Fimmtudagur, 10. desember 2009
Hitafar jarðar á umliðnum öldum og þúsöldum... Eitthvað sérstakt að gerast um þessar mundir...?
Það er auðvitað mjög áhugavert að skoða hitafarssögu jarðar. Til þess getum við notað gögn frá NOAA sem fengin hafa verði með borunum í Grænlandsjökul.
Nei sko, er ekki hokkíkylfan fræga hér? Takið eftir hve hitastigið hækkar ört á síðustu áratugum. Það virðist byrja að hlýna fyrir árið 1900. Eru þetta ekki ótvíræð merki um hnatthlýnun af mannavöldum? Svei mér þá...
...En, höfum það í huga að þetta eru mælingar gerðar á ískjörnum. Þess vegna vantar síðustu tæp hundrað árin hægra megin á ferilinn. Ímyndum okkur svo sem rúma hálfa gráðu til viðbótar... Kannski 0,7 +/- 0,2 gráður... Þetta gildir auðvitað um alla ferlana á þessari síðu. Það breytir þó ekki öllu.
En er ekki hitaskalinn vinstra megin eitthvað undarlegur? Látum okkur sjá, jú hann er eiginlega öfugur... Auðvitað, nú skil ég. Auðvitað er alltaf frost á Grænlandsjökli og þetta eru mínusgráður, eða þannig...
Hummm... Nú erum við komin rúmlega 1000 ár aftur í tímann. Hvaða fjall er þetta á þeim tíma sem Ísland byggðist og norrænir menn tóku sér bólfestu á Grænlandi? Nú dámar mér, var hlýrra þá en í dag? Getur það verið?
Eigum við að prófa að skyggnast lengra aftur í tímann?
Nú erum við komin næstum 5000 ár aftur í tímann. Við sjáum hlýindin í dag, fjallið okkar árið 1000, og svo...
Skömmu fyrir Krists burð hefur líka verið vel hlýtt, eiginlega ennþá hlýrra en á landnámsöld, og svo hefur verið einstaklega hlýtt á bronsöld, þ.e. fyrir rúmum 3000 árum. Miklu hlýrra en í dag.
Hvernig má þetta vera. Ég sem hélt að hlýnunin á síðustu áratugum væri einstök, og mér og mínum að kenna!
Hvað er nú að gerast? Ferillinn hrapar bratt lengst til vinstri. Eða, er ekki réttara að segja að hann rísi hratt? Látum okkur sjá, þetta er fyrir um 11.000 árum... Hvað var að gerast þá? Jú, nú man ég, þá var 90.000 ára kuldaskeiði að ljúka. Íshellan sem huldi allt Ísland var byrjuð að bráðna.
Hérna sjáum við þetta betur. Brrr... Sjá skalann á lóðrétta ásnum vinstra megin. Það hefur sko verið kalt! Hlýindin fyrir 1000 árum, 2000 árum, 3000 árum blikna í samanburði við þessa hitasveiflu. Nú dámar mér alveg. Hvar í ósköpunum er hlýnunin mikla sem allir eru að tala um i dag? Hvar? Hún ætti jú að sjást lengst til hægri.... Sækjum stækkurnarglerið góða...
Jú, víst hefur verið kalt alla ísöldina miklu...
Ísaldir koma og fara með reglulegu millibili. Hlýskeiðin eru yfirleitt örstutt. Fer ekki að styttast í næstu ísöld? Hvað skyldi vera langt þar til landið okkar hverfur aftur undir ís? Nokkur hundruð ár? Þúsund ár ???
Það er svo annað mál, að það er dálítil ónákvæmni að tala um þessar ísaldir, því eiginlega lifum við á hlýskeiði alvöru ísaldar, eða meginísaldar, sem skiptist í um 100.000 ára kuldaskeið og 10.000 ára hlýskeið. Kuldaskeiðin, sem við leyfum okkur að kalla ísaldir, eru því nánast eðlilegt ástand sem varir í kannski milljón ár eða svo.
Ættum við ekki að hafa áhyggjur af virkilegri kólnun sem er næsta víst að verður einhvern tíman aftur. Stór hluti Evrópu, N-Ameríku og Asíu fer þá aftur undir ís. Það styttist ískyggilega í það.
Eftir að hafa skoðað þessar gríðarlegu hitasveiflur á undanförnum öldum og þúsöldum:
Er virkilega eitthvað sérstakt við þá hlýnun sem við höfum upplifað á síðustu áratugum? Hversu lengi munum við njóta hennar?
--- --- ---
Þessum myndum var nappað héðan.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt 11.12.2009 kl. 06:25 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Skemmtileg framhaldssaga Ágúst, en flónin eru öll í Kaupmannahöfn og missa af henni. Það fer um mig kuldahrollur að hugsa til þeirra.
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.12.2009 kl. 09:11
Góðan daginn. Þú kemur sterkur inn í morgunsárið - í samræmi við væntingar.... "ísinn er að brotna" í umræðunni - nú fer hugsanlega að vera mögulegt að fá þetta rætt - út frá svona alvöru ómenguðum gögnum úr Grænlandsjökli.
En sumir eru vísir til þess að segja að þetta væri "afmarkaður kuldi á Grænlandi" - að þá er spurning hvort það standist að það hafi verið jafn heitt í Sahara á ísöld og nú er - það er frekar hæpinn málflutningur... en sumir kunna að reyna....
Svo með áhyggjur umhverfisvina af fæðuskorti gjá Ísbjörnum - með tilvísun í myndina frá í gær um ísbirnir að grilla mörgæs, drekka bjór og horfa á TV - umhverfisvinir vilja hugsanlega prófa að fá leyfi til að flytja nokkrar flugvélar af mörgæsum á Norðurpólinn og sjá hvort þær koma ekki til þar - og þá er hugsanlega búið að bjarga fóðri handa nokkrum svöngum hvítum bangsímonum.
Kristinn Pétursson, 10.12.2009 kl. 09:14
Sæll Ágúst.
Nauðsynleget er að hafa í huga að myndirnar ná ekki til dagsins í dag. Fyrstu tvær myndirnar ná t.d. bara rétt yfir aldamótin 1900 og því eru núverandi hlýindi ekki þarna inni. Ekki sést vel hversu langt hinar myndirnar ná en sennilega ná þær ekki lengra. Þetta þarf að koma fram svo menn dragi ekki rangar ályktanir.
Grænland og þarmeð okkar svæði er mjög viðkvæmt fyrir breytingum á Golfstraumnum og því geta hitasveiflur verið mjög miklar. Að stórum hluta eru þetta því „afmarkaðir kuldar á Grænlændi“ (og hitar), hvað sem Kristinn segir. Það er t.d. oft talað um að ef golfstraumurinn hættir að streyma hingað norður þá skapast ísaldarástand á Norður-Atlantshafssvæðinu.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.12.2009 kl. 09:28
Sæll Emil.
Ég hélt þetta kæmi nokkuð skýrt fram í fimmtu línu eða svo:
"...En, höfum það í huga að þetta eru mælingar gerðar á ískjörnum. Þess vegna vantar síðustu áratugi hægra megin á ferilinn. Ímyndum okkur svo sem hálfa gráðu til viðbótar... Þetta gildir auðvitað um alla ferlana á þessari síðu. "
Taflan með gögnunum sem vísað er á í fyrstu línu byrjar svona:
DATA:1. Temperature in central Greenland
Column 1: Age (thousand years before present)
Column 2: Temperature in central Greenland (degrees C)
Age Temperature (C)
0.0951409 -31.5913
0.10713 -31.622
0.113149 -31.6026
0.119205 -31.6002
0.119205 -31.598
...
...
Ferillinn nær því til 0.0951409 thousand years before present, eða þannig...
Ágúst H Bjarnason, 10.12.2009 kl. 09:42
Ég tók reyndar eftir að það vantaði „síðustu áratugi“, en ég vil frekar segja að það vanti síðustu 100 ár sem er talsverður tími í ljósi mikillar hlýnunnar. Ekki víst að allir átti sig á þessu strax. Ferlarnir segja samt merkilega sögu af náttúrulegum breytileika og við erum hægt og rólega á leiðinni að nýju ísaldarskeiði. En það hefði verið fróðlegt að sjá hvernig núverandi hlýindi á Grænlandi eru til samanburðar. Hnattrænt séð er munurinn kannski 0,5-0,7°, en spurning er hvort hlýnunin sl. 100 ár sé meiri á Mið-Grænlandi.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.12.2009 kl. 09:57
Nú hlýtur þetta að vera öllum ljóst:
"...En, höfum það í huga að þetta eru mælingar gerðar á ískjörnum. Þess vegna vantar síðustu tæp hundrað árin hægra megin á ferilinn. Ímyndum okkur svo sem rúma hálfa gráðu til viðbótar... Kannski 0,7 +/- 0,2 gráður... Þetta gildir auðvitað um alla ferlana á þessari síðu. Það breytir þó ekki öllu."
Ágúst H Bjarnason, 10.12.2009 kl. 10:05
Takk fyrir greinargott yfirlit, Ágúst.
Ívar Pálsson, 10.12.2009 kl. 10:32
Ágúst, maður er auðvitað bara viðkvæmur fyrir öllum smáatriðum, þegar um svona hitamál er að ræða.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.12.2009 kl. 10:36
Þakka þér fyrir Ágúst. Pottþétt eins og annað sem ég hef séð til þín.
Jón Magnússon, 10.12.2009 kl. 10:55
Já - þetta er mikið "hitamál"... og ótrúlegt hvað búið er að fullyrða mikið - miðaða við að þarna er sú þekking sem þarf.
Hvað varðar Ísland - þá var Meðalhiti í mælipunkti Hafrannsóknarstofnunar S3 á 50 m dýpi norður af Siglunesi var um 5.27°Cað meðaltali árin 1947 - 1951 skv heimasíðu Hafrannsóknarstofnunar. ( http://www.hafro.is/Sjora/ )
Svo komu hafísárin og meðalhiti í S3 var mínustala 1969.. meðalhiti þarna 1972-1992 var 2,8°C
Meðalhiti í sama mælipunkti S3, árin 2004-2009 er um 4,53°C
og vantar því enn (5,27 - 4,53) = 0,74°C í meðalhita - til að ná hitastigi á síldarárunum... hlýnun sjávar fyrir norðan land er ekki meiri en það....
Þó þetta sé afmarkaður einn mælipunktur - virðist enn vanta á að hitastig hérlendis hafi náð meðalhita áranna 1924-1960.... Hlýnunin hérlendis er ekki meiri en það.
Kristinn Pétursson, 10.12.2009 kl. 11:37
Eftirfarandi setning er alveg hárrétt hjá þér Ágúst;
"Ísaldir koma og fara með reglulegu millibili."
Það er ekki hægt að álykta um að núverandi hitastigsbreyting geti ekki verið vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, með þessum rökum.
Vísindamenn telja að nú sé hitastig jarðar að stíga vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti af völdum bruna jarðefniseldsneytis. Vísindamenn eru meðvitaðir um þá staðreynd að loftslagsbreytingar hafa átt sér stað og að það hefur verið hlýrra áður.
Hér er fróðlega síða um loftslagbreytingar frá NOAA, sem gögnin sem þú vitnar til í færslunni koma frá.
Svo langar mig líka að benda á grein af the Guardian, þar sem rætt er um fund sem haldinn var í Kaupmannahöfn nýlega.
Sveinn Atli Gunnarsson, 10.12.2009 kl. 12:46
Þetta staðfestir einungis og undirstrikar það sem ég hef vitað síðan í æsku og eru ekki á nokkurn hátt ný eða merkileg tíðindi, nefnilega að hitastig hefur verið að lækka í sveiflum og rykkjum í sex- sjö þúsund ár (jafnframt því að eyðimerkur hafa verið að skrælna) og fyrr eða síðar skellur sjálf meginísöldin aftur yfir af fullum þunga. Þegar jökulskeiðið hefst munu öll mannvirki Íslendinga verða skafin niður í klöppina. Ekkert verður eftir nema nokkur jarðgöng og borholur undir jöklinum. Æðsti draumur Kaupmannahafnar- kjánanna, Svatla, Höska Búa og annarra gróðurhúsamanna er að flýta fyrir þessari þróun, þ.e kólnun og þornun jarðarinnar.
Þetta er ótrúlegt, en þó satt: Þeir vilja í fullri og fúlustu alvöru flýta ísöldinni og auka kælinguna. Hugsið um það!
Vilhjálmur Eyþórsson, 10.12.2009 kl. 13:03
Svo má benda á ágæta grein Vilhjálms Eyþórssonar í Þjóðmálum sem kom út fyrir skömmu. Greinina, Að flýta ísöldinni, má líka lesa á bloggsíðu Vilhjálms hér.
Ágúst H Bjarnason, 10.12.2009 kl. 13:12
Í framhaldi af því sem Kristinn segir, þá hefur verið hlýrra á Íslandi sl. 10 ár en þegar hlýjast var á síðustu öld samkvæmt veðurathugunum. Það gerist þrátt fyrir að sjórinn fyrir norðan sé ekki alveg eins hlýr og hann var á síldarárunum (samkvæmt tölunum). Eitthvað fleira en sjórinn hlýtur þá að hafa áhrif á hitann á Íslandi.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.12.2009 kl. 13:35
Það var hlýtt fyrr á timum og það var kalt. Það hefur hlýnað og kólnað á víxl. En hlýnunin síðustu áratugi er geysilega hröð. Það greinir hana frá flestum öðrum hlýnunun og gerir hana duló. Það er eins og kveikt hafi verið á ofni. En svo kemur þetta hik á hlýnunina á síðustu tíu árum á heimsvísu. Það er ekki síður duló. Svo stefnir í kuldaskeið eftir 10-15 þúsund ár og ísöld eftir 20-25 þúsund ár og hún mun ná hámarki eftir 60 þúsund ár. Það er nógur tími fram að ísöldinni og líklega veðrur mannlífið horfið þegar hún hefst.
Hlýnunin hér á landi er oft sögð byrja um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Það er út af fyrir sig rétt að þá tók að milddast eftir all-langt kuldaskeið en það sem stingur verulega í augu er hitasprengjan sem hófst á þessari öld og hefur þá staðið í 9 ár og ekkert bendir til þess að hún sé að láta undan síga.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2009 kl. 13:52
Sæll Ágúst og takk fyrir fræðandi pistil.
Nýjustu tilgátur sem ég hef heyrt er að þessar miklu ísaldir sem koma með reglulegu millibili stafi af mismunandi magni af geimgeislum sem berst til jarðar eftir því hvar sólkerfið okkar er statt á reglulegri hringferð sinni um vetrarbrautina. Þessar tilgátur ganga út að að magn geimgeisla sé verulega vanmetið sem áhrifavaldur á hitasveiflum á jörðinni og magn þeirra er mjög háð hvar jörðin er stödd í Vetrarbrautinni.
Samkvæmt þessum tilgáum þá eru smærri sveiflurnar vegna sólbletta og mismunandi sterkrar geislunar frá sólinni annars vegar og hins vegar vegna mikilla eldgosa á jörðinni og loftmengunar frá þeim, m.a. brennisteinsvetnis sem hindra sólargeisla að ná til jarðar sem aftur veldur kólnun.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.12.2009 kl. 15:49
Mér hefur sjálfum dottið í hug eitthvað svipað og Friðrik talar um. Vinsælasta kenningin um ástæður hlýskeiða er, að um sé að ræða sveiflur og breytingar á sporbaug og jafnvel möndulhalla jarðar, en slíkar breytingar taka óratíma og geta varla skýrt hve snöggt jökullinn bráðnar í upphafi hlýskeiðanna. Langtímasveiflur í geislun sólar sýnist mér líklegri skýring. Um þær er að sjálfsögðu ekkert vitað af þeirri einföldu ástæðu að ekki hefur verið fylgst með sólinni nægilega lengi. Ef ég man rétt er jörðin (og sólkerfið) eitthvað um hundrað þúsund ár að fara einn hring umhverfis vetrarbrautina og einhver utanaðkomandi áhrif, t.d. breyting á magni geimgeisla er alls ekki óhugsandi.
Til Sigurðar: Núverandi hlýskeið hefur nú varað í um 11.500 ár sem er nálægt meðallengd annarra hlýskeiða á núverandi ísöld. Engin ástæða er til að ætla að það verði mikið lengra en öll hin, eins og þú virðist telja. Enginn veit hvenær nýtt jökulskeið hefst, en það getur varla dregist meira en fáeinar árþúsundir til viðbótar, gæti jafnvel hafist á þessari öld eða þeim næstu á þessu árþúsundi.
Vilhjálmur Eyþórsson, 10.12.2009 kl. 16:55
Það sem hefur úrslitaáhrif um komu ísaldaskeiða er hvort golfstraumurinn nær að flæða til norðurs eða ekki. Þegar það nær að kólna nógu mikið vegna langvarandi og utanaðkomandi ástæðna, þá kemur að því að straumurinn hefur ekki næga orku til að streyma hingað til norðurs. Þetta getur gerst mjög snöggt og skýrir ágætlega hvers vegna ísaldarjökull getur komið og líka horfið á stuttum tíma þó að aðrar aðstæður breytist miklu hægar. Í þessum straumi geta verið smáar og stórar sveflur sem sjást einmitt vel í ískjörnum úr Grænlandsjökli. Ég vil því meina að í öllum þessum línuritum séum við aðallega að horfa á virkni Golfstraumsins mislangt aftur í tímann.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.12.2009 kl. 18:29
Reyndar tekur það sólkerfið okkar um 230 milljón ár að fara einn hring í Vetrarbrautinni þannig að regluleg tíðni hitabreytinga, sem hleypur á nokkur þúsund árum, stafar tæpast af geimgeislun. Ekki nema þá að ákveðin fyrirbæri þarna úti t.d. súpernovur eða jafnvel eitthvað frá miðju Vetrarbrautarinnar séu að senda frá sér t.d. gammageisla með þessari tíðni og nægilegum styrk til að hafa þessi áhrif hér.
Persónulega hallast ég meira að okkar eigin Sól sem orsakavaldi, hvort sem mannkynið er svo að hjálpa til eða ekki.
Reputo, 10.12.2009 kl. 18:53
Þetta er vafalaust alveg rétt hjá Reputo, enda aðeins slegið fram nánast út í loftið. Þetta með Golfstrauminn er líka merkilegt. Málið er að náttúran er svo gífurlega flókin og þættirnir sem áhrif geta haft svo margir að brölt mannanna verður nánast hjákátlegt í samanburðinum. Þessir ótalmörgu þættir, sem margir eru alls ekki nógu vel þekktir toga svo hvor í annan á margvíslegan hátt þannig að úr verður gífurlega flókið víravirki sem nánast ómögulegt er að ráða fram úr, síst með tölvulíkönum. Eins og margir hafa bent á eru tölvur nánast vanvitar, eða ofvitar sem enga heilbrigða skynsemi hafa heldur éta aðeins eftir það sem þeim hefur verið sagt. Séu upplýsingarnar sem tölvunni hafa verið gefar rangar og/eða ófullkomnar verður niðrstaðan tóm endaleysa. Þetta virðist liðið í Kaupmannahöfn ekki geta skilið.
Vilhjálmur Eyþórsson, 10.12.2009 kl. 19:27
Nir Shaviv prófessor í Ísrael hefur sett fram kenningu varðandi ísaldir sem koma og fara með um 145 ára millibili. Þá er átt við alvöru ísaldir (icehouse / hothouse ). Það er fjallað um þessa kenningu við mynd 4) í þessum bloggpistli.
Þar stendur:
" Mynd 4) Dr. Nir Shaviv hefur ásamt Henrik Svensmark o.fl. þróað kenningu sem skýrir 150 milljón ára sveiflu í hitafari jarðar.
Sólkerfið okkar er í ytri hluta stjörnuþoku sem kallast Vetrarbrautin. Vetrarbrautin lítur úr eins og margar stjörnuþokur, og er með fjölmörgum þyrilörmum sem sólkerfið ferðast á milli.
Þegar sólkerfið er statt inni í einum þyrilarma vetrarbrautarinnar er geimgeislun sem jörðin verður fyrir frekar mikil, en geimgeislar stafa m.a. af deyjandi stjörnum (supernova). Þegar geimgeislun er mikil er tíðarfar frekar svalt og ísaldir tíðar (Raunverulegar ísaldir, ekki svokallaðar litlar ísaldir).
Þegar sólkerfið er statt milli þyrilarma eru geimgeislar tiltölulega veikir og tíðarfarið mjög hlýtt hlýtt, og ísaldir litlar sem engar. Það tekur jörðina um 145 milljón ár að ferðast milli þyrilarma Vetrarbrautarinnar, en það er svipað og langtímasveiflur í geimgeislun og hitafari. Sjá vefsíðu Nir Shaviv The Milky Way Galaxy's Spiral Arms and Ice-Age Epochs and the Cosmic Ray Connection. Einnig er smávegið fjallað um kenninguna á vefsíðunni Öldur aldanna."
Á vefsíðunni Öldur Aldanna stendur:
"
Kenningar Nir Shaviv og Ján Veizer
145 milljón ára sveiflan. Það sem fram kemur í þessum hluta hefur ekkert með þær sveiflur í veðurfari, sem við höfum áhuga á, að gera. Þetta er þó áhugavert fyrir þær sakir, að hér er leitast við að finna stjarnfræðilegar skýringar á veðurfarsbreytingum sem ná yfir hundruð milljóna ára. Sem sagt lengsta alda aldanna. Auðvitað gagnast þessi fróðleikur, ef hann reynist réttur, til að spá hundruð miljóna ára fram í tímann, en varla höfum við mikinn áhuga á því, eða hvað?
Sólkerfið okkar er í ytri hluta stjörnuþoku sem kallast Vetrarbrautin. Sólkerfið er nú staðsett í einum þyrilarminum sem kallast Óríonarmurinn, en hann er milli tveggja stórra þyrilarma, Perseifsarms og Bogamannsarms.
Kenningin Dr. Nir Shaviv er í stórum dráttum þessi: Þegar sólkerfið er statt inni í einum þyrilarmanna er geimgeislun sem jörðin verður fyrir frekar mikil, en geimgeislar stafa m.a. af deyjandi stjörnum (supernova). Þegar geimgeislun er mikil er tíðarfar frekar svalt og ísaldir tíðar (Raunverulegar ísaldir, ekki svokallaðar litlar ísaldir). Þegar sólkerfið er statt milli þyrilarma eru geimgeislar tiltölulega veikir og tíðarfarið hlýtt, og ísaldir litlar sem engar. (Geimgeislar valda aukinni skýjamyndun og minni inngeislun sólar með því að jóna rykagnir í háloftum, sem vinna sem hvati fyrir myndun ískristalla). Það tekur jörðina um 145 milljón ár að ferðast milli þyrilarma Vetrarbrautarinnar, en það er svipað og langtímasveiflur í geimgeislun og hitafari.
Sjá nánar á vefsíðu Dr. Nir Shaviv, en þar eru einnig greinar hans sem birst hafa í fræðiritum.
The Milky Way's Spiral Arms and Ice Age Epochs on Earth
Einnig hér á vef BBC: Galaxy may cause ice ages"
Ágúst H Bjarnason, 10.12.2009 kl. 20:02
Hugsum hnattrænt - en ekki staðbundið - allavega ef við ætlum að ræða hitafar jarðar.
Höskuldur Búi Jónsson, 10.12.2009 kl. 20:19
Það veldur oft miklum ruglingi þegar talað er um þessi mál að menn villast á jökulskeiðum innan meginísaldar og stóru ísöldunum sem standa í einhverjar ármilljónir hver um sig. Jökulskeiðin innan stóru ísaldarinnar sem allt of margir kalla "ísaldir" án þess að gera greinarmun standa í um hundrað þúsund ár.
Núverandi meginísöld, eða kvartertíminn hefur staðið í um þrjár milljónir ára og ekkert bendir til að henni sé að ljúka. Þessi kenning dr. Shaviv er vafalaust umhugsunarverð, en ástæðurnar sem nefndar hafa verið fyrir núverandi meginísöld eru m.a. ris Panamaeiðis og breyting á hafstraumum, sem því fylgja, sömuleiðis rek Suðurskautlandsins á núverandi stað og ris Himalaja og annarra fjallgarða sem ganga frá vestri til austurs eftir allri Evrasíu allt frá Spáni til Beringssunds og hljóta að trufla hitajöfnun milli norðurhvels og hitabeltis. Þetta eru allt hlutir sem gerast á milljónum ára, en svo virðist sem síðstu ármilljónir tertíertíma hafi loftslagið farið kólnandi hægt og sígandi þar til kvartertíminn, eða ísöldin sem við nú lifum á, hófst.
Vilhjálmur Eyþórsson, 10.12.2009 kl. 20:26
Sko, eg segi nú eins og kallinn: Halda menn virkilega að vísindamennirnir hafi gleymt að líta til hitafarssögu jarðar ? Er ekkí lagi !
Náttúruleg hringrás hlýnunar og kólnunar er auðvitað vel þekkt og að sjálfsögðu er hún höfð til hliðsjónar við rannsóknir á þeirri hlýnun Jarðar af mannavöldum er horfum við nú uppá. Að sjálfsögðu. Mílankóvits hringrásin er athyglisverð.
http://ossfoundation.us/projects/environment/global-warming/natural-cycle/overview#section-0
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.12.2009 kl. 20:44
Frábær grein, að vanda hjá þér Ágúst. Eins og að hafa fría áskrift að vísindatímariti, að kíkja hér inn.
Sömuleiðis margar góðar athugasemdir hér. (Ekki bara hjá "efasemdarmönnunum" )
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2009 kl. 23:46
Góð grein. Það er alveg augljóst að náttúrulegar sveiflur hafa verið stærri en hlýnunin síðustu áratugi, maður sér það bara við að horfa á síðustu 1000 ár. Hvað maður meinar með hugtakinu "hnattræn hlýnun" fer allt eftir við hvaða tímabil maður miðar við.
Karl Jóhann Guðnason, 11.12.2009 kl. 00:47
"...Hugsum hnattrænt - en ekki staðbundið - allavega ef við ætlum að ræða hitafar jarðar..."
Megum við þá ekki treysta því að loftslag.is hætti að flytja okkur fréttir af staðbundnum fyrirbærum eins og veðurfari á Suðurskautinu og víðar.
Finnur Hrafn Jónsson, 11.12.2009 kl. 01:14
Góður punktur, Finnur.
Stundum er málflutningur "alarmistanna" dálítið mótsagnakenndur. Ef kólnar, eins og gerði upp úr miðri síðustu öld, þá segir það ekkert af því tímabilið var svo stutt, en svo er annað upp á teningnum þegar hlýnar, eins og gerst hefur sl. 15 ár.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2009 kl. 02:05
Gríðarlegar ísaldir sem standa í milljónir ára þar sem stór hluti heims er undir þykkum ísjökli, það er hið eðlilega ástand á þessari jörð. Hlýindaskeið koma með reglulegu millibili en standa skemur en ísaldirnar. Við lifum á einu slíku hlýindaskeiði. Hér hafa áður komið hlýindaskeið með töluvert hærri hita en hefur verið á núverandi hlýindaskeiði. Ýmsar tilgátur eru um ástæður þessara miklu sveifla. Tilgátan um geimgeislunina er ein af þeim líklegri.
Allt þetta breytir þó ekki því að mikil og vaxandi loftmengun er í öllum stærri borgum heims. Mengun sem er orðin það mikil að hún er farin að spilla heilsu fólks og draga úr lífsgæðum. Þess vegna er nauðsynlegt að finna og þróa aðra orkugjafa í stað kola og olíu til að minka þessa mengun. Við eigum að þróa hér nýjar vélar í bíla og skip. Við eigum að nota metanbíla og rafbíla í stað bensín- og díselbíla. Vegna þeirra neikvæðu heilsufarsáhrifa sem núverandi orkugjafar eru að valda í borgum heims þá vil ég að árangur náist í Kaupmannahöfn. Við eigum hiklaust að stefna að því að menga minna á komandi árum en gert hefur verið.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.12.2009 kl. 13:27
Eins og oft hefur verið bent á, þá er veðurfar ekki hið sama og mengun. Þeir sem ekki átta sig á því eru varla samræðuhæfir um þessi efni. Mikilvægast er að skilja að Lífsandinn (CO2) er ekki mengun heldur ómissandi þáttur í hringrás Kolefnis (C) á Jörðinni. Án Lífsandans væri ekkert líf á Jörðinni, eins og við þekkjum það.
Eins og Friðrik bendir réttilega á, þá er mengun víða mikil og sérstaklega í stórborgum. Við þekkjum vel mengun í Reykjavík þótt hún sé ekki stór. Við vitum að mengun í Reykjavík er mest af mannavöldum og hana er hægt að minnka. Er ekki rétt að við fáumst við það sem við getum haft áhrif á, fremur en að rembast við veðurfar sem við getum að engu breytt ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.12.2009 kl. 15:17
Finnur og Gunnar: Þetta gæti virkað sem góður punktur - en hér er ólíku saman að jafna.
Hér er Ágúst beinlínis að segja að staðbundinn hiti við Grænland sé það sama og hitafar jarðar - sem er rangt.
Við umfjallanir um hitastig Suðurskautsins á loftslag.is, þá erum við yfirleitt að spá í tvennu.
1: Í fyrsta lagi erum við að svara rangfærslum þeirra sem að segja að þar sé ekki að hlýna.
2: Í öðru lagi geta miklar hitastigsbreytingar á Suðurskautinu orðið til þess að sjávarstaða hækki töluvert - það er hnattrænt.
Ég verð síðan að neita því að við séum í sama flokki og alarmistar - en þið eruð hvort sem er í "afneitun" og munið því ekki taka þetta gilt, þar sem það kemur frá einhverjum sem að les það sem vísindamenn segja
Höskuldur Búi Jónsson, 11.12.2009 kl. 15:56
Bara til að minna á að CO2 er í eðli sínu ekki mengun...
Myndin er tekin fyrir utan gróðurhús á Íslandi. CO2 er losað inn í húsin til að örva vöxtinn verulega.
Og svo ný frétt um ágæti CO2 fyrir gróður. Sjá hér.
"...New research published Friday found that aspen growth rates increased by 53 percent during the past half-century, as carbon dioxide in the atmosphere increased about 20 percent.... The study included researchers at the University of Minnesota, Morris, and was published Friday in Global Change Biology, a national journal."
Ágúst H Bjarnason, 11.12.2009 kl. 16:03
Talandi um að lesa það sem vísindamenn eru að segja, hér er partur af Summary sem gert er í skýrslu þeirri sem gögnin sem Ágúst er að vitna til koma frá:
The ice cores show that the end of the Younger Dryas interval involved: 5–10°C warming and a doubling of snow accumulation in central Greenland; a large drop in wind-blown materials, indicating reduced wind speed and other changes in distant source regions or between source regions and Greenland; and a large increase in methane, indicating expansion of global wetlands, probably including those of the tropics. Most of these changes occurred in less than a few decades, and possibly in less than a few years.
A simple picture emerging from these and other data is that the “normal” climate experienced by agricultural and industrial humans has been more stable in many or most regions than is typical of the climate system. Large, rapid, widespread changes were common in the pre-agricultural past, especially in regions near the North Atlantic, but apparently also in monsoonal regions affected by the North Atlantic, and likely elsewhere or even globally. Critically, the typically smaller (although still quite significant!) climate changes experienced by agricultural and industrial humans have had dramatic impacts on many of them (e.g., Thompson, L.G., Davis, M.E., Mosley-Thompson, E. and Liu, K.-b., 1988. Pre-Incan agricultural activity recorded in dust layers in two tropical ice cores. Nature 336, pp. 763–765. Full Text via CrossRef | View Record in Scopus | Cited By in Scopus (37)Thompson et al., 1988; Barlow et al., 1997; Sandweiss et al., 1999). Recurrence of a larger Younger Dryas type event is not impossible, and this possibility merits careful study.
Sveinn Atli Gunnarsson, 11.12.2009 kl. 16:08
Ég sé mig tilneyddan til að leiðrétta Friðrik Hansen, því einhver kann að taka tal hans trúarlegt. Jörðin er yfirleitt talin um 4500 milljón áa gömul. Menn hafa fundið merki um einar fjórar -fimm stórar ísaldir á fyrri tímaskeiðum jarðsögunnar sem hver um sig hefur staðið í all margar miljónir og tugmilljónir ára. Þær breyta þó engu um þá staðreynd, að eðlilegt loftslag jarðar er að hiti sé að minnsta kosti tíu gráðum hærra en nú og á sumum tímaskeiðum jarðsögunnar hefur hitinn verið um og yfir 20 gráðum hærri en nú að jafnaði. Sú ísöld sem við lifum á nú hefur staðið í um þrjár af þessum 4500 milljónum ára og stendur væntanlega í fáeinar ármilljónir til viðbótar. Það breytir engu um að eðlilegt hitastig jarðar er að minnsta kosti 10- 15 stigum hærra en nú, þvi þannig hefur það verið í a.m.k. 4000 af þessum 4500 milljón árum. Nær alla jarðsögu Íslands, þ.e. frá upphafi fyrir um 20 milljón árum og þar til núverandi ísöld hófst var loftslag og gróður hér, ármilljón eftir ármilljón, svipaður og nú er í Norður- Kaliforníu, svo sem sjá má á surtarbrandslögum og steingervingum víða um land, t.d. á Tjörnesi. Slíkt loftslag er Íslandi og jörðinni eðlilegt og hefur sem fyrr sagði ríkt mest alla jarðsöguna, alls ekki ísaldarkuldinn sem nú ríkir, þrátt fyrir hlýskeið. Sömuleiðis hafa heimskautin verið íslaus mest alla jarðsöguna. Ég hélt raunar að ekki þyrfti að taka þetta fram, en vanþekking á undirstöðuatriðum jarðsögunnar er miklu útbreiddari en ég hefði haldið.
Vilhjálmur Eyþórsson, 11.12.2009 kl. 17:50
Copenhagen climate change summit: The world is COOLING not warming says scientist Peter Taylor ... and we're not prepared
Read more: http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-1234515/Copenhagen-climate-change-summit-The-world-COOLING-warming-says-scientist-Peter-Taylor---prepared.html#ixzz0ZQExMxOC
Read more: http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-1234515/Copenhagen-climate-change-summit-The-world-COOLING-warming-says-scientist-Peter-Taylor---prepared.html#ixzz0ZQDK5cvY
Last updated at 10:12 AM on 11th December 2009
Like a magician who fools themselves but not audience, the Anthropomorphic Global Warming (AGW) lobby have identified the wrong problem and the wrong solution.
Global cooling threatens disaster for humanity in the developed and developing world alike, yet the media and the scientific consensus ignores this peril.
The Climategate controversy revolves around whether warming has been real and why it has not persisted – but it misses the point.
Cycles are involved, not short-term trends, and many respected scientists, especially those in Russia and China, think that a cooling cycle is coming.
The AGW brigade have mistaken the current warm period for a trend caused by carbon emissions. But the detailed science says it could be natural and part of a cycle.
Behind the scenes at the United Nation's Intergovernmental Panel on Climate Change there is no consensus – the dissenting views have been covered over in the summary documents for policy makers – and among UK and EU politicians it’s even worse, and criminally expensive for the British taxpayer.
The real science points to the sun’s magnetic cycle as the key driver by unknown mechanisms. Right now, Nasa is throwing its hands up and saying ‘we’ve never seen anything like it and can’t tell what it is going to do next’.
Many scientists expect a repeat of the Maunder Minimum of the 17th century when the Thames froze every winter – and famine spread through Europe and China.
Natural climate change, especially cooling, is already dangerous for very large numbers of people who are vulnerable to climate changing - the urban poor in the developed world, including the UK, plus the poor nations currently dependent on food aid.
Cooling reduces food surpluses upon which we all depend. The biofuels programmes aimed at preventing climate change will expose them to greater risk by decreasing the amount of land available and raising costs of food, while this problem coupled with peak oil will affect everyone worldwide and drive up transport and manufacturing costs to levels even the super rich will struggle to afford.
These threats are real and here now, not in 50 years time.
Some dramatic changes are needed but not those proposed the EU, IPCC and UK politicians as they try to hunt down the will-of-the-wisp that is CO2 emissions.
Business as usual is not an option since cooling actually does put humanity at risk. The apocalyptic scaremongering has made us weary and casual about such threats but we need to act if we are to maintain our humanity.
Our human ecosystems are threatened by the world development model and unintelligent economic growth. No one yet has found a way to develop economically without massive increase in demand for scarce resources – soil, water, timber, land and food.
However, it can be done – with changes in developed economies, and restructuring development in poor countries – and it will require billions.
We need to showcase the projects that work - the unglamorous grass-roots initiatives that enhance the quality of life – rather than indulge in the theatrical gestures about solving a AGW that doesn’t exist.
Copenhagen won’t broker a solution – not only has the IPCC hyped the warming and misrepresented the science with regard to CO2 and ‘warming’ – but it has also proposed a system of cap-and-trade and technology transfer that means huge profits for banks and brokers.
These useless technology sales coupled with a massive global and unelected bureaucracy that decides which technology and which projects get funded – merely provide jobs for the boys rather than address the issues
What we need is the creation of resilience – the rich world is unstable and will try to buy its way out of problems, by buying food on the world market – the rest of the world is at grave risk of starvation.
Food not energy will be the big issue we urgently need to address in the next few years. In the developed world we need to systematically restructure and reduce demand and in the developing world, people need to stay in communities on the land and not be forced to seek work in unsustainable megacities
Climategate does not just demonstrate the corruption of science and peer-review; it also demonstrates the incompetence of specialists who do not understand planetary ecology, especially its cycles.
We’re being fatally led up the wrong garden path by green businesses, politicians, the IPCC and their computer geeks with their doctored spreadsheets and forecasts. They need to get out more and study the real world – not their virtual reality – because, like the asset bubbles of the financial crisis, the global warming bubble is about to burst…
Read more: http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-1234515/Copenhagen-climate-change-summit-The-world-COOLING-warming-says-scientist-Peter-Taylor---prepared.html#ixzz0ZQEY0tVF
...
...
Read more: http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-1234515/Copenhagen-climate-change-summit-The-world-COOLING-warming-says-scientist-Peter-Taylor---prepared.html#ixzz0ZQECcOc5
Ágúst H Bjarnason, 11.12.2009 kl. 22:36
Mikið var að einhverjir fleiri en ég geta séð að það er kólnun, ekki hlýnun sem er hættan sem yfir vofir til lengri tíma. Sú smávægilega uppsveifla í hita sem ríkt hefur undanfarna öld eða svo er ekkert öðruvísi en fjöldamargar aðrar og mun að sjálfsögðu taka enda alveg eins og allar hinar upp- og niðursveiflurnar síðustu aldir og árþúsundir. Nú virðist reyndar vera að koma að því. Jöklar munu þá aftur vaxa og eyðimerkur þorna, því ólíkt því sem fákænir menn ímynda sér eykst úrkoma þegar hitastig hækkar en þegar kólnar þornar veðurfar og eyðimerkur skrælna enn frekar. Á jökulskeiðum núverandi ísaldar voru þau svæði sem ekki voru undir ís miklu, miklu þurrari en nú og Sahara miklu stærri. Aðeins í hitabeltinu, sem var miklu minna, var næg úrkoma. En þessi bábilja um þornun jarðar ef eitthvað hlýnar er einungis ein af ótalmörgum í allri þessari gróðurhúsa- steypu. Mér beinlínis sundlar og svelgist á þegar "umhverfisverndarsinnar" hefja upp raust sína.
Vilhjálmur Eyþórsson, 11.12.2009 kl. 22:53
Afskaplega fróðleg færsla, Ágúst. Ég vona svo sannarlega, að vísindamennirnir í IPCC hafi rétt fyrir sér og að það sé að hlýna á jörðinni frekar en kólna. En það er miklu meira áhyggjuefni, ef það kólnar. Mér fannst ískyggilegt að heyra, að síðast, þegar ísöld skall á (með þeim afleiðingum, að Ísland hyrfi undir ís), gerðist það á aðeins um sex mánuðum!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 12.12.2009 kl. 14:07
Flottur pistill.
En hvað með t.d flekahreyfingar? Má ekki ætla að þær hafi haft sín áhrif á veðurfarsbreytingar á jörðinni þegar horft er til langs tíma (milljóna ára) ?
Hrafna (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 11:44
Flott grein og prýðileg umræða - glæsilegur vitnisburður um þá hugmyndafærðilegu umgjörð sem á að einkenna raunvísindin. Með efann að vopni mun þekkingin aukast en ekki með þeirri fullvissu, sem virðist umlykja vísindin að baki hræðsluáróðrinum.
Ólafur Als, 14.12.2009 kl. 09:28
Ágúst: Ég má til með að benda þér á þennan tengil, en þar er fjallar um svipað efni og þessi færsla:
http://www.skepticalscience.com/Hockey-sticks-unprecedented-warming-and-past-climate-change.html
Höskuldur Búi Jónsson, 15.12.2009 kl. 15:19
Takk fyrir Höskuldur.
Ágúst H Bjarnason, 15.12.2009 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.