Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, verði stokkuð upp...

 

 

ipcc.gif

 

 

Niðurstaða alþjóðlegs fagráðs vísindamanna sem falið var að leggja mat á störf Alþjóðaloftslagsnefndar SÞ (IPCC) er sú að gera þurfi róttækar breytingar á starfsemi hennar. Leggur ráðið jafnframt til að formaður nefndarinnar geti ekki setið jafn lengi og undir núverandi fyrirkomulagi.

En núverandi formaður nefndarinnar, Dr Rajendra Pachauri, situr í tvö sex ára kjörtímabil.

Þá leggur ráðið, sem á ensku nefnist Inter-Academy Council (IAC), til að skipuð verði framkvæmdastjórn sem óháðir aðilar, jafnvel aðilar sem ekki starfa í vísindasamfélaginu, hafi aðgang að, í því skyni að auka trúverðugleika nefndarinnar.

Það er jafnframt skoðun ráðsins að Alþjóðaloftslagsnefndin hafi brugðist seint og illa við uppljóstrunum um rangfærslur í skýrslu nefndarinnar á árinu 2007. 

Ber þar hæst sú spá að árið 2035 verði jöklar Himalaja-fjallgarðsins horfnir með öllu og aðgengi um 800 milljóna manna að drykkjarvatni þar með ógnað, spá sem hefur nú verið hrakin með öllu.

 

Þetta mátti lesa í frétt Morgunblaðsins. Í raun er þetta stórfrétt þó hún láti lítið yfir sér. 

Ekki verður fjallað um skýrslu fagráðs vísindamannanna hér, heldur látið nægja að vísa á hana.

Sjá vefsíðu fagráðsins hér, en gríðarlegt álag hefur verið á síðuna og því vefþjónninn hrunið annað slagið:

http://reviewipcc.interacademycouncil.net

Þar má finna skýrsluna. Liggi vefsíðan niðri vegna álags má sækja úrdrátt úr greinargerð vísindaráðsins og alla skýrsluna hér:

Executive Summary
Full Report

Hér má sjá hverjir sitja í vísindaráðinu.

 

 

pacahauri_and_his_novel.jpg

 

 Formaður IPCC heldur hér á skáldsögu sem hann hefur gefið út.

 

--- --- ---

Nokkur ummæli um niðurstöðu Inter Academy Council (IAC):

The Telegraph: 
Climate change predictions must be based on evidence, report on IPCC says

BBC:
Stricter controls urged for the UN's climate body

The New York Times:
Review Finds Flaws in U.N. Climate Panel Structure

New Scientist:
Climate panel must 'fundamentally reform' to survive

Dr. Roy Spencer loftslagsfræðingur:
Dump the IPCC Process, It Cannot Be Fixed

Real Climate:
IPCC report card

 

 

 


mbl.is Loftslagsnefndin verði stokkuð upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fyllilega tímabær ákvörðun.

Ragnhildur Kolka, 30.8.2010 kl. 20:36

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dr. Pachauri er glæpamaður og dálítið merkilegt að IPCC skuli hafa valið hann sem formann sinn.... mann sem hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta í að halda á lofti ýkjufréttum og spám um loftslagsvá.

Robert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar og "umhverfisverndarsinni", hefur átt í vafasömum viðskiptum við Dr. Panchauri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 09:36

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gunnar. Ég vil nú ekki taka undir þau orð þín að hann sé glæpamaður. Ég held samt að það hefði verið hægt að finna heppilegri mann í embættið.

Ágúst H Bjarnason, 31.8.2010 kl. 12:15

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég tel ekki að þessi skýrsla nefndarinnar hafi verið sérstaklega til höfuðs Pachauri (hvaða persónulegu skoðanir sem fólk hefur á honum), heldur hluti eðlilegrar þróunnar, sem hugsanlega hefur verið ýtt af stað af gagnrýni (bæði réttmætri og óréttmætri) í sambandi við einstök mál sem upp hafa komið. Á vef New Scientist má lesa um þetta mál, þar stendur m.a.:

Shapiro told reporters: "An organisation like the IPCC needs to have its leadership constantly changed" to maintain its "overall virility". He said that the suggested changes "were not motivated by or connected with Dr Pachauri or any other leader".

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 12:41

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég tek undir það sem Svatli segir, þ.e. að skýrsla nefndarinnar beinist ekki sérstakelga að Pacauri.  Hugsanlega frekar að innra skipulagi og vinnubrögðum stofnunarinnar.

Governance and Management, Review Process, Characterizing and Communicating Uncertainity, Communications og Transparency eru helstu atriðin sem fjallað er um.

Skýrslan sjálf er mjög löng og ítarleg, en til að fá hugmynd um efni hennar er etv. nóg að lesa Executive Summary. Þar koma aðalatriðin og ráðlegginagar skýrsluhöfunda fram.

Ágúst H Bjarnason, 31.8.2010 kl. 12:58

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Mér skilst að ein ráðleggingin sé sú að vinnuhópur 2 birti sína skýrslu seinna en vinnuhópur 1 og vinni þannig úr þeim gögnum sem sá vinnuhópur hefur sett saman.

Eins og komið hefur í ljós þá hefur flest staðist tímans tönn sem kom frá vinnuhópi 1 (vanmat sjávarstöðubreytinga helsti vankantinn) og því hefði vinnuhópur 2 sjálfsagt ekki gert fyrrnefnd mistök ef hann hefði t.d. haft aðgang að gögnum frá vinnuhópi 1 (varðandi jökla Himalaya).

Sjá t.d. færslu frá því í febrúar af loftslag.is (Heit málefni).

Gunnar: Hvaða glæpi ertu að tala um hjá Pachauri, fylgistu ekkert með fréttum?

Sjá Rajendra Pachauri cleared of financial misdealings

Höskuldur Búi Jónsson, 31.8.2010 kl. 13:29

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hef aðeins lesið úrdrátt skýrslunnar og gluggað í stóra skjalið. Ég held að flestallir geti verið sammála um að það sem þar kemur fram sé skynsamlegt og verði mjög ganglegt fyrir IPCC verði það tekið til greina. Mér sýnist skýrslan vera hógvær og skrifuð af skynsemi og yfirvegun.

---

Til fróðleiks afrita ég hér fyrir neðan umsögn lítillar stofnunar sem hefur verið frekar gagnrýnin á starfssemi IPCC. Mér sýnist að þeim lítist vel á tillögurnar sem koma fram í skýrslu IAC.

GWPF Calls On IPCC To Implement Fundamental Reforms Without Delay

The Global Warming Policy Foundation, 30 August 2010

The Global Warming Policy Foundation (GWPF) broadly welcomes the recommendations by theInterAcademy Council (IAC) for fundamental reforms of the IPCC and its management structure.

This report is highly critical of the IPCC in a number of key respects. The GWPF has been critical of the IPCC on a number of occasions since our foundation last November, and published several critical papers and submissions. This Report shows our critique to be well founded.

The GWPF calls upon the IPCC to accept the key recommendations and implement them without delay. Otherwise there can be no confidence in the outcome of the current Fifth Assessment Report which is expected to be finalised by 2014, Lord Lawson said.

The GWPF welcomes the IAC’s recommendation that the chairmanship of the IPCC should be limited to the term of one assessment. "I interpret this recommendation as an indirect call on Dr Pachauri to step down. After all, he has already been presiding over one assessment," Dr Benny Peiser, the director of the GWPF said.

We also support the IAC’s recommendation that future IPCC chairmen should have formal qualifications as well as undergone rigorous conflict-of-interest assessments.

The IAC has produced a fair-minded assessment of the IPCC, a welcome change to recent inquires into the Climategate affair which look manifestly imbalanced and unprofessional in comparison.

We welcome the IAC's recommendation that "review editors should ensure that genuine controversies are reflected in the report and be satisfied that due consideration was given to properly documented alternative views. Lead authors should explicitly document that the full range of thoughtful scientific views has been considered."

We welcome the IAC recommendation that "Lead Authors should explicitly document that a range of scientific viewpoints has been considered, and Coordinating Lead Authors and Review Editors should satisfy themselves that due consideration was given to properly documented alternative views.”

The IAC report states: “Equally important is combating confirmation bias‹the tendency of authors to place too much weight on their own views relative to other views. As pointed out to the Committee by a presenter and some questionnaire respondents, alternative views are not always cited in a chapter if the Lead Authors do not agree with them.” In other words, the report says they were biased.

The IAC report states: “Interviews and responses to the Committee’s questionnaire revealed a lack of transparency in several stages of the IPCC assessment process, including scoping and the selection of authors and reviewers, as well as in the selection of scientific and technical information considered in the chapters.”

We welcome the recommendations that the IPCC “should establish a formal set of criteria and processes for selecting Coordinating Lead Authors and Lead Authors. Lead Authors should explicitly document that a range of scientific viewpoints has been considered, and Coordinating Lead Authors and Review Editors should satisfy themselves that due consideration was given to properly documented alternative views.”

From these recommendations we conclude that IPCC has been narrow minded and did not take into account any other views than the 'mainstream' and that lead authors ignored views that did not tally with their own. It is time that the IPCC now undergoes fundamental reforms.

Ágúst H Bjarnason, 1.9.2010 kl. 07:40

8 identicon

Ég er á sömu skoðun og R. Spencer að það sé rétt að loka IPCC allavega í núverandi mynd, vegna þess að stofnskrá nefndarinnar var frá upphafi biluð að mínu áliti. Samkvæmt stofnskrá stóð aldrei til að hún fjallaði um neitt nema hvort og hve mikil áhrif  Koldíoxið gæti hugsanlega haft loftslag/veðurfar jarðar og í hvaða átt , og í fæðingargjöf fékk hún svo undir rós að aðeins ein tegund af niðurstöðu var viðunandi, enda ekki nein þörf fyrir loftslagsnefnfnd ef annað væri uppi á teningnum.

Annars orðar Jeff Id  á Bloggsíðunni "the Air Vent", í formála sem hann skrifar við endurpóstun á grein Spencers um sama efni þetta kannski betur en ég. Hann  virðist allavega hafa svipað álit á IPCC og ég , tengill hér að neðan

tAV um Grein Dr. Spencer's   

Bjössi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband