Laugardagur, 20. nóvember 2010
Einstaklega skýr stefnumál frambjóðanda til stjórnlagaþings - Hver er maðurinn...?
Stefnumálin eins frambjóðanda til Stjórnlagaþingsins þykja mér mjög skynsamleg og skýr, og tek ég mér því bessaleyfi afrita þau af vefsíðu hans og birta hér fyrir neðan.
Hver þessi frambjóðandi er kemur fram neðst á síðunni, en stefnumál hans hefjast á þessum orðum:
"Ef menn vilja móta sér stefnu til að hafa áhrif á eitthvað sem betur má fara, ber fyrst að athuga hverjir þeir þættir eru sem þarf að bæta. Síðan hvernig má gera það..."
Stefnumál "Ef menn vilja móta sér stefnu til að hafa áhrif á eitthvað sem betur má fara, ber fyrst að athuga hverjir þeir þættir eru sem þarf að bæta. Síðan hvernig má gera það. Þá er rétt að byrja a því að íhuga hvað það er sem stór hluti almennings a Íslandi er óánægður með í íslensku stjórnarfari. Það þarf ekki vísindalega skoðanakönnun til að skynja óánægju almennings með íslenska stjórnsýslu. Þættirnir sem fólk er óánægt með virðast einkum eftirfarandi:
Jafn atkvæðisréttur- tvær leiðir Landið eitt kjördæmi Einmenningskjördæmi byggð á fólksfjölda Í báðum þessum dæmum, það er landið sem eitt kjördæmi eða fleiri einmenningskjördæmi með jafnan fólksfjölda að baki, gætu allir sem hefðu einhver lágmarksstuðning boðið sig fram hvort sem væri á vegum stjórnmálaflokks eður ei. Í báðum tilfellum myndi þetta væntanlega stuðla að betri blöndun sjónarmiða a þingi heldur en gerist þegar kosið er um flokkslista i kjördæmunum sem flokksforystur hafa raðað upp. Kjósa fólk úr mismunandi flokkum Reyndar mætti nota báðar aðferðirnar, kjördæmakosningu til þings en landið eitt kjördæmi er kosinn væri forseti eða forsætisráðherra (ef sú leið væri valin). Ráðherraræði Þrískipting valds Neitunarvald forseta Mannréttindi Öryggismál Ísland er i NATO og nýtur samningsbundinnar verndar þess, en sú vernd er ekki eins traust og hún var á meðan ekki var hægt að hertaka landið án þess að lenda i vopnuðum átökum við bandaríkjaher. Ný stjórnarskrá þarf að leggja einhverjar skyldur a stjórnvöld um að hyggja að öryggismálum. Sagan sýnir að það er engin vörn í að vera með yfirlýst ævarandi hlutleysi og enga tryggingu um hervernd. Þetta sönnuðu bæði Jörundur hundadagakonungur á sínum tíma og breska herstjórnin í maí 1940. Langflestir íslendingar vörpuðu öndinni léttar er þeir sáu að það var breskur en ekki þýskur her sem gekk hér á land. Herlaust hlutlaust land utan herverndar öflugri ríkja eða bandalaga getur hvaða herveldi sem er tekið hvenær sem er. Ef til hernaðarátaka kemur engu að síður sem geta valdið skaða á Íslandi er nauðsynlegt að hér sé sá viðbunaður til almannavarna sem við höfum efni á og viljum kosta til. Sá viðbunaður kemur einnig að miklu leyti að gagni í náttúruhamförum en þar hafa almannavarnir og hjálparsveitir staðið sig einstaklega vel. Sem betur fer hafa einungis hamfarir af völdum náttúrunnar en ekki hernaðar valdið íslendingum búsifjum undanfarna áratugi, en ekki má gleyma því að á skammri stundu geta umskipti orðið í alþjóðamálum. Svo má heldur ekki gleyma því að ógn sem aldrei þurfti að gera ráð fyrir áður er nú ekki óhugsandi en það eru hugsanleg hryðjuverk. Eignarhald auðlinda Endist framkvæmdin eða mannvirkið lengur og séu tekjurnar sem skapast óbreyttar stóreykst hagnaðurinn sem skilar sér út endingatímabilið. Endurnýjanlegar auðlindir endast um aldir ef ekki til eilífðar og mala þá eigendum sínum gull um langa framtíð. Ein skilgreining á sjálfbærri þróun er að núlifandi kynslóð skili ekki rýrari afkomu til komandi kynslóða heldur en að hún sjálf nýtur. Ef við viljum að afrakstur endurnýjanlegra auðlinda okkar skili sér til fulls til afkomenda okkar, er áríðandi að ganga þannig frá eignaraðild auðlindanna að arðurinn af nýtingu þeirra skili sér til landsmanna. Því er mikilvægt að fyrirkomulag þar að lútandi, á einn eða annan hátt sé tryggt . Því væri stjórnarskráratriði þar að lútandi mikilvægt. Sjá grein."
Sá sem þessi orð ritar er Ágúst Valfells verkfræðingur. Hann er með doktorspróf í verkfræði og starfaði lengi sem prófessor í kjarnorkuverkfræði við háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig starfað alllengi hér á landi m.a. sem forstöðumaður Almannavarna, sérfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans og kennari við HÍ. Auk þess hefur hann m.a. setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og starfað sem ráðgefandi verkfræðingur.
Facebook er hér. Æviágrip eru hér.
|
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt 6.12.2012 kl. 21:55 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði