Ísöldin sem var á næsta leyti fyrir þrem áratugum, en kom ekki. Vídeó....

Fyrir fáeinum áratugum, þ.e. á hafísárunum svokölluðu, vöruðu margir við því að raunveruleg ísöld væri á næsta leyti. Aðeins fáeinir áratugir væru til stefnu. Allt gæti farið á versta veg. Miklar loftslagsbreytingar í vændum... Crying

Í myndböndunum hér fyrir neðan eru viðtöl við vísindamenn sem fjalla um þessa yfirvofandi hættu. Talað er um jökla sem voru að ganga fram, óvenju harða vetur, aukinn hafís,  ofl. Þessi áhugaverðu myndbönd eru frá því um 1978. Skyndilega fór að hlýna aftur, jöklar fóru að hopa aftur, og þá breyttust viðhorfin verulega eins og allir vita....

Ósköp erum við fljót að gleyma... Smile

Skyldi einhvern tíman fara að kólna aftur eins og á hafísárunum, jöklar ganga fram, harðir vetur, aukinn hafís...?  Hummm... Halo

(Einhverjar truflanir hafa verið í dag hjá YouTube. Kemst vonandií lag innan skamms).

 

Kafli 1

 

 

Kafli 2:

 

 

Kafli 3:

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef oft glaðst yfir því undanfarið ár að hafa fæðst 1956 ég hef átt mörg góð ár, en hvað framtíðin færir okkur er víst ekki gott að segja til um. Ég er glöð einn dag í einu nú orðið. Kær kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, eitthvað var rætt um þetta á sínum tíma. En það er þó mýta að vísindamenn hafi almennt verið á þessari skoðun á þeim tíma. Þar fyrir utan, þá hefur mikið vatn runnið til sjávar varðandi rannsóknir í loftslagsmálum síðan þá, sjá nánari umfjöllun um þessa mýtu á heimasíðunni Loftslag.is.

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.10.2009 kl. 16:01

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Svatli, eftir 30 ár muntu segja að það sé míta að vísindamenn hafi almennt verið á þeirri skoðun að það sé allt að hlýna svo mikið að áður en vari verði allir jöklar orðnir að stöðuvötnum.

Fannar frá Rifi, 4.10.2009 kl. 16:48

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ásdís. Þetta er auðvitað alveg rétt hugarfar hjá þér. Bestu kveðjur

Ágúst H Bjarnason, 4.10.2009 kl. 19:31

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli. Þetta er auðvitað málað nokkuð sterkum litum í þessum þætti og málið ýkt. Þannig er það stundum og jafnvel enn í dag.

Aftarlega í þriðja myndskeiðinu kemur fram Dr. Steven Schneider sem er nú prófessor við Stanford háskóla. Nokkuð þekkt nafn.

Ágúst H Bjarnason, 4.10.2009 kl. 19:43

6 identicon

Eftir stendur samt að það að eitthvað hafi verið rangt þá...

eru ekki rök fyrir því að eitthvað sé rangt í dag.

Benedikt (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 08:26

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fannar, ég skal sjálfur sjá um að leggja mér orð í munn eftir 30 ár

Það má þó leiða að því líkur að auðvelt verði að sjá hvernig umræðan er í dag, eins og hægt að finna í heimildum hvernig umræðan var fyrir 30 árum, sjá t.d. á vefsafninu (þar sem orð okkar í dag eru gerð ódauðleg um alla framtíð). Fyrir 30 árum var heldur ekki þá komin allur sá vísindalegi grunnur sem liggur að baki þeim kenningum sem vísindamenn eru almennt sammála um í dag, þar af leiðandi var meiri óvissa þá. Það er þó mýta að vísindamenn hafi almennt verið á því að ísöld væri á næsta leiti á 8. áratugnum, eins og ég bendi á í fyrstu athugasemd minni hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.10.2009 kl. 12:59

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Eftir nokkra áratugi mun mikið jökulvatn hafa runnið til sjávar. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.10.2009 kl. 17:44

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Því hlýskeiði núverandi ísaldar sem við lifum á, hlýtur að ljúka fyrr eða síðar. Enginn veit hvenær, en það er nú þegar orðið sæmilega langt og getur lokið hvernær sem er á næstu öldum eða árþúsundum. Eitt er alveg víst. Jökullinn kemur aftur. Sú smávægilega uppsveifla í hitastigi, ein af fjölmörgum, sem nú ríkir segir ákkúrat ekki neitt. Hita (og raka) kúrvan hefur vísað niður á við jafnt og þétt, þrátt fyrir upp- og niðursveiflur, síðan í lok bórealska tímans fyrir ca. sex þúsund árum. Raunar virðist núverandi uppsveiflu og endurhlýnun að vera að ljúka, en næsta "litla ísöld" verður örugglega enn kaldari en sú sem lauk um aldamótin 1900.

Eitt enn: Ekkert bendir til að koldíoxíð, (sem myndar 0,038% gufuhvolfsins) komi nokkru máli við í þessu sambandi. Allt þetta gróðurhúsa- kolefnis- tal er undarleg steypa.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.10.2009 kl. 00:34

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef verið að kíkja á þessa síðu, loftslag.is og ég verð að segja að áhuginn fer minnkandi á síðunni. Allt um loftslagsmál þar er í trúboðsstíl.... ekki snefill af efasemdum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2009 kl. 02:18

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar; við hjá Loftslag.is tölum um það sem vísindin segja um loftslagsbreytingar, ef vísindin samrímast ekki þínum skoðunum, þá verður svo að vera. Vísindalegar aðferðir og trúarskoðanir, eru tveir ólíkir hlutir sem vart geta samrímst í þessari umræðu. Ég efast um að spár varðandi loftslagsbreytingar séu allar réttar, en ég tel þó að grunnurinn að kenningunum sé réttur.

Vilhjálmur; vísindin segja okkur að koldíoxíð sem er svokölluð gróðurhúsalofttegund komi að nokkru máli við í þessu sambandi, sjá t.d. hér. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsalofttegundir, þá væri hitastigið á -18°C, þó eru þær ekki í "miklu" magni í lofthjúpnum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.10.2009 kl. 08:42

12 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Já Gunnar - ef að áhugi þinn hefur eitthvað minnkað þá er lítið við því að gera. Ekki að þú hafir gefið síðunni mikinn séns, miðað við athugasemd sem við fengum frá þér á öðrum degi eftir opnun

Höskuldur Búi Jónsson, 6.10.2009 kl. 10:31

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir Svatli og Höski Búi.

Ég vil bara nota tækifærið og skýra frá því að ég virði skoðanir ykkar fullkomlega og dáist að dugnaði ykkar. Ég er kannski ekki alltaf alveg sammála skoðunum ykkar, en tel það auðvitað jákvætt fyrir umræðuna að allar hliðar málsins séu skoðaðar.   Gangi ykkur vel :-)

Ágúst H Bjarnason, 6.10.2009 kl. 12:01

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir þessi orð Ágúst

Ég vil einnig segja fyrir mína parta að mér finnst oft æði fróðlegt efni á síðunum hjá þér, þó ég sé ekki alltaf sammála þeim ályktunum sem þú dregur af sumu af efninu. Ég á ekki von á öðru en að okkar málflutningur verði áfram á jákvæðum nótum eins og hingað til, þar sem við munum kappkosta að leggja fram vísindaleg og efnisleg rök fyrir máli okkar.

Mbk.
Sveinn Atli

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.10.2009 kl. 12:23

15 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég veit fullvel, að gróðurhúsaáhrif eru til staðar þótt sú tala (-18 stig), sem þú nefnir. sé nær örugglega ofmetin. Málið er hins vegar það, að koldíoxíð er afar lítill hluti af gróðurhúsaáhrifum. Þar skiptir vatnsgufa miklu, miklu meira máli, eða allt að 90% af öllum gróðurhúsaáhrifum. Hvort koldíoxíð verður áfram 0.038% eða tvöfaldast upp í kannski 0.08% er afar lítilfjörlegur þáttur í þessu stóra. flókna dæmi. 

En, sem fyrr sagði er ekkert sem bendir til að sú endurhlýnun, sem ríkt hefur undarfarna áratugi sé neitt öðru vísi en ótalmargar aðrar upp- og niðursveiflur í hitastigi. sem verið hafa undanfarnar aldir og árþúsundir. Ég undirstrika að lokum, að ég segi "endurhlýnun" ekki "hlýnum". Það vantar nefnilega enn mikið upp á að við séum búin að ná þeim hita sem ríkti á fyrri hluta núverandi hlýskeiðs. Við náum ekki einu sinni því hlýja, raka loftslagi sem var á á tímum Grikkja, Rómverja eða Forn- Egypta. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.10.2009 kl. 14:47

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sæll Vilhjálmur; það er nú nokkuð stór hópur vísindamanna og annara sem sér þetta með koldíoxíð og aðrar gróðurhúsalofttegundir á nokkuð annan hátt en þú. Mér finnst það mikil einföldun hjá þér að fullyrða að tvöföldun á einni gróðurhúsalofttegund sé lítilfjörleg í þessu samhengi, en það er rétt að þetta er flókið samspil eins og þú bendir á. Þ.a.l. er gott að það er nokkuð almenn samstaða á meðal vísindamanna um hinn vísindalega grunn sem kenningin byggir á.

Svona til að fá það fá það fram, þá eru -18°C það hitastig sem væri á jörðinni án gróðurhúsalofttegunda, meðalhitastig jarðar er um 15°C þannig að hitastig vegna gróðurhúsaáhrifa hækkar um u.þ.b. 33°C.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.10.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband