Eru Maldíveyjar að sökkva í sæ af mannavöldum, en þó ekki vegna breytinga á sjávarstöðu? - Hvernig má það vera...?

.

 


Male höfuðborg Maldíveyja

 

 

Á páskadag ræddi  Bogi Ágústsson við Mohamed Nasheed, forseta Maldíveyja, um áhrif loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á eyjarnar. 

Bloggarinn skilur vel áhyggjur hins geðþekka forseta, því eyjarnar ná yfirleitt aðeins einn til tvo metra yfir sjávarborð (hæsti punktur 2,3 metrar), svo að lítið má út af bera til að allt fari á bólakaf.

Eyjarnar eru kóralrif sem væntanlega hefur myndast þegar sjávarstaða á þessum slóðum var hærri en í dag, því kórallar lifa jú neðansjávar.

Þegar bloggarinn vildi kynnast nánar þessum fallegu eyjum rakst hann á myndina sem er hér efst á síðunni, en myndin sýnir Male, höfuðborg Maldíveyja. (Smella tvisvar eða þrisvar á myndina til að stækka hana). Þar búa rúmlega 100.000 manns á aðeins 2 ferkílómetrum!

Nokkrar spurningar vöknuðu...

 

1) Hvaðan kom allt bggingaefnið sem þurfti til að reisa þessi háreistu hús? Var það aðflutt, eða var efnið fengið á staðnum? Lækkar ekki yfirborð eyjunnar við það?

2) Það hlýtur að þurfa að dæla upp kynstrinni allri af vatni til að seðja þorsta borgarbúa og ferðamanna, svo ekki sé minnst á vatn sem þarf til þvotta og baða. Grunnvatnsstaðan hlýtur að lækka, og landið hlýtur þar með að síga. (Svo er það landbúnaðurinn á öðrum eyjum í klasanum þar sem vökva þarf gróðurinn með ósöltu vatni).

3) Getur verið að breyting á landi af mannavöldum sé meiri en hækkun sjávar, sem nemur 2 til 3 mm á ári, eða 20 til 30 cm á öld?

 

Spyr sá sem ekki veit.

Eru þessar spurningar kannski kjánalegar og illa grundaðar?

 

Bloggarinn minnist þess einnig að hafa hlustað á fyrirlestur Dr. Nils Axel Mörner fyrir nokkrum árum þar sem hann minntist m.a. á breytingu sjávarborðs við Maldíveyjar sem hann taldi orðum auknar. Hann hefur skrifað greinina New perspectives for the future of the Maldives.

 

Vissulega er sjávarborð að hækka eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Sem betur fer fyrir íbúa Maldíveyja virðist sem hægt hafi á hækkuninni undanfarin ár, hver svo sem ástæðan er.

 

Sjávarborðsbreytingar

 

 Sem sagt, breytingar á sjávarstöðu við Maldíveyjar geta hugsanlega stafað af ýmsum ástæðum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Kannski rétt að skoða lengri feril, sjá á loftslag.is: Eru einhverjar sjávarstöðubreytingar í gangi?

Höskuldur Búi Jónsson, 5.4.2010 kl. 18:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki nokkru leið fyrir menn að sjá hvort land er að síga eða sjávarborð að hækka?  Mér finnst þessi umræða skrítin.  Það hlýtur að vera hægt að mæla þetta á öðrum stöðum í heiminum. Hvað segja þær mælingar? 150cm á 150 árum?  Annað eins hefur nú sést í hreyfingum jarðskorpu. Ísland hefur stækkað til austurs og vesturs um sömu lengs í báðar áttir á sama tíma.

Hvort e það Höski? Komdu með staðfestinguna á því að þetta sé sjávarvborðs hækkun.  Hve mikill munurinn er, eru engin rök fyrir málinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2010 kl. 19:16

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru mælingarnar frá 1870 og fram á 5.-6.áratuginn gerðar vísindalega eða er þetta eftir munnmælum?  Ég er ekki sannfærður Höski. Þetta angar langar leiðir af áróðri.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2010 kl. 19:19

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég veit ekkert um Maldive- eyjar, en í dönskum sjónvarpsþætti var skemmtileg frásögn frá Seychelle- eyjum, sem eru álíka láglendar. Þar höfðu menn líka miklar áhyggjur af stöðu mála, þ.e. sjávarstöðu- mála og fengu sænska sérfræðinga í efninu sér til liðsinnis. Svíarnir mældu og mældu hátt og lágt mánuðum saman og komust loks að niðurstððu, sem ekki var hægt að véfengja: Sjávarstaða hafði beinlínis lækkað um heila 20 sentimetra síðan 1964! 

Eftir að hafa klórað sér lengi í höfðinu komust Svíarnir loks að þeirri niðurstöðu, að uppgufun úr höfunum hefði aukist svo mikið að það skýrði lækkunina. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.4.2010 kl. 20:52

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Jón Steinar: Til að vita hvernig þessi ferill er gerður, þá þarf að smella á tengilinn í fyrstu athugasemdinni (Eru einhverjar sjávarstöðubreytingar í gangi?), þar má lesa sig til um þennan feril, en einnig er þar tengill beint á fræðigreinina þar sem þessi ferill kemur fram - í geophysical research letters, sjá: A 20th century acceleration in global sea-level rise

Svo vil ég senda spurningu á Jón: Heldur þú í alvöru að vísindamenn sem eru að stúdera sjávarstöðubreytingar, taki ekki inn í reikninginn landris og landsig?

Vilhjálmur: þetta er absúrd hjá þér. Endilega bentu mér á eitthvað skriflegt um þetta og ég skal kanna það.

Höskuldur Búi Jónsson, 5.4.2010 kl. 21:15

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér þykir leitt að geta ekki hjálpað þér, því ég hefði gaman af að sjá þetta aftur. Þetta var í  þætti um loftslagsmál í danska sjónvarpinu fyrir 2-3 árum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.4.2010 kl. 21:19

7 identicon

Vatn er að mestu fengið á Maldíveyjum með eimun og innflutningi, jarðvegur er of saltur til að hægt sé að nýta jarðvatn. Landbúnaður er svo sáralítill á eyjunum, líklega bæði vegna skorts á vatni og landrými.
Male er eina eyjan með svona borgarbyggð, byggingarefni er að töluverðu leyti fengið erlendis frá.
Eyjarskeggar verja háum fjárhæðum í að dæla upp sandi til þess að viðhalda eyjunum, a.m.k sumum þeirra. Þar gegnir landfok líka ákveðnu hlutverki. Sem sagt, Maldíveyjar sökkva hægt og rólega og ástæðurnar eru margþættar.

Lýsing Vilhjálms á Seychelles-eyjum er svo vægast sagt ónákvæm. 42 þeirra helstu eru klettaeyjar og alls ólíkar Maldíveyjum, hinar eru kóraleyjar og flestar óbyggðar. En kannski voru Svíarnir að skoða þær.

Matthías (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 21:31

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, það getur vel verið að Maldavíeyjur sigi eitthvað (hef ekki kynnt mér það ýtarlega), en það er augljóst að hækkun sjávarstöðu upp á 30 cm svo dæmi sé tekið, myndi hafa mikil áhrif á eyjar sem liggja svo lágt sem Maldavíeyjar gera. Svo við tölum ekki um meiri hækkun...eins og gæti vel átt sér stað.

Smá upplýsingar um Nils-Axel Mörner, fyrir þá sem vilja vita nánari deili á þeim manni sem telur sig vita meira um sjávarstöðubreytingar en helstu sérfræðingar veraldar...

Nils-Axel Morner

Morner, James Randi and "dowsing"

Morner claims to be an expert in "dowsing," the practice of finding water, metals, gemstones etc. through the use of a Y-shaped twig.

Morner's attempt to prove his dowsing abilities is chronicled by James Randi, the well-known myth buster, who has offered the longstanding One Million Dollar Paranormal Challenge.

Research and Background

Morner is a retired professor from the University of Stockholm. According to a search of 22,000 academic journals, Morner has published 65+ original research papers in peer-reviewed journals, mainly in the area of paleoseismicity, in other words the study of historical earthquake activity.

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 22:39

9 Smámynd: Magnús Jónsson

Ágúst: Ein smá spurning hérna handa ykkur spekingunum, er síðasta Ísöldin búinn, hef verið að velta fyrir mér að ef hún stóð í 60 þúsund ár, og mestur kraftur var úr henni fyrir um 10 þúsund árum eða svo, þá er talið að við  mantetrinn  höfum gengið þurrum fótum frá Asíu til Ameríku, sjávarstaða hefur þá væntanlega verið býsna lág, og er líkast til enn að hækka síðan, það virðist vera að einhverjir tugir árþúsunda sé bara eins og augnablik í sögu jarðarinar okkar, er þá ísöldin í alvöru búin eða er henn ólokið enn, og hvenær má vænta að næsta taki við?, hvað var langt í árþúsundum á milli síðust Ísalda ef einhver skildi vita það?   

Magnús Jónsson, 5.4.2010 kl. 22:56

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eins og fram kemur í pistlinum var það viðtalið við forseta Maldíveyja í sjónvarpinu sem vakti athygli mína á eyjunum. Ég vissi nánast ekkert um þær, en rak í rogastans þegar ég sá loftmyndina af Male þar sem 100.000 manns búa í fjölda háhýsa á aðeins tveim ferkílómetrum.

Ég hafði séð fyrir mér friðsælar eyjar þar sem frumbyggjar una glaðir við sitt, stunda landabúnað og fiskveiðar, en alls ekki órað fyrir þessum ósköpum.

Það varð til þess að mér kom til hugar að þessi gríðarlegu mannvirki gætu valdið vandræðum varðandi ágang sjávar. Hvort þessi gríðarlega breyting á landnýtingu gætu hafa haft  sambærileg áhrif og hækkun sjávarborðs. Lái mér hver sem vill.

Ágúst H Bjarnason, 6.4.2010 kl. 05:42

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Jón Ragnar bendir á (athugasemd #2) vandkvæði við mælingu á breytingu á sjávarstöðu vegna breytinga á jarðskorpunni. Það eru orð að sönnu. Vítt og breitt um heiminn (aðallega á norðurhveli) eru landfastir mælar sem mæla mismuninn á sjávarborði og landinu á viðkomandi stað. Þessir mælar gefa mjög misvísandi niðurstöðu. Sjá t.d. hér (Current sea level rise).

Á síðustu árum hafa menn fengið aðstoð við þessar mælingar með búnaði í gervihnöttum. Þar eru þó fjölmargir skekkjuvaldar, þannig að endanlega eru þessar gervihnattamælingar leiðréttar með mæliniðurstöðum frá úrvali hefðbundinna landfastra mæla.

Varðandi gervihnattamælingarnar, þá er verið að nota radar í gervihnöttum sem eru í 1300 km hæð. Breyting í sjávarstöðu er t.d. gefin upp sem 3,2 mm á ári. þ.e. með upplausn sem nemur 0,1 mm. Mannshár er um 0,1 mm á þykkt, og gervihnötturinn í 1.300.000.000 mm hæð. Radarbylgjurnar þurfa að ferðast tvöfalda þessa vegalengd. Það þarf því ekki að koma á óvart að þessar mælingar eru ekkert grín og í raun varasamt að treysta þeim blindandi án þess að þekkja helstu skekkjuvalda.

Ágúst H Bjarnason, 6.4.2010 kl. 06:06

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli skýrir frá því að Mörner hafi haft áhuga á "dowsing". Hver tilgangurinn er veit ég ekki, en innihaldið virðist vera afritað af einhverri "ad hominem" vefsíðu og á að vera eitthvað neikvætt.

Dowsing er ævagömul aðferð sem menn töldu að gæti t.d. nýst til að finna vatnsfylltar sprungur neðanjarðar. Prjónum eða Y-laga grein er þá haldið þannig að lítið þurfi til að tækið hreyfist. Það er því mjög næmt fyrir breytingum, sem geta einfaldlega verið vöðvakippir.

Svo er það aftur á móti spurning hvort tækið geti verið næmt fyrir breytingum í rafsviði eða öðru. Við vitum að jarðvísindamenn nota ýmsar aðferðir til að finna frávik ("anomalíur") í iðrum jarðar, svo  sem jarðviðnámsmæla, þyngdarsviðsmæla og segulmæla. Fyrir skömmu var fjallað um körtur sem virtust  skynja fyrirboða jarðskjálfta, og til eru fjölmargar frásagnir af hegðun dýra fyrir skjálfta. Menn vita ekki hvers vegna, en eru farnir að geta sér þess til að um geti verið að ræða breytingar í rafsviði eða uppstreymi lofttegunda eins og radons. Mælingar á rafsviði hafa verið reyndar til að spá fyrir um skjálfta.

Í raun finnst mér það meðmæli með Mörner ef hann hefur skoðað hvort verið geti að þessi gamla aðferð með prjónum styðjist við einhver eðlisfræilögmál eins og breytingar í rafsviði sem endurspegla t.d. sprungur í iðrum jarðar. Rafsviðið í loftinu umhverfis okkur er nefnilega furðu öflugt.

Sjá t.d: Short-term Earthquake Prediction Based on Seismic Precursory Electric  Signals Recorded on Ground Surface.

Ágúst H Bjarnason, 6.4.2010 kl. 06:30

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Magnús. Þú spyrð mig spurninga sem ég hef ekkert vit á.

Breytingar í sjávarborði undanfarinna ára og alda blikna þó í samanburði við hækkunina sem varð þegar "ísöldinni" lauk, eins og sést á meðfylgjandi mynd.

 File:Post-Glacial Sea Level.png

Ágúst H Bjarnason, 6.4.2010 kl. 07:00

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Best að bæta aðeins meiri upplýsingum um Mörner af þessari Ad-Hominem síðu Ágúst. Tilgangurinn er aðeins að sýna fram á að maðurinn er ekki sérfræðingur í sjávarstöðubreytingum (það er nokkuð mikilvægt), þetta dowsing dæmi sé nú bara aukaatriði í því. Það er nefnilega ekki sama hvar maður fær heimildir sínar, það er það sem ég er að draga fram... En hér kemur meira um þennan Mörner:

Morner and the NRSP

Listed as an "allied expert" for a Canadian group called the "Natural Resource Stewardship Project," (NRSP) a lobby organization that refuses to disclose it's funding sources. The NRSP is led by executive director Tom Harris and Dr. Tim Ball. An Oct. 16, 2006 CanWest Global news article on who funds the NRSP, it states that "a confidentiality agreement doesn't allow him [Tom Harris] to say whether energy companies are funding his group."

...uncovered information that two of the three directors on the board of the Natural Resources Stewardship Project are registered energy industry lobbyists and senior executives of the High Park Advocacy Group, a Toronto-based lobby firm that specializes in “energy, environment and ethics.”

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 08:35

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Í nóvember 2004 hélt  Dr. Nils-Axel Mörner prófessor við Háskólann í Stokkhólmi erindi í Háskóla Íslands sem nefndist Heimskautin,  hafið og framtíðin.  Erindið var á vegum Félags íslenskra veðurfræðinga. Myndin er frá þeim fundi.

Erindið var þannig kynnt á vef Háskólans:

Heimskautin,  hafið og framtíðin. Nils-Axel Mörner prófessor við Háskólann í Stokkhólmi. Mánudaginn 8. nóvember, kl. 12.00 - Í Lögbergi (stofu 103).

Hefðbundinn skilningur manna á hlýnun andrúmsloftsins gerir ráð fyrir að hún  muni leiða til bráðnunar á ísbreiðum heimskautanna og hækkandi stöðu sjávar.  Hverjar eru vísbendingarnar sem styðja þetta mat? Er hugsanlegt að almenningur  sé afvegaleiddur um þessi mál? Nils-Axel Mörner prófessor við Stokkhólmsháskóla  og víðkunnur sérfræðingur í jarðfræði kvartertímabilsins og landmótunarfræði mun  fjalla um þessi álitaefni á fundi á vegum Félags íslenskra veðurfræðinga mánudaginn  8. nóvember 2004. Mörner var formaður nefndar um breytingar á sjávarhæð og þróun  strandsvæða, sem starfar á vegum International Association of Quaternary Research,  á árunum 1999-2003. Hann mun gagnrýna líkön sem spá fyrir um hækkun sjávar og nota  til þess rannsóknargögn víða að úr heiminum.

  Moerner-3A

Ekki veit ég hvers vegna Félag veðurfræðinga stóð að þessum fundi, en þeir hafa væntanlega séð ástæðu til þess.  Ég mætti sem leikmaður á fundinn og hafði bæði gagn og gaman af.

Mörner hefur verið mjög gagnrýninn á sjávarstöðumælingar eins og lesa má hér.  Hvort hann hefur rétt fyrir sér er svo annað mál sem ég treysti mér ekki til að hafa skoðun á.

Töluverðar umræður um karlinn á bloggsíðu 26. júní 2007.

Ágúst H Bjarnason, 6.4.2010 kl. 08:55

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sjaldan hef ég nú verið sammála ykkur sóunarfasistum hóflausrar græðgi og aukinnar neyslu fyrir hagvöxtinn.

En ég skal játa að ég sé ekki þarna þá fallegu og friðsælu eyju kyrrðar og frumstæðrar fegurðar sem ég hafði gert mér í hugarlund.

Þarna er greinilega ekki horft til sjálfbærrar nýtingar á gjöfum náttúrunnar.

Forsetinn virðist vera vel menntaður og siðaðaður ungur maður og ég undrast þetta allt.

Ég tek undir það að líklegast finnst mér að öll þessi steypugredda sé að sökkva þessum skerjum niður á dýpi hins eilífa hagvaxtar.

Árni Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 09:15

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, þetta er undarlegt í ljósi þess að karlinn er ekki sérfræðingur og hefur ekki gefið út neitt ritrýnt efni um þetta efni um efnið..."sérfræðingur í jarðfræði kvartertímabilsins og landmótunarfræði"

Ekki það að hann hafi ekki getað orðið sér úti um einhverja þekkingu við að sitja í nefnd um efnið, en hann er ekki vísindamaður á því sviði og hefur frekar vafasama tengingu við "Natural Resource Stewardship Project," (NRSP). Það gæti náttúrulega hafa komið til síðar...

Mig langaði bara að benda á það...

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 09:18

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér er listi yfir ritrýndar vísindagreinar um sjávarstöðu, fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar:

Contemporary Sea Level Rise – Cazenave & Llovel (2010) A review article. “Here we report on most recent results on contemporary sea level rise. We first present sea level observations from tide gauges over the twentieth century and from satellite altimetry since the early 1990s. We next discuss the most recent progress made in quantifying the processes causing sea level change on timescales ranging from years to decades, i.e., thermal expansion of the oceans, land ice mass loss, and land water–storage change. We show that for the 1993–2007 time span, the sum of climate-related contributions (2.85 ± 0.35 mm year?1) is only slightly less than altimetry-based sea level rise (3.3 ± 0.4 mm year?1): 30% of the observed rate of rise is due to ocean thermal expansion and 55% results from land ice melt. Recent acceleration in glacier melting and ice mass loss from the ice sheets increases the latter contribution up to 80% for the past five years.”

A new assessment of the error budget of global mean sea level rate estimated by satellite altimetry over 1993–2008 – Ablain et al. (2009) “A new error budget assessment of the global Mean Sea Level (MSL) determined by TOPEX/Poseidon and Jason-1 altimeter satellites between January 1993 and June 2008 is presented using last altimeter standards. We discuss all potential errors affecting the calculation of the global MSL rate. … These new calculations highlight a reduction in the rate of sea level rise since 2005, by ~2 mm/yr. This represents a 60% reduction compared to the 3.3 mm/yr sea level rise (glacial isostatic adjustment correction applied) measured between 1993 and 2005. Since November 2005, MSL is accurately measured by a single satellite, Jason-1. However the error analysis performed here indicates that the recent reduction in MSL rate is real.” [Full text]

Anthropogenic forcing dominates sea level rise since 1850 – Jevrejeva et al. (2009) “Here we use a delayed response statistical model to attribute the past 1000 years of sea level variability to various natural (volcanic and solar radiative) and anthropogenic (greenhouse gases and aerosols) forcings. We show that until 1800 the main drivers of sea level change are volcanic and solar radiative forcings. For the past 200 years sea level rise is mostly associated with anthropogenic factors. Only 4 ± 1.5 cm (25% of total sea level rise) during the 20th century is attributed to natural forcings, the remaining 14 ± 1.5 cm are due to a rapid increase in CO2 and other greenhouse gases.”

An anomalous recent acceleration of global sea level rise – Merrifield et al. (2009) “The average global sea level trend for the time segments centered on 1962 through 1990 is 1.5 ± 0.5 mm yr?1 (standard error), in agreement with previous estimates of late 20th century sea level rise. After 1990, the global trend increases to the most recent rate of 3.2 ± 0.4 mm yr?1, matching estimates obtained from satellite altimetry. The acceleration is distinct from decadal variations in global sea level that have been reported in previous studies. Increased rates in the tropical and southern oceans primarily account for the acceleration. The timing of the global acceleration corresponds to similar sea level trend changes associated with upper ocean heat content and ice melt.”

Improved estimates of upper-ocean warming and multi-decadal sea-level rise – Domingues et al. (2008) “Our ocean warming and thermal expansion trends for 1961–2003 are about 50 per cent larger than earlier estimates but about 40 per cent smaller for 1993–2003, which is consistent with the recognition that previously estimated rates for the 1990s had a positive bias as a result of instrumental errors. … We add our observational estimate of upper-ocean thermal expansion to other contributions to sea-level rise and find that the sum of contributions from 1961 to 2003 is about 1.560.4mm yr-1, in good agreement with our updated estimate of near-global mean sea-level rise (using techniques established in earlier studies) of 1.660.2mm yr-1.” [Full text]

Understanding global sea levels: past, present and future – Church et al. (2008) “While sea levels have varied by over 120 m during glacial/interglacial cycles, there has been little net rise over the past several millennia until the 19th century and early 20th century, when geological and tide-gauge data indicate an increase in the rate of sea-level rise. Recent satellite-altimeter data and tide-gauge data have indicated that sea levels are now rising at over 3 mm year?1. The major contributions to 20th and 21st century sea-level rise are thought to be a result of ocean thermal expansion and the melting of glaciers and ice caps.” [Full text]

Recent global sea level acceleration started over 200 years ago? – Jevrejeva et al. (2008) “We present a reconstruction of global sea level (GSL) since 1700 calculated from tide gauge records and analyse the evolution of global sea level acceleration during the past 300 years. We provide observational evidence that sea level acceleration up to the present has been about 0.01 mm/yr2 and appears to have started at the end of the 18th century. Sea level rose by 6 cm during the 19th century and 19 cm in the 20th century. Superimposed on the long-term acceleration are quasi-periodic fluctuations with a period of about 60 years. If the conditions that established the acceleration continue, then sea level will rise 34 cm over the 21st century. Long time constants in oceanic heat content and increased ice sheet melting imply that the latest Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) estimates of sea level are probably too low.” [Full text]

A 20th century acceleration in global sea-level rise – Church & White (2006) “Multi-century sea-level records and climate models indicate an acceleration of sea-level rise, but no 20th century acceleration has previously been detected. … Here, we extend the reconstruction of global mean sea level back to 1870 and find a sea-level rise from January 1870 to December 2004 of 195 mm, a 20th century rate of sea-level rise of 1.7 ± 0.3 mm yr?1 and a significant acceleration of sea-level rise of 0.013 ± 0.006 mm yr?2. This acceleration is an important confirmation of climate change simulations which show an acceleration not previously observed.” [Full text]

Rapid sea-level rise in the North Atlantic Ocean since the first half of the nineteenth century – Gehrels et al. (2006) “A high-resolution late-Holocene sea-level record is produced from salt-marsh deposits at Vioarhólmi in Snæfellsnes, western Iceland. … Our reconstruction indicates that relative sea level along the coast of western Iceland has risen by about 1.3 m since c. AD 100. The detrended sea-level record shows a slow rise between AD 100 and 500, followed by a slow downward trend reaching a lowstand in the first half of the nineteenth century. This falling trend is consistent with a steric change estimated from reconstructions of sea-surface and sea-bottom temperatures from shelf sediments off Northern Iceland. The sea-level record shows a marked recent rise of about 0.4 m that commenced AD 1820±20 as dated by palaeomagnetism and Pb produced by European coal burning. This rapid sea-level rise is interpreted to be related to global temperature rise. The rise has continued up to the present day and has also been measured, since 1957, by the Reykjavik tide gauge.”

Coupling instrumental and geological records of sea-level change: Evidence from southern New England of an increase in the rate of sea-level rise in the late 19th century – Donnelly et al. (2004) “We construct a high-resolution relative sea-level record for the past 700 years by dating basal salt-marsh peat samples above a glacial erratic in an eastern Connecticut salt marsh, to test whether or not the apparent recent acceleration in the rate of sea-level rise (SLR) is coeval with climate warming. The data reveal an average SLR rate of 1.0 ± 0.2 mm/year from about 1300 to 1850 A.D. Coupling of the regional tide-gauge data (1856 to present) with this marsh-based record indicates that the nearly three-fold increase in the regional rate of SLR to modern levels likely occurred in the later half of the 19th century. Thus the timing of the observed SLR rate increase is coincident with the onset of climate warming, indicating a possible link between historic SLR increases and recent temperature increases.” [Full text]

Mass and volume contributions to twentieth-century global sea level rise – Miller & Douglas (2004) “We find that gauge-determined rates of sea level rise, which encompass both mass and volume changes, are two to three times higher than the rates due to volume change derived from temperature and salinity data. Our analysis supports earlier studies that put the twentieth-century rate in the 1.5–2.0 mm yr-1 range, but more importantly it suggests that mass increase plays a larger role than ocean warming in twentieth-century global sea level rise.” [Full text]

The Puzzle of Global Sea-Level Rise – Douglas & Peltier (2002) “Global sea level (GSL) embodies many aspects of the global hydrological cycle and reflects the heat content of the oceans because the density of sea water depends on temperature. GSL is therefore a potent indicator of climate change and a key observational constraint on climate models.” [Full text]

Global Sea Level Acceleration – Douglas (1992) “Greenhouse warming scenarios commonly forecast an acceleration of sea level rise in the next 5 or 6+ decades in the range 0.1–0.2 mm/yr2. … Thus there is no evidence for an apparent acceleration in the past 100+ years that is significant either statistically, or in comparison to values associated with global warming. … This means that tide gauges alone cannot serve as a leading indicator of climate change in less than at least several decades.”

Global Sea Level Rise – Douglas (1990) “The value for mean sea level rise obtained from a global set of 21 such stations in nine oceanic regions with an average record length of 76 years during the period 1880–1980 is 1.8 mm/yr ± 0.1. This result provides confidence that carefully selected long tide gauge records measure the same underlying trend of sea level and that many old tide gauge records are of very high quality.”

Global sea level rise and the greenhouse effect – Might they be connected? – Peltier & Tushingham (1989) “When the tide gauge data are filtered so as to remove the contribution of ongoing glacial isostatic adjustment to the local sea level trend at each location, then the individual tide gauge records reveal sharply reduced geographic scatter and suggest that there is a globally coherent signal of strength 2.4 + or – 0.90 millimeters per year that is active in the system. This signal could constitute an indication of global climate warming.”

Contribution of Small Glaciers to Global Sea Level – Meier (1984) “Observed long-term changes in glacier volume and hydrometeorological mass balance models yield data on the transfer of water from glaciers, excluding those in Greenland and Antarctica, to the oceans. The average observed volume change for the period 1900 to 1961 is scaled to a global average by use of the seasonal amplitude of the mass balance. These data are used to calibrate the models to estimate the changing contribution of glaciers to sea level for the period 1884 to 1975. Although the error band is large, these glaciers appear to account for a third to half of observed rise in sea level, approximately that fraction not explained by thermal expansion of the ocean.”

The estimation of ‘‘global’’ sea level change: A problem of uniqueness – Barnett (1984) “The study results suggest that it is not possible to uniquely determine either a global rate of change of SL or even the average rate of change associated with the existing (inadequate) data set. Indeed, different analysis methods, by themselves, can cause 50% variations in the estimates of SL trend in the existing data set. A signal/noise analysis suggests it should be easy to detect small, future changes in the SL trends estimated for the period 1930–1980. However, detection of theoretically predicted low-frequency signals (e.g., caused by CO2 warming) will be difficult in view of the huge, low-frequency, natural variability associated with glacial/tectonic processes.”

Global Sea Level Trend in the Past Century – Gornitz et al. (1982) “Data derived from tide-gauge stations throughout the world indicate that the mean sea level rose by about 12 centimeters in the past century. The sea level change has a high correlation with the trend of global surface air temperature. A large part of the sea level rise can be accounted for in terms of the thermal expansion of the upper layers of the ocean. The results also represent weak indirect evidence for a net melting of the continental ice sheets.” [Full text]

Historical sea level changes

The Phanerozoic Record of Global Sea-Level Change – Miller et al. (2005) “We review Phanerozoic sea-level changes [543 million years ago (Ma) to the present] on various time scales and present a new sea-level record for the past 100 million years (My). Long-term sea level peaked at 100 ± 50 meters during the Cretaceous, implying that ocean-crust production rates were much lower than previously inferred.” [Full text]

Cenozoic Global Sea Level, Sequences, and the New Jersey Transect: Results From Coastal Plain and Continental Slope Drilling – Miller et al. (1998) “The New Jersey Sea Level Transect was designed to evaluate the relationships among global sea level (eustatic) change, unconformity-bounded sequences, and variations in subsidence, sediment supply, and climate on a passive continental margin. By sampling and dating Cenozoic strata from coastal plain and continental slope locations, we show that sequence boundaries correlate (within ±0.5 myr) regionally (onshore-offshore) and interregionally (New Jersey-Alabama-Bahamas), implicating a global cause. … We conclude that the New Jersey margin provides a natural laboratory for unraveling complex interactions of eustasy, tectonics, changes in sediment supply, and climate change.” [Full text]

Deglacial sea-level record from Tahiti corals and the timing of global meltwater discharge – Bard et al. (1996) “Here we date fossil corals from Tahiti, which is far from plate boundaries (and thus is likely to be tectonically relatively stable) and remote from the locations of large former ice sheets. The resulting record indicates a large sea-level jump shortly before 13,800 calendar years BP, which corresponds to meltwater pulse 1A in the Barbados coral records. The timing of this event is more accurately constrained in the Tahiti record, revealing that the meltwater pulse coincides with a short and intense climate cooling event that followed the initiation of the Bølling–Allerød warm period, but preceded the Younger Dryas cold event by about 1,000 years.”

Chronology of Fluctuating Sea Levels Since the Triassic – Haq et al. (1987) “An effort has been made to develop a realistic and accurate time scale and widely applicable chronostratigraphy and to integrate depositional sequences documented in public domain outcrop sections from various basins with this chronostratigraphic framework. A description of this approach and an account of the results, illustrated by sea level cycle charts of the Cenozoic, Cretaceous, Jurassic, and Triassic intervals, are presented.” [Full text]

Future sea level projections

Global sea level linked to global temperature – Vermeer & Rahmstorf (2009) “We propose a simple relationship linking global sea-level variations on time scales of decades to centuries to global mean temperature. This relationship is tested on synthetic data from a global climate model for the past millennium and the next century. When applied to observed data of sea level and temperature for 1880–2000, and taking into account known anthropogenic hydrologic contributions to sea level, the correlation is >0.99, explaining 98% of the variance. For future global temperature scenarios of the Intergovernmental Panel on Climate Change’s Fourth Assessment Report, the relationship projects a sea-level rise ranging from 75 to 190 cm for the period 1990–2100.” [Full text]

Reconstructing sea level from paleo and projected temperatures 200 to 2100 ad – Grinsted et al. (2009) “We use a physically plausible four parameter linear response equation to relate 2,000 years of global temperatures and sea level. … Over the last 2,000 years minimum sea level (?19 to ?26 cm) occurred around 1730 ad, maximum sea level (12–21 cm) around 1150 ad. Sea level 2090–2099 is projected to be 0.9 to 1.3 m for the A1B scenario, with low probability of the rise being within IPCC confidence limits.” [Full text]

Reassessment of the Potential Sea-Level Rise from a Collapse of the West Antarctic Ice Sheet – Bamber et al. (2009) “We reassess the potential contribution to eustatic and regional sea level from a rapid collapse of the ice sheet and find that previous assessments have substantially overestimated its likely primary contribution. We obtain a value for the global, eustatic sea-level rise contribution of about 3.3 meters, with important regional variations.”

Kinematic Constraints on Glacier Contributions to 21st-Century Sea-Level Rise – Pfeffer et al. (2008) “We consider glaciological conditions required for large sea-level rise to occur by 2100 and conclude that increases in excess of 2 meters are physically untenable. We find that a total sea-level rise of about 2 meters by 2100 could occur under physically possible glaciological conditions but only if all variables are quickly accelerated to extremely high limits. More plausible but still accelerated conditions lead to total sea-level rise by 2100 of about 0.8 meter.”

A Semi-Empirical Approach to Projecting Future Sea-Level Rise – Rahmstorf (2006) “A semi-empirical relation is presented that connects global sea-level rise to global mean surface temperature. It is proposed that, for time scales relevant to anthropogenic warming, the rate of sea-level rise is roughly proportional to the magnitude of warming above the temperatures of the pre–Industrial Age. This holds to good approximation for temperature and sea-level changes during the 20th century, with a proportionality constant of 3.4 millimeters/year per °C. When applied to future warming scenarios of the Intergovernmental Panel on Climate Change, this relationship results in a projected sea-level rise in 2100 of 0.5 to 1.4 meters above the 1990 level.” [Full text], [comment, Holgate et al. (2007)], [comment, Schmith et al. (2007)], [Rahmstorf response (2007)]

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 10:46

19 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér finnst grafið sem fylgir athugasemd nr. 13 sérlega athyglisvert. Samkvæmt því var sjávarstaða beinlínis lægri á bóreölskum tíma þótt það sé alveg öruggt og gjörsamlega óumdeilt að þá var hiti miklu meiri en nú, t.d. var Ísland sannanlega jöklalaust að heita má og Sahara alveg óumdeilanlega gróin. Hvernig má það vera? Hvar er hækkun sjávarborðs á bórealska tímanum. Spyr sá sem ekki veit.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.4.2010 kl. 15:40

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Vilhjálmur.

Hér er önnur mynd:

 http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/1/1e/Holocene_Sea_Level.png

This figure shows changes in sea level during the Holocene, the time following the end of the most recent glacial period, based on data from Fleming et al. 1998, Fleming 2000, & Milne et al. 2005. These papers collected data from various reports and adjusted them for subsequent vertical geologic motions, primarily those associated with post-glacial continental and hydroisostatic rebound. The first refers to deformations caused by the weight of continental ice sheets pressing down on the land, the latter refers to uplift in coastal areas resulting from the increased weight of water associated with rising sea levels. It should be noted that because of the latter effect and associated uplift, many islands, especially in the Pacific, exhibited higher local sea levels in the mid Holocene than they do today. Uncertainty about the magnitude of these corrections is the dominant uncertainty in many measurements of Holocene scale sea level change.

The black curve is based on minimizing the sum of squares error weighted distance between this curve and the plotted data. It was constructed by adjusting a number of specified tie points, typically placed every 1 kyr and forced to go to 0 at the modern day. A small number of extreme outliers were dropped. It should be noted that some authors propose the existence of significant short-term fluctuations in sea level such that the sea level curve might oscillate up and down about this ~1 kyr mean state. Others dispute this and argue that sea level change has been a smooth and gradual process for essentially the entire length of the Holocene. Regardless of such putative fluctuations, evidence such as presented by Morhange et al. (2001) suggests that in the last 10 kyr sea level has never been higher than it is at present.

Sjá:  http://en.wikipedia.org/wiki/File:Holocene_Sea_Level.png

Ágúst H Bjarnason, 6.4.2010 kl. 16:04

21 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég sé af hinu stóráhugaverða og merkilega viðtali við Mörner að mig hefur misminnt hér að ofan þegar ég talaði um Seychelle- eyjar. Þarna hefur í danska þættinum verið átt við Mörner og Maldiveeyjar. Í viðtalinu kemur margt fróðlegt fram um IPCC og þær aðferðir sem tölvulíkanasmiðirnir þar beita með „leiðréttum“ tölum sínum. En ég spyr aftur eins og hér að ofan: Hvar er hækkun sjávarmáls á bóreölskum tíma fyrir ca. sjö þúsund árum þegar hiti var hærri en allra „svartsýnustu“ tölvuspár gróðurhúsamanna gera ráð fyrir?

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.4.2010 kl. 16:09

23 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Nei, því miður. Sú mynd var dönsk og gerð af danska sjónvarpinu, en mjög áhugaverð.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.4.2010 kl. 16:30

24 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég vil líka þakka þér fyrir að benda á myndina hér að ofan sem er aldeilis frábær og ætti að vera skylduáhorf fyrir Höska Búa, Svatla og kó, ásamt viðtalinu við Mörner.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.4.2010 kl. 17:13

25 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég vil aftur bæta við eftir að hafa horft á myndina alla, að RÚV ætti að sjá sóma sinn í að sýna hana sem fyrst og á góðum útsendingartíma. Þar á bæ hafa því miður gróðurhúsamenn grafið um sig og virðast hafa öll völd.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.4.2010 kl. 17:50

26 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fínt graf í athugasemd 20, sem sýnir okkur að sjávarstaða hefur breyst áður. Ég hef aldrei haldið öðru fram kæru efahyggjumenn...

Mér dettur þó ekki til hugar að myndir eins og Doomsday Called off eða svo önnur álíka sé nefnd, The Great Global Swindel, séu góðar heimildir um loftslagsvísindi. Ágætis viðtal við karlinn, þar sem tré sem stendur eitt og sér og hauskúpa á strönd virðast vera hans sterkustu rök fyrir því að sjávarstaða fari ekki hækkandi (á heimsvísu?)...en það er náttúrulega mikið betra en mælingar annarra vísindamanna...engin spurning að hann hlýtur að vita þetta allt...við getum gleymt öllum öðrum rannsóknum og mælingum eftir að hafa horft á þetta

Reyndar ber að taka það fram að það er ekki gert ráð fyrir jafnri hækkun sjávar yfir allan heiminn í spám um hækkun sjávarborðs. Það eru straumar og fleira sem skiptir máli í þeim efnum, sem geta haft staðbundin áhrif, jafnvel til lækkunar sjávarborðs (til skemmri tíma), sjá t.d. http://www.e360.yale.edu/content/feature.msp?id=2255

PS. Vilhjálmur, ætli Rúv hafi ekki brennt sig á að hafa sýnt rangfærslumyndina The Global Warming Swindel hér um árið...

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 18:59

27 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Eins og fram kemur í viðtalinu við Mörner fór þetta tré svo mikið í taugarnar á áströlskum gróðurhúsatrúarmönnum, sem mættu á svæðið skömmu síðar að þeir rifu það upp með rótum og fjarlægðu alveg. Það sýnir enn einu sinni hvers konar aðferðum er beitt í þessu máli.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.4.2010 kl. 20:07

28 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bara að minna á að þessi ágæta kvikmynd var áður birt hér á blogginu í apríl 2007.  Sjá hér:

Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Tvær áhugaverðar kvikmyndir um loftslagsbreytingar.

Ágúst H Bjarnason, 6.4.2010 kl. 20:17

29 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já kæri Ágúst, þú hefur haldið þessari kvikmynd á lofti áður...ekki verður hún betri við það...

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 20:47

30 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágæti Svatli.

Þar sem þú ert svona einstaklega áhugasamur um þessa frábæru mynd og fólkið sem kemur fram í henni, þá ætla ég að gefa henni stjörnur. Hún hlýtur að eiga skilið svo sem fimm miðað við undirtektirnar sem hún fær.

Svatli. Takk fyrir að auglýsa myndina svona vel og vekja forvitni fólks.

*****





Ágúst H Bjarnason, 6.4.2010 kl. 20:56

31 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já verði þér að góðu Ágúst. Ef fólk vill fá að sjá áróður efahyggjunar í öllu sínu ljósi, þá sýnir þessi mynd það mjög vel. Ég mæli með að fólk skoði þetta með opnum huga og hugsi í kjölfarið. Ekki væri verra að skoða heimildir, ef þær eru nefndar...og svo er hægt að skoða hvað vísindin hafa að segja um málið, get mælt með Loftslag.is til þess

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 21:20

32 Smámynd: Magnús Jónsson

Ja hérna maður kemur ekki að tómum kofanum á þessari síðu, nú hef ég lesmál og myndir til að skoða næstu vikurnar, en samt eru allt of margir þættir óþektir í myndinni um stöðu sjávar, velta má því fyrir sér hvort síðustu 10,000 ár eru ekki bara tímabundin hitasveifla í ríkjandi ísöld, orsakavaldar eru svo margir að  nánast útilokað er að slá neinu föstu um hækkun eða lækkun, nema að standa sjálfur í fjörunni og mæla á hnénu á sér sjáfarsstöðuna ( svona eins og þessi með prikið), allt hreyfist engan fastan punkt er að hafa, vindurinn feykir heilu fjöllunum á haf út, vatnið skolar því sem vindurinn missir til sjáfar, allt telur, manskepnan er líklega eina dýrið sem hefur breyt hlutföllunum, veltið fyrir ykkur öllum námugreftrinum, og þá ekki bara efnistöku heldur tilfærslum á vigt, uppistöðulón og áveitur eins og þá sem er að þurrka upp Aralvatn, það bara hlýtur að breyta einhverju, annað er óhugsandi.

Magnús Jónsson, 6.4.2010 kl. 21:37

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars talandi um heimildarmyndir um efnið, þá vil ég benda á ljómandi fallega og nokkuð málefnalega mynd um þróun mála og framtíðarrýni á heiminn. Það skal enginn efast um það að maðurinn hefur áhrif á umhverfið til hins verra, en getur með skynsemi snúið vörn í sókn. Þar er þessi raganrrakaspádómur um 7 metra hækkun sjávarborðs orðin marginal og raunar eru það eingöngu ofsatrúarmenn og óttaprangarar, sem  halda þessu á lofti enn.  Þeir ættu kannski að eyða orkunni í að hugsa út vistvnni lifnað og nýtingu og koma þannig að gagni.  Ég er spurður að því hér að ofan hvort ég haldi virkilega að vísindamenn taki ekki inn alla þætti í mælingum sínum. 'eg leyfi mér að efast af því að þetta er augljóslega umdeilt enn.  Síðan hafa raðskandalar loftslagsfasista ekki beint aukið traustið.  Fyrst við erum bíióstuði, væri ekki úr vegi að skoða Nóbelsmyndina hans Al Gore aftur. Hún er nánast eins og grínmynd í dag.  Ýkjurnar og ofboðslegheitina yfirgengileg. Al hefur þó komist í miklar álnir fyrir vikið og eftir hann munu liggja mikil og stór kolefnisfótspor í sögunni.

Hér er annars myndin, sem ég mæli með. Ég er viss um að Svatli og co gera það raunar líka. Myndatakan er allavega mögnuð, hvað sem öðru líður.  The Home Project.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2010 kl. 23:01

34 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Munið að smella á hnappinn þarna neðst til hægri á myndbandinu til að horfa á fulla mynd, þ.e.a.s. ef skjákortið ykkar ræður við það.  Myndin höktir ef það er of lítið í svona upplausn. Engu að síður. Þetta er flott mynd í hvaða formati sem er. Imaxtökur úr loftbelg.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2010 kl. 23:13

35 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Get líka mælt með þessari mynd Jón Steinar, flott myndataka.

Reyndar er það orðum aukið að það hafi verið miklar spár um 7 metra hækkun sjávarborðs á næstunni, t.d. talar IPCC um mesta lagi 59 cm fyrir 2100 (þess má geta að núverandi hækkun er um 3 mm á ári, þ.e. 30 cm á 100 árum). Það mun því taka mjög langan tíma fyrir jökla að bráðna það mikið að 7 m spá geti orðið raunin. Svona án þess að ætla sérstaklega að verja mynd Al Gore, þá sagði hann í myndinni að "ef Grænlandsjökull myndi bráðna þá myndi sjávarborð hækka um 7 metra". Þetta er í sjálfu sér rétt hjá honum, en hann tiltók ekki að þetta myndi gerast í náinni framtíð, þetta verið því að skoða með þessu litla "ef" sem er fremst í setningunni. Það sem stundum er gert í umræðunni, er að fullyrða um fullyrðingar (í þessu tilfelli að Al Gore hafi fullyrt eitthvað um að þetta væri yfirvofandi framtíðarsýn).

Svo má í sjálfu sér velta fyrir sér hversu lítið eða mikið við erum til í að sætta okkur við í sambandi við hlýnunina og þá þróun sem aukinn styrkur CO2 hefur á hitastig og einnig hækkun sjávarborðs...?

Þess má geta að það virðist vera sem þessir "raðskandalar" sem þú nefnir svo Jón Steinar, séu afkvæmi upphrópanna og rangfærslna, sjá t.d. How the 'climategate' scandal is bogus and based on climate sceptics' lies

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 23:36

36 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Óvissan er mikil hvað varðar sjávarstöðuhækkanir. Eins og Sveinn bendir á, þá spáir IPCC allt að 59 sm hækkun sjávarstöðu til loka þessarar aldar - aftur á móti bendir margt til þess að það sé vanmat, en flestar vísindagreinar sem birst hafa eftir að IPCC skýrslan kom út, nefna tölur sem eru á milli 1-2 m í lok aldarinnar. Það skal tekið fram að hér er verið að ræða meðalsjávarstöðuhækkun yfir allan hnöttinn, en eins og Sveinn segir í athugasemd 26 (endilega lesið tengilinn þar, mjög áhugavert efni þar), þá er margt sem spilar inn í dæmið ef maður skoðar hlutina staðbundið (þá er ég ekki bara að tala um landris og landsig). T.d. getur mikil bráðnun Grænlandsjökuls orðið til þess að sjávarstaða lækkar hér við land - á meðan mikil bráðnun á Suðurskautinu gæti þýtt sjávarstöðuhækkun hér - þetta eru mögnuð fræði og margt á huldu með hvaða áhrif verða á mismunandi svæðum jarðar.

Höskuldur Búi Jónsson, 6.4.2010 kl. 23:57

37 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég ráðlegg Höska Búa að lesa viðtalið við Mörner sem er alþjóðlega viðurkenndur sérfræðingur í sjávarborðs hækkun og lækkun. Hann lærir kannski eitthvað nýtt á því.

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.4.2010 kl. 00:07

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.  Það er nú svo.

Er þessi Mörner ekki hálf sér á parti svona heilt yfir - allaveg hin síðari ár.  Það eitt og sér þarf auðvitað ekkert að vera slæmt.  En það er samt nokkuð átstanding að það taka fáir, ef nokkur, vísindamenn undir fræði hans eða útleggingar öllu heldur.

Td. þurfti stofnunin er hann var fv. forseti hjá, sérstaklega að gefa út yfirlýsingu fyrir nokkurm árum þegar hann hafð farið til rússlands með fræði sín:

"I am writing to inform you that Dr. Mörner has misrepresented his position with INQUA. Dr. Mörner was President of the Commission on Sea Level Change until July 2003, but the commission was terminated at that time during a reorganization of the commission structure of INQUA. Dr. Mörner currently has no formal position in INQUA, and I am distressed that he continues to represent himself in his former capacity. Further, INQUA, which is an umbrella organization for hundreds of researchers knowledgeable about past climate, does not subscribe to Mörner’s position on climate change. Nearly all of these researchers agree that humans are modifying Earth’s climate, a position diametrically opposed to Dr. Mörner’s point of view.

http://www.environmentaldefense.org/documents/3868_morner_exposed.pdf

Miklu áhugaverðari skrif hans  varðandi svokallað  dowsing.  Menn skulu pæla í því frekar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2010 kl. 01:34

39 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þessi pistill átti nú að snúast um mjög breytta landnýtingu á eyjunni Male í Maldív eyjaklasanum., þ.e. höfuðborg eyjanna þar sem 100.000 manns hefur verið þjappað saman í háhýsi á örsmáu kóralrifi sem er aðeins 2 ferkílómetrar, eða 2 km á lengd og 1 km á breidd.

Ég var að velta fyrir mér hvort þessir öfgar gætu ekki átt sinn þátt í því að ráðamenn telji að sjávarborð hafi hækkað ört, þegar í raun geti jafnvel verið um landsig af mannavöldum að ræða.

Á þessum þætti málsins virðast menn hafa takmarkaðan áhuga, og eins og venjulega, þegar minnst er á eitthvað sem tengst getur loftslagsmálum (þó aukaatriði sé) fer umræðan út og suður, og lengra en það.  Menn fara jafnvel að sverta mannorð vísindamanna. Það þykir mér synd og skömm og vera viðkomandi til mikillar minnkunar.

Hvað finnst mönnum um efni pistilsins, þ.e. þessar öfgar sem blasa við á myndinni? Telja menn að jafnvel það að reisa svona borg á landi sem reis aðeins um 1,5 metra að meðaltali yfir sjávarborð vera til fyrirmyndar og skynsamlegt?

Ég get svarað fyrir mig: Mér finnst þetta mjög óskynsamlegt og jafnvel fáránlegt. Ég er nokkuð sammála því sem Árni Gunnarsson skrifar í #16.  Að troða 100.000 manns á landsvæði sem er álíka stórt og Seltjarnarnesið (gróf mæling í Borgarvefsjánni http://arcgis.reykjavik.is/borgarvefsja/) hlýtur að bjóða hættunni heim. Þó svo að "Seltjarnarnesið sé lítið og lágt", þá er það sam miklu hærra en Maldíveyjar.

Ágúst H Bjarnason, 7.4.2010 kl. 05:53

40 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst: ég get tekið undir með þér að þetta er ansi þröngt byggt á Maldív, en það í sjálfu sér hefur ekkert með þá staðreynd að gera að sjávarstaða hækkar um ca. 3 mm á ári, sem eru 30 cm á 100 árum.

Þú nefnir sjálfur Maldív í pistlinum og þú nefnir sjávarstöðuhækkanir á heimsvísu og keðjar þetta saman á einhvern undarlegan hátt...allt í nafni efahyggjunnar býst ég við. Ég held að það megi vel koma fram í hvaða vísindi þú ert að vitna til (eða bíómyndir í sumum tilvikum), því það virðist vera mikilvægt í þínum málflutningi...mikilvægara en gögn annarra vísindamanna (t.d. hjá NASA) að þínu mati. Sérval gagna (cherry picking) virðist vera aðalsmerki þeirra sem stunda efahyggju eins og hér er stunduð og er það er eitt sem er mikilvægt að það komi fram, að mínu mati. Lesendur þínir eiga það til að vitna í þig sem einhverskonar gúrú í loftslagsfræðum og þ.a.l. er mikilvægt að þeir átti sig á vinnubrögðunum og hvernig val heimilda og annarra gagna (eða bíómynda í sumum tilvikum) fer fram.

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.4.2010 kl. 08:04

41 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 7.4.2010 kl. 08:29

42 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Aðalatriðið varðandi Mörner hlýtur þó að vera það að hann er í hróplegu ósamræmi við meginþorra vísindamanna í sjávarstöðubreytingum.

Að sama skapi hlýtur það að vera ósamræmi hjá Ágústi þegar hann sýnir mynd í færslu sinni sem sýnir greinilegar sjávarstöðuhækkanir og í sömu færslu virðist hann vera að upphefja Mörner sem segir að engar sjávarstöðuhækkanir séu og vísar í grein eftir hann frá 2004. Það ætti að vera óhætt að benda á það að búið er að hrekja grein Mörners sem að Ágúst vísar í, sjá svar við henni, en þar er lokaniðurstaðan þessi:

"We conclude that the sea level history and data presented by Mörner et al., 2004 NA. Mörner, M. Tooley and G. Pössnert, New perspectives for the future of the Maldives, Global and Planetary Change 40 (2004), pp. 177–182. Mörner et al. (2004) is less than compelling and can be readily explained via an understanding of contemporary coastal processes. The region's sea level history remains uncertain. Consequently, we believe that this work does little to inform the international community on new perspectives of the future of the Maldives."

Höskuldur Búi Jónsson, 7.4.2010 kl. 08:42

43 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Pistillinn er ekki langur.

Ég á erfitt með að skilja hvernig menn geta lesið svona stuttan texta gjörsamlega á skjön.

Ágúst H Bjarnason, 7.4.2010 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 765302

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband