Ný hitamæligögn frá gervihnöttum (UAH maí 2011)...


msu-uah-may_2011_600w.jpg

Þessi nýi ferill var að birtast á vefsíðu Dr. Roy Spencer. Sjá hér. Ferillinn sýnir meðalhita lofthjúps jarðar í rúm 30 ár, eða á tímabilinu 1979 til loka maímánaðar síðastliðinn. Það er að segja, allan þann tíma sem slíkar mælingar frá gervihnöttum hafa verið framkvæmdar.

Græna lárétta línan er meðaltal síðustu 30 ára og ferillinn frávik frá því meðaltali.

Mælipunktar síðustu tveggja mánaða eru innan rauða hringsins lengst til hægri. Frávikið frá 30 ára meðaltalinu reyndist vera 0,13 gráður C.


Sjá skýringar í pistlinum frá 13. apríl s.l. hér.

 

Hve mikið er 0,13 gráður á Celcius? Það fer eftir því við hvað er miðað. Lofthiti lækkar um svo sem 0,7 gráður ef við förum 100 metra upp. Þessi hitabreyting um 0,13 gráður samsvarar því hæðarmun sem nemur um 20 metrum.

En 0,7 gráður eru því sem næst sama og sú hækkun sem orðið hefur á síðustu 150 árum, samtals af völdum náttúrunnar og losun manna á koltvísýringi. Sú breyting í hitastigi jafngildir því um 100 metrum í hæð. Ekki er fjarri því að þessi breyting um 0,7 gráður jafngildi einnig um 100 km í norður-suður.

Svona nokkurn vegin...            Mikið eða lítið?             Hummm... Errm     

 

Flest af því sem er á þessari mynd hefði maður í hefðbundnum mælingum flokkað undir suðu (noise) eða flökt.

 

 

12:33


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Best að endurnýta bara athugasemdina við síðustu færslu þína um þetta mál:

---

Eins og flestum ætti að vera ljóst þá gerist þetta "flökt" reglulega, eins og þú kemur inn á Ágúst, og er þetta, eins og þú réttilega kemur inn á, vegna náttúrulegs breytileika, m.a. vegna El Nino og La Nina. Hitt er svo annað mál að hækkun hitastigs sést vel á þessum ferlum, þrátt fyrir hið náttúrulega flökt, bara til að benda á þá staðreynd. Bendi einnig á að svipað gerðist samkvæmt þessu gagnasafni (UAH) árið 2008, ekkert fréttnæmt í sjálfu sér við þetta eins og þú kemur réttilega inn á Ágúst. Mæligögn hitastig við jörðu sveiflast ekki eins mikið og þessi gervihnattagögn sem þú ert að skoða hérna Ágúst, en hvað um það, fróðlegt er þetta engu að síður, ekki síður að skoða hvernig hitastig hefur hækkað á ekki styttra tíma en þeim síðan að gervihnattamælingar hófust árið 1979...og leitnin virðist að mestu leiti halda sínu striki upp á við, þrátt fyrir náttúrulega flökt.

PS. Fróðlegt að skoða hitatölur frá NASA-GISS, mars var hlýrri en febrúar http://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata/GLB.Ts+dSST.txt eftir að síðustu þrír mánuðir þar á undan voru búnir að vera aðeins kaldari - er viðsnúningurinn kannski orðin nú þegar..?

Mbk.
Sveinn Atli

---

Viðbót frá síðast: Aprílmánuður 2011 var sá 7. hlýjasti fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust...ekki er nein lækkun hitastigs í tölunum...þó svo að einhverjir reyni eftir fremsta megni að gera lítið úr því með því að taka einhverja augnabliksstöðu og hundsa um leið leitnina...hmmm....er það nú nálgun sem sýnir hlutina í réttu ljósi...eða hvað...

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.6.2011 kl. 12:46

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir þín ofursnöggu viðbrögð Sveinn Atli Gunnarsson. Nú tók það þig 13 mínútur að svara, sem er bara nokkuð gott.

En, þú gleymdir að skrifa undir fullu nafni, en sú regla hefur verið kynnt hér lengi að þeir sem hér koma fram verða að gera það. Mundu það framvegis! (Sjá tilkynninguna sem er í vinstra horninu hér efst, undir höfundarmyndinni, og einnig hér).

Kæri vinur. Hafðu ekki miklar áhyggjur af þessum pistli. Þetta eru jú bara mælingar sem birtast á ferlinum. - Hummm...  Og vangavelturnar um hvort þetta sé mikið eða lítið ættu nú að vera sárasaklausar...  Ég held að lesendur séu ekki viðkvæmir fyrrir slíku!  --- Þetta er reyndar minn pistill og mitt bloggsvæði og ég skrifa hér það sem ég tel vera í lagi að skrifa. Óþarfi að vera að reyna að leiðbeina mér!

Ágúst H Bjarnason, 8.6.2011 kl. 13:05

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Krækjan að "ritstjórnarstefnu" bloggsvæðis míns, sem féll niður hér að ofan, er: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1039404/

Ágúst H Bjarnason, 8.6.2011 kl. 13:09

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Skal gert Ágúst! Þú mátt ekki vera viðkvæmur fyrir því að ég vilji koma með athugasemdir við málflutningi þínum Ágúst, mér finnst það mikilvægt að sjá hlutina í samhengi en ekki sérvelja gögn...en það er náttúrulega bara ég

Í þessu tilfelli gat ég endurnýtt athugasemd frá því síðast, þannig að þetta tók nokkuð stuttan tíma...

Mbk.
Sveinn Atli Gunnarsson

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.6.2011 kl. 13:14

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bestu þakkir.

Ágúst H Bjarnason, 8.6.2011 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband