Halastjarnan McNaught kveður með stæl

 cometmeteorgalaxy_yoneto_big

Halastjarnan McNaught er nú horfin sjónum. Eftir að hún hvarf af himninum hér á norðurslóðum sást hún um skeið á suðurhveli jarðar. Þar var hún miklu tilkomumeiri en þegar við sáum hana. Takið eftir hve halinn er tilkomumikill. Myndin er tekin með því að hafa ljósopið á myndavélinni opið í allmargar sekúndur, og myndavélin látin fylgja stjörnuhimninum með mótordrifi. Þannig sést aragrúi stjarna sem annars sjást ekki með berum augum.

Myndin er fengin að láni á vefsíðunni Astronomy Picture of the Day , en myndin birtist þar í dag 12. febrúar með þessum texta (og krækjum):

Comet McNaught Over New Zealand
Explanation: Comet McNaught is perhaps the most photogenic comet of our time. After making quite a show in the northern hemisphere in mid January, the comet moved south and developed a long and unusual dust tail that dazzled southern hemisphere observers starting in late January. Comet McNaught was imaged two weeks ago between Mount Remarkable and Cecil Peak in this spectacular image taken from Queenstown, South Island, New Zealand. The bright comet dominates the right part of the above image, while the central band of our Milky Way Galaxy dominates the left. Careful inspection of the image will reveal a meteor streak just to the left of the comet. Comet McNaught continues to move out from the Sun and dim, but should remain visible in southern skies with binoculars through the end of this month.

Aragrúi mynda af McNaugt er á myndasíðu Spaceweather.com http://spaceweather.com/comets/gallery_mcnaught_page23.php

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er einstaklega falleg mynd! Takk fyrir að fá hana lánaða og leyfa okkur hinum að njóta!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 19:08

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæl Guðríður

Ég rakst á þessa mynd á Astronomy Picture of the Day (APOD) í morgun, en þar eru oft áhugaverðar myndir. Ný mynd birtist þar daglega http://antwrp.gsfc.nasa.gov/apod

Hér má sjá yfirlit mynda sem birst hafa http://antwrp.gsfc.nasa.gov/apod/archivepix.html

Ég er reyndar með lítið forrit í tölvunni sem varpar sjálvirkt APOD myndinn á bakgrunn skjáborðsins. Þannig missir maður örugglega ekki af mynd dagsins :-).   Forritið er hér: http://nightskylive.net/software/apod

Hér eru  halastjörnumyndir sem ég tók sjálfur http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/99426

Ágúst H Bjarnason, 12.2.2007 kl. 21:53

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk fyrir þetta. Ég á lítinn en ágætan stjörnukíki sjálf sem ég keypti mér þegar ég flutti hingað á Skagann. Bý við sjóinn og segi stundum að ef jörðin væri ekki hnöttótt sæi ég til Ameríku!!! Get alla vega séð hús systur minnar við Öldugranda, JL-húsið, tunglið, skipin og margt fleira. En himingeimurinn er einstaklega heillandi. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er rétt að himingeimurinn er heillandi. Lýsing á mínum litla stjörnusjónauka er hér  og fleri krækjur að svipuðum síðum á vefsíðu minni

Sjálfsagt kannast þú við þennan vef sem fjallar um stjörnuskoðun: http://www.stjornuskodun.is .    Þar er samankominn mikill fróðleikur um himingeiminn.

Ágúst H Bjarnason, 13.2.2007 kl. 05:47

5 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

  Stórkostleg mynd, Ágúst og gaman ef við hefðum getað notið halastjörnunnar lengur, ég missti því miður alveg af henni fyrir tóman klaufaskap, auðvitað.

Karl Gauti Hjaltason, 14.2.2007 kl. 19:20

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þessar blessuðu halastjörnur koma oft fyrirvaralítið og erfitt að segja fyrir um hve bjartar þær reynast. Hale-Bopp, sem ég tók nokkrar myndir af, stóð miklu lengur við 1997 en þessi. Hún var mjög falleg og með bláan hala sem aðeins sást á ljósmyndum. 

www.spaceweather.com er góð síða til að fá fréttir af ýmsu markverðu á himinhvelfingunni.

Ágúst H Bjarnason, 14.2.2007 kl. 20:21

7 Smámynd: María Björg Ágústsdóttir

Þessi er frábær. Svo voru þarna fleiri myndir, þá sérstaklega frá Nýja Sjálandi, sem voru stórkostlegar.

María Björg Ágústsdóttir, 16.2.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband