Hvađ í ósköpunum eru smágervingar...?

smagervingar-250w.jpgOrđiđ smágervingar átti ađ vera nýyrđi sem smíđađ var áriđ 1966 vegna greinar um nýja tćkni sem ţá var ađ slíta barnsskónum. Greinin var í ţví ágćta blađi De Rerum Natura sem nemendur Menntaskólans í Reykjavík gáfu út og gera vonandi enn. Greinin um smágervinga fjallađi um ţađ sem í dag kallast samrásir eđa integrated circuit á ensku. Á ţeim tíma sagđi mađur einfaldlega á ísl-ensku integrerađar rásir.

Hvers vegna orđiđ "smágervingar" í stađ "integrerađar rásir"?    Hvernig var ţađ hugsađ?

Eins og fram kemur í greininni Smágervingar, ţá eru ţessar örsmáu rásir, sem eru ómissandi í öllum rafeindatćkjum í dag, smíđađar úr kísil og kísiloxíđ sem er sama efni og í mörgum steinum. Ţetta er ţví ekki ólíkt örsmáum steingervingum. Ţannig varđ orđiđ til. Ţađ er svo annađ mál, ađ ţađ reyndist einnota og hefur líklega ekki sést annars stađar en í ţessari grein. Smile  Viđ leyfum okkur ţó ađ nota orđiđ í ţessum pistli í stađ orđsins samrás.

Myndin á forsíđu greinarinnar á ađ sýna ţróunina frá útvarpslampa til transistors (smára) og ţađan til smágervings (samrásar).

Greinin Smágervingar hefst á ţessum orđum:

"Árangur hinnar geysimiklu viđleitni rafeindaiđnađarins til ţess ađ auka áreiđanleika og gćđi framleiđslu sinnar, en gera hana um leiđ smćrri og kostnađarminni, hefur veriđ svo mikill, ađ varla hefđi neinn dirfzt ađ spá honum fyrir um ţađ bil tíu árum. ... Unnt er t.d. ađ gera fullkomna rás, er samanstendur af 10 til 20 transistorum og 40 til 60 mótstöđum, úr kísilsneiđ sem er ađeins 2 til 3 mm á kant".

Ţá ţótti mikiđ ađ trođa 10 til 20 transistorum í einn smágerving. Í dag ţykir ţetta ekki mikiđ. Myndvinnslu-örgjörvinn GeForce GTX 280 inniheldur hvorki meira né minna en 1.400.000.000 transistora!

Gömlu grein menntaskólastráksins í De Rerum Natura, apríl 1966, má lesa međ ţví ađ smella á Smágervingar.

Blađiđ De Rerum Natura var einstaklega vandađ og metnađarfullt. Eintakiđ, sem umrćdd grein var í, var tćpar 90 blađsíđur ađ lengd. De rerum natura er latína og ţýđir Um hlutanna eđli. Nafniđ kemur frá rómverska skáldinu Lúkretíusi, sem var uppi um 95-54 f.kr., og samdi mikiđ kvćđi á latínu, De rerum natura. Í kvćđinu setur Lúkretíus fram heimspeki Epikúrosar.  Auđvitađ var líka vel til falliđ ađ hafa latneskt nafn á ţessu blađi sem gefiđ var út í Latínuskólanum MR, en á ţessum árum lćrđu allir nemendur skólans latínu, bćđi ţeir sem voru í máladeild og ţeir sem voru í stćrđfrćđideild.

Nöfn ritnefndar blađsins og efnisyfirlit má sjá aftast í greininni. Jón Erlendsson var ţá ritstjóri.

Á Stjörnufrćđivefnum er grein um stjörnulíffrćđi. Ţar er minnst á Lúkretíus: "Eins og vćnta má eru vangaveltur um líf utan jarđar ekki nýjar af nálinni. Grísku atómistarnir Levkippus, Demokrítus og Epíkúrus virđast hafa ađhyllst hugmyndir um ótölulegan fjölda heima,  og Rómverski heimspekingurinn Lúkretíus tók skýrt fram ađ ađrir heimar hlytu ađ vera til ţví geimurinn vćri „óendanlegur til allra átta og efnisagnir óendanlega margar á sveimi á sífelldri hreyfingu“".      Jćja, ţetta var víst útúrdúr, alls óskyldur innihaldi pistilsins um smágervinga Wink.

Fróđlegt vćri ađ frétta í athugasemdum hér fyrir aftan hvort blađiđ sé enn lifandi og hvort latína sé enn kennd öllum nemendum skólans Smile.

(Uppfćrt 30. sept.: Sverrir Guđmundsson benti á ađ blađiđ kćmi enn út ţó svo ađ útgáfan hafi veriđ stopul. Blađ frá árinu 2006 er hér).

 --- --- ---

Greinin Smágervingar.

Wikipedia: Menntaskólinn í Reykjavík.

MR66

 

icvmyuv.jpg

 

Mjög stćkkuđ mynd af smágerving, öđru nafni samrás.
Rétt stćrđ er líklega um 10 x 10 mm.

 

 

 

          "Heimurinn víkur úr vegi ţess manns sem veit hvert hann ćtlar".

                                                                                                 - David S. Jordan


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

De Rerum Natura er enn gefiđ út ţótt útgáfan hafi veriđ stopul. Hér er tölublađ frá árinu 2006: http://framtidin.mr.is/z/download/docs/DeRerumNatura2006.pdf

Sverrir Guđmundsson (IP-tala skráđ) 29.9.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Frábćrt Sverrir.  

Takk fyrir upplýsingarnar.

Ágúst H Bjarnason, 29.9.2009 kl. 22:47

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gaman ađ sjá hvađ blađiđ er vandađ. Á árum áđur var allt efniđ vélritađ og síđan fjölritađ. Einkatölvur ţekktust ekki. Háskólinn eignađist sína fyrstu tölvu áriđ 1964, IBM 1620 rafreikni eđa rafeindaheila eins og gripurinn kallađist. Held ađ rafeindaheilinn sé varđveittur á Ţjóđminjasafninu. Sjá hér.

Fyrsta nútímatölvan sem kom til Íslands var sett upp hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands áriđ 1964. Um var ađ rćđa IBM 1620. Frá vinstri: Ţórhallur M. Einarsson, tćknimađur IBM á Íslandi, Ragnar Ingimarsson verkfrćđingur, Helgi Sigvaldason verkfrćđingur, Oddur Benediktsson verkfrćđingur og Magnús Magnússon prófessor.

Ágúst H Bjarnason, 29.9.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Arnar

Hmm, samkvćmt myndini efst er ţessi 'smágervingur' líkari smára (e. transistor) en samrás (sem ég hef reyndar heyrt kallađa rökrás).  Tölvuorđabókin (tos.sky.is) skilar hinsvegar bara samrás sem ţýđingu á intergrated circuit.

Ertu međ nöfnin á mönnunum á ţessari mynd?  Bara ađ spá hvort ţetta vćri Oddur Ben ţarna annar frá hćgri.

Arnar, 30.9.2009 kl. 10:18

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sćll Arnar.

Eins og fram kemur í pistlinum ţá fćddist orđiđ smágervingur í vandrćđum ţar sem á ţeim tíma vantađi íslenskt orđ. Samrás kom líklega fram nokkru seinna. Rökrás notar mađur stundum fyrir samrásir sem innihalda lógiskar rásir (AND, NAND, OR, NOR. EXOR, teljara, o.s.frv), en samrásir innihalda oft hliđrćnar rásir eins og t.d. magnara, sem ekki eru rökrásir. Á myndinni efst er lampi (vacum tube) lengst til vinstri, transistor (smári) í miđjunni og "smágervingur" eđa samrás vćntanlega undir smásjánni.  Í greininni sjálfri er á bls. 56 (eđa bls. 9 í ljósritinu) mynd af samrás frá ţessum tíma. Ţađ er greinilega rökrás (eitt NAND hliđ).

Sjá síđuna  http://local.ink.is/sky5/images/stories/Oldungadeild/skjol/Fyrstu_ar_rhi.pdf
Ţar er betri útgáfa af myndinni og ţar koma nöfn mannanna fram. Helgi, Oddur og Magnús kenndu mér í den...

Ágúst H Bjarnason, 30.9.2009 kl. 11:04

6 Smámynd: Arnar

Ah, ég misskyldi myndina ađeins, hún lýsir sem sagt ţróuninni frá lömpunum.

Já, kannađist viđ kallinn ţótt hann sé tölvuvert yngri ţarna en ţegar ég sá hann síđast.  Hann sagđi einmitt einhverjar sögur af ţessari tölvu/reiknivél/rafheila ţegar ég var í tölvunarfrćđi.  Ađallega í samhengi viđ ţađ hvađ tölvunarfrćđingar í dag hefđu ţađ gott ađ geta 'debugga' í rauntíma.

Arnar, 30.9.2009 kl. 11:16

7 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Hvađa tungl er austan megin viđ mánann séđ frá Selfossi í suđur á kvöldhimninum ?

Ásdís Sigurđardóttir, 30.9.2009 kl. 13:36

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ásdís

Reikistjarnan Júpiter á ađ vera örskammt frá tunglinu um ţessar mundir. Júpiter er mjög bjartur. Prófađu ađ horfa á hann međ handsjónauka. Hugsanlega sérđ ţú tunglin sem eru á braut umhverfis reikistjörnuna.

Á vefsíđunni http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun-manadarins er "lifandi" stjörnukort sem sýnir stjörnuhimininn eins og hann er á hverjum tíma fyrir ofan Selfoss (eđa ţannig...).   Tungliđ sést auđvitađ ekki á kortinu fyrr en ţađ kemur upp.

Farđu líka á undirsíđuna [SÓLKERFIĐ].  Veldu ţar t.d. Júpiter. Ţar má t.d.  lesa um "fylgitungl" pláneturnar sem kallast Galileótungl.

Ágúst H Bjarnason, 30.9.2009 kl. 13:59

9 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ég man vel eftir De rerum natura frá árunum 1965 - 1969. Ţađ var (og er?) ákaflega merkilegt blađ og birti margar vel unnar og frćđandi greinar. Ég eignađist öll tölublöđ sem út komu á ţessum tilteknu árum, en nú veit ég ţví miđur ekki hvar ţau eru niđur komin.

Magnús Óskar Ingvarsson, 30.9.2009 kl. 22:26

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Magnús.

Ég lenti ţví miđur í ţví sama ađ glata mínum blöđum. Ég var ţví feginn ađ fá ljósrit af greinunum.

Ágúst H Bjarnason, 1.10.2009 kl. 03:02

11 identicon

Kćri Ágúst,

 Ţó svo smárás lýsi tólinu betur er nafnorđiđ smágervingur um margt frumlegra og skemmtilegra.

Ţađ á enginnáđ útskrifast úr MR án ţess ađ hafa lćrt latínu í a.m.k. eitt ár. Ég hef haft bćđi gagn og gaman af latínunni sem ég lćrđi enda kennarinn afbragđs góđur, hana nefndum viđ Puella bone.

Í DRN blađinu međ smágervingana er áhugaverđ grein "Landrek og útţensla jarđar". Áttu tök á ţví ađ fá afrit af henni?

Kćrar kveđjur,

Albert

Albert Albertsson (IP-tala skráđ) 2.10.2009 kl. 08:29

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er sammála ţér Albert varđandi latínuna.

Ég hlýt ađ geta nálgast greinina  "Landrek og útţensla jarđar".  Tekur kannski nokkra daga.

Ágúst H Bjarnason, 3.10.2009 kl. 08:45

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Albert. Greinin um Landrek og útţenslu jarđar er hér.

Ágúst H Bjarnason, 8.10.2009 kl. 11:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband