264% hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu...

 

 


percentsign256.png

 

Hvort er fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu 264% eða 18,5%?


Svarið er auðvitað 264%.

Virðisaukaskatturinn hækkar vissulega um 18,5 prósentu
stig
(25,5% mínus 7%) en ekki um 18,5 prósent.

Ferðamaður, sem áður greiddi án VSK kr. 10.000 fyrir gistinguna og með VSK kr. 10.700, mun eftir breytinguna greiða kr. 12.550 með VSK.

Hækkunin sem ferðamaðurinn sér er úr 10.700 í 12.550 eða 17,3% af heildarupphæðinni. 

Hann greiðir aftur á móti 2.550 kr. í skatt í stað 700 kr. áður, eða 1.850 kr. meira sem er 264% hækkun.

Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu er því 264% ef af verður.   

 

Heyrst hefur að 7% VSK sé niðurgreiðsla ríkisins til ferðaþjónustuaðila, þeir séu því á ríkisstyrk. Þetta er reyndar haft eftir fjármálaráðherra.  

Væntanlega eru þá matvörukaupmenn líka á ríkisstyrk því matvara er með 7% VSK, ef ég man rétt.

 

Annars er það ekki ferðaþjónustan sem greiðir virðisaukaskattinn, heldur innheimtir hann af ferðamönnum fyrir ríkið.
Það eru því ferðamennirnir sem greiða vaskinn sem eru ríkisstyrktir, eða þannig ...
Wink

 

Það má ekki gleyma því að útlendingar hafa miklu meira verðskyn en við mörlandarnir. Þeir munu taka eftir þessari verulegu hækkun á virðisaukaskatti. Þeim mun hugsanlega fækka af þeim sökum.

Það gleymist e.t.v. í umræðunni að ferðamenn skilja miklu meira eftir sig en virðisaukaskatt af ferðaþjónustu. Miklu meira. Þannig getur fækkun ferðamanna vegna þessa auðveldlega haft þau áhrif að heildartekjur af þeim minnki stórlega.  Það er því eins gott að fara varlega í verðhækkunum.  Ekki rugga bátnum að óþörfu.

 

 

 

 

question-mark-blue.jpg

 


mbl.is Greiða engan virðisaukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það má samt færa fyrir því rök að ferðaþjónustunni blæði vegna skattsins því gistinóttum mun fækka vegna hans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.8.2012 kl. 17:53

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Einmitt Gunnar, eins og stendur neðst í pistlinum...

Ágúst H Bjarnason, 14.8.2012 kl. 17:54

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Góður punktur en engu að síður er þetta 264% hækkun ekki 364%

Vilberg Helgason, 14.8.2012 kl. 20:44

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir ábendinguna Vilberg., Auðvitað 264%. Lögum það snarlega

Ágúst H Bjarnason, 14.8.2012 kl. 21:13

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir að setja þetta svona upp, hef einmitt verið að reikna þetta út.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2012 kl. 13:22

6 Smámynd: Magnús Birgisson

En afhverju að vera að púkka uppá iðnað sem ekki getur lifað af án þess að fá afslátt frá skattgreiðendum ?

Afhverju að vera að taka frá framleiðsluþætti og beina þeim í farveg sem ekki getur tekið eðlilegan þátt í samneyslunni ?

Afhverju að vera að dekra eina grein sem veldur því svo að skattar eru þeim mun hærri á öðrum greinum sem þurfa að vinna upp afsláttinn svo ríkið geti fjármagnað sig ?

Afhverju lækkum við ekki bara allan vsk í 7% ? sömu rök hljóta að gilda fyrir allar greinar sem eru í erlendri samkeppni.

Magnús Birgisson, 15.8.2012 kl. 15:26

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er misskilningur hjá þér Magnús. Ferðaiðnaðurinn sýnir strax minnkandi veltu ef hann er of dýr. Ferðamennska er lúxus hjá flestum og er með því fyrsta sem fólk sparar við sig ef harðnar á dalnum. Með því að hafa vsk hóflegan í þessum geira, þá aukast skatttekjur ríkissjóðs en að sama skapi minnka þær með svona vitleysisgangi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.8.2012 kl. 16:19

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hef verið á báðum áttum í þessu, en hallast að því að virðisaukaskattur eigi að vera 17% - á öllu - eitt þrep. Grátkórar einstakra stétta eiga svo ekki að komast upp með að grenja fram undanþágu.

Held að öllum sé hollt að skoða eftirfarandi grein og sérstaklega línuritið sem fylgir.

Á því sést augljóslega að lækkun úr 14% í 7% hafði engin áhrif á verðlagningu gistiþjónustu, ekki nema þá til að hækka verðið.

Reyndar snarlækkar það rétt áður en 7% vsk var tekinn upp, sennilega vegna þess að hótelin og gistiheimilin hækkuðu verðið rétt áður og svo kemur snörp lækkun eftir breytinguna á vsk-prósentunni.

Ljóst er að gistiþjónustan var að setja á svið lækkun á verðinu, því verðið hækkar rétt fyrir breytinguna og lækkar svo strax eftir breytinguna. Þannig töldu þeir sig geta sagt hvað er þetta, lækkuðum við ekki verðið?

http://www.vf.is/adsent/rangfaerslur-hoteleiganda/53956

Þannig að rökin um að lægri skattar leiði til lægra verðs til neytenda, eru ekki sannfærandi þegar betur er að gáð.

Theódór Norðkvist, 15.8.2012 kl. 19:23

9 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Auðvitað alveg voðalegt ef einhver er farinn að græða á þessum iðnaði :D Það verður auðvitað að taka strax fyrir svoleiðis ósóma, er það ekki?

Já, mann fer að gruna að ráðgjafar núverandi stjórnvalda hafi lært sína hagfræði einhvers staðar þar sem samspilinu milli framboðs og eftirspurnar var stýrt með valdi en ekki öfugt.

Meginástæðan fyrir hækkunum á verði er (við eðlilegar aðstæður) stóraukin eftirspurn. Það sést á árstíðasveiflunum og það er meginskýring þeirrar hækkunar sem hefur orðið möguleg. Ekki græðgi ferðaþjónustuaðila eins og sumir halda. Allt umtalið eftir hrunið (neikvætt umtal vekur mesta athygli) og svo þessi fínu gos í kjölfarið.

Hér er smá lesning

http://en.wikipedia.org/wiki/Incidence_of_tax

http://en.wikipedia.org/wiki/Price_elasticity_of_demand

Björn Geir Leifsson, 15.8.2012 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband