Al Gore fjallar um jarðhita af mikilli visku í nýlegum sjónvarpsþætti. Milljónir gráða í iðrum jarðar..!

 

gore_on_tonightshow_111209.jpg

 

 

Al Gore talar í viðtalinu um  nokkurra milljón gráðu hita í iðrum jarðar !   Hann er þarna að kynna nýja bók sína í "Tonight Show" hjá NBC. Hann fræðir okkur einnig um að verið sé að þróa bora sem ekki bráðna við þann mikla hita sem er í jarðskorpunni. Hann segir þetta nýja tækni, sem eru merkilegar fréttir fyrir okkur hér á hjara veraldar sem vitum ekki hvað er að gerast úti í hinum stóra heimi.

Til samanburðar þá er yfirborð sólar um 5.600 gráður, en hitinn í algengum 2ja km holum á Íslandi aðeins um 300 gráður.   Íslendingar ættu að ráða þennan snilling hið snarasta. Er ekki einhver málkunnugur meistaranum? Tounge

 

Gaman að sjá hve mikill sérfræðingur Al Gore er orðinn á jarðhitasviðinu. Eins og allir vita, þá er hann ekki síðri sérfræðingur í loftslagsfræðunum.

 

Hlustið á Al Gore og heyrið með eigin eyrum hvað hann hefur að segja um jarðhitann:

 

 
Smellið á til að hlusta á myndbrot úr þættinum þar sem þessi viska kemur fram.
 
 
Þátturinn var hér á vef Tonight Show 12. nóvember síðastliðinn.
 

--- --- ---


Sjá pistilinn:  Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

að nokkur maður skuli taka mark á þessum bullu kolli er framar mínum skylningi.

Fannar frá Rifi, 17.11.2009 kl. 07:24

2 identicon

Hann er mikill vísdómsmaður, hann Gore. 

Hlustið á gamla vísindakommissar Möggu Thatcher gera stólpagrín að Gore og skora á hann og aðra froðusnakka í umræður um 'grænu' málin sem kennd eru við veður og gróðurhús.

Hlustið á Lordinn

Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 07:44

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Kemur ekki á óvart. Fyrirlesturinn sem hann flutti í Færeyjum í fyrra var  sýning fremur  fræðsla. Honum tókst að koma að hallærislegum auglýsingum  fyrir  Apple  fyrirtækið þar sem hann sat þá í stjórn. Tvær augljósar staðreyndavillur voru í  textanum.  Al Gore  er   spunakall sem gerir út á nafnfrægð sína.

Eiður Svanberg Guðnason, 17.11.2009 kl. 08:09

4 identicon

Nei, hann segir ekki að það sé "nokkurra milljón gráðu hita á 2ja km dýpi". Þegar menn nota gæsalappir er áríðandi að hafa rétt eftir.

Hann segir að á tveggja kílómetra dýpi sé ótrúlega heitt berg vegna þess að innst sé jörðin (interior of the earth) ákaflega heit, nokkurra milljón gráðu heit. Þetta eru reyndar miklar ýkjur hjá Al Gore því kjarninn er líklega um 7000°C heitur.

Magnús (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 08:39

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kjarninn samkvæmt mínum upplýsingum er eitthvað nálægt 6000 gráðum, sem segir ýmislegt um hversu mikið út á túni þessi Globalgoreguru er.  Þetta samsvarar nokkurnvegin yfirborðshita sólar, en kjarni hennar r um 14 milljón gráður.  Hann hefur greinilega hraðlesið einhverja sttistík fyrir þáttinn og ekki verið betri en þetta.  Skyldi þetta vera sama dæmið með fullyrðingar hans um GW?  Er hann ekki bara einhver páfagaukur áróðursmaskínu, sem hefur sjálfur ekki hundsvit á efninu.  Þetta er businessinn hans og hann þénar ansi eitt á þessu rugli.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2009 kl. 08:47

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk Magnús. Ég laga þetta. Misheyrðist aðeins nývaknaður.... :-)

En milljónir gráða, jafnvel þó átt sé við Farenheit gráður, er einum of ...

 Geothermal Gradient

Ágúst H Bjarnason, 17.11.2009 kl. 08:50

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hitinn í nokkrum djúpum holum:

 Earth's Crust Temperature Profile

 Frá síðunni Watts Up With That?

Ágúst H Bjarnason, 17.11.2009 kl. 08:52

8 Smámynd: Kristinn Pétursson

Sem fyrri dagin fær maður frábæran fróðleik...

Kristinn Pétursson, 17.11.2009 kl. 09:12

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta finnst mér vera verra.

"They say we have 35.000 year of energy supply, just in the United States"

Þessir "Þeir" þurfa að geta spáð fyrir um hvesu mikið sé nýttanlegt af varmaorku í jörð miða við tækniframfarir næstu 35.000 ár og líka að spá fyrir um orkuþörf USA þenna tíma. ?

Þetta hlítur að vera heimsmet í heimsku á 84 sekuúndum.

Guðmundur Jónsson, 17.11.2009 kl. 09:34

10 Smámynd: Arnar

Held að aðal atriðið hafi verið:

Hann er þarna að kynna nýja bók sína..

Ef hann er svona mikill snillingur, afhverju skrifar hann ekki vísindagrein og fær hana birta í Science eða Nature?

Nei, hann gefur út bók þar sem hann getur bullað af list án gagnrýni (peer review) og fólk fær bara hans útgáfu af 'sögunni'.. já og hann fær fullt af peningum.

Arnar, 17.11.2009 kl. 10:31

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gore er mikill brautryðjandi og merkur á sínu sviði en dæmið um milljón gráðurnar og fleiri slík tilvik sýnaað hann er ekki nógu vandfýsinn á upplýsingar sínar.

Þegar hann kom til Íslands hefði ég gjarna viljað fá að hitta hann og leggja fyrir hann tvær spurningar með erlenda bók í hendi þar sem hinn eldvirki hluti Íslands er talinn eitt af helstu undrum veraldar en Yellowstone kemst ekki á blað.

1. Herra Gore. Hinn eldvirki hluti Íslands og helstu jarðvarma svæði hans er mun merkara og mikilvægara náttúrufyrirbæri en Yellowstone. Á báðum svæðum er mikil óbeisluð jarðvarma- og vatnsorka. Ef þú mættir ráða, hvort svæðið myndir þú virkja fyrst?

2. Helstu kunnáttumenn um nýtingu jarðvarma á íslandi telja að með núverandi vinnslu sé að meðaltali aðeins reiknað með að orkan nýtist í 50 ár. Telur þú slíkt flokkast undir endurnýjanlega orkunýtingu?

Aldrei fékkst færi á að bera þessar spurningar undir Gore og hann fór frá Íslandi með takmarkaða vitneskju um nokkur höfuðatriði íslenskra umhverfismála.

Ómar Ragnarsson, 17.11.2009 kl. 13:37

12 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Þú hefðir átt að biðja aldavin hans á Bessastöðum að koma  þessum ágætu spurningum á framfæri.

Eiður Svanberg Guðnason, 17.11.2009 kl. 13:55

13 Smámynd: Arnar

Ómar, varðandi spurningu 1 þá geri ég ráð fyrir að Gore hefði valið að virkja á Íslandi frekar en í Yellowstone, ekki vill hann fá þetta virkjana dót í 'bakgarðinn' hjá sér.

Arnar, 17.11.2009 kl. 14:54

14 identicon

Og Bessastaðabóndinn hefði svo vel getað í framhaldi gefið honum vilirði fyrir eins og svona einni  plat Fálka medalíu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 21:40

15 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það var á sínum tíma fagurt og áhrifamikið að sjá friðarverðlaunahafana tvo, Gore, handafa friðarverðlauna Nóbels og Ólaf Ragnar, handhafa Nehru- friðarverðlaunanna í Háskólabíói. En hvar var handhafi Gandhi- friðarverðlaunanna, Ástþór Magnússon? Hann er maður sömu gerðar, jafnt andlega sem líkamlega og hefði sómt sér einstaklega vel þarna í Háskólabíó. Þeir þremenningar eiga fleira sameiginlegt. Allir hafa þeir boðið sig fram til forseta. Það klikkaði hjá Gore og Ástþóri, en Ólafur bætir það upp.

Ég óska og vona að Ástþór bjóði sig aftur fram.  Væntanleg samkunda í Kaupmannahöfn er einmitt uppákoma af því tagi sem þessir þrír friðarverðlaunahafar og forsetaframbjóðendur munu njóta sín, einkum þó Ástþór. Ég er sannfærður um að hann hefur miklu, miklu meira vit á loftslagsmálum en hinir tveir samanlagt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.11.2009 kl. 23:01

16 Smámynd: Magnús Jónsson

Ágúst: eru ekki allar hugmyndir mana um hitastig í iðrum jarðar byggðar á getgátum?, veit nokkur hvað er í miðju jarðar, er ekki eins líklegt og annað að þar sé agnarsmátt svarthol sem snýst á ógnarhraða umlugt gashjúp og er hin raunverulegi mótor fyrir segulsviði jarðar, eða er til gáfuleg skíring á segul sviðinu, mér vitanlega hefur engin farið í iður jarðar til að mæla svo Al Gor getur haft alveg jafn rétt fyrir sér eins og hver annar eða er það ekki.

Magnús Jónsson, 18.11.2009 kl. 22:39

17 Smámynd: Guðmundur Jónsson

það eru mjög stór göt í kenningum manna um hita og þrýsting í yðurm jarðar. Þess vegna finnst mér spádómurinn um orkunotkun næstu 35000 ár vera miklu meira bull en miljón gráðurnar. Miljón er líka stundum notað í ensku fyrir mikið og það má kannski færa rök fyrir að Gor hafi notað það þarna sem slíkt.

Á síðustu árum hafa komið fram skemtilega rökréttar kenningar um segulviði jarðar, sem byggjast allar á því að kjarnin snúist hraðar en jörðin um sem nemur nálægt gráðiu á ári.

sjá til dæmis hér.

http://www.jhu.edu/news_info/news/home97/jan97/core.html

Guðmundur Jónsson, 19.11.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband