Þórs Jakobssonar "Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags" .   Þetta er reyndar erindi flutt á Oddastefnu í Þykkvabæ árið 1995.

Smá dæmi úr pistlinum frá þeim tíma sem svokallað Maunder lágmarkið í virkni sólar var í algleymingi:

"1695. Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".

Ágúst H Bjarnason, 18.9.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband