Gangverk rit verkfræðistofunnar Verkís er komið út - Helgað nýtingu jarðvarma - Hægt að nálgast á netinu...

 

 

 Gangverk febrúar 2011


Verkfræðistofan Verkís hefur um árabil gefið út fréttabréfið Gangverk.  Fyrsta tölublað tíunda árgangs kom út fyrir nokkrum dögum og er það helgað nýtingu jarðvarma á Íslandi, en starfmenn Verkís hafa komið að hönnun flestra hitaveitna og jarðvarmaorkuvera hér á landi, auk þess að hafa komið að nýtingu jarðvarma víða erlendis.
 
Fréttabréfið er hægt að nálgast  með því að smella á krækju sem er neðar á síðunni.
 
Vafalítið hafa margir áhuga á nýtingu jarðhitans og þykir þetta fréttablað örugglega mjög fróðleg lesning. Ekki sakar að það er ókeypis og prýtt fjölda fallegra mynda. Og svo eru engar auglýsingar í blaðinu :-)
 
Efni blaðsins:
 
  • Framkvæmdastjóri Verkís, Sveinn Ingi Ólafsson vélaverkfræðingur dregur gangverkið upp með fróðlegum inngangi. Síðan koma nokkrar stuttar fréttir af starfsemi fyrirtækisins, en þar á eftir koma nokkrar greinar prýddar fallegum myndum:
  • Flokkun Jarðhitasvæða nefnist fyrsta greinin sem Dr. Oddur B. Björnsson vélaverkfræðingur ritar. 
  • Hitaveita á höfuðborgarsvæðinu er fyirrsögn greinar Sigþórs Jóhannessonar byggingaverkfræðings og sviðsstjóra jarðhitasviðs.
  • Hellisheiðarvirkjun og Hellisheiðaræð nefnist grein Snæbjörns Jónssonar rafmagnsverkfræðings og Sigurðar Guðjónssonar byggingaverkfræðings.
  • Jarhitvirkjanir á Reykjanesi er fyrirsögn greinar Þorleiks Jóhannessonar vélaverkfræðings.
  • Auðlindargarðurinn Svartsengi nefnist grein Ágústs Bjarnasonar rafmagnsverkfræðings.
  • Snjóbræðslukerfi í Reykjavík er umfjöllunarefni greinar Andra Ægissonar véltæknifræðings og Þorleiks Jóhannessonar vélaverkfræðings.
 
 
Gangverk má nálgst sem pdf með því að fara á þessa síðu, og eldri blöð eru varðveitt hér.
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 
sitelogo.png
 
Verkfræði- og ráðgjafastofa
 

Samfelld reynsla frá árinu 1932

 

Verkfræðistofan VERKÍS  á rætur að rekja til fimm verkfræðistofa sem sameinuðust árið 2008.

 

Starfsmenn ráðgjafafyrirtækisins Verkís og dótturfélaga þess eru um 300. Þar starfa meðal annars verkfræðingar, tæknifræðingar, dýravistfræðingur, iðnfræðingar, landfræðingar. landslagsarkitekt, jarðfræðingar, eðlisfræðingar, tækniteiknarar, geislafræðingar, læknir, hjúkrunarfræðingur, lýsingarhönnuðir, fiskifræðingur, bókasafnsfræðingur, viðskiptafræðingar...   

 

Á næsta ári mun fyrirtækið halda upp á þau tímamót að þá verða 80 ár liðin síðan Sigurður Thoroddsen opnaði verkfræðistofu sína.

 

VERKÍS  á rætur að rekja til fimm rótgróinna verkfræðistofa sem  sameinuðust árið 2008:

 

1932:  VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
1961:  RT - Rafagnatækni
1962:  Fjarhitun
1965:  Rafteikning
1970:  Fjölhönnun

 

 

 

 

 www.verkis.is


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stórfróðlegt rit og takk fyrir þetta, Ágúst

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2011 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband