Innbrotið í tölvukerfi Climatic Research Unit í Englandi, og hugsanlegar afleiðingar þess...

 

 
0-nmjnpxft-hacker-d70focus-1.png


Sá fáheyrði atburður gerðist í síðustu viku að brotist var inn í tölvukerfi hinar heimsþekktu loftslagsrannsóknastöðvar Climatic Research Unit (CRU) og gríðarlegu magni af tölvupóstum og fleiri skjölum stolið.

Hugsanlega hefur einhver innanhúss staðið að þessum verknaði, eða þá einhver tölvuhakkari á internetinu, jafnvel í Rússlandi, því þar voru öll gögnin öllum aðgengileg í einhvern tíma.

 

Þetta eru um 150 Mb af gögnum með þúsundum skjala sem virðast vera aðgengileg öllum sem hafa geð í sér að skoða þau, en miðað við netheima undanfarna tvo daga virðast þeir vera allmargir. Gögnin virðast, eftir því sem fram hefur komið, vera ósvikin, en þó er aldrei að vita nema einhverju hafi verið breytt.

Ekki er hægt undir nokkrum kringumstæðum að mæla innbrotum í tölvukerfi annarra bót. Innbrot er alltaf innbrot og stuldur á tölvugögnum er þjófnaður eins og annar þjófnaður. Maður verður alltaf fyrir smá áfalli þegar fréttist af svona málum og fer að velta því fyrir sér hve tölvukerfi geta verið ótryggur geymslustaður. Maður verðu einnig hugsi yfir tilganginum. Getur hugsanlega verið að einhver innanhúss hafi hugsað svipað og "Litli Landsímamaðurinn" á sínum tíma og telji innbrotið því afsakanlegt. Hver sem tilgangurinn er, þá er erfitt að verja hann siðferðislega.

Meðal gagnanna var aragrúi tölvupósta milli vísindamanna undanfarinn áratug eða svo. Nokkur þessara bréfa hafa farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga og verið fjallað um þau m.a. í greinum á vefsíðum og í greinum erlendra blaða. Þar komst undirritaður ekki hjá því að lesa innihald nokkurra þeirra og varð þá aftur brugðið. Eiginlega orðlaus. Maður á ekki að lesa annarra manna póst, en þegar úrdráttur er birtur á svona áberandi hátt og svona víða kemst maður ekki hjá því að lesa eitthvað af því sem þar stendur, þó ógeðfellt sé.

Það virðist nefnilega vera að heimur þessara vísindamanna sér ekki alveg flekklaus. Í þessu smá áfalli sem bloggarinn upplifði kom honum jafnvel augnablik fyrir sjónir sá heimur sem birtist í skáldsögu Michaels Chricton, State of Fear. Auðvitað alls ekki sambærilegt, og þó...

 

Í þessum pistli verður ekkert birt úr þessum bréfum, enda mjög óviðeigandi. Vilji menn lesa ítarlegri umfjöllun þá verða menn því að snúa sér annað, t.d. á þessar vefsíður:

 

DV:  Rannsóknir á hitafarsbreytingum falsaðar.

Vísir: Loftslagsfræðingar sagðir ýkja stórlega.

Loftslag.is


The Telegraph
   Climategate: the final nail in the coffin of 'Anthropogenic Global Warming'?

BBC
The Guardian
Foxnews
Boston Herald
CBS
Reuters
UPI

AP/ABC
Wall Street Journal

Climate Audit (mirror)

Real Climate
The Reference Frame
Antony Watts

Bishop Hill
...
...

 

Umfjöllun er miklu víðar, enda hlýtur þetta mál að hafa eftirmála. Ekki bara vegna innbrotsins, heldur einnig vegna þess sem komið hefur í ljós úr innihaldi þeirra, samkvæmt því sem lesa má á ofangreindum vefsíðum. Ef mark er takandi á því sem birt hefur verið, þá hafa vinnubrögðin hjá umræddri stofnun ekki alltaf verið til sóma. Því miður mun ein afleiðingin geta orðið sú að menn fari að vantreysta vísindarannsóknum almennt. Af því hefur undirritaður einna mestar áhyggjur.

Eiginlega er maður orðlaus yfir þessum ósköpum öllum...  Sjálfsagt verðum við að bíða í nokkra daga þar til rykið sem þessi atburður hefur þyrlað upp hverfur að mestu og menn ná áttum. Þangað til er varlegast að draga ekki of miklar ályktanir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Líklega er best að lesa umfjöllun RealClimate - en þar hefur Gavin Schmidt, einn af þeim sem kemur fyrir í einhverjum tölvupóstanna reynt að útskýra eitthvað af innihaldi þeirra: RealClimate - The CRU hack. Komnar nokkur hundruð athugasemdir, en með því að skanna nafnið "gavin" þá finnur maður svörin hans.

Við fjölluðum um málið á loftslag.is: Sjá Heitt: Hakkarar afrita tölvupósta og skjöl

Höskuldur Búi Jónsson, 22.11.2009 kl. 09:14

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

samsæriskenningar um að vísindamenn falsi eða feli gögn til þess að styrkja kenningar sýnar um hnattræna hlýnun virðast vera reistar á rökum en ekki sandi. nýaldartrúarbrögð Al Gores og annara dómsdagsspámanna virðast vera miðað  við þetta svipað og 2000 vandinn á sínum tíma. stormur í vatnsglasi.

því ef satt reynist þá er stór hluti af þessum vísindamönnum og þeim sem fylja þeim að máli sem boða kenningu um hlýnun af völdum manna, lygarar eða trúgjörn fórnarlömb lygara. 

já ég tek undir með þér að miklar líkur eru á því að almenningur muni vantreysta vísindamönnum eftir þetta. ef þeir viðurkenna brot sín og koma hreint fram þá væri hægt að takmarka skaðan. ef reynt verður að breiða yfir allt saman þá eru miklar líkur á að þeim verði ekki treyst um langa framtíð.

Fannar frá Rifi, 22.11.2009 kl. 09:41

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Svar Fannars endurspeglar umræðuna af efasemdasíðum erlendis - ekki beint verið að draga ályktun of fljótt, eða hvað?

Fannar, það væri kannski betra að segja hvað það er sem verður til þess að þú kemst að þessari niðurstöðu.

Höskuldur Búi Jónsson, 22.11.2009 kl. 09:50

4 identicon

Jæja.... !!!

Þarf að segja meira?

Dómstólar, hérlendir og alþjóðlegur lögðu jú blessun sína yfir að þjófstolnir tölvupóstar minnar ágætu vinkonu Jónínu væru birtir og notaðir gegn henni svo af hverju ekki þetta? En fyrst þarf auðvitað að rannsaka málið af til þess bærum aðilum og vísindamenn þessir að fá að hreinsa sitt mannorð, ef þeir geta það.

Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 12:28

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

LORD LAWSON CALLS FOR PUBLIC INQUIRY INTO CRU DATA AFFAIR


The Global Warming Policy Foundation, 23 November 2009

http://www.thegwpf.org/news/137-lord-lawson-calls-for-public-inquiry-into-uea-global-warming-data-manipulation.html <http://www.thegwpf.org/news/137-lord-lawson-calls-for-public-inquiry-into-uea-global-warming-data-manipulation.html>

In response to recent revelations contained in leaked e-mails originating from the Climate Research Unit at the University of East Anglia, Lord Lawson, Chairman of the Board of Trustees of the GWPF, has called for a rigorous and independent inquiry into the matter. While reserving judgment on the contents of the e-mails, Lord Lawson said these are very serious issues and allegations that reach to the heart of scientific integrity and credibility:

"Astonishingly, what appears, at least at first blush, to have emerged is that (a) the scientists have been manipulating the raw temperature figures to show a relentlessly rising global warming trend; (b) they have consistently refused outsiders access to the raw data; (c) the scientists have been trying to avoid freedom of information requests; and (d) they have been discussing ways to prevent papers by dissenting scientists being published in learned journals."

"There may be a perfectly innocent explanation. But what is clear is that the integrity of the scientific evidence on which not merely the British Government, but other countries, too, through the Intergovernmental Panel on Climate Change, claim to base far-reaching and hugely expensive policy decisions, has been called into question. And the reputation of British science has been seriously tarnished. A high-level independent inquiry must be set up without delay."

Lord Lawson added:

"Since the CRU is funded by the Natural Environment Research Council (NERC) and is part of the University of East Anglia, we should call on Edmund Wallis, the chairman of the NERC and Brandon Gough, the Chancellor of the UEA, to jointly commission an independent inquiry into the revelations, including, of course, their veracity."

Professsor David Henderson, the Chairman of the Academic Advisory Council <http://www.thegwpf.org/academic-advisory-council.html> of the GWPF said:


"The evolution of climate policies needs to be linked to a process of inquiry, review and advice that is more open, thorough, balanced and objective than is now the case. This is the mission of the Global Warming Policy Foundation."

Ágúst H Bjarnason, 23.11.2009 kl. 18:26

6 identicon

Gott að sjá að þú ert á vaktinni.  Ekki veitir af, þegar helsta nýsköpun í landinu okkar eru nýir skattar.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 07:13

7 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Um CRU forrit og frumkóða þeirra

Forrit CRU eru til að vinna með gagnasöfn yfir veðurstöðvamælingar og aðrar óbeinar mælingar. Gögn eru villuprófuð, leiðrétt, dregin saman og sett fram sem línurit sem við þekkjum um hitafar á jörðinni síðustu áratugi og stundum árhundruð.

Þeir sem tala fyrir manngerðri hlýnun leggja áherslu á það að hlýnunin síðustu áratugi sé einstök og hljóti þess vegna að stafa af mannavöldum. Hitaferlar sem sýna hraða hlýnun af mannavöldum á 20. öldinni í samanburði við það sem áður hefur sést eiga að styðja við þá fullyrðingu. Þó fáir efist um að hlýnun hafi átt sér stað undanfarin 200 ár eða svo, eru ýmsir sem draga í efa að hún hafi verið jafn mikil og af er látið. Þeir efast um að rétt sé unnið úr gögnum sem tiltæk eru. Ítrekaðar tilraunir m.a. með tilvísunar til upplýsingalaga hafa lítt dugað til að fá CRU til að láta af hendi frumgögn og forrit sem þeir byggja sínar niðurstöður á.

Í kíkti lauslega á hluta af frumkóðanum frá CRU sem var lekið á netið. Ástandið á kóðanum er lítið skárra en á kóðanum sem James Hansen og félagar hjá NASA voru neyddir til að birta fyrir tveimur árum. Sá kóði er til að vinna með GISTEMP gagnasafnið sem er sambærilegt við CRU gagnasafnið yfir hitamælingar á jörðinni undanfarna áratugi.

Stór hluti af kóðanum er skrifaður í Fortran forritunarmáli. Fortran var býsna mikil framför þegar það kom til sögunnar fyrir um 50 árum. Meira en 30 ár eru þó síðan mun betri forritunarmál komu til sögunnar. Þar fyrir utan má víða finna dæmi um það sem forritarar kalla "spagettikóði" en það er kóði sem notar svokallað "go to" fram og aftur í kóðanum, sem eykur villuhættu og gerir erfitt að rekja flæði vinnslu. Fyrsta árs nemandi í tölvunarfræði sem skilaði frá sér svona kóða myndi ekki standast lágmarkskröfur.

Athugasemdir (comments) í kóða voru af mjög skornum skammti og stundum engar. Yfirleitt var ekki tekið fram hver var höfundur kóðans enda kannski skiljanlegt.

Engin merki sáust um notkun nútímatækni eins og gagnagrunna, útgáfustýringar, einingaprófana o.fl. sem geta hjálpað verulega til að bæta gæði og spara tíma.

Það eina sem CRU kóðinn hefur fram yfir GISTEMP kóðann er að þar sem Fortran er ekki notað hafa þeir notað IDL sem er mun skárri kostur en Python sem er notaður í GISTEMP ásamt Fortran.

Almennt má segja að lausleg skoðun á frumkóðanum eflir ekki trú á því að faglega sé staðið að verki við meðhöndlun og úrvinnslu gagna um hitafar á jörðinni. Einnig hlýtur það að vekja spurningar að IPCC nefnd Sameinuðu þjóðanna skuli telja sér fært að byggja sínar niðurstöður á frumgögnum sem fást ekki birt. Þó einhverjar veðurstofur vilji selja gögnin sín verða menn einfaldlega að kaupa leyfi til birtingar ef þeir ætla að nota þau.

Einn af þeim sem bloggaði um CRUGate eins og nú er farið að kalla lekann sagði frá því að hann ynni sem tölfræðingur fyrir eitt af stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Hann sagði að til að fá lyf samþykkt hjá t.d. Lyfjastofnun Bandaríkjanna þyrftu þeir að leggja fram öll gögn um mælingar og prófanir á nýjum lyfjum. Þar með sagði hann að öll frumgögn, öll úrvinnsluforrit og lýsing á vinnsluferlum þyrfti að liggja fyrir. Eigin úrvinnsla Lyfjastofnunar þyrfti síðan að skila sömu niðurstöðum til að lyf gæti fengist samþykkt.

Er einhver ástæða til að gera minni kröfur til starfs IPCC nefndar? Niðurstöður hennar hafa áhrif á ákvarðanir sem varða líf mikils fjölda fólks. Ef fátækum þróunarþjóðum verður meinað að nota orkugjafa eins og olíu eða kol getur það tafið framþróun þeirra um fjölda ára með tilheyrandi kostnaði í miljónum mannslífa. Sagan kennir okkur að það er fullkomin hætta á að þetta gerist. Áratuga bann við notkun DDT kostaði miljónir mannslífa. Núna nýlega var banninu aflétt þegar alþjóðastofnanir loksins viðurkenndu að það var enginn vísindalegur grunnur fyrir banninu.

Finnur Hrafn Jónsson, 24.11.2009 kl. 08:33

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hér er ný færsla á loftslag.is um málið: http://www.loftslag.is/?p=3862

Höskuldur Búi Jónsson, 24.11.2009 kl. 09:27

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kærar þakkir Finnur fyrir mjög gagnlega umfjöllun um hugbúnaðarvinnuna. Þar sem þú ert bæði verkfræðingur og tölvunarfræðingur og hefur starfað lengi í hugbúnaðargeiranum tek ég mikið mark á því sem þú skrifar.

Það vekur um góðar minningar þegar þú minnist á Fortran, því ég kynntist fyrst forritun í Fortran á fyrstu árum tölvutækninnar. Tölvan var IBM-1620, fyrsta tölvan sem háskólinn eignaðist og nú er komin á Þjóðminjasafnið. Fortran er því heldur betur komið til ára sinna og kemur á óvart að það skuli enn notað í svona mikilvægri gagnaúrvinnslu. Spakhettíkóðun þekki ég líka frá því gamla daga og er ekki saklaus þar og þekki vel þær ógöngur sem endalausar goto tilvísanir koma manni í, ásamt því að yfirsýnin hverfur gersamlega og maður tapar fljótt áttum.

Ég er fyrst og fremst leikmaður í forritun, en hef þó forritað smá vegna starfsins á undanförnum árum og þykist því skilja vel í hve gríðarlegar ógöngur þessi fræðigrein er komin í.  Ég veit ekki hvort orðið sóðaskapur sé nothæft í þessu samhengi?

Vonandi verður CRUgate málið til þess að þess að menn fari að vanda sig meira og vinna fyrir opnum tjöldum. 

Vonandi heldur þú okkur upplýstum um það sem þú verður vísari Finnur.

Ágúst H Bjarnason, 24.11.2009 kl. 10:08

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Smá upplýsingar um Fortran af Wikipedia:

Fortran (previously FORTRAN)[1] is a general-purpose,[2] procedural,[3] imperative programming language that is especially suited to numeric computation and scientific computing. Originally developed by IBM in the 1950s for scientific and engineering applications, Fortran came to dominate this area of programming early on and has been in continual use for over half a century in computationally intensive areas such as numerical weather prediction, finite element analysis, computational fluid dynamics (CFD), computational physics, and computational chemistry. It is one of the most popular languages in the area of high-performance computing and is the language used for programs that benchmark and rank the world&#39;s fastest supercomputers.[4]

Fortran (a blend derived from The IBM Mathematical Formula Translating System) encompasses a lineage of versions, each of which evolved to add extensions to the language while usually retaining compatibility with previous versions. Successive versions have added support for processing of character-based data (FORTRAN 77), array programming, modular programming and object-based programming (Fortran 90 / 95), and object-oriented and generic programming (Fortran 2003).

Legacy

Since Fortran has been in use for more than fifty years, there is a vast body of Fortran in daily use throughout the scientific and engineering communities. It is the primary language for some of the most intensive supercomputing tasks, such as weather and climate modeling, computational fluid dynamics, computational chemistry, computational economics, and computational physics. Even today, half a century later, many of the floating-point benchmarks to gauge the performance of new computer processors are still written in Fortran (e.g., CFP2006, the floating-point component of the SPEC CPU2006 benchmarks).

Sveinn Atli Gunnarsson, 24.11.2009 kl. 10:19

11 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Vonandi verður það einnig til þess að efasemdamenn rífi ekki stolin gögn annarra úr samhengi og búi til einhverjar samsæriskenningar sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Veit Finnur t.d. hvaða forritunarkóðar þetta eru, veit hann hvort þeir eru notaðir í dag - eða er hans eina heimild Wattsupwiththat og tengdar síður? Það vantar allt kjöt á beinin í þetta yfirlit hans. Ég vil endilega fá nánari útlistun á þessu.

Það getur vel verið að þarna sé um léleg vinnubrögð að ræða - en ég er ekki að sjá að hægt sé að túlka þetta eins og Finnur gerir, nema vita meira hvaða kóðar þetta eru. Yrði hann t.d. sáttur við að fyrsta uppkast hans að einhverjum kóða sem hann væri að vinna að væri birtur svona opinberlega og mögulega rangtúlkaður?

Höskuldur Búi Jónsson, 24.11.2009 kl. 10:24

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fortran er barns síns tíma. Skil ekki að nokkur maður skuli nota það enn í dag frekar en t.d. C eða C++.  Skyldu menn líka nota Hollerith spjöldin ennþá eins og á Fortran tímanum?

Annars er ákveðið sport í því að nota svona gamla hluti. Hvað jafnast á við þá tilfinningu að aka um á fornbíl, ríða hesti, sigla á seglskútu og nota morsekóða í fjarskiptum.   Kannski ekki beinlínis nútímalegt, en samt notalegt.   Hér við hliðina á mér er pdp11 sem keypt var 1980 og önnur SWTP6800 frá 1975. Báðar voru mikið notaðar á árum áður en eru nú sestar í helgan stein. Við megum ekki vanmeta það sem er gamalt..., þó svo að við notum auðvitað það besta sem völ er á þegar unnið er að mikilvægum verkefnum.

Ágúst H Bjarnason, 24.11.2009 kl. 11:01

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mér sýnist þetta nú vera notað eitthvað (einnig í verkfræði), en væntanlega hefur þetta þróast nokkuð mikið á síðustu áratugum. Þannig að það er nú ekki mjög góð rök að af því að þetta sé gamalt þá sé það ónothæft. Einnig kemur hvergi fram að þetta sé það eina gagnavinnslan sem notuð er. S.s. það að þú sjáir ekki merki um aðra gagnavinnslu í akkúrat þessum gögnum, þá útilokar það í sjálfu sér ekki að svo geti verið...eða hvað? Annars vil ég benda á eftirfarandi aftur:

Legacy

Since Fortran has been in use for more than fifty years, there is a vast body of Fortran in daily use throughout the scientific and engineering communities. It is the primary language for some of the most intensive supercomputing tasks, such as weather and climate modeling, computational fluid dynamics, computational chemistry, computational economics, and computational physics. Even today, half a century later, many of the floating-point benchmarks to gauge the performance of new computer processors are still written in Fortran (e.g., CFP2006, the floating-point component of the SPEC CPU2006 benchmarks).

Sveinn Atli Gunnarsson, 24.11.2009 kl. 11:16

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég vil ekki hætta mér í deilur um Fortran og önnur forritunarmál. Lærði eitt sinn Fortran, síðan Algol, hef fiktað með Basic, Pascal, C og Java, hef forritað töluvert í STL, en veit samt miklu minna um þessi mál en Finnur. Treysti honum best til að fræða okkur um þennan heim.

Vafalítið eru til milljónir lína í Fortran source-kóða  frá fyrri árum sem menn eru að bögglast við að viðhalda, en ég á bágt með að trúa að nokkur noti Fortran fyrir ný verkefni.

Ágúst H Bjarnason, 24.11.2009 kl. 12:03

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mig langar til að gefa Dr. Judith Curry loftslagsfræðingi orðið, en hún fjallar í fyrradag um trúverðugleika loftslagsfræðinnar í tilefni atburðanna undanfarna daga:

 (Feitletrun og litbreytingar eru mínar).

Having been riveted for the last few days by posts in the blogosphere on the HADCRU hack and the increasing attention being given to this by the mainstream media, I would like to provide an &#147;external but insider&#148; assessment and perspective. My perspective is as a climate researcher that is not involved directly in any of the controversies and issues in the purloined HADCRU emails, but as one that is familiar with this research, the surrounding controversies, and many of the individuals who sent these emails. While the blogosphere has identified many emails that allegedly indicate malfeasance, clarifications especially from Gavin Schmidt have been very helpful in providing explanations and the appropriate context for these emails. However, even if the hacked emails from HADCRU end up to be much ado about nothing in the context of any actual misfeasance that impacts the climate data records, the damage to the public credibility of climate research is likely to be significant. In my opinion, there are two broader issues raised by these emails that are impeding the public credibility of climate research: lack of transparency in climate data, and &#147;tribalism&#148; in some segments of the climate research community that is impeding peer review and the assessment process.

1. Transparency. Climate data needs to be publicly available and well documented. This includes metadata that explains how the data were treated and manipulated, what assumptions were made in assembling the data sets, and what data was omitted and why. This would seem to be an obvious and simple requirement, but the need for such transparency has only been voiced recently as the policy relevance of climate data has increased. The HADCRU surface climate dataset and the paleoclimate dataset that has gone into the various &#147;hockeystick&#148; analyses stand out as lacking such transparency. Much of the paleoclimate data and metadata has become available only because of continued public pressure from Steve McIntyre. Datasets that were processed and developed decades ago and that are now regarded as essential elements of the climate data record often contain elements whose raw data or metadata were not preserved (this appears to be the case with HADCRUT). The HADCRU surface climate dataset needs public documentation that details the time period and location of individual station measurements used in the data set, statistical adjustments to the data, how the data were analyzed to produce the climatology, and what measurements were omitted and why. If these data and metadata are unavailable, I would argue that the data set needs to be reprocessed (presumably the original raw data is available from the original sources). Climate data sets should be regularly reprocessed as new data becomes available and analysis methods improve. There are a number of aspects of the surface climate record that need to be understood better. For example, the surface temperature bump ca. 1940 needs to be sorted out, and I am personally lacking confidence in how this period is being treated in the HADCRUT analysis. In summary, given the growing policy relevance of climate data, increasingly higher standards must be applied to the transparency and availability of climate data and metadata. These standards should be clarified, applied and enforced by the relevant national funding agencies and professional societies that publish scientific journals.

2. Climate tribalism. Tribalism is defined here as a strong identity that separates one&#146;s group from members of another group, characterized by strong in-group loyalty and regarding other groups differing from the tribe&#146;s defining characteristics as inferior. In the context of scientific research, tribes differ from groups of colleagues that collaborate and otherwise associate with each other professionally. As a result of the politicization of climate science, climate tribes (consisting of a small number of climate researchers) were established in response to the politically motivated climate disinformation machine that was associated with e.g. ExxonMobil, CEI, Inhofe/Morano etc. The reaction of the climate tribes to the political assault has been to circle the wagons and point the guns outward in an attempt to discredit misinformation from politicized advocacy groups. The motivation of scientists in the pro AGW tribes appears to be less about politics and more about professional ego and scientific integrity as their research was under assault for nonscientific reasons (I&#146;m sure there are individual exceptions, but this is my overall perception). I became adopted into a &#147;tribe&#148; during Autumn 2005 after publication of the Webster et al. hurricane and global warming paper. I and my colleagues were totally bewildered and overwhelmed by the assault we found ourselves under, and associating with a tribe where others were more experienced and savvy about how to deal with this was a relief and very helpful at the time.

After becoming more knowledgeable about the politics of climate change (both the external politics and the internal politics within the climate field), I became concerned about some of the tribes pointing their guns inward at other climate researchers who question their research or don&#146;t pass various loyalty tests. I even started spending time at climateaudit, and my public congratulations to Steve McIntyre when climateaudit won the &#147;best science blog award&#148; was greeted with a rather unpleasant email from one of the tribal members. While the &#147;hurricane wars&#148; fizzled out in less than a year as the scientists recovered from the external assault and got back to business as usual in terms of arguing science with their colleagues, the &#147;hockey wars&#148; have continued apparently unabated. With the publication of the IPCC 4th Assessment report, the Nobel Peace Prize, and energy legislation near the top of the national legislative agenda, the &#147;denialists&#148; were becoming increasingly irrelevant (the Heartland Conference and NIPCC are not exactly household words). Hence it is difficult to understand the continued circling of the wagons by some climate researchers with guns pointed at skeptical researchers by apparently trying to withhold data and other information of relevance to published research, thwart the peer review process, and keep papers out of assessment reports. Scientists are of course human, and short-term emotional responses to attacks and adversity are to be expected, but I am particularly concerned by this apparent systematic and continuing behavior from scientists that hold editorial positions, serve on important boards and committees and participate in the major assessment reports. It is these issues revealed in the HADCRU emails that concern me the most, and it seems difficult to spin many of the emails related to FOIA, peer review, and the assessment process. I sincerely hope that these emails do not in actuality reflect what they appear to, and I encourage Gavin Schmidt et al. to continue explaining the individual emails and the broader issues of concern.

In summary, the problem seems to be that the circling of the wagons strategy developed by small groups of climate researchers in response to the politically motivated attacks against climate science are now being used against other climate researchers and the more technical blogs (e.g. Climateaudit, Lucia, etc). Particularly on a topic of such great public relevance, scientists need to consider carefully skeptical arguments and either rebut them or learn from them. Trying to suppress them or discredit the skeptical researcher or blogger is not an ethical strategy and one that will backfire in the long run. I have some sympathy for Phil Jones&#146; concern of not wanting to lose control of his personal research agenda by having to take the time to respond to all the queries and requests regarding his dataset, but the receipt of large amounts of public funding pretty much obligates CRU to respond to these requests. The number of such requests would be drastically diminished if all relevant and available data and metadata were made publicly accessible, and if requests from Steve McIntyre were honored (I assume that many spurious requests have been made to support Steve McIntyre&#146;s request, and these would all disappear).

The HADCRU hack has substantially increased the relevance of Climateaudit, WUWT, etc. The quickest way for HADCRU et al. to put Climateaudit and the rest of this tribe out of business is make all climate data and metadata public and make every effort to improve the datasets based on all feedback that you receive. Do this and they will quickly run out of steam and become irrelevant &#x263A;. Gavin Schmidt&#146;s current efforts at realclimate are a good step in the right direction of increasing transparency.

But the broader issue is the need to increase the public credibility of climate science. This requires publicly available data and metadata, a rigorous peer review process, and responding to arguments raised by skeptics. The integrity of individual scientists that are in positions of responsibility (e.g. administrators at major research institutions, editorial boards, major committees, and assessments) is particularly important for the public credibility of climate science. The need for public credibility and transparency has dramatically increased in recent years as the policy relevance of climate research has increased. The climate research enterprise has not yet adapted to this need, and our institutions need to strategize to respond to this need.

 --- --- ---

Smávegis um Dr. Judit Curry:

 

Professional Experience

2002- Chair, School of Earth and Atmospheric Sciences, Georgia Institute of Technology
1992-2002 Professor, University of Colorado-Boulder, Department of Aerospace Engineering Sciences
Program in Atmospheric and Oceanic Sciences
Environmental Studies Program
1989-1992 Associate Professor, Department of Meteorology, Penn State
1986-1989 Assistant Professor, Department of Earth and Atmospheric Sciences, Purdue University
1982-1986 Assistant Scientist, Department of Meteorology, University of Wisconsin-Madison

Awards/Honors

2006Georgia Tech Sigma Xi Award, Best Faculty Paper Award
2004Fellow, American Geophysical Union
2002NASA Group Achievement Award for CAMEX-4
1997Elected Councilor, American Meteorological Society
1995Fellow, American Meteorological Society"
1992Henry G. Houghton Award, the American Meteorological Society
1988Presidential Young Investigator Award, the National Science Foundation Councillor

 

Ágúst H Bjarnason, 24.11.2009 kl. 12:13

16 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Allt þetta mál er enn einn naglinn í líkkistu Al Gore- gróðurhúsasteypunnar. Kynslóðir framtíðarinnar munu undrast hvernig þetta mál komst yfirleitt af stað og munu kútveltast af hlátri yfir megintilgangi gróðurhúsamanna, sem er að flýta fyrir þeirri kólnun og þornun jarðarinnar, sem staðið hefur í sex- sjö þúsund ár. Ísöldin kemur fyrr eða síðar. Þetta verður líka kannski til að menn hætti að taka allt sem frá "vísindamönnum" kemur eins og guðsorð. Menn, sem titla sig "vísindamenn" eru í sívaxandi mæli farnir að tala eins og prestar kaþólsku kirkjunnar á miðöldum, sem handhafar sannleikans, þar sem enginn efi kemst af. Mjög margir þeirra sem háværastir eru, eru alls ekki menntaðir í loftslagsmálum, heldur í einhverri annarri, alls óskyldri vísindagrein, t.d. stjarneðlisfræðingurinn James Hansen, en hann er aðein einn af mörgum slíkum "vísindamönnum" sem hæst hafa um þessi mál. Um samkundunua í Kaupmannahöfn er best að hafa orð Ólafs pá í Laxdælu: &#147;Það vil eg að þeir ráði sem hyggnari eru. Því verr þykir mér sem oss muni duga heimskra manna brögð er þeir koma fleiri saman&#148;.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.11.2009 kl. 13:00

17 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Einn af frumkvöðlum tölvunarfræðinnar, Edsger W. Dijkstra skrifaði fræga grein árið 1968 þar sem "go to" var lýst sem óæskilegri aðferð til að nota við forritun. Fljótlega upp úr því varð til það sem kallaða var "Structured programming" þar sem betri aðferðir en "go to" voru settar fram. Meðal annars minnir mig að í 1977 útgáfunni af Fortran sem var ein af fyrstu útgáfunum af Fortran sem mér var kennd, hafi verið kominn stuðningur við "Structured programming".

Notkun "go to" núna 30 árum seinna lýsir engu öðru en yfirgengilegum skorti á fagmennsku sem ætti ekki að líðast í verkefnum sem eru kostuð af almannafé.

Jones og félagar hjá CRU eru ekki að framkvæma neina úrvinnslu sem kallar á ofurtölvur. Enda sést að kóðinn hefur verið að keyra á VAX tölvum og seinna Linux tölvum sem ekki eru ofurtölvur. Ekkert af verkefnum CRU fellur undir tilvitnaða Wikipedia grein þar sem talað er um "...weather prediction, finite element analysis, computational fluid dynamics (CFD), computational physics, and computational chemistry..."

Þekkt er að Fortran ásamt C er notað ennþá á ofurtölvum þar sem áherslan er á að nýta gömul forritasöfn fyrir útreikninga sem menn hafa ekki ennþá endurskrifað í nútímalegri forritunarmálum.

Ég fullyrti ekkert um hvað af þessum kóða væri í notkun í dag en nöfn á vinnumöppum bentu til að kóðinn hefði verið notaður til að vinna með nýleg gagnasett eins og Yamal o.fl. sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarið. Umfang kóðans sem var lekið er umtalsvert og tengist augljóslega verkefnum sem CRU er þekkt fyrir.

Mér er það full ljóst að forngripir eins og Fortran og Cobol forritunarmál eru í notkun ennþá. Oftast skýrist það með því að verið er að reyna að fresta kostnaðarsömum endurskriftum sem óhjákvæmilega eiga þó eftir að gerast. Þó ekki væri nema af því að sífellt erfiðara verður að finna forritara sem kunna á þessi forritunarmál. Menn geta deilt um kosti og galla forritunarmála sem mest eru notuð núna eins og Java og C#. Áratugir er síðan þessari umræðu lauk hjá tölvunarfræðingum hvað varðar Fortran og Cobol.

Að segja tölvunarfræðingi að nota Fortran til að leysa verkefni í stað t.d. Java eða C# er eins og segja einhverjum að grafa skurð með skóflu í stað þess að nota vélgröfu. Ég þekki muninn á sjálfum mér. Um 1980 var ég í síðasta hópnum sem kennt var í Háskólanum að forrita með Fortran á gataspjöldum. Strax á eftir kynntist ég einnig mun betri forritunarmálum eins og Modula 2, C o.fl. sem þá var byrjað að kenna.

Finnur Hrafn Jónsson, 24.11.2009 kl. 15:31

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er eitt af skjölunum:

http://www.di2.nu/foia/HARRY_READ_ME.txt

Getur einhver frætt okkur um hvað er hér á seyði?

Ágúst H Bjarnason, 24.11.2009 kl. 22:13

20 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst: Það vita allir sem fylgjast með þessu að Harry var einn af þeim sem var að laga þessa frumkóða (debugga) - eða ertu ekki búinn að lesa athugasemdirnar á RealClimate.org? Þar koma fram útskýringar á flestum þeim ásökunum sem komið hafa fram varðandi tölvupóstana og kóðann sjálfan. Það gengur ekki að vera að flytja fréttir af svona nokkuð án þess að skoða báðar hliðar málsins.

---

Flott athugasemd hjá Judith Curry sem þú vísar í hér fyrir ofan, við sem fylgjumst með loftslagsumræðunni könnumst við hana og vitum að hún hefur eflaust lög að mæla með margt sem hún segir þarna. Sumt orkar tvímælis, eins og t.d. með það að Wattsupwiththat og Climateaudit myndu hætta að fjalla um efasemdamál tengd loftslagsmálum ef þeir fengju aðgang að gögnunum. Sú hefur ekki orðið raunin eins og t.d. með kvartanir þeirra á CA með að fá ekki aðgang að gögnum Briffa - þeir höfðu haft aðgang að þeim frá 2004, en héldu samt áfram að kvarta. Gögnin frá NASA GisTemp hafa verið aðgengileg í nokkur ár á netinu - ég veit ekki til þess að það hafi breytt nokkru varðandi árásir þeirra á það gagnasafn. Þannig að það stenst ekki allt sem að Curry segir.

Ég mæli samt með því að þú haldir áfram að vitna í hana um önnur loftslagstengd málefni. Hún hefur t.d. líst því opinberlega að skýrslur IPCC hafi verið það besta sem völ var á - en viðurkennir jafnframt að þekkingunni fleygi áfram og margt af því sem kom fram í þeim skýrslum sé úrellt (og þá er hún ekki að tala um að nýlegar rannsóknir bendi til að afleiðingarnar verði minni - heldur er hún að tala um að afleiðingarnar virðast geta orðið meiri).

T.d. er rannsóknir hennar á helstu hættu hlýnandi jarðar - þ.e. aukningu á alvarlegum fellibyljum, áhugaverðar. Það er reyndar í töluverðri andstöðu við það sem haldið hefur verið fram á þessum síðum t.d. (allavega í athugasemdum). En hún hefur skrifað fjöldan allan af greinum um fellibyli og aukningu þá sem orðið hefur nú þegar.

Sem sagt merkilegur vísindamaður og vel þess virði að vitna sem oftast í

Höskuldur Búi Jónsson, 24.11.2009 kl. 22:49

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kærar þakkir Höski fyrir útskýringarnar á Harry_read_me.txt: "Það vita allir sem fylgjast með þessu að Harry var einn af þeim sem var að laga þessa frumkóða (debugga)" Frábært :-)

Annað eins og fram kemur í þessari skrá hef ég aldrei séð. Þvílíkt og annað eins!  

Ég hvet alla til að skoða þetta vel til að fá smá nasasjón af þeim vinnubrögðum sem virðast viðgangast þarna. Hreint út sagt ótrúlegt.

Sem sagt hér:

http://www.di2.nu/foia/HARRY_READ_ME.txt

Takk aftur Höski Búi :-)

Ágúst H Bjarnason, 24.11.2009 kl. 23:00

22 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst: Móðgaði ég þig? - Frábært :)

Ég benti þér á það hvar þú getur nálgast útskýringar á þessum kóðum, en þar sem þú virðist ekki ætla að skoða það, þá skal ég kópíera svarið fyrir þig:

[Response: That file is obviously just a notebook for someone piecing together work legacy code made by other people. Messy for sure, but certainly not the &#39;final version&#39; of the code. It was probably produced in moving from the CRU TS 2.1 to 3.0 version (which is a completely separate data set from the standard HadCRUT numbers by the way) and involves a lot more interpolation. See here: http://www.cru.uea.ac.uk/cru/data/hrg.htm (when their server comes back up), also Mitchell and Jones (2005). - gavin]

Annars vorkenni ég aumingja Harry, hver svo sem hann er. Því hans forritunarvinna virðist vera dæmd á einhverskonar uppkasti. Það væri fróðlegt að heyra hans hlið á þessu máli

Höskuldur Búi Jónsson, 25.11.2009 kl. 00:51

23 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Því miður er ég alveg hættur að skilja þetta mál sem mér þykir einstaklega sorglegt.

Ég er leiður yfir því að menn skuli vera að brjótast inn í tölvukerfi (ef við gefum okkur að það hafi ekki verið einhver innanhúss sem kom þessu á framfæri) og ég er leiður yfir því sem virðist hafa komið í ljós. Ég hélt alltaf að vinnubrögðin væru miklu fagmannlegri hjá svona stofnunum  en virðist hafa komið í ljós.

Þetta er auðvitað ekkert einkamál fárra manna. Að sjálfsögðu ber öllum sem að þessum málum koma að stunda fagleg vinnubrögð fyrir opnum tjöldum eins og dr. Judith Curry prófessor bendir á í textanum sem ég afritaði í athugasemd númer 15. Mér þykja skrif hennar mjög skynsamleg, enda er hún fræðimaður sem nýtur mikillar virðingar. Í pistli hennar er aðalatriðið "Transparency" og það sem hún kallar "Tribalism" í þessum vísindum, þ.e. þegar menn skiptast í (óvinveitta) hópa sem ekki geta ræðst við. Hún fjallar einnig um pólitískar árásir á vísindamenn og aðra sem fjalla um þessi mál á öðrum nótum en hefðbundið er. Ég tek heilshugar undir hógvær orð hennar:   "...Particularly on a topic of such great public relevance, scientists need to consider carefully skeptical arguments and either rebut them or learn from them. Trying to suppress them or discredit the skeptical researcher or blogger is not an ethical strategy and one that will backfire in the long run...". 

Ég vona að svona vinnubrögð, eins og virðast vera að koma í ljós, séu algjör undantekning hjá rannsóknastofnunum. Ég get ítrekað það sem kom fram í pistlinum: "Því miður mun ein afleiðingin geta orðið sú að menn fari að vantreysta vísindarannsóknum almennt. Af því hefur undirritaður einna mestar áhyggjur".

Ágúst H Bjarnason, 25.11.2009 kl. 06:02

24 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

"Því miður mun ein afleiðingin geta orðið sú að menn fari að vantreysta vísindarannsóknum almennt. Af því hefur undirritaður einna mestar áhyggjur".

Til að sýna orð þín í verki, þá væri ágætt ef þú myndir líka fjalla um hina hlið málsins.

Kenningin um hlýnun jarðar af mannavöldum eru mjög traust vísindi þótt þú haldir því stundum fram að svo sé ekki (yfirleitt með óbeinum hætti).

Annars er gott að þú skulir taka undir það að vísindamenn skiptist í óvinveitta hópa - því geturðu vart sammælst skoðun margra sem að lesa þína síðu um að einhvers konar samsæri sé að ræða meðal vísindamanna.

Höskuldur Búi Jónsson, 25.11.2009 kl. 08:45

25 Smámynd: SeeingRed

Stundum geta hakkarar greinilega verið gagnlegt lið og gott að þetta er komið upp á yfirborðið...ekki vænti ég að við vildum að þessi vinnubrögð væru viðhöfð áfram, sem er líklegt að hefðu viðgengist óáreitt áfram ef ekki hefði komið þessar mikilvægu upplýsingar fram, því miður eru æfingar Gavin Schmidt ekki trúverðugar og virka sem örvæntingarfullar tilraunir til að lágmarka skaðann af lekanum.

SeeingRed, 25.11.2009 kl. 14:32

26 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fyrir 2 árum fékk ég í hendur skýrslu sem dreifð var meðal norskra kaupsýslumanna um global warming, þessi skýrsla skaut niður flestar þær kenningar sem komið hafa fram um global warming og orsakir þess.. ég get komið henni til þín Ágúst þegar borðtölvan mín hefur fengið skjá.. mjög svo athyglisverð skýrsla sem galopnaði augun á mér um þessi gróðurhúsaáhrif..  hún er á norsku.

Óskar Þorkelsson, 25.11.2009 kl. 16:06

27 identicon

Minni enn á að notkun og birting tölvugagna, hvernig sem þeirra hefur verið aflað, í þeim tilgangi að kasta ljósi á málefni sem teljast eiga erindi til almennings hefur verið lýst leyfilegt af íslenskum dómstolum og mannréttindadómstólnum (sjá innlegg mitt, nr 4 hér ofar.)

A RealClimate.org stendur meðal annars:

"As people are also no doubt aware the breaking into of computers and releasing private information is illegal, and regardless of how they were obtained, posting private correspondence without permission is unethical. We therefore aren&#146;t going to post any of the emails here."

Þekkir ekki einhver ykkar þessa aðila og getið bent þeim á að þeir megi alveg sýna gögnin vegna þess að þau hafa jú gríðarlega mikið gildi fyrir heimsbyggðina, er það ekki?

En kannski hafa þeir ekki áhuga á því? ;)

Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 17:42

28 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þessi Harry á ekki mestu sökina. Hann hefur greinilega verið settur í að endurnýta kóða sem hefur verið í hrikalegu ástandi. Illa skipulagður, illa skjalaður og gögnin sem hann átti að vinna með í jafn slæmu ástandi eða þau vantaði hreinlega. Svona staða kemur einfaldlega ekki upp þar sem faglega er staðið að hugbúnaðargerð.

Þetta eru vinnubrögð sem engin leið er að verja.

Finnur Hrafn Jónsson, 25.11.2009 kl. 17:58

29 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur: Það að þessi kóði, sem þú telur vera illa unnin (og er væntanlega bara uppkast) sé til, útilokar alls ekki að það sé fjöldin allur af öðrum forritum og kóðum í notkun í heimi loftslagsvísinda.

Annað sem mig langar að benda á, að þessir tölvupóstar, sem hugsanlega geta varpað ljósi á einhver mistök hjá einstökum aðilum, sýna ekki fram á að loftslagsvísindin sem slík séu svik eða að gróðurhúsaáhrif af mannavöldum geti ekki verið staðreynd og enn síður að um samsæri vísindamanna sé í gangi. Þetta eru valin gögn (e. cherry picked) af miklu magni gagna og segja lítið sem ekkert um vísindin sem heild, alveg sama hversu hátt efasemdar menn hafa um það. Ég tel að það muni fara fram rannsókn á því hvort eitthvað misjafnt sé á bak við einhver orð úr þessum skjölum, hugsanlega þarf að skoða einhver gögn aftur (það er þó ekki víst). En jafnframt því þarf að fara fram rannsókn á því í hvaða tilgangi og af hvaða aðilum þessi þjófnaður var gerður. Það mun væntanleg koma betur í ljós á næstunni hvernig staðið verður að því. Þangað til getur fólk skemmt sér við að velta sér uppúr vitleysunni sem veltur um á netinu varðandi þetta mál á ákveðnum síðum

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.11.2009 kl. 21:55

30 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég vona bara innilega að eftir þessa uppákomu fari menn að ræða saman í bróðerni. Flestallir eru sammála um að loftslagsbreytingar séu að hluta af völdum náttúrunnar og að hluta af völdum mannanna, og þá bæði vegna losunar á CO2 og breyttrar landnýtingar. Menn greinir aftur á móti á um hve stórir þessir þættir eru. Eiginlega er ekkert óeðlilegt við það, enda veit enginn neitt með vissu í þessum málum.

Fyrst og fremst ættu menn að fagna öllum rannsóknum og mælingum, og síðan ræða niðurstöður í bróðerni. Menn eiga að fagna umræðum og ábendingum, jafnvel þó þær séu þvert á víðteknar skoðanir, því stundum leynist í þeim ákveðinn sannleikskjarni sem eitthvað getur sprottið af síðar. Forðast eins og heitan eldinn öll stóryrði.

Menn ættu að temja sér fagleg vinnubrögð eins og víða er gert í stórum fyrirtækjum þar sem m.a gögn, aðferðir og niðurstöður eru rýnd, og unnið er eftir ákveðnum verkferlum, jafnvel í samræmi við vottuð gæðakerfi. Öll gögn og úrvinnsluaðferðir, þar með talin forrit sem notuð eru, ættu að vera opin öllum sem óska eftir. Án nokkurra skilyrða.

Þannig aðferðafræði skilar miklu betri og meiri árangri en endalausar hártoganir eins og þær sem tíðkast hafa. Vonandi næst að hreinsa andrúmsloftið á næstu mánuðum í framhaldi af umræðunum sem eru í gangi vegna CRU, en til þess að svo megi verða þurfa allir sem hlut eiga að máli að vera samtaka.

Ágúst H Bjarnason, 26.11.2009 kl. 09:39

31 identicon

Sitjandi á Kastrup með kaldan Carlsberg í hönd, ætla eg bara að minna á hina djúphugsuu athugasemd danska heimspekigrínistans Ropert Storm Petersen (http://www.stormp-museet.dk/)

Þa er vandi að spá, sérstaklega um framtíðina!

Mikið er ég sammála Ágústi hér í þrítugustu athugasemd.

Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 18:09

32 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Lang flestir loftslagsvísindamenn eru sammála um að hlýnun jarðar á síðustu árum og áratugum verði að miklu leiti skýrð með aukningu gróðurhúsalofttegunda (breytt landnotkun er líka einn af þáttunum). Það er einnig svo að náttúrulegar sveiflur eiga sér stað samhliða. Vísindamenn hafa þó ekki getað fundið náttúrulega þætti sem útskýra þessa hitastigshækkun undanfarina ára og áratuga á sannfærandi hátt. Þegar vísindamenn koma fram með gögn sem sýna fram á að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig, þá finnst mér persónulega að okkur beri að hlusta með athygli, jafnvel þó það sé einhver óvissa með framtíðina, óvissan nær nefnilega í báðar áttir. Allar helstu rannsóknarniðurstöður, eins og t.d. gögn sem notuð eru í matsskýrslur IPCC eru ritrýnd og rannsóknir eru almennt gerðar á mjög faglegan hátt. Það er alltaf hægt að laga ferlana, en hártoganir um heildarniðurstöðuna virðast, að mínu mati, snúast um að tefja málið.

Að lokum langar mig að endurtaka að það er ekkert í þessu máli sem færslan hér að ofan er um, sem sýnir fram á að loftslagsvísindin sem slík séu svik eða að gróðurhúsaáhrif af mannavöldum geti ekki verið staðreynd og enn síður að um samsæri vísindamanna sé í gangi.

Björn, hér eru tvær skemmtilegar tilvitnanir í Storm P:

Det er pudsigt, at der med de relativt få ord, som findes i sproget, kan siges så meget sludder. 

Den lige vej er den nærmeste - men som oftest når man den kun ad lange omveje. 

Það eru skiptar skoðanir á því hvort að Storm P. sagði þessi ódauðlegu orð, "Det er svært at spaa, især naar det gælder Fremtiden", en tilvitnunin er þó oft tileinkuð honum, sjá t.d. http://perolofdk.wordpress.com/2008/12/01/som-storm-p-siger-eller-gjorde-han/

Mér hefur fundist líklegt að þetta séu hans orð ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.11.2009 kl. 19:08

33 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ágúst,

Mér finnst svona afskaplega lélegir póstar.  Hver segir að það sem hefur verið "birt" af þessum stolnu gögnum séu _upprunalegu_ gögnin og ekki eitthvað sem glæpamennirnir sem stálu þessu hafa ekki soðið saman?  Vísindalegur áreiðanleiki þessara "gagna" er nákvæmlega enginn. 

En segjum sem svo að þetta sé staðreynd og það sé engin hlýnun veðurfars.  Ok, og hvað svo?  Ég býst þar með við að áætlunum Norðmanna og Rússa um olíuleit í Norður Íshafinu verði skotið endanlega á frest og þar með þeim hugsanlegu olíubyrgðum sem þar eru detta uppfyrir í olíuspám fyrir næstu öld.  Áætlanir stærstu skipafélaga heims um siglingar um norður leiðina eru þar með dottnar uppfyrir líka.  Því ef það er ekki að hlýna þá er algerlega óhugsandi að norðurskauts ísinn sé að bráðna meira en nýísun er. 

Hvernig sem þetta veltur þá verðum við orðin uppiskroppa með olíu um næstu aldamót, jafnvel fyrr.  Að sögn olíusérfræðinga.  Sumir reyndar halda því fram að það sé óendanlegt magn af olíu í iðrum jarðar, en síðast þegar ég gáði að þá var jörðin ekki óendanlega stór svo það fellur flatt um sjálft sig, því miður.  Kolabyrgðir eru taldar geta endst í tvær aldir, sumstaðar lengur, en þá erum við búin með það líka.  Að sögn sérfræðinga í orkugeiranum.  En þeir eru líka vísindamenn svo það er sjálfsagt ekki hægt að treysta orði sem þeir segja

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 26.11.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband