Halastjarna fremur sjálfsmorð í beinni...

 

 

http://spaceweather.com/images2010/09apr10/comet_c2_big2.gif?PHPSESSID=o9ljn0bgv9v90ps5m4q0bsmd41
 
Ný hreyfimynd.

 

Einmitt núna stefnir þessi halastjarna beint á sólina og mun tæplega lifa það af. Hún birtist skyndilega í gær í sjónsviði SOHO gervihnattarins. Hreyfimyndin sýnir ferðalag hennar í gær og fram yfir miðnætti. Hvíti hringurinn í miðju sýnir stærð sólarinna, en dökka skífan hlífir myndavélinni fyrir gríðarlegri birtu hennar.

Takið eftir dagsetningu og tíma á myndinni.

Nýjustu myndir frá SOHO eru hér: http://sohowww.nascom.nasa.gov/data/realtime-images.html

Sjá eldri SOHO halastjörnumyndir hér og bestu SOHO myndirnar hér. Rauntíma hreyfimyndir hér.

 

Á næstu mynd gætu fleiri svona halastjörnur í sjálfsmorðshugleiðingum skyndilega birst...  Sjáið þið halastjörnuna sem birtist í gær 9. apríl?   Þessi mynd er "lifandi" þannig að hún sýnir alltaf síðustu daga.  Leyfið henni að hlaðast inn í nokkrar mínútur, þá fer að færast fjör í leikinn. Takið líka eftir sólvindinum og sólskvettunum.

 

http://soho.esac.esa.int/data/LATEST/current_c2.gif

 

 

 

Og svo er það sólin undanfarinn mánuð...

http://soho.esac.esa.int/data/LATEST/current_eit_304.gif

 

 

 Wikipedia: Kreutz Sungrazers

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir, flott að vanda og almennileg fræðsla hér í gangi.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.4.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þessar myndir frændi. Er eitthvað vitað um það hversu mikið sólin sogar til sín af efni úr geimnum vegna massa síns ? Hlýtur það ekki að vera talsvert sem hún hreinsar í kringum sig ?

Halldór Jónsson, 11.4.2010 kl. 14:00

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir takkið Ásdís

Halldór.  Ég hef ekki hugmynd um svarið, en mest af efninu í sólkerfinu er á braut umhverfis sólu. Ef brautin er mjög ílöng eða sporöskjulaga, eða jafnvel hyperbólsk, og ef brautin liggur nærri sólu, þá er auðvitað hætt við að það brenni upp. En, ég held að sólin nái varla að "soga" til sín efni með þyngdaraflinu, þar sem það fellur yfirleitt framhjá sólinni, eða þannig...

Ágúst H Bjarnason, 11.4.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband