Dr. Rajendra Pachauri verkfræðingur og formaður IPCC dáist að orkulindum Íslendinga og sér ekkert því til fyrirstöðu að nýta þær til að knýja álver...

ragendra_pachauri-150w.jpg"Ekkert er því til fyrirstöðu að nota endurnýjanlega orku Íslendinga til að knýja álver að mati Rajendra Pachauri formanns Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem staddur er hér á landi. Hann segir Íslendinga leiðtoga í baráttunni fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda".

Svo segir í fréttum RÚV 19. september. Ennfremur:

"Dr. Rajendra Pachauri er heimskunnur vísindamaður í alþjóðlegum umræðum um loftslagsbreytingar. Hann tók meðal annars við friðarverðlaunum Nóbels árið 2007 fyrir hönd Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Pachauri, sem er hér í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, hélt í morgun erindi um samspil vísinda og stjórnmálamanna. Hann hitti síðan íslenska vísindamenn og áhrifamenn hér á landi.

Pachauri segir aukna vitund hafa verið á alþjóðavettvangi um þessi mál í heiminum, ekki aðeins meðal almennings heldur yfirvalda.

Pachauri segir Íslendinga í forystu á þessu sviði þar sem þeir eigi mikla endurnýjanlegar orkuauðlindir og skilji mikilvægi þess að nota þær. Þeir geti miðlað þessu til annarra landa".

 

Sjá viðtal við hann í Sjónvapinu hér.

 

Pachauri bendir á þá staðreynd, sem allmargir Íslendingar hafa áður bent á, að skynsamlegt sé að knýja álverin með lítt mengandi orku, frekar en að  nota kolaorkuver.  Losun gróðurhúsalofttegunda sé hattrænt vandamál. Á þetta hefur Jakob Björnsson rafmagnsverkfræðingur og fyrrverandi orkumálastjóri t.d. ítrekað bent,  m.a. í bloggi sínu.

 

Rajendra Pachauri stundað nám  við Indian Railways Institute of Mechanical and Electrical Engineering, og lauk síðan MS prófi í iðnaðarverkfræði frá North Carolina State University. Hann lauk doktorsprófum í iðnaðarverkfræði og hagfræði frá sama skóla.

 

 

Myndina hér fyrir neðan tók  Skarphéðinn Þráinsson af orkuverunum í Svartsengi:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er ekkert nýtt í mínum huga og hef ég lent í rimmu við marga grænhausa sem sjá álverum allt til foráttu. Ég hef bent þeim á einmitt þetta, að framleiða álið með hreinni orku. Farartæki sem eru framleidd úr áli eru yfirleitt léttari en úr t.d. járni. Þau eyða minna af eldsneyti og þar með er minni útblástur frá þeim. Álið sem framleitt hérna er umhverfisvænt ál.

Það er enginn smá hvalreki að fá svona frægan doktor í loftlagsmálum í lið með sér.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 11:07

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Græni málmurinn  á Íslandi er talinn spara um 10.9 milljón tonn af CO2 á ári.

Modelling was also conducted to quantify the effect of using either all recycled or all primary aluminium. The table below shows that even with all virgin (primary) metal, net carbon dioxide savings are substantial.

Net GHG Savings

Metal Used

All Primary

30% Recycled

60% Recycled

95% Recycled

Tonnes CO2e saved
per tonne of Al

13.9

18.1

22.9

26.7



 

Today 11.6 million tonnes, close to 40% of the global demand for aluminium in all markets is based on recycled metal from process scrap and scrap from old products. The increasing use of recycled metal saves on both energy and mineral resources needed for primary production. The recycling of aluminium requires only 5% of the energy to produce secondary metal as compared to primary metal and generates only 5% of the green house gas emissions.

Rauða Ljónið, 20.9.2009 kl. 12:44

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er gott að þú birtir þetta,því undanfarna tvo daga hef ég verið í deilum við þá sem vilja ekkert virkja til að vernda umhverfið.  Þalla þér fyrir.

Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2009 kl. 16:25

4 identicon

Ég sé ekki að nokkur nýr flötur komi í ljós í umræðunni um álver þótt Dr. Pachauri, sem annars ætti að fá sér klippingu, minni á okkar umhverfisvænu orku. Um það hafa menn aldrei deilt. Hinsvegar eru það umhverfisþættir við virkjanir, fjárfestingin og verðið sem fæst fyrir orkuna, lítil fjölbreytni í atvinnusköpun etc., sem verið hafa þau „issue“, sem deilt hefur verið um. Ágúst H. skrifar eins og hann hafi meðtekið guðlega opinberun.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 18:57

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er alveg sama hvað reynt er að benda á, þessi ríkisstjórn ætlar sér að keyra Íslendinga niður í svaðið þangað til þeir gráta nógu hátt til að gleypa ESB-fagnaðarerindið. Kratarnir eiga ekkert annað markmið en þetta, í þágu þess er hamast gegn nýtingu nátturauðlindanna, mér skilst að að sé búið að afsala sér íslenzka ákvæðinu og ný stóriða verði að kaupa sér losunarkvóta hjá ESB. Og VG selur sál sína fyrir það eitt að vera í ráðherrastólum. Hér er permafrost og kreppa í öllu nema kjaftæði þangað til að tekst að koma þessu fólki frá.

Halldór Jónsson, 20.9.2009 kl. 23:12

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Áltrúarmenn gefa sér forsend fyrir því að það verði að virkja fyrir álver hér á landi að ekki sé annars staðar aðra orku að fá fyrir þau en úr kolum.

Það stangast á við þá staðreynd að öll jarðvarma- og vatnsorka Íslands er langt innan við 1% af slíkri orku í heiminum og að þær þjóðir, sem helst ættu að framleiða slíka orku og njóta góðs af því eru þær fátækustu í heiminum.

Ef allri virkjanlegri orku Íslands er ráðstafað til sex risaálvera sem framleiddu 3 milljónir tonna á ári, myndu 2% vinnaflsins verða í þessum álverum og þau plús tengd störf aðeikns 8%.

Þetta eru dýrustu störf sem hægt er að skapa. Fram kom í þættinum að hvert megavatt skapaði sjö störf í kolaorkuveri en hvert megavatt í áliðnaði skapar aðeins hálft starf.

Það þarf tíu sinnum meiri orku til að framleiða eitt tonn af áli en eitt tonn af stáli.

Það er búið að blása upp að "orkufrekur iðnaður" sé það besta. Þetta er Orwell upp á sitt besta. Orkufrekasti iðnaðurinn er auðvitað sá versti.

Ómar Ragnarsson, 21.9.2009 kl. 00:33

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Leiðtogahlutverk" Íslendinga skapaðist við það að það var ódýrara að hita hús upp með heitu vatni úr jarðvarmasvæðum en með kolum eða olíu.

Leiðtogahlutverks hugsjónin nær ekki lengra en í budduna. Engin þjóð í okkar heimshluta er með eins eyðslufrekan og mengandi bílaflota og við.

Ómar Ragnarsson, 21.9.2009 kl. 00:35

8 identicon

Hvað með það þó einhver Indverji sem gerir í því að líta út eins og skúnkur tilbiðji 3ja heims stóriðju og hjörðin fylgir með?  Á maður að taka mark á þessu?

Undarlegur andskoti að þegar öll sæmilega þróuð ríki hafa ekki viljað sjá álver í 30 ár þá halda íslenskir sjálfstæðismenn að það geti bjargað þessu landi úr hruninu sem þeir komu þjóðinni sjálfir í.   EKKI FLEIRI ÁLVER TAKK!

Óskar (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 01:05

9 Smámynd: Arnar

Æji ekki fleiri álver takk, er ekki komið nóg af þeim?

Hef ekkert á móti skynsamlegri nýtingu á orku og virkjunum út um kvippinn og hvappinn.  Íslenskur iðnaður mætti alveg vera aðeins fljölbreitnari.

Arnar, 21.9.2009 kl. 09:02

10 identicon

Kæri Ágúst. Mér finnst stórmerkilegt að þetta sé það sem þú dregur út úr viðtali við Paucauri, en minnist ekki orði á hversu lítið hann gerir úr þeim sem efast sem mest um loftslagsbreytingar, í ljósi þess hversu mikla áherslu þú leggur á þau sjónarmið í þínu bloggi. Hann afgreiddi þennan hóp sem fámennan, en hávaðasaman óskhyggjuhóp.

Varðandi álverin og umhverfisvernd, þá takast þar á sjónarmið sem annars vegar snúa að verndun loftslags og hvernig hægt er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og hins vegar sjónarmið sem snúa að náttúruvernd, sem eðli málsins eru staðbundari en það sem snýr að hnattrænum umhverfismálum. Það er ekki endilega við því að búast að indverjinn hafi sett sig mikið inn í þau mál. Það sama má segja um ýmsar aðrar lausnir sem gætu nýst í því viðfangsefni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en getur skapað annars konar vanda í staðinn, t.d. notkun kjarnorku. Það eru sem sagt engar töfralausnir til, heldur þarf að vinna á mörgum vígstöðvum (sem er einmitt það sem Paucauri lagði áherslu á - að þetta væri ekki spurning um "annað hvort eða", heldur þyrfti að nýta sér samtímis margar lausnir, bæði tæknilegar, orkusparnað, breytingar á lífsstíl ofrv.

Bestu kveðjur.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 09:11

11 Smámynd: Rauða Ljónið

Áliðnaður skilar nú um 80 milljörðum í gjaldeyri í þjóðar búið og er með um 46% af gjaldeyristekjum af útflutningsverðmætum veittan á ársgrundvelli er um 200 milljarðar.
Efst í Þjórsárdal malar Búrfellsvirkjun gull fyrir eigendur sína, mörg þúsund milljónir á ári hverju í svo til hreinan hagnað, enda upphaflegar fjárfestingar í mannvirkinu að fullu afskrifaðar eftir 40 ára rekstur.

Yfir 40 eða  42-44% af verðmætum Áls er talið verða eftir í landinu  og skilar því umtalsverðu fjármagni til þjóðarbúsins. Áliðnaður á Íslandi sem atvinnugrein hefur um 40 ára skeið verið en stærsta lyftistöng í atvinnumálum lands og þjóðar og Hafnfirðinga. Áliðnaðurinn hefur skilað inn í þjóðarbúið gríðarlegum verðmætum ekki bara í gjaldeyri og sköttum heldur einnig í þekkingu, hugbúnaði og vísindum. Orkugeirinn hefur blómstrað í kjölfar álbyltingarinnar á Íslandi. Virkjanir hafa verið reistar, orka  jökulfljóta beisluð sem og orka jarðvarma. 
Þegar álverið í Straumsvíka tók til starfa árið 1969 var ekki bjart yfir Hafnarfirði og Hafnfirðingum né þjóðarbúinu öllu í atvinnumálum. Síldaraflinn hafði dregist saman úr 770.689 þúsund tonnum árið 1966 niður í  56.689 tonn árið 1969. Ekki var betra ástand með þorskaflann, en hann hafði hrunið úr 311 þúsund tonnum frá árinu 1960 niður í 210 þúsund tonn 1967.
Þegar samningurinn um Alusuisse með einungis eins atkvæðis meirihluta var samþykktur vildu andstæðingar atvinnuuppbyggingar, þ.e. kommúnistar nú VG frekar sjá gaffalbita verksmiðju rísa þó svo að síldarstofninn  væri hruninn Það er sorglegt til þess að hugsa að síðan hefur hagfræði þeirra ekki breytts.
Þúsundir landsmanna flúðu land til að leita lífsviðurværis til annaða landa s.s. Ástralíu, Bandaríkjanna og Norðurlandanna. Nú þeir sem nú ráð vilja endur taka söguna frá 1968, sendisveinar þeirra frá 1968 ýta nú undur með ölumráðum .
En nú  er öldin önnur því áliðnaðurinn á Íslandi er atvinnuvegur sem hefur verið undirstaða og sóknarfæri fyrir aðrar atvinnugreinar. Þær atvinnugreinar t.d. verktakafyrirtæki og vélaverkstæði, hugbúnaðarfyrirtæki hafa sprottið upp í skjóli aukinna tækifæra í góðærinu undanfarin ár. Sá sem hér skrifar spyr, hver var svo undirstaðan ?
Ekki var það Gaffalbita verksmiðja vinstrimanna sem aldrei reis né eitthvað annað sem þeir lögðu til.
Menn geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd hversu stóran þátt uppbyggingin í Straumsvík átti í atvinnubyltingunni á Íslandi og þá nýju stefnu sem mörkuð var með henni í atvinnubyggingunni á Íslandi.
Menntun landsmanna hefur aukist í skjóli aukinna tækifæra vegna þeirra ruðningsáhrifa  sem þessi nýja atvinnugrein hefur haft í för með sér undanfarin 40 ár af þeirri einföldu ástæðu að tækifærin fyrir háskólamenntaða eru fleiri, t.d. verk- og tæknifræðingar ISAL.
Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.
UM 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.
Hvar skyldi allur þessi hópur 22.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í

 

Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.
UM 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns.

Hvar skyldi allur þessi hópur manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.


Rauða Ljónið, 21.9.2009 kl. 10:12

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll  Ómar og kærar þakkir fyrir vel rökstuddar athugasemdir.

Auðvitað er það rétt hjá þér að við björgum ekki  heiminum með því að frameiða  ál á Íslandi með okkar hlutfallslega lítt mengandi orkuverum,  a.m.k.  samanborið við olíu- og kolakynnt.  Við eru örsmá þjóð í samanburði við umheiminn.
 
Þakka þér annars fyrir ódrepandi áhuga á þessum málum og góðar ábendingar sem vekja athygli. Það er alltaf nauðsynlegt að skoða málin frá öllum hliðum, vega síðan og meta kosti og galla...

Ágúst H Bjarnason, 21.9.2009 kl. 12:39

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágæta Auður.

Kærar þakkir fyrir innlitið og ábendingarnar.  Auðvitað tek ég mikið mark á þeim, enda þekki aðeins ég til merkilegra starfa þinna hér heima og erlendis og veit að þú fjallar um þessi mál af víðsýni.

Ég hlustaði með athygli í gær á samtal Egils við Pachauri sem var mun ítarlegra en fréttin í útvarpinu, en í samtalinu voru áherslur aðeins aðrar og komið víðar við. Ég var sammála honum um margt, en ekki alveg varðandi áhrif náttúrulega sveiflna. Það er þó annað mál sem tíminn einn getur skorið úr um.

Eins og ítrekað hefur komið fram hjá mér á blogginu, þá hef ég talið að kenna megi náttúrulegum sveiflum um helminginn af hitafarsbreytingunum, og því mannfólkinu um helminginn. Síðan hef ég iðulega bætt því við að hugtakið  "helmingur" geti legið á bilinu 20% - 80%. Meira hef ég ekki treyst mér til að fullyrða, þ.e. ef nokkuð er hægt að fullyrða þannig að hafið sé yfir allan vafa. Þannig er blogg mitt ekki 100% í anda hörðustu efasemdarmanna. Flestir efasemdarmenn sem ég þekki til eru svipaðrar skoðunar, þ.e. beggja blands.

Stóra vandamálið er aftur á móti hve oft er erfitt að ræða þessi mál án þess að enda í hártogunum og jafnvel öðru verra svo sem persónuníði.



Enn og aftur Auður. Kærar þakkir fyrir ábendingar þínar. Þær eru vel þegnar.


Ágúst H Bjarnason, 21.9.2009 kl. 13:00

14 identicon

Það er gott að börnin okkar í framtíðinni geti stefnt á það vinna í álveri enda fátt meira mannbætandi, frábært starfsumhverfi og mikil tengsl við náttúruna.

Ein athugasemd frá Rauða Ljóninu sló mig frekar en aðrar: 

"Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein."

 Að eigna Alcan stærstan þátt í vaxandi menntunarstigi í tækni og verkfræðigreinum er hlægilegt, samfélagið hefur kallað eftir því með framförum í tækni. Tæknin er orðin slík að það er nánast nauðsynlegt fyrir einstakling að hafa einhverja tæknimenntun á bakinu til að starfa í því umhverfi.

 Maður veltir fyrir sér hversu mörg ár eru í það að menn verði óþarfir í álver og þau verði einungis knúin áfram af vélmennum, 10-20-30ár ? Ég held að það séu í það minnsta engar kynslóðir í það. 

Ásgeir Bjarnason (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:30

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta sem rauðaljónið segir er góð upprifjun fyrir okkur sem munum kreppuna 68. Hvað höfum við fengið síðan og hvað hefur breyst. Ég þakka ljóninu fyrir þessar greinagóðu upplýsingar hér og víðar.

Ég dáist að elju Ómars og hugsjónaeldi. En er ekki sambýlið við náttúruna það sem máli skiptir? Ég hef verið að þýða bók, Sagittarius Rísandi eftir breskan flugmann sem flaug í gamla stríðinu, Cecil Lewis,  sem fjallar um styrjöldina við Fricourt og Boiselle.Við Boiselle var sprengd neðanjarðarsprengja 1.júli 1917  sem átti að rjúfa víglínu Þjóðverja. Sprengingin, einhver 2 kílótonn . þeytti drullunni 4000 fet í loft upp að Lewis ásjáandi. Dýrasti forleikur að mistökum sagði hann um þetta. Þá var þarna sviðin jörð og sundurtætt, 1 fallbyssugígur á hverja 4 fermetra.  Ef maður fer á Google Earth sjást engin ummerki eftir hildarleikinn nem gígurinn við Boiselle, sem túristasvæði, ætli hann sé ekki álíka stór og Kerið í Grímsnesi. Allt annað blómlegar sveitir , akur við akur, tún við tún, bæir þorp, vegir.Það er lítið eftir af gróðrinum við Somme-ána eins og Lewis lýsir honum 1917. Smáskógarblettir innanum. Einhver breyting er þarna orðin.

 Ég heyri ekki annað en að mönnum finnist Elliðavatn fallegt. Samt er þetta manngert vatn að mestu. Hlýtur ekki mannfjöldinn í landi að ráða því hvað er gert á landinu. Umhverfis Boiselle eru allir gömlu skógarnir farnir  en allt undirlagt undir starfsemi manna.

Ég held að 350.000 menn á 100.000 ferkílómetra séu ekki margir miðað við fjöldann sem í Evrópu býr. Samt er mér sagt að ríkisstjórnin sé búin að falla frá íslenzka ákvæðinu um kolefniskvótann og við verðum að kaupa hann í samkeppni  við aðra árið 2012.

Og Boiselle sýnir að öll mannanna verk geta orðið endurhverf. Lewis tekur eftir því hversu loftið er tómt þegar loftorrustan er afstaðin. Engin ummerki. Nú sést ekkert nem gígurinn við Boiselle af því að menn eru að græða á honum. Taktu stífluna á Kárahnjúkum burt og eftir 100 ár eru ekkert nema túristaleifar eftir.Enda var þarna Hálslón löngu á undan því núverandi. Það fór bara þegar áin gróf útúr því. 

En með sólblettina frændi. Ég fagna þeim svo sannarlega. Rísa þeir ekki tvöfaldir upp gróðurhúsakallarnir ef við fáum meiri velgju ? Hefði ekki smákólnun orðið til að kæla þá niður? 

Halldór Jónsson, 24.9.2009 kl. 11:21

16 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Ágúst.

,,Að eigna Alcan stærstan þátt í vaxandi menntunarstigi í tækni og verkfræðigreinum er hlægilegt, samfélagið hefur kallað eftir því með framförum í tækni."

Ég á við þær framfarir sem hafa verið á Íslandi í heild, ætlaði meir ekki að einskoraða það við eitt eða tvö fyrirtæki áliðnaðinn og orkufyrirtæki en Einbjörn toga í Tvíbjörn og svo framvegis það er það sem átt er við og þróunin heldur áfram, en stóriðjan byrjaði hér í Hafnarfirði og hefur haft ruðningsáhrif.

Aukinn á framleiðslu á ár á áli er um 400 gr á íbúa tölur frá 1984 til 2004,  14kg 1984  24.2kg 2004

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 24.9.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband