Frétt BBC: Geimgeislar hafa áhrif á trjávöxt í Bretlandi...

 

 

 

Í dag 19. október er á vef BBC fréttapistill sem nefnist Cosmic pattern to UK tree growth.

Pistillin fjallar um að breskir vísindamenn hafa fundið meiri fylgni milli vaxtarhraða trjáa og geimgeisla en hita eða úrkomu.  Þeir kunna ekki skýringu á þessu en hafa komið með tilgátur. Svo virðist vera að trén vaxi hraðar þegar geimgeislar eru miklir, en samkvæmt pistlinum þýðir það meira skýjaþykkni. Þá ætti einmitt að vera heldur svalara.    - Undarlegt.

 

Ef það er tilfellið að trén vaxi betur þegar skýjað er en í sólskini þá kemur það verulega á óvart. Getur það ekki þýtt að árhringir trjáa séu ekki eins góður mælikvarði á hitastig og talið var?  Það er auðvitað allt of snemmt að draga ályktanir, en þetta kemur óneitanlega á óvart.

Spyr sá sem ekki veit.  Fróðlegt verður að fylgjast með þessu máli.

 

 British Broadcasting Corporation

Pistillinn byrjar þannig:

"The growth of British trees appears to follow a cosmic pattern, with trees growing faster when high levels of cosmic radiation arrive from space.

Researchers made the discovery studying how growth rings of spruce trees have varied over the past half a century.

As yet, they cannot explain the pattern, but variation in cosmic rays impacted tree growth more than changes in temperature or precipitation.

The study is published in the scientific journal New Phytologist.

"We were originally interested in a different topic, the climatological factors influencing forest growth," says Ms Sigrid Dengel a postgraduate researcher at the Institute of Atmospheric and Environmental Science at the University of Edinburgh...

... ...

When the intensity of cosmic rays reaching the Earth's surface was higher, the rate of tree growth was faster.

The effect is not large, but it is statistically significant.

The intensity of cosmic rays also correlates better with the changes in tree growth than any other climatological factor, such as varying levels of temperature or precipitation over the years.

"The correlation between growth and cosmic rays was moderately high, but the correlation with the climatological variables was barely visible," Ms Dengel told the BBC.

Here comes the Sun

Cosmic rays are actually energetic particles, mainly protons, as well as electrons and the nuclei of helium atoms, that stream through space before hitting the Earth's atmosphere.

The levels of cosmic rays reaching the Earth go up and down according to the activity of the Sun, which follows an 11-year cycle...

..."We tried to correlate the width of the rings, i.e. the growth rate, to climatological factors like temperature. We also thought it would be interesting to look for patterns related to solar activity, as a few people previously have suggested such a link," explains Ms Dengel. "We found them. And the relation of the rings to the solar cycle was much stronger than it was to any of the climatological factors we had looked at. We were quite hesitant at first, as solar cycles have been a controversial topic in climatology...""

Lesið meira á vef BBC

 

Humm... Humm...   Halo  

Þetta er ekki beinlínis eins og maður hefði átt von á.

 

http://news.bbc.co.uk/earth/hi/earth_news/newsid_8311000/8311373.stm

 

 --- --- ---

 banner


New Phytologist
A relationship between galactic cosmic radiation and tree rings
Sigrid Dengel, Dominik Aeby and John Grace
Institute of Atmospheric and Environmental Science, School of GeoSciences, Crew Building, University of Edinburgh, EH9 3JN, UK

ABSTRACT (krækja)

  • Here, we investigated the interannual variation in the growth rings formed by Sitka spruce (Picea sitchensis) trees in northern Britain (55°N, 3°W) over the period 1961–2005 in an attempt to disentangle the influence of atmospheric variables acting at different times of year.
  • Annual growth rings, measured along the north radius of freshly cut (frozen) tree discs and climatological data recorded at an adjacent site were used in the study. Correlations were based on Pearson product–moment correlation coefficients between the annual growth anomaly and these climatic and atmospheric factors.
  • Rather weak correlations between these variables and growth were found. However, there was a consistent and statistically significant relationship between growth of the trees and the flux density of galactic cosmic radiation. Moreover, there was an underlying periodicity in growth, with four minima since 1961, resembling the period cycle of galactic cosmic radiation.
  • We discuss the hypotheses that might explain this correlation: the tendency of galactic cosmic radiation to produce cloud condensation nuclei, which in turn increases the diffuse component of solar radiation, and thus increases the photosynthesis of the forest canopy.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Mjög áhugavert. Þetta er greinilega skyldulesning og við munum fjalla um hana á loftslag.is fljótlega - fann greinina hér: A relationship between galactic cosmic radiation and tree rings

Takk fyrir þetta Ágúst.

Höskuldur Búi Jónsson, 19.10.2009 kl. 20:15

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 00:01

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mín reynsla er sú að það er ekki endilega hollt fyrir trjáplönturnar að hafa mikið sólskin og hita, alla vega ekki eins mikið og var á Suðurlandi síðastliðið sumar. Það fylgdu nefnilega miklir þurrkar sólskininu sem örugglega hefur komið niður á vaxtarhraðanum. Það var greinilegt að gróðurinn tók kipp síðsumars þegar mestu þurrkarnir voru afstaðnir.

Dr. Craig Loehle fjallar um þetta í grein sinni (A 2000-YEAR GLOBAL TEMPERATURE RECONSTRUCTION BASED ON NON-TREERING PROXIES. Energy & Environment· Vol. 18, No. 7+8, 2007. Bls. 1050):

"Climate histories are commonly reconstructed from a variety of sources, including ice cores, tree rings, and sediment. There are reasons to believe that tree ring data may not capture long-term climate changes (100+ years) because tree size, root/shoot ratio, genetic adaptation to climate, and forest density can all shift in response to prolonged climate changes, among other reasons (Broecker, 2001; Falcon-Lang, 2005; Loehle, 2004; Moberg et al., 2005). Most seriously, typical reconstructions assume that tree ring width responds linearly to temperature, but trees can respond in an inverse parabolic manner to temperature, with ring width rising with temperature to some optimal level, and then decreasing with further temperature increases (D’Arrigo et al., 2004; Kelly et al., 1994). This response is most likely due to water limitation at higher temperatures, because higher temperatures increase evaporation rates. The result of this violation of linearity is to introduce tremendous uncertainty or bias into any econstruction, particularly for temperatures outside the calibration range...".

Ef geimgeislar hafa í för með sér aukið skýjafar (Svensmark) þá gæti skýringarinnar verið að leita í þessu samspili sem örugglega er ekki einfalt. Til að dafna vel þurfa plönturnar birtu, vatn, næringu, hita og skjól. Ef eitthvað af þessu vantar, þá dregur úr vaxtarhraðanum.

Þessi pistill BBC er mjög athyglisverður og vekur upp margar spurningar. Eins og alltaf þegar eitthvað nýtt kemur fram í rannsóknum, sérstaklega ef erfitt er að útskýra það, þá verður maður að gæta þess að vera ekki of fljótur að draga ályktanir.

Ágúst H Bjarnason, 20.10.2009 kl. 05:17

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það á að standa reconstruction, en ekki econstruction, neðst í tilvitnunini í grein Loehle.

Ágúst H Bjarnason, 20.10.2009 kl. 05:21

5 identicon

Það er margt skrítið í þessum trúarbrögðum Al-Gore og félaga, eins og þú hefur fjallað svo vel um.  Ég var að ljúka við stutt blogg um svipað efni, það er að segja, um veðrið.

Það snjóar ekki í Mosvku

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 09:56

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gullvagninn - Vinsamleg ábending: Það borgar sig að lesa greinina áður en þú fullyrðir eitthvað um efni hennar.

Annars er ég búinn að lesa greinina og mun reyna að skrifa frétt um hana í kvöld á loftslag.is og mögulega í kjölfarið bloggfærslu á sama vettvangi um hvaða þýðingu þetta getur haft varðandi t.d. proxýhitastig (t.d. varðandi hokkíkylfuna) og geimgeislahugmynd Svensmarks (sjáum til). En eins og Ágúst bendir á þá verður maður að gæta þess að vera ekki of fljótur að draga ályktanir.

Höskuldur Búi Jónsson, 20.10.2009 kl. 10:44

7 Smámynd: Arnar

Hmm.. er kannski að misskilja en er 'gróðurhúsáhrif' ekki það að ský 'bindi' hita fyrir neðan sig, þ.e.a.s. endurvarpi hitaútgeislun frá jörðinni aftur til jarðar, og auki þannig lofthita?

Mér finnst amk. ekki rökrétt að gera ráð fyrir því að það hafi verið hlýrra í heiðskíru en kaldara ef það er skýjað.

Arnar, 20.10.2009 kl. 10:50

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Það er lang farsælast að forðast að blanda deilum um loftslagsmál inn í umræðuna, enda koma þau mál þessu ekki við finnst mér.

Það er miklu áhugaverðara að reyna að koma með tilgátur um hvað geti verið á seyði.

Tilgáturnar sem settar eru fram af vísindamönnunum eru auðvitað bara tilgátur enn sem komið er, jafn góðar og tilgátur sem við gætum varpað fram.

Aðalatriðið er að skoða allar hugmyndir með opnum hug og blanda ekki hitamálum inn í umræðuna. Það er óþarfi. Þó ég hafi minnst á Svensmark innan sviga, þá er það auðvitað alveg án ábyrgðar, enda er ég eins og fleiri ráðþrota. Ég hefði frekar búist við "öfugri" tengingu við Svensmark kenninguna, þ.e. meiri vexti þegar geimgeislar eru minni, þ.e. minna um ský og meiri sól :-)

Öndum því með nefinu meðan við huxum málið og veltum því fyrir okkur

Ágúst H Bjarnason, 20.10.2009 kl. 11:01

9 identicon

Grein um íslenska sitkagrenið og tengsl við veðurfar:

sjá: http://www.landbunadur.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/0/de4a700574e8909900256f9c004d4836/$FILE/35.pdf

Kveðja

Ólafur Eggertsson

Olafur Eggertsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 11:38

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í sól og þurrki, eru betri skilyrði fyrir snýkjudýr á plöntum, s.s. lús og maðk. Slíkar óværur draga úr vexti trjáplantna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 11:51

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kærar þakkir Ólafur fyrir að vísa á grein ykkar Gunnhildar.

Mér þótti þetta mjög áhugaverð lesning, sérstaklega þar sem ég vann sem unglingur 3 sumur hjá Einari Sæm í Fossvoginum, en mikið í Heiðmörk og við Rauðavatn sem fjallað er um í greininni, og svo í Haukadal. Þetta var um 1950.

Það kom skemmtilega á óvart að lesa um stafafuruna. Ég hafði tekið eftir því þar sem ég er stundum að dumda mér við trjáplöntun að engu var líkara en furan hefði rokið upp um veturinn. Mér þótti þetta undarlegt, en nú veit ég betur

Ég minntist á sólskin, hita og þurrk í fyrstu athugasemdinni. Þar sem ég hef verið að planta er mest ófrjór jarðvegur og lynggróður. Efstu lögin eru víða blönduð vikri, líklega frá Heklu 1947. Plönturnar eru því mjög viðkvæmar fyrir langvarandi þurrkum, amk.  meðan ræturnar liggja grunnt.

Sumarið 2008 var nánast ertuyglulirfu-plága, en ástandið var mun skárra s.l. sumar og þakkaði ég það þurrkinum hve lítið var um þessa óværu og mýflugur. 

Ágúst H Bjarnason, 20.10.2009 kl. 13:08

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það átti að standa 1960 en ekki 1950 :-)

Ágúst H Bjarnason, 20.10.2009 kl. 13:09

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Slagveðursrigning slær verulega á blaðlús

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 14:56

14 identicon

Sæll Ágúst

Varðandi árhringi stafafuru og hina háu fylgni við hlý vor (t.d  mars) þá má líklega skýra það á þá vegu að frost fari fyrr úr jörðu þannig að furan fer fyrr af stað að vori og vex þar af leiðandi vel um sumarið.  

Ólafur

Ólafur Eggertsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 15:33

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir skýringarnar Ólafur.

Ágúst H Bjarnason, 20.10.2009 kl. 21:13

16 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ef einhver hefur áhuga, þá er komin inn frétt á loftslag.is: Vöxtur trjáa í takti við munstur geimgeisla

Höskuldur Búi Jónsson, 20.10.2009 kl. 21:32

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hugsanlega er ég farinn að skilja samhengið aðeins betur. Ég veit ekki hvort mér tekst að koma því til skila, en það má reyna:

Í pistli BBC stendur þar sem vitnað er í Sigríði Dengel:

The first idea is that cosmic rays ionise gases in the atmosphere, creating molecules around which clouds condense, therefore increasing cloud over. (Þetta er hluti Svensmark kenningarinnar).

This mechanism is hotly debated among scientists, and evidence for it is weak.

One study published in 2006 suggested it may account for as little as 2% of the variation in cloud cover across the UK. (2% er reyndar mikið í því samhengi sem Svansmark notar það, eða 1,2 w/m2).

But if it does occur, then an increase in cloud cover and haze would diffuse the amount of solar radiation reaching the trees.

As diffuse radiation penetrates forest canopies better than direct light, it would increase the amount of radiation that plants capture, and increase photosynthesis by trees, boosting growth.

Ef við gerum ráð fyrir að kenning Svensmark sé rétt og móti skýjafarið, þá liggur skýringin í síðustu málsgreininni. Þá vaknar spurningin: Hvers vegna vaxa þessi tré betur þegar skýjað er en heiðskírt, og hvers vegna er betri fylgni milli geimgeisla (-> skýjafars skv. Svensmark) en hitafars?

Það kemur fram í greininni að um er að ræða greniskóg sem plantað var í Ae skógi í Skotlandi árið 1953. Með pistlinum fylgir mynd sem tekin er í þessum skógi. Þegar trjám er plantað, þá er yfirleitt plantað mjög þétt.  Til dæmis þannig að aðeins 1,5-2 metrar séu milli plantna. Svona skógur verður gríðarlega þéttur þegar hann vex upp, sérstaklega ef ekkert er grisjað. Hann verður svo þéttur að sólarljósið nær ekki niður á milli trjánna og neðri hluti þeirra verður alveg ber. Aðeins trjákrónurnar eru grænar. Þetta sést vel á myndinni hér fyrir neðan.

Nú er tiltölulega auðvelt að sjá í hendi sér að dreift ljós (diffuse) á mun auðveldara að komast niður á milli trjákrónanna en ljós sem kemur úr einni stefnu, þ.e. frá sólinni. Þetta á sérstaklega við þegar sólin er tiltölulega lágt á lofti eins og oftast er. Jafnvel trjákrónurnar eru þá í skugga hver frá annarri. Aðeins blár himininn nær að lýsa upp stærsta hluta skógarins. Í skýjuðu veðri kemur birtan  jöfn,  alls staðar frá himninum. Birtan sem kemur frá hvítri skýjahulunni  er meiri en birtan sem kemur frá bláum himninum. Einnig er líklegt að blaðgrænan nýti betur hvítt ljós en blátt. Það er þessi óbeina birta sem trén nota í ljóstillífuninni þegar CO2 er breytt í súrefni og mjölvi, en það hefur auðvitað afgerandi áhfif á vöxt trjánna.

Það er því nokkuð auðskilið að tré í svona þéttum skógi geta vaxið betur þegar skýjað er en heiðskírt. Annað gildir þegar skógurinn er gisinn og sólargeislarnir ná að jafnaði að skína á allt tréð. Þá ræður hitastigið.

 Sitka spruce (Picea sitchensis)

Myndin sem fylgir BBC pistlinum sýnir hve Ae greniskógurinn er þéttur og hvernig aðeins efsti hluti trjánna nýtur birtunnar.

  aag_48118_f3



Úr grein Henriks Svensmark: Rauði ferillin er geimgeislar, en styrkur þeirra mótast af breytilegri virkni sólar.

Blái ferillin er þéttleiki skýjahulunnar upp í 3,2 km hæð, skv. skýjamyndum úr gervihnöttum.

Þessi skýring er auðvitað háð því að kenning Svensmarks reynist að einhverju leyti rétt, þ.e. hvort geimgeislar móti skýjafar. Hvort svo er á eftir að koma í ljós. Hugsanlega á tilraunin hjá CERN eftir að varpa einhverju ljósi á það á næstunni.

(Þó svo að hluti kenningar Svensmark komi hér við sögu, þá hefur hún ekkert með hnatthlýnun að gera í þessu samhengi).

Ég vona að mér hafi tekist að lýsa því hvernig ég skil þetta núna.

Ágúst H Bjarnason, 21.10.2009 kl. 06:17

18 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Reyndar kom fram í greininni að lítil fylgni var milli skýjafars og vöxt trjáa - ef ég hef skilið greinina rétt. Þannig að við verðum að gera ráð fyrir að þetta séu einhvers konar ósýnileg ský eða frekar móða (haze). En ég kaupi samt útskýringuna þína á auknum vexti svona þéttra skóga.

P.S. búinn að skrifa smá blogg um trjáhringjagögn og hokkíkylfuna og vísa umræðunni þangað þar sem Ágúst vill ekki ræða hnatthlýnunina hér, sjá Er búið að strauja hokkíkylfuna?

Höskuldur Búi Jónsson, 21.10.2009 kl. 08:02

19 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hmm, tengillinn virkar ekki: http://www.loftslag.is/?p=3033

Höskuldur Búi Jónsson, 21.10.2009 kl. 08:33

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Upphaflega greinin er hér

Ágúst H Bjarnason, 21.10.2009 kl. 09:40

21 Smámynd: Arnar

Ætlaði ekki að draga loftlagsdeilur inn í umræðuna, tengingin við gróðurhúsáhrifin var bara sú að aukið skýjafar gæti leitt til aukins hita í lofthjúpnum.

Bara svona pæling á móti:

Svo virðist vera að trén vaxi hraðar þegar geimgeislar eru miklir, en samkvæmt pistlinum þýðir það meira skýjaþykkni. Þá ætti einmitt að vera heldur svalara.    - Undarlegt.

Mér þykir hinsvegar undarlegt að planta sem lifir af mestu á ljóstillífun vaxi hraðar þegar beins sólarljóss nýtur ekki við.  Geislunin kemur kannski að einhverju leiti í staðinn?

Arnar, 21.10.2009 kl. 09:55

22 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Smá innlegg. Ef það skiptir máli í sambandi við vöxt tráa hvenær frost fer úr jörðu á snemma á vorin, þá má hafa í huga að sólríkir vetur á norðurslóðum eru oft ávísun á kulda vegna meiri útgeislunnar og þar af leiðandi ætti að vera meira frost í jörðu á vorin eftir léttskýjaðan vetur. Þetta snýst svo við á sumrin þegar sólin er farin að verma.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.10.2009 kl. 10:26

23 identicon

Almenna reglan um árhringi og veðurfar

Vöxtur trjáa við skógarmörk (norðlæg og upp til fjalla) , t.d í Svíþjóð, Alaska og í Ölpunum stjórnast aðallega af sumarhita meðan tré sem vaxa t,d í mið Evrópu (t.d eik) stjórnast af úrkomu á vaxtartíma, þar hefur hitafar lítið að segja um vöxtinn (alltaf nógu heitt á sumrin). Á Bretlandseyjum er samspil trjávaxtar líklega mun flóknara (samspil margra umhverfisþátta). Á Íslandi ræður sumarhitinn mestu, alltaf næg úrkoma. t.d (http://www.landbunadur.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/8bbba2777ac88c4000256a89000a2ddb/4e2b05245f85560100257487003bf30a/$FILE/Aldur%20og%20%C3%BEroski.pdf)

Árhringjagögnin sem notuð eru í skl, hokkíkylfu (Mann ofl) eru í flestum tilvikum frá trjám sem vaxa við skógarmörk (þar sem vöxtur er háður sumarhita).

Ólafur Eggertsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 10:47

24 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Ólafur.

Er ekki svo, að þessi fylgni trjávaxtar og geimgeisla/skýja sem fréttapistill BBC fjallar um, geti aðeins átt við þar sem þéttleiki  barrskógarins er það mikill, að sólarljósið nær ekki niður fyrir efsta hluta trjánna. Það er greinilegt á myndinni af skóginum, sem fylgir BBC pistlinum, að neðri 2/3 hlutar trjánna eru nánast alveg berir vegna birtuleysis. (Sjá athugasemd #17).

Ég var að leita á netinu í gærkvöld og þóttist þá finna tilvísanir í greinar þar sem einmitt var fjallað um að í slíkum tilvikum yxu trén betur þegar ljósið er dreift (skýjað).

 Sjá:

--- --- ---

Still, C. J., et al. (2009), Influence of clouds and diffuse radiation on ecosystem-atmosphere CO2 and CO18O exchanges, J. Geophys. Res., 114, G01018, doi:10.1029/2007JG000675.

Abstract:
This study evaluates the potential impact of clouds on ecosystem CO2 and CO2 isotope fluxes (“isofluxes”) in two contrasting ecosystems (a broadleaf deciduous forest and a C4 grassland) in a region for which cloud cover, meteorological, and isotope data are available for driving the isotope-enabled land surface model (ISOLSM). Our model results indicate a large impact of clouds on ecosystem CO2 fluxes and isofluxes. Despite lower irradiance on partly cloudy and cloudy days, predicted forest canopy photosynthesis was substantially higher than on clear, sunny days, and the highest carbon uptake was achieved on the cloudiest day. This effect was driven by a large increase in light-limited shade leaf photosynthesis following an increase in the diffuse fraction of irradiance. Photosynthetic isofluxes, by contrast, were largest on partly cloudy days, as leaf water isotopic composition was only slightly depleted and photosynthesis was enhanced, as compared to adjacent clear-sky days. On the cloudiest day, the forest exhibited intermediate isofluxes: although photosynthesis was highest on this day, leaf-to-atmosphere isofluxes were reduced from a feedback of transpiration on canopy relative humidity and leaf water. Photosynthesis and isofluxes were both reduced in the C4 grass canopy with increasing cloud cover and diffuse fraction as a result of near-constant light limitation of photosynthesis. These results suggest that some of the unexplained variation in global mean ? 18O of CO2 may be driven by large-scale changes in clouds and aerosols and their impacts on diffuse radiation, photosynthesis, and relative humidity.

--- --- ---

Gu, L., D. Baldocchi, S. B. Verma, T. A. Black, T. Vesala, E. M. Falge, and P. R. Dowty (2002), Advantages of diffuse radiation for terrestrial ecosystem productivity, J. Geophys. Res., 107(D6), 4050, doi:10.1029/2001JD001242.

Abstract
Clouds and aerosols alter the proportion of diffuse radiation in global solar radiation reaching the Earth’s surface. It is known that diffuse and direct beam radiation differ in the way they transfer through plant canopies and affect the summation of nonlinear processes like photosynthesis differently than what would occur at the leaf scale. We compared the relative efficiencies of canopy photosynthesis to diffuse and direct photosynthetically active radiation (PAR) for a Scots pine forest, an aspen forest, a mixed deciduous forest, a tallgrass prairie and a winter wheat crop. The comparison was based on the seasonal patterns of the parameters that define the canopy photosynthetic responses to diffuse PAR and those that define the responses to direct PAR. These parameters were inferred from half-hourly tower CO2 flux measurements. We found that: (1) diffuse radiation results in higher light use efficiencies by plant canopies; (2) diffuse radiation has much less tendency to cause canopy photosynthetic saturation; (3) the advantages of diffuse radiation over direct radiation increase with radiation level; (4) temperature as well as vapor pressure deficit can cause different responses in diffuse and direct canopy photosynthesis, indicating that their impacts on terrestrial ecosystem carbon assimilation may depend on radiation regimes and thus sky conditions. These findings call for different treatments of diffuse and direct radiation in models of global primary production, and studies of the roles of clouds and aerosols in global carbon cycle.

--- --- ---

 

Ágúst H Bjarnason, 21.10.2009 kl. 12:09

25 identicon

Ég er nú ekki viss um að myndin sé tekinn í skóginum í Ae þaðan sem sýnin koma sem rannsóknin fjallar um, en líklega koma þau úr þéttum skógi. Í þéttum skógi er jú aðeins efri hluti krónunnar að ljóstillífa neðri hluti krónunnar er "dauður" þess vegna er spurning hvort  tímabundinn aukning (mjög lítil) í skýjahulu vegna geimgeislunar hafi einhver áhrif á vöxtinn vegna þess að hann er þéttur? 

Ólafur Eggertsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:05

26 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Myndirnar eru úr greininni  þar sem ýmislegt, sem ekki er í frétt BBC, kemur fram.

Sjálfsagt  er greinin fyrst og fremst áhugaverð fyrir leikmenn eins og undirritaðan vegna þess að hún vekur ýmsar spurningar. Er fyrst og fremst forvitnileg.  Hversu áreiðanleg niðurstaðan er hef ég ekki minnstu hugmynd um.

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/cosmicray-spruce.jpg

Ágúst H Bjarnason, 21.10.2009 kl. 17:05

27 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Fyrir áhugamenn um geimgeisla (og ég veit að Ágúst er sérstakur áhugamaður um þá), þá er ný grein væntanleg um geimgeisla.

Það skemmtilega við þessa grein er að hún er birt í Atmospheric Chemistry and Physics Discussion - en það er hliðartímarit við sjálft Atmospheric Chemistry and Physics, nema hvað að þar eru birtar greinar sem eru í ritrýningaferlinum og geta lesendur komið með athugasemdir varðandi greinina og haft þar með áhrif á það hvort hún fæst birt eður ei (ef ég hef skilið þetta rétt). Enn hafa ekki komið neinar athugasemdir við greinina.

En hér má lesa greinina eins og hún er núna: Atmospheric data over a solar cycle: no connection between galactic cosmic rays and new particle formation og Abstract:

Aerosol particles affect the Earth's radiative balance by directly scattering and absorbing solar radiation and, indirectly, through their activation into cloud droplets. Both effects are known with considerable uncertainty only, and translate into even bigger uncertainties in future climate predictions. More than a decade ago, variations in galactic cosmic rays were suggested to closely correlate with variations in atmospheric cloud cover and therefore constitute a driving force behind aerosol-cloud-climate interactions. Later, the enhancement of atmospheric aerosol particle formation by ions generated from cosmic rays was proposed as a physical mechanism explaining this correlation. Here, we report unique observations on atmospheric aerosol formation based on measurements at the SMEAR II station, Finland, over a solar cycle (years 1996–2008) that shed new light on these presumed relationships. Our analysis shows that none of the quantities related to aerosol formation correlates with the cosmic ray-induced ionisation intensity (CRII). We also examined the contribution of ions to new particle formation on the basis of novel ground-based and airborne observations. A consistent result is that ion-induced formation contributes typically less than 10% to the number of new particles, which would explain the missing correlation between CRII and aerosol formation. Our main conclusion is that galactic cosmic rays appear to play a minor role for atmospheric aerosol formation, and so for the connected aerosol-climate effects as well.

Höskuldur Búi Jónsson, 21.10.2009 kl. 23:48

28 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir þetta Höskuldur.

Ágúst H Bjarnason, 22.10.2009 kl. 05:52

29 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nokkrar áhugaverðar krækjur varðandi ljóstillífun, ský, geimgeisla, árhringi, úrkomu og fleira góðgæti sem gæti tengst gróðri beint eða óbeint...:

Berkley Lab: Quantum Secrets of Photosynthesis Revealed.
BERKELEY, CA —Through photosynthesis, green plants and cyanobacteria are able to transfer sunlight energy to molecular reaction centers for conversion into chemical energy with nearly 100-percent efficiency. Speed is the key – the transfer of the solar energy takes place almost instantaneously so little energy is wasted as heat. How photosynthesis achieves this near instantaneous energy transfer is a long-standing mystery that may have finally been solved.

---

“Response of a Deciduous Forest to the Mount Pinatubo Eruption: Enhanced Photosynthesis” (http://www.as.wvu.edu/biology/bio463/Gu%20et%20al%202003.pdf )
Volcanic aerosols from the 1991 Mount Pinatubo eruption greatly increased
diffuse radiation worldwide for the following 2 years. We estimated that this
increase in diffuse radiation alone enhanced noontime photosynthesis of a
deciduous forest by 23% in 1992 and 8% in 1993 under cloudless conditions....

---

 http://www.treeringsociety.org/TRBTRR/TRRvol59_1_21-27.pdf

 Það er langt síðan menn tengdu vöxt árhringja við sólsveifluna, eins og fram kemur hér í grein um Ellicott Duglass (1867-1962).

---

 Proceedings of the Royal Society:

Empirical evidence for a nonlinear effect of galactic cosmic rays on clouds

Galactic cosmic ray (GCR) changes have been suggested to affect weather and climate, and new evidence is presented here directly linking GCRs with clouds. Clouds increase the diffuse solar radiation, measured continuously at UK surface meteorological sites since 1947. The ratio of diffuse to total solar radiation—the diffuse fraction (DF)—is used to infer cloud, and is compared with the daily mean neutron count rate measured at Climax, Colorado from 1951–2000, which provides a globally representative indicator of cosmic rays. Across the UK, on days of high cosmic ray flux (above 3600×102 neutron counts h?1, which occur 87% of the time on average) compared with low cosmic ray flux, (i) the chance of an overcast day increases by (19±4) %, and (ii) the diffuse fraction increases by (2±0.3) %. During sudden transient reductions in cosmic rays (e.g. Forbush events), simultaneous decreases occur in the diffuse fraction. The diffuse radiation changes are, therefore, unambiguously due to cosmic rays. Although the statistically significant nonlinear cosmic ray effect is small, it will have a considerably larger aggregate effect on longer timescale (e.g. centennial) climate variations when day-to-day variability averages out.

---

 NASA Earth Observatory:

Global Garden Gets Greener

 Leaving aside for a moment the deforestation and other land cover changes that continue to accompany an ever-growing human population, the last two decades of the twentieth century were a good time to be a plant on planet Earth. In many parts of the global garden, the climate grew warmer, wetter, and sunnier, and despite a few El Niño-related setbacks, plants flourished for the most part.....

---

New Scientist-Environment

 Does rainfall vary with sunspot activity?

 THE sun is nearly 150 million kilometres away, but it seems to have Earth's rivers on a leash. The flow of a huge South American river - and thus the rainfall that feeds it - appears to rise and fall with the number of sunspots....

---

JGR:

 Sunspots, El Niño, and the levels of Lake Victoria, East Africa

An association of high sunspot numbers with rises in the level of Lake Victoria, East Africa, has been the focus of many investigations and vigorous debate during the last century. In this paper, we show that peaks in the ?11-year sunspot cycle were accompanied by Victoria level maxima throughout the 20th century, due to the occurrence of positive rainfall anomalies ?1 year before solar maxima. Similar patterns also occurred in at least five other East African lakes, which indicates that these sunspot-rainfall relationships were broadly regional in scale. Although irradiance fluctuations associated with the sunspot cycle are weak, their effects on tropical rainfall could be amplified through interactions with sea surface temperatures and atmospheric circulation systems, including ENSO. If this Sun-rainfall relationship persists in the future, then sunspot cycles can be used for long-term prediction of precipitation anomalies and associated outbreaks of insect-borne disease in much of East Africa. In that case, unusually wet rainy seasons and Rift Valley Fever epidemics should occur a year or so before the next solar maximum, which is expected to occur in 2011–2012 AD.

---

 
Heavy rainfall tied to sunspot cycles in East Africa
Scientists believe a link observed between sunspots and heavy rainfall can be used to predict disease outbreaks in East Africa.

In a study, published this week (7 August) in the Journal of Geophysical Research – Atmospheres, researchers observed that the occurrence of extreme East African rainy seasons during the twentieth century corresponded with high numbers of sunspots — dark spots on the sun that indicate an increase in the energy output of the sun. ...

Ágúst H Bjarnason, 22.10.2009 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband