Sunnudagur, 27. febrúar 2011
"Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar. Lýsing á tilboði General Electric"...
Raforkumálastjóra hefur borist tilboð í lítið kjarnorkuver. Björn Kristinsson verkfræðingur á Orkudeild Raforkumálastjóra hefur unnið að mati á tilboði General Electric og skrifað ítarlega skýrslu sem nefnist "Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar. Lýsing á tilboði General Electric". Skýrslan hefst á þessum orðum: "Í byrjun árs ... fengu Rafmagnsveitur ríkisins tilboð í lítinn suðuvatnsreaktor frá General Electric og voru þá Vestmannaeyjar einkum hafðar í huga sem væntanlegur staður fyrir reaktorinn. Með reaktor sem þessum mætti sjá eyjunum fyrir raforku, og jafnframt gæti hann verið undirstaða hitaveitu fyrir kaupstaðinn. Utan mesta álagstíma almennrar notkunar gæti reaktorinn séð varmafrekum iðnaði fyrri orku, og æskilegt væri að sem mest af orkunni sé seld sem varmi, því þannig yrði reaktorinn rekinn á hagkvæmastan hátt... Kjarnorkuver þetta má staðsetja á flestum stöðum þar sem landrými er fyrir hendi. ... Í Noregi og Svíþjóð tíðkast að hafa þær neðanjarðar til að einangra þær frá umhverfinu og minnka þar með enn meir líkurnar fyrir óhöppum... Reaktor af svipaðri gerð hefur General Electric reist við Vallecitos í Kaliforníu og er hann sýndur á mynd 1...." Einnig hafa á vegum Raforkumálastjóra verið gefnar út skýrslurnar "Stofnkostnaður kjarnorkustöðva og framleiðslukostnaður raforku (1958)". (Skýrslan er tekin saman af nefnd á vegum European Nuclear Energy Agency, og er hér um að ræða þýðingu með smávægilegum breytingum), og "Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum (1959)". Í skýrslunni Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum er reynt að finna út hvaða verð yrði á orku frá kjarnorkustöð á Íslandi. Höfundur er einnig Björn Kristinsson verkfræðingur, sem síðar stofnaði verkrfræðistofuna Rafagnatækni og varð einnig prófessor við Háskóla Íslands. Í skýrslunum er ítarlega fjallað um stofnkostnað, fjármagnskostnað og rekstrarkostnað slíkra stöðva. (Uppfært 3ja mars: Skýrslunni Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum bætt við). Þessar skýrslur Raforkumálastjóra eru öllum aðgengilegar hér á netinu. Einnig má smella á eftirfarandi krækjur til að nálgast þær:
Myndin hér fyrir ofan sýnir kjarnorkuver. Þar er þó enginn kæliturn sýnilegur, en risastórir kæliturnar einkenna oft þannig orkuver, en þar sem kalt Atlantshafið er nærri má sleppa slíkum búnaði og einfaldlega kæla eimsvalann (condenser á myndinni, neðst til hægri) með sjónum... Höfund greinargerðanna um kjarnorkuver má sjá á þessari hópmynd. Hann er þriðji frá hægri. Fyrsta kjarnorkuverið sem framleiddi raforku til almenningsnota var AM-1 Obnisk orkuverið, sem hóf starfrækslu 27. júni árið 1954 í Sovétríkjunum. Það framleiddi um 5 megawött af raforku. Orkuverið í Vallecitos í Kaliforníu semhóf starfssemi árið 1957 var aftur á móti hið fyrsta sem var í einkaeign. Það framleiddi um 40 MW af varmaorku og 5 MW af raforku. Það vekur athygli að skýrslur þessar eru ekki alveg nýjar og hafa líklega ekki verið áberandi fyrir sjónum almennings fyrr, en þetta var fyrir rúmlega hálfri öld... Það er gaman til þess að hugsa hve tilbúnir Íslendingar voru að nýta sér nýjustu tækni og vísindi...
|
Eldri pistlar:
Kjarnorka á komandi tímum
Ótæmandi orkulind: Raunveruleg vetnisorka úr samrunaofnum innan 30 ára?
Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni, Umhverfismál | Breytt 3.3.2011 kl. 11:37 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Fleiri sóknarfæri í leiðinni - heitur ókeypis sjór (affallssjór frá kælikerfi) í nýtt heilsuver í Eyjum - misheitir sjópottar, sjósundlaug o.fl.......
+ nýtt sóknarfæri fyrir stækkun hitaveitu í Eyjum....
Kristinn Pétursson, 27.2.2011 kl. 15:52
Menn voru aldeilis brattir þegar búið var að uppgvöta kjarnorkuna.
Í dag er verið að reyna að ná tökum á samrunaorkunni. Ef það tekst þá er orkuvandamál heimsins leyst.
Hér er myndband um tilraunar samruna orkustöð í USA þar sem menn ætla að nota lazer geysla til þess að koma samrunanum af stað.
http://www.youtube.com/watch?v=yixhyPN0r3g
http://www.youtube.com/watch?v=QXcyH7QE7rU&feature=related
Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 21:21
Kjarnorkuverið er gott innlegg í umræðuna um sjálfstæðar Vestmannaeyjar.
Björn Emilsson, 27.2.2011 kl. 22:30
Sæll Gústi.
Skemmtileg upprifjun en skrítið hvað lítil viðbrögð hún vekur.
Hver er annars kostnaður við svona eða aðeins stærri orkuver í dag?
Samningar sem ganga út á að framleiðandinn hirði allan úrgang ættu að vera umhverfisvænir.
Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 04:33
Þetta var á árunum 1958-1959. Íslendingar hafa greinilega fylgst vel með nýjustu tækni þá.
Í dag, rúmum 50 árum síðar, eru starfrækt um 440 kjarnorkuver í 30 löndum, en fyrsta kjarnorkuverið sem framleiddi raforku fyrir dreifikerfið var reist árið 1954, aðeins fimm árum en skýrslan kom út. Framleiðslugeta þeirra er í dag 377.000 megawött, og framleiða þau um 14% af raforku sem notuð er í heiminum. Kárahnjúkavirkjun er 700 megawött og jafngildir þetta því um 530 slíkum virkjunum.
Kjarnorkuver eru keimlík jarðgufuvirkjunum, en varminn frá kjarnaofninum er notaður til að framleiða gufu sem snýr gufuhverflum. Í jargufuvirkjunum myndast gufan í iðrum jarðar. Hvað er það sem myndar varmann þar? Að miklu leyti er það kjarnorka!
Ágúst H Bjarnason, 1.3.2011 kl. 07:51
Sæll Ágúst
Menn voru að íhuga kjarnorkuver í Vestmannaeyjum vel fram á sjöunda áratuginn. Hafa ber í huga að lagning sæstrengs milli lands og Eyja var enginn hægðarleikur. Í bók sem ég á um sögu NKT, sem er alþjóðlegt stórfyrirtæki á sviði rafmagnsstrengjaframleiðslu, er miklu púðri varið í að segja frá lagningu sæstrengsins út í Eyjar og augljóst af þeirri umfjöllun að það verkefni þótti saga til næsta bæjar.
Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri getur um kjarnorkustöðvaráform sín í yfirlitsriti sínu um rafvæðinguna á Íslandi. Hann segir að ekkert hafi í raun verið tæknilega til fyrirstöðu að í þetta yrði ráðist - en að launakostnaður sérmenntaðra starfsmanna stöðvarinnar hefði orðið svo hár að dæmið gengi ekki upp.
Áhugaverðasti flöturinn í kjarnorkuævintýri Eyjamanna er þó að mínu mati sá að með þessu móti gerðu heimamenn sér vonir um að næg orka fengist til að hægt væri að leya úr vatnsskorti bæjarins, með því að eima sjó. Slík aðferð var þá orðin kunn erlendis, en gríðarlega orkufrek. Mér sýnist að vonin um sjóeimingu hafi ráðið mestu um að Eyjamenn fóru að gæla við að kjarnorkuvæðast - því þrátt fyrir allt var olíunotkunin til hefðbundinnar raforkuframleiðslu ekki svo mikil að hægt væri að reikna sig upp í hagkvæmni verkefnisins.
Kv,
Stefán Pálsson
sagnfræðingur
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 12:02
Í Zwentendorf í Austurríki stendur eina kjarnorkuver landsins. Það var reist og fullklárað þrátt fyrir mikil mótmæli í landinu en þegar kom að opnun 1978 voru lætin orðin slík að stjórnvöldum var ekki stætt á öðru en að láta fara fram kosningar um hvort ætti að taka það í notkun. Þrátt fyrir mikinn áróður og þrýsting stjórnvalda var naumur meirihluti (50,47 %) á móti því að setja verið í gang og það stendur enn ónotað og óhreift nema eitthvað af búnaði hefur verið notað sem varahlutir í samskonar ver í Þýskalandi.
Wikipedia grein um verið á Ensku og Þýsku
Einar Steinsson, 3.3.2011 kl. 12:10
"Til greina kom að reisa kjarnorkuver í Vestmannaeyjum"
http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/5328
Ágúst H Bjarnason, 3.3.2011 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.