Undarlegt ljósbrot í skýjunum í gær - mynd...

 

 

 

Myndin er tekin í gærkvöld nærri Geysi. Bjarminn frá gróðurhúsunum á Flúðum og Reykholti lýsir upp skýin, en bjarta stjarnan er Júpiter. Stjarnan sem er efst til hægri er líklega Altair.

Takið eftir undarlegu ljósbrotunum sem eru eins og lóðrétt strik í skýjunum. Það mátti rétt greina fyrirbærið vinstra megin með berum augum. Fyrst hélt ég að þetta væru norðurljós, en þau voru töluvert björt í norðurátt.  Mér dettur helst í hug að þetta séu ljósbrot í ískristöllum. Hvað heldur þú?

Ljósop myndavélarinnar var opið í 30 sekúndur til að ná bjarmanum. Næmið var 1600 ISO þannig að myndin er nokkuð konótt.

Önnur mynd var tekin síðar um kvöldið. Þá sáust þessi strik ekki lengur, en þau komu fram á öllum myndunum sem teknar voru um svipað leyti. 

 

Myndirnar má stækka með því að smella á þær þrisvar.

(Canon EOS 400D, linsa 17-85 IS, 1600 ISO, ljósop 5,6, 30 sek. RAW)

 

 Hvernig er það annars, eru þetta ekki ótvíræð gróðurhúsaáhrif, það er að segja, þessi einu sönnu?

 

Um svipað leyti mátti sjá norðurljós. Fyrir ofan þau er stjörnumerkið Karlsvanninn, en bjarminn er frá Hótel Geysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir hjá þér. Tek þig trúanlegan með ljósbrotin. Ekki nema það hafi verið búið að stela gróðurhúsalömpunum?

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Jack Daniel's

Flottar myndir hjá þér er sérlega hrifinn af þeirri neðri enda karslvagninn í sérlegu uppáhaldi hjá mér um þessar mundir þar sem hann blasir við mér þegar ég stend úti á kvöldin og fæ mér ferskt loft.

Jack Daniel's, 25.10.2009 kl. 11:30

3 identicon

Is it OK if I download the second photo? I think it would make a great desktop background. Amazing.

Lissy (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 11:45

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Of course Lissy. You are welcome to download it.

Ágúst H Bjarnason, 25.10.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Glæsilegar myndir hjá þér.

Ég veit til þess að Stephen James O'Meara er alltaf að leita eftir spennandi athugunum á fyrirbærum í lofthjúpnum. Þú gætir prófað að senda myndina til hans.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 25.10.2009 kl. 22:59

6 Smámynd: Ragnar Ágústsson

Mjög flottar myndir! Það mætti halda að þú hafir verið að leika þér með græna lazerinn á seinni myndinni

Ragnar Ágústsson, 26.10.2009 kl. 08:52

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svakalega flottar myndir hjá þér. Mér dettur helst í hug að gróðurhúsalamparnir hafi náð að mynda þessi ljósbrot í skýjunum á efri myndinni?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2009 kl. 09:26

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Flottar myndir hjá þér Ágúst. Einnig finnst mér brandarinn sem þú læddir þarna inn á milli um gróðurhúsaáhrifin nokkuð góður

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.10.2009 kl. 19:09

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju er svona stuttur frestur á athugasemdum hjá þér frændi. Ég ætlaði að þakka þér Schengengreinina frá því á laugardag en hún er búin að loka ? Nú streyma fleiri útlendingar hér inn heldur en Íslendingar að flýja ? Hvað eru þeir að vilja hér í atvinnuleysið? ....*?!

Rétt til getið !

Gaman að þessum myndum. Ekki hef ég skýringar á þessum einkennilegu strikum.

Halldór Jónsson, 26.10.2009 kl. 22:45

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki sólin að hressast ? Fallegir blettir.

Halldór Jónsson, 26.10.2009 kl. 22:47

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Búinn að lengja frestinn

Ágúst H Bjarnason, 26.10.2009 kl. 22:51

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2009 kl. 00:07

13 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Alveg hreint ótrúlega flottar myndir og kærar þakkir fyrir að deila þeim með okkur, en mig langar að spyrja þig um það sama og Lissy hér að ofan, þ.e. hvort ég megi nota myndina þína á desktopið hjá mér ??

Hulda Haraldsdóttir, 2.11.2009 kl. 22:04

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Auðvitað máttu nota myndirnar Hulda.

Ágúst H Bjarnason, 2.11.2009 kl. 22:15

15 identicon

Mikill myndasnillingur ertu. Þetta eru ótrúlega fallegar myndir og áhugaverðar, svona sér maður bara í sveitinni. Langar að eiga þær.

Sigríður Benedikz (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 00:12

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Auðvitað máttu ná þér í mynd frænka!

Ágúst H Bjarnason, 6.11.2009 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband