Föstudagur, 9. desember 2011
Brrr - Enn kólnar í heimi hér...
Hitaferillinn hér að ofan er splunkunýr, nánast glóðvolgur beint úr gervihnettinum sem hringsólar umhverfis jörðina og mælir í sífellu hita lofthjúps jarðar. Eins og sjá má, þá er hitinn með lægra móti um þessar mundir. Rauði depillinn er aðeins 0,033 gráður Celcíus fyrir ofan meðallag, eða 33 millígráður. Eiginlega bara agnarögn. Granni ferillinn sem hlykkjast ótt og títt sýnir mánaðagildi, dökki rólegi ferillinn sýnir 3ja ára meðaltal, og græna beina línan sýnir meðalgildi tímabilsins 1979-1998, en lóðréttu ásarnir sýna einmitt frávik frá því meðaltali. Rauði depillinn lengst til hægri er svo meðaltal nóvembermánaðar sem nýliðinn er. Er þetta eitthvað sem ástæða er til að hafa áhyggjur af? Varla. Náttúran er bara söm við sig. Stundum reikar lofthitinn upp á við og stundum sígur hann aftur. Það er bara þannig og þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það alltaf verða.
Gleymið ekki tunglmyrkvanum á morgun, laugardag. Góð grein um hann á bloggi Stjörnufræðivefsins hér. Hitaferilinn má sjá í betri upplausn hér, en mæligögnin eru hér og upplýsingar um mæliaðferðina eru hér.
Góða helgi ... |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt 16.12.2011 kl. 16:10 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Best að endurnýta bara athugasemdina við færslu þína síðan í júní um svipað efni, og hafði þá verið endurnýtt frá annarri svipaðri færslu þar á undan - þetta er farið að verða nokkuð fyrirsjáanlegt:
---
Eins og flestum ætti að vera ljóst þá gerist þetta "flökt" reglulega, eins og þú kemur inn á Ágúst, og er þetta, eins og þú réttilega kemur inn á, vegna náttúrulegs breytileika, m.a. vegna El Nino og La Nina. Hitt er svo annað mál að hækkun hitastigs sést vel á þessum ferlum, þrátt fyrir hið náttúrulega flökt, bara til að benda á þá staðreynd. Bendi einnig á að svipað gerðist samkvæmt þessu gagnasafni (UAH) árið 2008, ekkert fréttnæmt í sjálfu sér við þetta eins og þú kemur réttilega inn á Ágúst. Mæligögn hitastig við jörðu sveiflast ekki eins mikið og þessi gervihnattagögn sem þú ert að skoða hérna Ágúst, en hvað um það, fróðlegt er þetta engu að síður, ekki síður að skoða hvernig hitastig hefur hækkað á ekki styttra tíma en þeim síðan að gervihnattamælingar hófust árið 1979...og leitnin virðist að mestu leiti halda sínu striki upp á við, þrátt fyrir náttúrulega flökt.
---
Góða helgi :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.12.2011 kl. 21:26
Er það bara ég sem sé kómikina við athugasemdir Svatla? Það er eins og honum verði órótt þegar kólnar
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2011 kl. 12:38
Það getur ekki verið Gunnar að Sveini sé órótt þegar kólnar. Auðvitað er það þvert á móti. Hann hefur jú áhyggjur af hlýnun.
Það er frekar að mér sé órótt þegar kólnar, enda líkar mér betur við hita en kulda
En svona er lífið. Það er erfitt að gera öllum til geðs...
Ágúst H Bjarnason, 10.12.2011 kl. 12:47
Ég hjó aðallega eftir því í textanum hjá þér Ágúst að þú segir að hitinn sé með lægra móti um þessar mundir á sama tíma og hann er rétt yfir meðallagi. Þetta sýnir kannski best hversu hlýtt hefur verið á jörðinni undanfarin ár.
En hvar eru annars tölurnar hans Roy Spencer? Það bólar ekkert á nóvemberuppgjöri UAH.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.12.2011 kl. 13:07
Mæligögn hans Roys lentu í hremmingum þegar sæstrengur slitnaði í lok nóvember. Hann skýrir frá þessu á vefsíðu sinni:
"An undersea telecommunications cable used to transmit about half of the huge volume of data coming from the Aqua satellite was cut in late November off the coast of the Netherlands, delaying receipt of that data. While there were redundant data transmission capabilities, apparently both failed...."
Svo var hann líka að verða afi í fyrsta sinn, eins og hann lætur fljóta með tilkynningunni
Sjá:
November Global Temperature Update Delayed
Ágúst H Bjarnason, 10.12.2011 kl. 13:15
Þetta er rétt Ágúst, mótsögnin er kómísk
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2011 kl. 14:04
Hlýnun jarðar er hlykkjótt en ekki bein lína. Náttúrulegar sveiflur eins og El Nino og sólvirkni valda því að hlýnunin er ekki bein lína. La Nina er nú í hámarki og sólin í náttúrulegri lægð. Um leið og El Nino tekur við sér þá hefst næsta skref í hlýnun jarðar. Loftslagsspár spá því að líkt og á plíósen(þegar að jörðin var í svipaðri stöðu gagnvart sólu og nú, og CO2 var um 450ppm) verði í framtíðinni viðvarandi El Nino og er þá hlýnunin komin á fullt skrið.
Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 15:43
Annars er áhugavert til þess að vita að árið í ár stefnir að verða heitasta La Nina ár síðan mælingar hófust, þrátt fyrir að La Nina í ár sé talið með þeim sterkari síðastliðin 60 ár - sjá 2011 – hið heita La Nina ár
Höskuldur Búi Jónsson, 10.12.2011 kl. 15:48
Ég held að UAH og RSS notist við mismunandi meðaltöl þegar þeir birta ferla sína.
UAH: 1981-2010 og RSS: 1979-1998. Þess vegna ber þeim ekki alveg saman.
Þetta er held ég alla vega nokkurn vegin, þó ég sé ekki nákvæmlega viss um ártölin.
Ég gerði tilraun til að reikna meðaltöl áranna 1981-2010 úr RSS gögnunum og setja inn á myndina sem bláa strikaða línu.
(Línan hefði átt að vera agnarögn hærra eða nánast við +0,1 en ekki ca +0,95 eins og á myndinni. Vona að þetta sé þó nærri lagi).
Ágúst H Bjarnason, 10.12.2011 kl. 17:16
Hér fyrir ofan átti að standa:
(Línan hefði átt að vera agnarögn hærra eða nánast við +0,1 en ekki ca +0,095 eins og á myndinni. Vona að þetta sé þó nærri lagi).
Ágúst H Bjarnason, 10.12.2011 kl. 17:27
Með þessu áframahaldi fer senn að frjósa í helvíti!
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2011 kl. 18:01
Hver veit nema það fari að frjósa í helvíti Sigurður.
Þú hefur kannski gaman af að glugga í grein sem var að koma út í blaði kínversku vísindaakademíunnar.
Þar stendur í samantektinni: http://csb.scichina.com:8080/kxtbe/EN/abstract/abstract504775.shtml
Abstract:
Amplitudes, rates, periodicities, causes and future trends of temperature variations based on tree rings for the past 2485 years on the central-eastern Tibetan Plateau were analyzed. The results showed that extreme climatic events on the Plateau, such as the Medieval Warm Period, Little Ice Age and 20th Century Warming appeared synchronously with those in other places worldwide. The largest amplitude and rate of temperature change occurred during the Eastern Jin Event (343-425 AD), and not in the late 20th century. There were significant cycles of 1324 a, 800 a, 199 a, 110 a and 2-3 a in the 2485-year temperature series. The 1324 a, 800 a, 199 a and 110 a cycles are associated with solar activity, which greatly affects the Earth surface temperature. The long-term trends (>1000 a) of temperature were controlled by the millennium-scale cycle, and amplitudes were dominated by multi-century cycles. Moreover, cold intervals corresponded to sunspot minimums. The prediction indicated that the temperature will decrease in the future until to 2068 AD and then increase again.
Greinina alla má sækja með því að smella hér.
Kínverjarnir láta sér ekki nægja að skoða hitafarið í Tíbet síðastliðin 2485 ár, heldur skoða þeir í kaffibolla og spá fyrir um næstu áratugi/aldir.
Ég veit ekki hvort Íslandsvinurinn sem var að spá í Grímsstaði á Fjöllum hafi kynnt sér efni greinarinnar...
Ágúst H Bjarnason, 10.12.2011 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.