Röng þýðing seljanda sjónvarpstækja á hugtakinu contrast - Birtuskil en ekki skerpa...!

 

Flestir seljendur sjónvarpstækja nota kolranga þýðingu á hugtakinu contrast.  Þýða hugtakið sem skerpu.

Contrast hefur réttilega verið þýtt sem birtuskil á íslensku, enda lýsir það hugtakinu vel.

Í auglýsingum má lesa til dæmis "skerpa  10.000:1".    Þar ætti að standa "birtuskil: 10.000:1".

Að nota orðið skerpa fyrir contrast er undarlegt. Eiginlega bendir það til þess að viðkomandi sjónvarpsverslanir hafi aldrei komið nálægt ljósmyndun, þó svo að margar þeirra selji jafnframt dýrindis myndavélar.

Skerpa  er aftur á móti rétt  þýðing á orðinu sharpness. Myndir sem ekki eru í fókus hafa lélega skerpu. Þetta vita flestir aðrir en seljendur sjónvarpstækja, svo undarlegt sem það nú er.

 

Á Vísindavefnum stendur eftirfarandi um birtuskil:

"Birtuskil eða andstæða (e. contrast) segja til um birtuhlutfallið milli hvítasta hvíta litarins og svartasta svarta litarins. Í sjónvarpstækjum er birtuskilum lýst sem hlutfalli eins og 1200:1, 5000:1 eða 20.000:1 svo dæmi séu tekin. Í sjónvarpi með birtuskil 1200:1 er ljósstyrkur svartasta litarins sem hægt er að fá fram 1200 sinnum lægri en ljósstyrkur hins hvítasta. Birtuskilin eru ekki síður mikilvæg en upplausnin því þau segir til um birtudýptina í myndinni".

 

Seljendur sjónvarpstækja: Takið ykkur nú á!  Ef þið seljið einnig myndavélar þá verið þið að gæta ykkar á að rugla ekki saman hugtökum! Það er ekki traustvekjandi Woundering

 

Veit einhver um sjónvarpsauglýsingu þar sem orðið birtuskil er notað?      Í auglýsingum og leiðbeiningum fyrir myndavélar virðist orðið þó yfirleitt vera rétt notað.

 

Vísindavefurinn: Hvað er svartími og birtuskil í sjónvarpstækjum?

Tölvuorðasafnið: Contrast: Birtuskil.

 

 Afsakið nöldrið... Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Líturðu ekki á hugtaki í ljósmyndum sem randskerpu , andstaða milli líta, birtu skil milli lita, eftir linsugerð-gæðum hve hún er vel slípuð og skila frá sér.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 2.3.2010 kl. 19:32

2 identicon

Það eru nú fleiri villur sem tölvu og sjónvarpssalar stunda. Þeir bjóða upp á straumbreyta í miklu úrvali. Að breyta einni spennu í aðra eru samkvæmt íslenskri tungu SPENNUBREYTAR. Ég er í hörku slagsmálum með þetta.

Eyþór (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 23:28

3 identicon

 Í sjónvarpi með birtuskil 1200:1 er ljósstyrkur svartasta litarins sem hægt er að fá fram 1200 sinnum lægri en ljósstyrkur hins hvítasta.

Alltaf fer svolítið í mínar fínustu taugar þegar fólk er að margfalda niður á við. Það er stærðfræðilegur paradox að mínu mati.

Radíus (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 09:03

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fróðlegt að líta hér við að vanda.

Takk fyirr þetta Ágúst.

Marta B Helgadóttir, 3.3.2010 kl. 09:47

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sigurjón.

Pistillinn fjallar reyndar um orðanotkun í auglýsingum sjónvarpstækja, en þegar maður skoðar ljósmynd, þá getur stundum verið erfitt að greina á milli hvort birtuskilin eða kontrastinn sé lítill, eða myndin beinlínis óskörp. Það fer örugglega eftir myndefninu. Stundum virðist skerpan aukast við þar eitt að auka birtuskilin, þ.e gera myndina harðari.

Í linsum er fjölmargt sem skiptir máli, svo sem skerpa (sharpness), randskerpa (edge sharpness), litbrenglun (chromatic aberration), myndbjögun (distortion), mislýsing (vignetting), upplausn (resolution), innri glampa (flaring), birtuskil (contrast) ..... Nú er ég amatörinn farinn að skálda töluvert, enda er þekkingin takmörkuð .    Ég veit það þó, að þegar maður kaupir myndavél með útskiptanlegum linsum, þá á maður að vanda valið á linsunni. Sjálf myndavélin eða "boddýið" skiptir minna máli. Lesa vel umsagnir áður en maður fjárfestir í þannig dýrgrip sem góð linsa er. Góða linsu getur maður átt lengi, þó svo að maður skipti oft um boddý ...

Sama á reyndar við varðandi kaup á sjónaukum, sérstaklega fyrir stjörnuskoðun.  Hægt er að kaupa ódýra sjónauka sem veita  takmarkaða ánægju, og svo jafnstóra fokdýra sjónauka með afbragðsglerjum. Munurinn er ótrúlegur. Sjá hér.

Ágúst H Bjarnason, 3.3.2010 kl. 10:15

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eyþór:

Ég man eftir því að í "gamla daga" var oft talað um straumbreyta, en í dag reyni ég að nota orðið spennubreytir yfir svona íhluti.

Reyndar eru til eiginlegir straumbreytar sem notaðir eru fyrir riðstraumsmæla til að breyta mælisviði þeirra. Current transformer á útlensku. Köllum við þá ekki stundum straummælispenna í daglegu tali? Eiginlega er það undarlegt orð :-)

Ágúst H Bjarnason, 3.3.2010 kl. 10:23

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Þakka þér svarið Ágúst

Rauða Ljónið, 3.3.2010 kl. 19:47

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þessa ábendingu, Ágúst.

Sem gamall áhugamaður um ljósmyndun, vissi ég hvað "contrast" þýðir, þetta er stórt atriði í ljósmyndun. Stundum er talað um "skemmtilegan contrast" ... eða fallegan, og er þá átt við skugga í mótívinu eða litbrigði.

En ég hafði aldrei áttað mig á þessari villu í sjónvarpsauglýsingum, sennilega vegna þess að ég les sjaldan auglýsingabæklinga á frummmálinu þegar ég kaupi mér sjónvarp . Ég fer frekar eftir dómum í "Hi-Fi" blöðum, eða fer einfaldlega á staðinn sem sjónvarpið er selt og skoða myndgæðin með eigin augum.

Takk fyrrir þetta

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2010 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 762161

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband