Laugardagur, 8. janúar 2011
Undarleg fylgni milli kolsýrunnar og hitastigs. Hvað er að gerast...?
Þessi merkilega mynd er á vef prófessors Ole Humlum við Oslóarháskóla.
Á myndinni má sjá sambandið milli hitastigs lofthjúpsins og styrks CO2 síðan reglubundnar mælingar á CO2 hófust 1958.
Eitthvað merkilegt er að gerast.
Ferillinn ætti að vera sívaxandi frá vinstri til hægri, en það er hann alls ekki. Á síðustu árum fellur hitastigið með vaxandi styrk koldíoxíðs, CO2. Reyndar sést sama fyrirbærið einnig í byrjun ferilsins, þ.e. á árunum eftir 1958 þegar styrkur CO2 var miklu lægri en í dag.
Hvað segir Prófessor Ole Humlum um þetta fyrirbæri? Sjá neðst á síðunni hér.
Diagram showing HadCRUT3 monthly global surface temperature estimate plotted against the monthly atmospheric CO2 content according to the Mauna Loa Observatory, Hawaii, back to March 1958. The red line is a polynomial fit with key statistics listed in the upper left part of the diagram. Last month incorporated in the analysis: October 2010 (inside red circle). Last diagram update: 22 December 2010.
The diagram above shows all HadCRUT3 monthly temperatures plotted against the monthly Mauna Loa CO2 values, since the initiation of these measurements in 1958. As the amount of atmospheric CO2 have risen steadily since 1958, although with annual variations, the oldest values of temperature and CO2 are plotted close to the left side of the diagram, and more recent values are progressively plotted towards the right side of the diagram.
By this, the diagram illustrates that the overall relation between atmospheric CO2 and global temperature apparently has changed several times since 1958.
In the early part of the period, with CO2 concentrations close to 315 ppm, an increase of CO2 was associated with decreasing global air temperatures. When the CO2 concentration around 1975 reached 325 ppm this association changed, and increasing atmospheric CO2 was now associated with rising global temperatures. However, when the CO2 concentration at the turn of the century reached about 378 ppm, the association changed back to that characterizing the period before 1975. Thus, since 2000, increasing concentration of atmospheric CO2 has again been associated with decreasing global temperature.
The diagram above thereby demonstrates that CO2 can not have been the dominant control on global temperatures since 1958. Had CO2 been the dominant control, periods of decreasing temperature (longer than 2-5 years) with increasing CO2 values should not occur. It might be argued (IPCC 2007) that the CO2 dominance first emerged around 1975, but if so, the recent breakdown of the association around 2000 should not occur, either.
Consequently, the complex nature of the relation between global temperature and atmospheric CO2 since at least 1958 therefore represents an example of empirical falsification of the hypothesis ascribing dominance on the global temperature by the amount of atmospheric CO2. Clearly, the potential influence of CO2 must be subordinate to one or several other phenomena influencing global temperature. Presumably, it is more correct to characterize CO2 as a contributing factor for global temperature changes, rather than a dominant factor.
The breakdown of the positive temperature-CO2 relation since about 2000 (diagram above) have now lasted 10-11 years. This suggests that the recent global temperature development might deviate significantly from previous short-lived (2-5 years) periods of cooling derived from oceanic and volcanic activity as seen several times between 1975 and 2000. There are two possibilities: 1) Global air temperatures may again begin to increase in a short while. 2) The recent development may represent the beginning of a more thorough and long-lasting cooling, perhaps similar to the cooling period after 1940. As usual, time will show what is correct.
Ekki vil ég reyna að bæta nokkru við þessi orð prófessorsins og ekki er við bloggarann að eiga ef einhverjum mislíkar hegðun náttúrunnar eða skrif Dr. Ole Humlum.
Hitamæligögn eru frá hinni virtu stofnun Climate Research Unit. CO2 gögn eru frá NOAA.
Sjá nánar síðuna Climate Reflections sem er einn kafli vefsíðunnar Climate4You.com
Á vef prófessors Ole Humlum er fjölmargt fróðlegt. M.a. er myndin sem er hér fyrir neðan þaðan.
Smella má tvisvar á myndir til að stækka
Um prófessor Ole Humlum
Smella hér til að sjá greinasafn prófessorsins
"Margt er skrýtið í kýrhausnum"
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Heimspeki, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt 10.1.2011 kl. 18:22 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er margt skrýtið í kýrhausnum, mér finnst t.d. merkilegt neðsta grafið hjá Humlum, hvernig fékk hann leitnilínurnar út - ætli hann hafi notað reglustiku við það?
Jæja, þú getur kannski útskýrt þessar "beinu" línur hjá honum og af hverju þær eru það, Ágúst? Er notkun reglustiku alment viðurkennd aðferð við framsetningu gagna Ágúst? Bara að velta þessu fyrir mér...
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.1.2011 kl. 11:50
Svatli
Myndin er héðan: http://www.climate4you.com/ClimateReflections.htm
Hvort hann hefur notað reglustiku eða Chebyshev veit ég auðvitað ekki, þó mér finnist hið síðarnefnda líklegra.
Best að spyrja höfundinn beint: Ole.Humlum (at) geo.uio.no
Á þessari mynd gefur hann línunum ekkert tölugildi, heldur er að leggja áherslu á mismunandi hegðun þessi þrjú tímabil. Efst á síðunni sem ég vísaði á fjallar hann einmitt um svona strik, en á efstu myndinni þar eru strikin gefin upp með hallatölum sem eru með 3 aukastafi, þó svo þeir séu tæpast allir markverðir.
Undir myndina sem þú vísar á skrifar Ole:
Diagram showing the HadCRUT3 monthly global surface air temperature estimate (blue) and the monthly atmospheric CO2 content (red) according to the Mauna Loa Observatory, Hawaii. The Mauna Loa data series begins in March 1958, and 1958 has therefore been chosen as starting year for the diagram. Reconstructions of past atmospheric CO2 concentrations (before 1958) are not incorporated in this diagram, as such past CO2 values are derived by other means (ice cores, stomata, or older measurements using different methodology), and therefore are not directly comparable with modern atmospheric measurements. The dotted grey line indicates the approximate linear temperature trend, and the boxes in the lower part of the diagram indicate the relation between atmospheric CO2 and global surface air temperature, negative or positive. The annotation "IPCC" indicate the establishment of the Intergovernmental Panel on Climate Change in 1988. Last month shown: November 2010. Last diagram update: 22 December 2010.
Að öðru leyti minni ég á það sem stendur í pistlinum "Ekki vil ég reyna að bæta nokkru við þessi orð prófessorsins og ekki er við bloggarann að eiga ef einhverjum mislíkar hegðun náttúrunnar eða skrif Dr. Ole Humlum".
Ágúst H Bjarnason, 8.1.2011 kl. 12:23
Leitnilínurnar virðast ekki fráleytar í neðstu myndinni. Aðalatriðið er þó kannski að línan uppávið á pósitíva tímabilinu er mun brattari en þær sem liggja niðurávið á negatívu tímabilunum. Líklegast spila náttúrulegu sveflurnar þarna inní en aukning CO2 frá 1958 getur vel útskýrt heildarhækkunina.
Emil Hannes Valgeirsson, 8.1.2011 kl. 15:28
Ágúst:
Já, hann Ole Humlum má svo sem hafa sýnar skoðanir á málinu, ekki málið (enda virðist þetta nú bara vera bloggsíða með skoðunum hans um málið þar sem er þó safnað ýmsum upplýsingum saman og dregnar ályktanir af þeim). En það er þó merkilegt hvernig hann velur að gera þetta (það er valið á árunum þar sem "reglustikan" er lögð). Ég geri líka athugasemd við polynomial útreikningin í efra grafinu, niðursveiflan undir lokin virðist vera ansi ýkt (miðað við mögulega hlýjasta ár síðan mælingar hófust árið 2010)..? En þetta er náttúrulega bara ég að setja spurningar við aðferðafræðina hjá honum Ole...maður verður nú að skoða þetta með gagnrýnum augum Ágúst ;)
Náttúran mun halda áfram á sínum nótum með bæði heitari og kaldari árum á skipt (nú sem fyrr) eftir þeim náttúrulegu sveiflum sem stjórnast af fjölda þátta (t.d. verður fróðlegt að vita hvort að 2010 verður það heitasta og þá í hvaða gagnaröðum), þrátt fyrir hina undirliggjandi hlýnun sem hefur verið að undanförnum árum og áratugum af völdum aukina gróðurhúsaáhrifa. Hvað sem líður útskýringum Ole Humlum á þessum fræðum, þá eru lang flestir loftslagsvísindamenn sammála um að aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum hafi áhrif á hitastig til hækkunar og mælingar staðfesta það.
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.1.2011 kl. 18:50
Horfum aðeins lengra aftur í tíman, notum sömu gögn - nema að bætt eru við gögn frá ískjörnum og þá fást þessar myndir frá 1850 til dagsins í dag:
Svo skulum við skoða hvort einhver fylgni er á milli CO2 og hitastigs:
Töluverð fylgni eða hvað?
Höskuldur Búi Jónsson, 8.1.2011 kl. 19:33
Einmitt Höskuldur. Þ.e. svo mikið af skammtímasveiflum. Hitastig getur sveiflast á móti heildar trendinu einn áratuginn, ef maður notar sem dæmi samanburð við hagþróun Íslands síðan 1918 þá hefur meðaltrendið verið hækkun lífskjara en innan heildartrendsins, hafa komið ár þ.s. hagkerfiskuldi hefur ríkt um nokkurra ára skeið.
Innan slíkrar kreppu, virðist allt á niðurleið. Það sama á við um skammtíma hitafars sveiflur, að ef menn skoða ekki langtímaþróun, þá gæti allt virst vera að þróast í hina áttina, þegar meðalþróun lengra yfir litið er upp-á-við.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.1.2011 kl. 20:04
Er ekki best að spyrja þá sem eru með mikla yfirburði í langtímaveðurspáu, Weather Action.com, um veðurhorfur á næstunni, mánaðarspárnar þeirra ganga yfirleitt eftir og hefðbundnar veðurstofur líta freka illa út í samanburðinum, þeir spáðu köldum vetri á Bretlandseyjum þvert á flesta aðra sem hafa boðuðu mildan vetur, þeir spáðu stórhríðinni á austurströnd Bandaríkjanna með mánaðar fyrirvara þvert á aðrar spár...og það stóðst upp á dag, en hinar veðurstofurnar vöruðu við hríðinni um sólarhring áður en hann skall á. Piers Corbyn í viðtali á Fox News um þetta. Gagn að svona áræðanlegum spám og getur bjargað mannslífum, þeir láta veðurfræðingastéttina líta ansi ílla út hvað eftir annað og greinilega góðar og afar gagnlegar aðferðir brúkaðar hjá Weather Action sem skila alvöru spám sem geta skipt sköpum.
Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 02:32
Varðandi efri myndina í pistlinum sem sýnir samband milli fráviks í lofthita og styrks koltvísýrings:
Fyrir neðan myndina á vefsíðu Ole Humlum, kaflanum Climate Reflections, stendur:
Diagram showing HadCRUT3 monthly global surface temperature estimate plotted against the monthly atmospheric CO2 content according to the Mauna Loa Observatory, Hawaii, back to March 1958. The red line is a polynomial fit with key statistics listed in the upper left part of the diagram. Last month incorporated in the analysis: October 2010 (inside red circle). Last diagram update: 22 December 2010.
Á myndinn stendur þetta sem vísað er til:
Polynomial Fit
Degree=5
Number og data points used=633
Coef of determiation, R-squared=0.736684
Chebyshev fjölliður (polynomials) þekkja flestir sem lært hafa tölfræði eða númeríska analýsu og notagildi þeirra til að leggja besta nálgunarferil í gegnum safn gagnapunkta. (http://en.wikipedia.org/wiki/Chebyshev_polynomials). Bloggarinn þekkir þetta vel úr sínu námi.
---
Ég taldi punktana í neðri myndinni í athugasemd #5. Þeir eru aðeins tæplega 130 þó þeir nái yfir töluvert lengra tímabil en punktarnir 633 sem eru öll mánaðagildi frá því áreiðanlegar og samfelldar mælingar á styrk CO2 hófust. Í ferli Ole Humlum eru notaðir 633 punktar fyrir um 50 ár, en á myndinni í athugasemd #5 virðast um 130 punktar fyrir 160 ár.
Það getur auðvitað verið að tveir eða fleiri punktar á myndinni falli nákvæmlega saman svo þeir líti út eins og einn, við skulum því leyfa okkur að reikna með að á þeirri mynd geti verið 160 punktar, þ.e. einn fyrir hvert ár, meðan að í gögnunum frá Mauna Loa sem Ole Humlum notar er einn punktur fyrir hvern mánuð, þ.e. 12 sinnum þéttar.
Ástæðan fyrir því að tímabilið frá 1958 er valið er tilgreind á síðunni Climate Reflections:
Diagram showing the HadCRUT3 monthly global surface air temperature estimate (blue) and the monthly atmospheric CO2 content (red) according to the Mauna Loa Observatory, Hawaii. The Mauna Loa data series begins in March 1958, and 1958 has therefore been chosen as starting year for the diagram. Reconstructions of past atmospheric CO2 concentrations (before 1958) are not incorporated in this diagram, as such past CO2 values are derived by other means (ice cores, stomata, or older measurements using different methodology), and therefore are not directly comparable with modern atmospheric measurements.
-
Svo er rétt að árétta það, að kaflinn Climate Reflections er aðeins einn af 23 köflum vefsíðunnar Climate4You sem Ole Humlum heldur úti. Þessi kafli er ólíkur hinum 22, þar sem í þessum kafla eru, eins og nafnið bendir til, hugleiðingar Ole Humlum um loftslagsmál. Í hinum köflunum 22 eru mæligögn ýmiskonar birt sem myndir og ferlar ásamt tilvísunum í heimildir.
-
Ágúst H Bjarnason, 9.1.2011 kl. 07:32
Ég ætla ekki að slá neinu föstu um hver orsök þessa fylgnilos sé.
En hið augljósa er að það er ekki jafna sterkt samhengi á milli aukningu CO2 og hækkunar hita á jörðinni og margir trúa.
það er vel læsilegt úr co2/ hita gröfum sem ná yfir lengri tímabil að samhengið virðist frekar vera í öfugum fasa við trúinn , það er að hitinn, hækkar fyrst og svo eltir co2 áratugum eða jafnvel hundruðum ára á eftir. Nú ef það er raunin þá er nákvæmlega ekkert skrítið við þetta graf Ole Humlum. Hækkun CO2 undanfarin 50 ár hefur þá verið drifin af bæði hitahækkun undanfarinn 100 ár og CO2 útblæstri og nú þegar hættir að hlýna heldur vitanlega CO2 aukningin áfram því i hlýnunarinnar ætti ekki að gæta í CO2 mælingum fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra áratugi.
Guðmundur Jónsson, 9.1.2011 kl. 10:30
Ágúst;
Þessi aðferð með polynomial (fjölliðum) er vel þekkt úr tölfræði, ég hef ekkert við þessa tölfræðilegu aðferð að athuga eða að hún geti verið gagnleg í ýmsum tölfræðilegum greiningum, en ég tel þó eitthvað rangt við að nota hana nákvæmlega þarna, þar sem það virðist ýkja eða búa til fall í hitastiginu undir lokin sem ekki er raunin ef gögnin eru skoðuð. Ég tel að sá ágæti maður Ole Humlum hafi gert vitleysu með því að nota 5 gráðu fjölliðu við þessa greiningu. Það er ekki nóg að benda á að aðferðin sé til sem slík, heldur þarf líka að rökstyðja vel hvers vegna hún er notuð, jafnvel fá aðra til að skoða það líka (ritrýni?).
Ég set allavega stórt spurningamerki við þessa notkun Ole Humlum á þessari tölfræðilegu aðferð sem hann velur að nota þarna, þ.e. ég hef mínar efasemdir Ágúst, sem er hollt og gott og ber vitni um gagnrýna hugsun ;)
Það ættu kannski einhverjir að skoða þessa aðferðafræði nánar og hvort hún gangi upp í þessu tilfelli, enda auðvelt að "velja" aðferðafræði sem á að sýna fram á ákveðna niðurstöðu sem virðist vera það sem Ole Humlum hefur gert í þessu tilfelli, með tilliti til aðferðafræði og vinnslu gagnanna.
En hvað um það, ég er bara að koma með gagnrýni byggða á mínum efasemdum á þessari niðurstöðu Ole Humlum, sem ég tel að sé röng, enda sýnir t.d. grafið sem Höski bendir á að fylgni hitastigs og aukningar gróðurhúsalofttegunda er töluverð, yfir lengra tímabil (hvað sem líður talningu punkta) þar sem hitafrávik á milli ára er notað.
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.1.2011 kl. 11:38
Sæll Svatli
Ég er sammála að það að nota polynomial segir ekkert um framtíðina. Það er frekar hjálpartæki til að reyna að meta hvað sé að gerast. Hefur ekkert spádómsgildi í sjálfu sér. Einnig getur vel verið að heppilegra sé að nota 3ju gráðu fjölliðu í þessu tilviki til að fá mýkri feril, en það er líka matsatriði. Það gæti verið fróðlegt ef einhver nennti að sækja gögnin til CRU og NOAA og prófa hvað kemur út með mismunandi aðferðum. Það væri fróðlegt, en segir kannski ekkert meira. Svona mat og vangaveltur um framtíðina eru auðvitað ekkert annað en vangaveltur þar til hið rétta kemur í ljós.
Ole Humlum er bara að velta vöngum þarna vegna þess hiks á hlýnun síðustu árin sem sést einnig á neðri myndinni, og í lokin tekur hann fram að þetta geti annað hvort verið vísbending um að þetta sé aðeins tímabundið hik, eða að hugsanlega sé þetta byrjunin á langtíma kólnun. Aðeins tíminn skeri úr um það.
Eða eins og stendur í pistinum hér a ofan (með smá umröðun texta):
Í innganginum að þessum kafla Climate4You , þ.e. Climate Reflections skrifar hann:
* The planet have entered a period of more stable temperatures
* The planet are just now passing a temperature peak and temperatures will begin to drop in the near future
* Temperatures will begin to increase again
Þannig að það fer ekki á milli mála að þetta eru bara saklausar vangaveltur. Þær eru samt áhugaverðar sem slíkar að mínu mati.
Ágúst H Bjarnason, 9.1.2011 kl. 12:29
Ágúst:
Það er ekkert að því að velta hlutunum fyrir sér Ágúst, sem er nú einmitt það sem ég var einnig að gera í mínum vangaveltum og efasemdum um aðferðafræði hans Ole Humlum - það er bara hollt og gott. Hitt er svo annað mál að mér þykir það frekar undarlegt að tala um kólnun og láta líta út fyrir kólnun síðustu árin, þegar sú er ekki raunin... t.d. er mjög líklegt að 2010 verði hlýjasta ár frá því mælingar hófust í einhverjum gagnaröðum (kannski ekki HadCRUT3), jafnvel samkvæmt bæði gagnaröðum NASA og NCDC og ef árið verður ekki það hlýjast þá er nokkuð ljóst að það verður meðal þeirra 5 hlýjustu (ekki er hægt að kalla það kólnun). Nánar má lesa um vangaveltur í gestapistli eftir Halldór Björnsson á loftslag.is, frá því í byrjun nóvember, Og árið verður… um hvar árið muni enda í röð hlýjustu ára samkvæmt tölum NCDC, í sinni síðustu athugasemd (20. desember 2010) segir hann eftirfarandi:
En í öllu falli þá lít ég á þessa "spá" um hugsanlega byrjun á langtíma kólnun sem nokkuð vafasama byggð á núverandi gögnum og þeirri aðferðafræði sem Ole Humlum notar, en það er náttúrulega bara mín skoðun byggð á þeirri þekkingu sem ég hef þó aflað mér um þessi mál.
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.1.2011 kl. 12:49
Þetta er allt saman gott og blessað. "As usual, time will show what is correct" skrifa Ole, og setur fram þrjá möguleika þar sem allir kostir eru innifaldir. Opnara getur það ekki verið.
Ég held líka öllum möguleikum opnum, en líst verst á kólnun af þeim þrem sem Ole telur upp. Það er bara mín auðmjúka skoðun.
Ágúst H Bjarnason, 9.1.2011 kl. 12:56
Já, þetta er allt gott og blessað, líka það að setja fram gagnrýni á gagnavinnslu Ole Humlum og ályktanir, sem ég vildi bara koma að. Enda virðist svo sem ekkert "undarlegt" í gangi í fylgni hitastigs og CO2 eins og gefið er í skyn í yfirskrift bloggfærslu þinnar Ágúst - nema ef vera skyldi að aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum eru mælanleg og hafa áhrif á hitastig eins og mælingar vísindamanna hafa sýnt fram á með rannóknum og mælingum í sambandi við fylgni aukina gróðurhúsaáhrifa og hækkandi hitastigs á síðustu árum og áratugum.
Mín skoðun er þó að síða eins og climate4you.com (bloggsíða Ole Humlum) gefi ekki raunhæfa mynd af því sem loftslagsvísindamenn telja að sé að gerast vegna aukins styrk gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftinu og þess vegna set ég mínar auðmjúku skoðanir og vangaveltur fram hér, takk fyrir að leyfa mér það Ágúst.
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.1.2011 kl. 16:22
Guðmundur Jónsson, 9.1.2011 kl. 10:30
Guðmundur, en þ.e. einmitt minn skilningur að því sé einmitt öfugt farið, að það sýni sterka fylgni. En, það skaðar með engu kenninguna, að hitun hefjist fyrir einhverja aðra orsök, þ.s. gögnin sýna að loks þegar CO2 magn eykst þá fylgir því þá frekari hækkun hita.
En, það grefur ekki undan grunnkenningunni, að aðrir þættir séu einnig að verki. Enda, er einungis haldið fram, að CO2 valdi hitun þegar aukning þess á sér stað, og það sýna gögnin einmitt. Samverkandi áhrif með öðrum orðum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2011 kl. 22:33
@Einar Björn.
""loks þegar CO2 magn eykst þá fylgir því þá frekari hækkun hita. ""
CO2 hefur aukist með vaxandi hraða í 100 ár. Ef ragnaraka spár fyrstu spámannanna hefðu átt við rök að styðjast væri allur ísinn bráðnaður og við undir vatni núna.
Svo koma mælingar sem eins og þessi frá Humlum þar sem hitastig fellur á jörðinni í 8 ár þrátt fyrir að CO2 aukist enn hraðar.
Og samt tekst þér að túlka þær mælingar á þann veg að þær samrýmist trúnni um hlýnun vegna aukningar CO2.
Þú verður að líta á gögnin sem slík, ekki túlka þau miðað við að eitthvað annað sem ekki er í þeim (virkni sólar) hafi áhrif á þau þannig að þau samrýmist "réttri " niðurstöðu
Ég tek það fram að ég veit ekki hvað veldur og hef engar kenningar á reiðum höndum um það, en þessi gögn frá Humlum samrýmast EKKI kenningum um hlýnun af völdum CO2 þó vel kunni að vera að þessháttar kenningar standist þrátt fyrir þau.
Guðmundur Jónsson, 10.1.2011 kl. 09:16
Guðmundur:
1) Hitastig jarðar hefur ekki farið fallandi síðustu 8 ár, það er rangt, þú verður að skoða gögnin betur. Sjá t.d. 20 heitustu árin í heiminum frá 1880, fyrir utan svo að 2010 verður væntanlega ofarlega á lista þarna (hugsanlega hlýjasta árið, þó tölur hafi ekki enn komið í hús varðandi desember).
2) Hvaða ragnaröksspár ertu eiginlega að tala um? - Vísindamenn hafa talað um að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif á hitastig, ég man ekki eftir að hafa heyrt spár sem gera ráð fyrir því að allur ís ætti að vera bráðnaður núna (eða á næstunni) og við öll undir vatni, það er engin fótur fyrir þessum fullyrðingum þíinum.
3) Vísindalegar rannsóknir, eins og t.d. varðandi rannsóknir og mælingar í loftslagsvísindum hafa ekkert með trú að gera þó þú teljir svo vera, sjá t.d. Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum.
4) Humlum stundar ekki mælingar, heldur túlkar mælingar á hitastigi jarðar á eigin hátt og ég set stórt spurningamerki við hans aðferðafræði í þeim efnum, eins og ég hef komið inná. Það er ekki eins og hann hafi gert hitastigsmælingar sjálfur sem sýna fram á að hitastig hafi lækkað, heldur notar hann aðferðafræði til að túlka gögnin, sem býr til fall í hitastigi sem virðist ekki eiga við rök að styðjast (eins og ég hef komið inn á hér að ofan).
5) Það eru og hafa alltaf verið náttúrulegar sveiflur í hitastigi, þó svo hin undirliggjandi hlýnun af völdum aukina gróðurhúsalofttegunda sjáist í mælingum og rannsóknir styðja kenninguna.
Sveinn Atli Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 10:39
Guðmundur.
Ef þú ferð 3 ár aftur í tímann þá færðu hitastigshækkun.
Ef þú ferð 8 ár aftur í tímann færðu dálitla lækkun
Ef þú ferð 10 ár aftur í tímann færðu hækkun
Ef þú ferð 12 ár aftur í tímann færðu dálitla lækkun
Ef þú ferð 13-100 ár aftur í tímann færðu hækkun.
Það er með öðrum orðum hægt að velja nokkur ártöl stutt aftur í tímann og finna það sem hentar í umræðunni. Nokkur ár skipta hinsvegar ekki máli því hitastigshækkun vegna aukins CO2 er langtímamál á meðan skammtíma náttúrulegar sveiflur geta yfirgnæft tímabundið hitaukningu vegna aukins CO2. Þessar náttúrulegu sveiflur gera það líka að verkum að jafnvel þótt muni hlýna um 2 gráður á þessari öld er ekki einu sinni víst að næsti áratugur verði heitari á jörðinni en sá nýliðni.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.1.2011 kl. 11:13
Ágúst,
Vissiru ekki að "lang flestir loftslagsvísindamenn sammála um að aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum hafi áhrif á hitastig til hækkunar og mælingar staðfesta það" og því óþarfi að velta fyrir sér nýjum gögnum eða teikna fleiri ferla? :-)
Geir Ágústsson, 10.1.2011 kl. 11:54
Emil, svo má lengja listann:
Ef þú ferð 3 ár aftur í tímann þá færðu hitastigshækkun.
Ef þú ferð 8 ár aftur í tímann færðu dálitla lækkun
Ef þú ferð 10 ár aftur í tímann færðu hækkun
Ef þú ferð 12 ár aftur í tímann færðu dálitla lækkun
Ef þú ferð 13-100 ár aftur í tímann færðu hækkun.
Ef þú ferð 1000 ár aftur í tímann, þá færðu óbreytt ástand, eða því sem næst. Kannski lækkun eins og sumir vilja meina, en aðrir ekki.
Ef þú ferð 2000 ár aftur í tímann færðu dálitla hækkun
Ef þú ferð 5000 ár aftur í tímann færðu dálitla lækkun
Ef þú ferð 7000 ár aftur í tímann færðu töluverða lækkun
Og så videre...
(Tökum ekki ártölin allt of bókstaflega, leyfum svo sem 20% frávik).
-Það er svo annað mál, að séu það náttúrulegar sveiflur sem koma á þessum áratug í veg fyrir að hitastig hækki af völdum CO2, þá er ýmilegt ljóst:
1) Náttúrulegar sveiflur hafa átt allnokkurn þátt í hækkun hitastigs fram að síðustu aldamótum, og þessar náttúrulegu sveiflur eru nú að gagna til baka... Náttúrulegu sveiflurnar kæla nefnilega ekki sem slíkar, heldur valda mismikilli hlýnun.
2) Aflið í þessum náttúrulegu sveiflum hlýtur að vera töluvert fyrst það getur svo gott sem nákvæmlega balanserað út hitunaráhrif CO2 síðastliðinn áratug. Ef svo er, þá hafa þær haft afl til að valda allnokkrum hluta hækkunarinnar í lok síustu aldar.
3) Aflið í þessum náttúrulegu sveiflum hlýtur að vera gríðarlegt ef þær munu megna að balancera út hlýnun af völdum CO2 í allnokkra áratugi til viðbótar. (Sem auðvitað er ekker víst).
En, EF það nú gerist að ekki hlýnar, eða jafnvel kólnar, á næstu áratugum, þrátt fyrir mikla og stigvaxandi aukningu á losun manna á CO2, þá hljóta menn, eftir nokkra áratugi, að álykta sem svo, að hitasveifla uppávið á síðari hluta 20. aldar, og niðursveifla nýliðinna áratuga (það er jú um miðja þessa öld sem menn eru að velta vöngum, eða um 2050), hafi í raun og veru að mestu leyti, verið sveiflur eins og alþekktar eru frá síðustu ísöld. Auðvita er það bara EF. Að mínu mati væri þetta ekki óskynsamlega ályktað, ef staðan yrði þessi eftir nokkra áratugi.
Einhverjir munu þó örugglega malda í móinn og tala um að kælingaráhrif náttúrulegu sveiflanna sem vinni alveg á móti hitunaráhrifum CO2, og jafnvel gott betur, og þetta sé bara tímabundið ástand. Nú sé bara árið 2050, og hálf öld eftir til 2100 og þá muni áhrif CO2 birtast með tvöföldum þunga...
Gott og vel...
En segið mér vísu menn sem eruð vel að ykkur í varmafræðinni (það eru jú orðin allnokkur ár síðan ég lærði thermdynamics): Hvaða náttúrulegu sveiflur eru beinlínis kælandi?
Stafar ekki kólnun af minna hitainnstreymi, eða er um einhverja neikvæða varmaorku að ræða, eða þannig? Eins kona kuldaorku eða kuldabola?
- Eða með öðrum orðum, ef um margra áratuga kólnun eða skort á hlýnun verður að ræða á næstu áratugum, hver er þá líklegasta skýringin að sé orsakavaldurinn?
(Ath, að um væri að ræða áratuga langa niðursveiflu, en ekki nokkurra ára dýfu sem auvelt er að skýra með breyttum hafstraumum).
(Auðvitað hætta hugsandi menn ekki að hugsa þó svo að langflestir vísindamenn kiunni að vera á annarri skoðun en þeir... Sem betur fer segi ég nú bara, en mönnum er frjálst að hugsa eða hugsa ekki... Mörgum líður þó best með því að hvíla hugann og hugsa ekki... )
Nú er ég víst kominn á hálann ís og best að forða sér í hádegismatinn...
Er þetta ekki nokkurn vegin svona í stórum dráttum?
Loftslagið hefur nefnilega alltaf verið að breytast, en minni okkar er stutt.
Ágúst H Bjarnason, 10.1.2011 kl. 12:11
Viðbrögð við athugasemd Ágústar klukkan 12:11
Hér er besta myndin til að skoða 1000 ár aftur í tíman, 2000 ár aftur í tíman o.sv.frv. (sjá Þróun hitastigs frá síðasta kuldaskeiði ísaldar):
Hún sýnir í fyrsta lagi gríðarlegar sveiflur staðbundið - sem er eðlilegt (meðal annars er hitastig á Grænladsjökli þarna ljósblá lína). Svarta línan sýnir hnattrænan hita. Samkvæmt þessari mynd þá hefur hitastig á nútíma ekki verið jafnhátt og það er nú.
Þannig að
Svar við lið 1 -3 í athugasemd þinni:Hvernig er hægt að segja þetta eftir ár sem er eitt af heitustu árunum frá upphafi mælinga? Á sama tíma og sólvirkni er í sögulegu lágmarki og einungis miðlungs El Nino var til að ýta í átt til hlýnunar (að ógleymdu La Nina sem hefur kælandi áhrif).
Hef fleiri athugasemdir, en læt þetta duga í bili vegna tímaleysis.
Höskuldur Búi Jónsson, 10.1.2011 kl. 12:37
Ágúst:
Ljómandi að hugsa Ágúst og velta fyrir sér hlutunum jafnvel reyna að koma með einhverjar útskýringar eins og hann Ole Humlum, þó aðferðafræði hans virðist ekki ganga upp, enda ekki kólnun í gangi eins og hans greining virðist ganga út frá.
Varðandi náttúrulegar sveiflur í hitastigi, þá eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif, t.d. hafstraumar, styrkur sólar (til lengri og skemmri tíma), gróðurhúsalofttegundir (sem halda jörðinni jú um 30°C hlýrri en væri án þeirra), sveiflur Milankovitch (sem taka þúsundir ára) og fleiri þættir. En þú ert væntanlega að ýja að því að þetta sé sólin, en það er full snemmt að spá kólnun til lengri tíma þegar það eru ekki gögn sem styðja það (enda hefur styrkur sólar verið lágur að undanförnum árum og farið minnkandi í allavega 2 áratugi núna).
Ágúst, getur þú kannski bent á einhverja alvöru rannsókn/ir eða grein/ar (ekki bloggsíður eða fréttir frá fjölmiðlum) sem "spá" því að mikil kólnun sé í farvatninu, sem muni hafa þau áhrif að hitastig muni lækka þrátt fyrir aukin gróðurhúsaáhrif (sem eru jú í gangi, eins og þú þekkir sjálfur Ágúst)?
Ég hef ekki enn séð gögn sem hafa sannfært mig um að kólnun sé í nánd, sem muni vera svo mikil að það muni til lengri tíma gera lítið úr auknum gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum. Það eru ýmsar útskýringar og óljósar "spár" sem hafa litið dagsins ljós, en fátt, ef eitthvað, hefur komið fram í vísindaheiminum sem styður þessar óljósu "spár" um kólnun á næstunni.
Til að koma aðeins inn á það, þá eru orsakir fyrri loftslagsbreytinga nokkuð vel þekktar og við vitum að það hefur verið hlýrra áður, en það útilokar þó alls ekki per se að hækkandi hitastig geti verið vegna aukina gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum núna, eins og vísindamenn eru almennt sammála um...
Það er s.s. engin ástæða til að bíða til 2050 (einhverntíma talaðirðu um nokkur ár - er eitthvað að lengjast biðin hjá þér..?) til að byrja að gera eitthvað til að minnka losun CO2, þó ekki væri nema vegna súrnunar sjávar, sem er alvarlegt mál sem við þurfum að huga að, hvað sem líður kólnun af sólarvöldum (sem ekki er mælanleg enn þá allavega) eða hlýnun af mannavöldum sem er vel rökstutt og stutt vísindalegum gögnum í formi mælinga og rannsókna.
Sveinn Atli Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 12:43
Vá, ...öll loftslagsherdeildin mætt meðan ég var að borða kræsingarnar! Ég þóttist vita að ég hefði hætt mér á hálan ís og vissast væri að skreppa frá smástund. En viðbragðstíminn ykkar er til mikillar fyrirmyndar félagar góðir.
Ræsitími 12:11
Höski Búi: 12:37 (26 mínútur)
Svatli: 12:43 (32 mínútur)
Svatli hlýtur vinninginn í þetta sinn.
Keep cool
P.S. Jón Magnússon var rétt í þessu að fjalla um kuldabola næstu áratuga:
http://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/1132305/
og svo verð ég lítið við tölvuna fram á kvöld...
Ágúst H Bjarnason, 10.1.2011 kl. 12:55
Leiðrétting:
Auðvitað var það Höski Búi sem sigraði. Afsakið mistökin. Svona getur manni skjátlast hrapallega...
Ágúst H Bjarnason, 10.1.2011 kl. 12:57
Jú ég hefði getað farið lengra aftur í tímann og fundið hlýrri tímabil og líka miklu kaldari. Ef við förum hundruð eða þúsundir ára aftur í tímann þá erum við bæði komnir út fyrir mælt tímabil og líka það tímabil sem CO2 hefur verið að aukast af mannavöldum. En sem það sem ég vildi koma að, er að það þýðir ekkert að fara bara örfá ár aftur í tímann til að finna út áhrif aukins CO2.
Ég hef oft verið talsmaður hitasveiflna og þá sérstaklega þeirra sem höfin valda á áratugaskala. Þar á ég aðallega við hversu mikið af köldum djúpsjó kemur upp á yfirborð í Kyrrahafinu og líka hversu mikið af yfirborðshlýsjó leitar til norðurs í Atlantshafinu.
Ég er líka dálítið á þeirri skoðun að hlýnunin hafi verið komin dálítið fram úr sjálfri sér um síðustu aldamót, en sé smám saman að jafnast út með þessari „stöðnun“ í hitafari síðustu ára. Vona að ég sé skiljanlegur.
Þetta er annars nóg í bili. Hádegsmat er lokið og best að fara að vinna.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.1.2011 kl. 13:04
Þrasara dauðans.
Ég:
2+2 eru 4
Svatli:
Þetta er rangt vegna þess að 2+3 eru 5
Emil:
2+2 eru að vísu 4 en það skiptir ekki máli vegna þess að 3+3 eru 6.
Guðmundur Jónsson, 10.1.2011 kl. 13:30
Ágúst: Það var algjör tilviljun að ég var á ferð á þessum tíma, en þvílíkur sigur
En jú, það er eðlilegt að menn fái viðbrögð þegar þeir pósta misvísandi upplýsingum.
Höskuldur Búi Jónsson, 10.1.2011 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.