Færsluflokkur: Samgöngur

Time tímaritið 13. sept: Norðvesturleiðin um heimskautasvæðið fær skipum! ---1937

 

nor_vesturleidin.png

 

Í tímaritinu Time 13. sept. eru fréttir af skipum sem sigldu norðvesturleiðina svokölluðu um hemiskautasvæðið. Annað skipanna sigldi í austurátt og hitt í vesturátt og mættust þau á miðri leið. Sjá fréttina hér.

 

Frétt Time er frá árinu 1937, en ekki 2008, en þá var einnig hlýtt á norðurslóðum. Losun manna á koltvísýringi var  þá aðeins lítið brot af því sem nú er. Kann einhver skýringu á þessu? Hefur leiðin verið fær undanfarið?

 

Úr Time 13. september 1937:

logotimearticle.png

Last week this new, shorter Northwest Passage's navigability was dramatically demonstrated as Hudson Bay Company's Eastern Arctic Patrol Nascopie sounded her way through Bellot Strait. Snow shrouded the Arctic dusk as head on through the haze came the bow of another ship. Nascopie's Captain Thomas Smellie's incredulous hail got a booming reply from veteran Arctic Trader Patsy Klingenberg, from the deck of the Schooner Aklavik, eastbound to Baffin Island, and astonished Eskimo cheers from both crews echoed through the rock-bound channel. That night captains of both vessels described from their anchorages to Canadian Broadcasting Co. and NBC audiences their historic meeting. Hopeful for the growing trade of the North were residents and sponsors of Churchill that somehow Northwest Passage II would bring business, help redeem millions of dollars sunk in Canada's most northerly port. 

 

 

aklavik_1.jpg
Aklavik
 

 

nascopie53-78.gif

 Nascopie

 

 

Sjá einnig hér.

 

 

bt13121945_3.jpg

 

Berlinske Tidende árið 1945.  Fyrirsögnin gæti enn átt við.

"Skyndilegar loftslagsbreytingar við norðausturleiðina hafa áhrif á efnahag heimsins". Þetta gæti hafa staðið í Mogganum í dag. Smile

(Smella þrisvar á myndina til að lesa greinina). 

Það er athyglisvert að í greininni kemur fram að hafísinn hefur minnkað um  1 milljón ferkílómetra á tímambilinu 1924-1944. Síðan kom hafísinn aftur eins og allir vita, en fór síðan að hopa aftur. Megum við ef til vill búast við að hann eigi eftir að koma aftur innan fárra ára?

Í þessum tveim greinum í Time og BT, sem skrifaðar eru fyrir miðja síðustu öld, beina menn sjónum sínum að norðvestur og norðaustur siglingaleiðunum sem virðast vera að opnast. Svipuð bjartsýni um nýjar siglingaleiðir og í dag ríkir þá. Hafísinn kom þó aftur. Hvers vegna eru allir búnir að gleyma þessu? Getum við dregið ályktun og lært af af reynslunni?

 

 

-maat_70-90n_hadcrut3_since1900-600w.jpg
 
Mynd eftir gögnum frá HadCRU3  sýnir hitann á heimskautasvæðum (70N-90N) frá 1900-2008. Hvenær var hlýjast? Ferillinn er frá www.Climate4you.com, kaflinn Polar Temperature

 

 

arctic_seaice_some_000.png

 

Hafísinn 10. sept. 2008.  Smella þrisvar á mynd til að sjá stærri.

 


Er ástæða til að fara úr Schengen því reynsla okkar af sáttmálanum er miður góð?

schengen_countries_UK
 
 
Það voru mikil afglöp þegar Ísland gerðist aðili að Schengen sáttmálanum. Á þeim tíma var því haldið fram að Schengen samstarfið skilaði lögreglu betri upplýsingum um glæpamenn en annars hefði verið. Því er þveröfugt farið. Reynslan sýnir okkur t.d. að við höfum ekki haft hugmynd þá misyndismenn sem hér hafa verið fyrr en of seint.  Ekki er hægt að afla upplýsinga um viðkomandi ólánsmenn sem hér hafa brotið lög fyrr en skaðinn er skeður.  Fyrr vitum við ekki hverjir eru hér á landi. Það er kjarni vandamálsins. Schengen kerfið virkar þannig. Það hefur ekki staðist væntingar.

Hér á landi er nákvæmlega ekkert eftirlit með þeim sem koma til landsins. Við vitum ekki hverjir koma til landsins, hvenær þeir komu eða hvenær þeir fóru aftur, þ.e. hafi þeir farið á annað borð. Að sjálfsögðu leynast óheiðarlegir Schengenborgarar meðal hinna heiðarlegu. Af þeim hljótum við að hafa miklar áhyggjur. 

Erlendir glæpamenn í farbanni taka bara næsta flug eins og ekkert sé og láta sig hverfa.

Ein birtingamynd Schengen aðildarinnar er  vopnaleitin undarlega á farþegum sem koma með flugi til Íslands frá Bandaríkjunum.   Ranghalarnir upp og niður stiga í flugstöðinni stafa einnig af þessari vitleysu.

Bretar of Írar eru miklu skynsamari en Íslendingar.  Þeir létu hjá líða að ganga í Schengen, enda búa þeir á eylandi.  Eins og Íslendingar.  Hvernig er það, veldur það okkur Íslendingum nokkrum vandræðum þegar við ferðumst til Englands, eða Englendingum vandræðum þegar þeir ferðast til meginlandsins?  Ekki hef ég orðið var við það. Eða, er vegabréfsskoðun á Íslandi þegar við komum frá landi sem er utan Schengen, t.d. Englandi, til trafala? Ekki finnst mér það.

Það kann að henta löndum á meginlandi Evrópu að taka þátt í Schengen samstarfinu, enda liggja þar akvegir þvers og kruss milli landa. Það er ekki þar með sagt að það sé viturlegt fyrir eylöndin Ísland, England og Írland að vera í Schengen. Það vita Bretar og Írar.

 

Við eigum að endurskoða aðild okkar að Schengen sáttmálanum án tafar. Það er ekki seinna vænna.  Við erum sjálfstæð friðsöm þjóð og viljum ekki að erlend glæpastarfssemi nái að skjóta hér rótum.

 

Vissulega er mikill meirihluti þeirra sem koma til landsins hið mesta sómafólk. Sumir kjósa að setjast hér að og gerast Íslendingar.  Þetta er fólk eins og þú og ég, fólk sem sækist eftir sama öryggi og við sem búið höfum hér lengi. Því miður verða margir sem eru af erlendu bergi brotnir fyrir fordómum vegna glæpamála sem skjóta upp kollinum af og til. Það er því einnig þeirra hagur að það takist að koma í veg fyrir að misyndismenn flytjist til landsins. Þar hefur Schengen ekki komið að gagni fyrr en viðkomandi hefur brotið af sér og verið gómaður.

 

Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um málið. Þetta er mín skoðun, en hvað finnst þér? ...

  •   Hverjir eru kostir þess að vera í Schengen?
  •   Hverjir eru ókostir þess að vera í Schengen? 
  •   Hvort er betra að Ísland sé innan eða utan Schengen svæðisins?
  • Ef við teljum betra að vera áfram innan Schengen, hvað er þá hægt að gera til að hindra nánast eftirlitslaust flæði misyndismanna til landsins?

 


mbl.is Aukin umsvif glæpahópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 209
  • Frá upphafi: 762407

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband