Þriðjudagur, 22. maí 2012
Styrktartónleikar píanósnillingsins Martins Berkofsky í Hörpu 26. maí 2012.
Martin Berkofsky, Íslandsvinur og heimsþekktur listamaður, heldur tónleika í Hörpu laugardaginn 26. maí.
Martin Berkofsky leikur á tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands í Norðurljósi í Hörpu laugardaginn 26. maí. Martin hefur sjálfur háð hetjulega baráttu við krabbamein undanfarin tíu ár og hefur haldið hundruð tónleika til styrktar krabbameinsfélögum. Nú kemur hann til Íslands til að gera slíkt hið sama. Martin mun leika lög eftir Franz Liszt en fáir núlifandi listamenn túlka þennan risa píanósins jafn vel og Martin Berkofsky. Um Martin Berkofsky- texti eftir félaga í Samtökum um tónlistarhús Martin Berkofsky kom inn í íslenskt tónlistarlíf eins og hvirfilbylur upp úr 1980 og var þá þegar ljóst að þar fór stór maður í listsköpun sinni. Martin var undrabarn og spilaði fyrst sjö ára gamall með sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar, píanókonsert eftir Mozart. Hans stóra áhugamál í lífinu hefur ætíð verið Franz Liszt og hann fann ýmis verk eftir þann snilling sem áður höfðu legið gleymd víðs vegar í Evrópu. Hann varð síðan nokkurs konar sendiherra Bandaríkjanna og spilaði víða á vegum Bandaríkjastjórnar, þar til hann sendi gamla Bush bréf um að hann væri ekki sáttur við árásarstefnu Bandaríkjanna. Þá var hann strikaður út af sendiherralistanum og honum allar leiðir lokaðar. Fljótlega eftir að Martin kom til Íslands, en ást á konu leiddi hann þangað, lenti hann í hrikalegu slysi á mótorhjóli sínu og mölbraut á sér handlegginn, fjórtán brot. Honum var sagt að hann gæti aldrei spilað aftur en þökk sé ótrúlegum baráttuvilja og að hans mati lækningu að handan, tókst honum að komast aftur að sínu hljóðfæri. Þegar veruleg hreyfing komst á að byggja tónlistinni hús á Íslandi um 1983 gerðist hann strax ötull baráttumaður fyrir þeirri hugmynd með þeim eina hætti sem hann kunni, að spila stuðningstónleika. Hann tók þátt í tónleikum í Austurbæjarbíói og hélt sjálfstæða tónleika í Þjóðleikhúsinu fyrir troðfullu húsi, spilaði út um land og hann spilaði í Harvard í Bandaríkjunum málinu til framdráttar. Hann gaf út snældu málinu til stuðnings þá voru geisladiskarnir ekki komir sem seldist ótrúlega vel. Martin hélt upp á sextugsafmælið sitt með því að hlaupa 1400 kílómetra í Bandaríkunum og halda tónleika á hverju kvöldi eftir hlaup dagsins. Þannig safnaði hann yfir 10 milljónum króna sem runnu til þeirra sem voru með krabbamein á hverjum stað. Hann hefur spilað mikið í Austurlöndum nær, enda armenskur gyðingur að uppruna, og á Ítalíu síðustu ár allt til stuðnings baráttunni við krabbamein. Sjálfur hefur hann aldrei haft neinn áhuga á peningum. Félagar í Samtökum um tónlistarhús, í samstarfi við Krabbameinsfélag Ísland, eru að fá Martin hingað til lands til að halda styrktartónleika í Hörpu, en til þeirrar byggingar lagði hann mikilsverðan skerf. Hann mun flytja verk Liszts sem enn á erindi við okkur með tónlist sinni, enda þótt liðnar séu þrjár aldir síðan hann fæddist. ---
Efnisskrá: Öll verkin eru eftir Franz Liszt (1811-1886) 1. Pater Noster /Faðir vor
Pater noster, qui es in coelis, sanctificetur nomen tuum; adveniat regnum tuum; fiat voluntas tua sicut in coelo et in terra. Panem nostrum quotidianum da nobis hodie, et dimitte nobis debita nostra, sicut et nos dimittimus debitoribus nostris. Et ne nos inducas in tentationem. Sed libera nos a malo. Amen.
2. Il Festo Transfigurationis nostri Jesu Christi
3. Légende: St. François d'Assise. La prédication aux oiseaux (Lausl. þýð.: Þjóðsaga: St. François d'Assise. Spádómur fuglanna
4. Miserere d´Après Palestrina /Miskunnarbæn skv. Palestrina
Miserere mei Deus secundum magnam misericordiam tuam Et secundum miserationem tuam Dele iniquitatem meam.
5. Valhalla (Aus Der Ring des Nibelungen) / (Úr Niflungahringnum) (Wagner-Liszt-Berkofsky)
HLÉ
6. Les Morts-Oraison* /Dauðinn
Ils ont aussi passé sur cette terre; ils ont descendu le fleuve du temps; on entendit leur voix sur ses bords, et puis l'on n'entendit plus rien. Ou sont-ils? Qui nous le dira? Heureux les morts qui meurent dans le Seigneur! (Lausl. þýð.:) Þeir hafa og verið á þessari jörð; þeir hafa fylgt tímans straumi; Rödd þeirra heyrðist við árbakkann og þagnaði síðan. Hvar eru þeir, hver mun upplýsa okkur? Lánsamir eru þeir látnu sem deyja í drottins nafni!
*(Verkið er leikið í minningu um Edward Parker Evans, f. 31. janúar 1942 d. 31. desember 2010).
7. Légende: St. François de Paule marchant sur les flots / (Lausl. þýð.:) Þjóðsaga: heilags François de Paule, gangandi á vatninu
8. Hungarian Rhapsody No. 12 / Ungversk rapsódía No. 12 --- Áður hefur verið fjallað um hinn margbrotna tónlistarsnilling á þessu bloggsvæði: Píanósnillingurinn margbrotni Martin Berkofsky, radíóamatörinn og mannvinurinn...Píanóleikarinn Martin Berkofsky og Tungl-jeppinn hans...
---
Um tónleikana á vef Krabbameinsfélagsins.
Viðtal Voice of America við Martin Berkofsky. Ísland kemur við sögu...American classical pianist Martin Berkofsky has long impressed music critics around the world with his firebrand virtuosity. But as VOA's Irina Robertson learned when she met recently with Berkovsky, he stopped playing for personal fame 25 years ago and began performing for charitable causes. Scot Riddlesburger narrates the story.
|
Harpa 26. maí 2012
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Breytt 27.5.2012 kl. 13:29 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.