Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....
Mikið hefur verið fjallað undanfarið um nýja grein í ritrýnda tímaritinu Astronomy & Geophysics sem gefið er út af hinu virta vísindafélagi Royal Astronomical Society. Greinin nefnist "Cosmoclimatology: a new theory emerges" og er eftir danska vísindamanninn Dr Henrik Svensmark. Það er kanski einum of djúpt í árinni tekið að segja að kenningin hafi skekið vísindaheiminn, en hún gæti gert það, reynist hún rétt. Sumir hafa þó kallað þessa nýju kenningu Rósettustein loftslagsfræðinnar. Enn sem komið er ekki hægt að fullyrða hvort svo sé, en kenningin er mjög áhugaverð og ýmsar jákvæðar vísbendingar um réttmæti kenningarinnar eru fyrir hendi. Á myndinni má sjá Henrik Svensmark á tilraunastofu Danmarks Rumcenter - Danish National Space Center. (Ath. Krækjur eru feitletraðar).
Áður hefur verið fjallað um þessi mál hér á bloggsíðunni. Sjá Merkileg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar frá 1. janúar s.l. Í nýju greininni, sem sækja má með því að smella hér, er þessari kenningu lýst á einfaldan og auðskilinn hátt.
Það sem gerir þessa kenningu svo merkilega er að hún getur skýrt stóran hluta þeirrar hlýnunar sem varð á síðustu öld. Í nýlegri samantekt IPCC um loftslagsbreytingar, Summary for Policymakers eru áhrif aukins koltvísýrings talin vera 1,6 W/m2, en áhrif útgeislunar sólar aðeins 0,12 W/m2 (solar irradiance). (Sjá Lesið í mynd frá IPCC eftir Einar Sveinbjörnsson). Skýrsla IPCC tekur aðeins tillit til beinna áhrifa sólargeislanna, en fjallar ekkert um áhrif sólvindsins og segulsviðs sólar. Í grein Henriks Svensmark í Astronomy & Geophysics kemur fram, að hin óbeinu áhrif breytilegrar virkni sólar geti verið miklu meiri en hin beinu áhrif. Reynist það rétt, þá eru áhrif sólar engu minni en áhrif aukins koltvísýrings á síðustu öld. Við verðum þó að muna eftir að þetta er ennþá kenning.
Hver er þessi Dr. Henrik Svensmark? Er þetta einhver óþektur vísindamaður sem er bara að bulla? Hann er reyndar ekki alveg óþekktur. Prófið að setja nafn hans Henrik Svensmark afmarkað með gæsalöppum í Google. Upp koma um 50.000 tilvísanir þegar þetta er ritað. Henrik starfaði áður á dönsku veðurstofunni Danmarks Meteorologiske Institut, en starfar nú hjá Dönsku geimrannsóknarstofnuninni, Danish National Space Center. Hann hefur stundað þessar rannsóknir í meira en áratug.
Kenning Henriks Svensmark hefur verið studd með tilraunum og mælingum. Bornar hafa verið saman mælingar sem gerðar eru með gervihnöttum og á jörðu niðri. Hjá Dönsku geimrannsóknarstofnuninni voru á síðasta ári gerðar tilraunir á rannsóknarstofu með mjög jákvæðum árangri, og um þessar mundir er verið að undirbúa mjög viðamikla tilraun hjá CERN í Sviss.
Kenningin, sem Henrik kallar Cosmoclimatology getur ekki eingöngu skýrt stóran hluta breytingar í hitafari á undanförnum öldum, þar með talið á síðustu öld, heldur einnig hvernig stendur á þeirri þekktu staðreynd að á 150 milljón ára fresti skiptast á hlýskeið og kuldaskeið. Á kuldaskeiðum koma raunverulegar ísaldir á 100.000 ára fresti (Milankovitch sveiflan), en á hlýskeiðum er nánast ofurhiti á jörðinni, eins og þegar risaeðlur léku við hvern sinn fingur. Kenningin getur einnig útskýrt hina þekktu þversögn, að þegar hlýnar á norðurhveli jarðar, þá er tilhneiging til kólnunar á Suðurskautslandinu.
Eftir þennan inngang er vonandi að einhverja langi til að lesa greinina, en til að auðvelda lesturinn er hér fyrir neðan stiklað á stóru og kenningin kynnt í mjög stuttu máli. Notaðar eru nokkrar myndir úr greininni og stuttar skýringar eru við hverja mynd. Það kemur væntanlega mörgum á óvart hve einföld og auðskilin þessi kenning er, en þannig er því einmitt oft farið í náttúrunni. Hér er þó aðeins stiklað á mjög stóru til að kynna helstu atriði kenningarinnar, en í grein Henriks kemur fram miklu meiri fróðleikur en hér. Lesendum bloggsins er eindregið ráðlagt að sækja eintak af "Cosmoclimatology: a new theory emerges". Greinin er hér á pdf formi (eins og í tímaritinu), en hér er greinin á html formi (virkar krækjur). Greinin er mjög auðlesin og auðskilin.
5 mínútna námskeiðið:
Mynd 1) Geimgeislar koma stöðugt frá gömlum sprengistjörnum (supernova) í Vetrarbrautinni. Þeir hafa verið mældir í áratugi. Einnig hafa þeir verið mældir óbeint árþúsundir aftur í tíman með hjálp geislavirkra samsæta (kolefni-14, beryllium-10).
Geimgeislarnir mótast af segulsviði sólar og eru því breytilegir með virkni hennar.
Myndin sýnir leyfar súpernóvu (Cassiopeia-A). Myndin er tekin með Röntgengeisla myndavél í Chandra-X gervihnettinum.
Mynd 2) Rauði ferillin er geimgeislar, en styrkur þeirra mótast af breytilegri virkni sólar.
Blái ferillin er þéttleiki skýjahulunnar upp í 3,2 km hæð, skv. skýjamyndum úr gervihnöttum.
Takið eftir hve ótrúleg samsvörun er milli ferlanna.
Skýjahulan er breytileg eftir virkni sólar, og skýin virka sem gluggatjöld sem opnast örlítið þegar virkni sólar eykst, en lokast þegar virkni sólar minnkar.
Takið eftir hve mikil breyting í skýjahulu þetta er. Breytingin er um 2% sem getur breytt orkuinnstreymi sólar um 1,2 wött á fermetra, og það aðeins mælt yfir eina sólsveiflu, eða 11 ár.
Mynd 3) Myndin sýnir styrk geimgeisla aftur til ársins 1700 (óbeinar (proxy) mælingar).
Breyting á skýjahulu er sýnd með rauð-gulum lit lengst til hægri, en að sjálfsögðu eru ekki til skýjamyndir frá gervihnöttum nema í fáeina áratugi.
Blái ferillinn sýnir styrk geimgeisla (öfugur skali á Y-ás), en takið eftir hve mikil samsvörun er við breytingar á hitastigi, eins og við þekkjum úr mannkynssögunni. Við sjáum til dæmis greinilega kaldasta tímabil Litlu ísaldarinnar lengst til vinstri (Maunder minimum), og kuldaskeiðið um 1810 (Dalton minimum). (Sjá mynd hér af Thames, þegar Maunder minimum í sólinni orsakaði fimbulkulda).
Ef við reiknum með að skýjahulan hafi breyst í samræmi við mynd 2 hér að ofan, þá má áætla að hún hafi breyst um 3% yfir tímabilið og orkuinnstreymið (forcing) um 2 W/m2 (wött á fermetra). Það væri í sjálfu sér nóg til að útskýra alla hækkun hitastigs frá Litlu ísöldinni til vorra daga. Að sjálfsögðu er þetta ennþá tilgáta, en samt ákveðnar vísbendingar.
Mynd 4) Dr. Nir Shaviv hefur ásamt Henrik Svensmark o.fl. þróað kenningu sem skýrir 150 milljón ára sveiflu í hitafari jarðar.
Sólkerfið okkar er í ytri hluta stjörnuþoku sem kallast Vetrarbrautin. Vetrarbrautin lítur úr eins og margar stjörnuþokur, og er með fjölmörgum þyrilörmum sem sólkerfið ferðast á milli.
Þegar sólkerfið er statt inni í einum þyrilarma vetrarbrautarinnar er geimgeislun sem jörðin verður fyrir frekar mikil, en geimgeislar stafa m.a. af deyjandi stjörnum (supernova). Þegar geimgeislun er mikil er tíðarfar frekar svalt og ísaldir tíðar (Raunverulegar ísaldir, ekki svokallaðar litlar ísaldir).
Þegar sólkerfið er statt milli þyrilarma eru geimgeislar tiltölulega veikir og tíðarfarið mjög hlýtt hlýtt, og ísaldir litlar sem engar. Það tekur jörðina um 145 milljón ár að ferðast milli þyrilarma Vetrarbrautarinnar, en það er svipað og langtímasveiflur í geimgeislun og hitafari. Sjá vefsíðu Nir Shaviv The Milky Way Galaxy's Spiral Arms and Ice-Age Epochs and the Cosmic Ray Connection. Einnig er smávegið fjallað um kenninguna á vefsíðunni Öldur aldanna.
Mynd 5) Menn hafa lengi velt fyrir sér þeirri þversögn, að þegar hlýnar á norðurhveli jarðar, þá kólnar á Suðurskautslandinu, og öfugt.
Norðurhvelið er blár ferill og Suðurskautslandið rauður ferill.
Svensmark kenningin getur útskýrt þetta. Skýjahulan hefur nefnilega minna endurskin er mjallahvítur snjórinn. Meiri skýjahula veldur því minna endurskini og því hlýnun, öfugt við það sem gerist yfir snjólausu landi og sjó.
Mynd 6) Nýkomin er út bók eftir Hnrik Svensmark og Nigel Calder, fyrrum ritstjóra New Scientist. Bókin heitir The Chilling Stars: A New Theory of Climate Change og fæst hér hjá Amazon.
Undirritaður náði sér í eintak og er farinn að glugga í bókina. Hún virðist mjög áhugaverð og vel skrifuð. Bókin fjallar um aðdraganda þessarar nýju kenningar fyrir áratug, á hverju hún byggist og um tilraunir sem gerðar hafa verið og verið er að gera. Auðlesin.
Formála að bókinni ritar prófessor Eugene Parker, sá hinn sami og uppgötvaði sólvindinn. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. US National Medal of Science og Kyoto Price for Lifetime Achivement in Basic Science.
Undirritaður á þrjár aðrar bækur eftir Nigel Calder: Magic Universe-The Oxforde Guide to Modern Science. Oxford University Press 2003. 750bls.; Einsteins Universe-One Hundred Years of Relativity. Penguin Books 2005. 190 bls.; The Manic Sun-Weather Theories Confounded. 210 bls. Pilkington Press 1997.
Mæli eindregið með þessari merku bók The Chilling Stars.
Greinin "Cosmoclimatology: a new theory emerges" er hér á pdf formi (eins og í tímaritinu), en hér er greinin á html formi (stærri myndir og virkar krækjur). Greinin er mjög auðlesin og auðskilin. Nauðsynleg lesning fyrir alla þá sem vilja fyljast með
Í lokin, smávegis frá eigin brjósti:
Vissulega er þetta aðeins kenning enn sem komið er, en þetta er kenning sem verið er að sannreyna með tilraunum. Enn sem komið er bentir flest til að kenningin eigi við rök að styðjast. svo að full ástæða er til að gefa henni góðan gaum.
Hvaða áhrif mun kenningin hafa ef hún reynist rétt? Að sjálfsögðu mun heimsbyggðin öll kætast. Margir munu anda léttar. Var kenningin um hnatthitun af mannavöldum bara vondur draumur, slæmur draumur eins og kenningin sem skók heimsbyggðina fyrir um þrem áratugum um að ísöld væri að skella á? (Sjá grein frá þeim tíma í Newsweek). Fögnuður okkar Frónverja munum þó verða blendinn, því það mun þá ef til vill kólna aftur eins og eftir hlýskeiðið á landnámsöld. Sagan endutekur sig og gengur í sveiflum, alveg eins og hitafar jarðar.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Breytt 24.2.2007 kl. 20:53 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þakka þér áhugaverða umfjöllun, Ágúst. Maður treystir því að þú verðir áfram á vaktinni og flytur okkur fréttir af því hvernig kenningu Svensmark reiðir af.
Páll Vilhjálmsson, 20.2.2007 kl. 21:06
Þetta er stórmerkilegt. Hvers vegna hefur ekki verið fjallað meira um þetta í fjölmiðlum?Kveðja Atli. (http://atlih.blogg.is)
atli (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:12
Mjög áhugavert1
Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.2.2007 kl. 21:35
Sælir
Hér er smávegis úr erlendum fjölmiðlum:
.
Times Online:
An experiment that hints we are wrong on climate change
http://www.timesonline.co.uk/tol/news/uk/article1363818.ece
.
BBC
THE CHILLING STARS
http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/newsnight/6362407.stm
.
National Post
End the chill
http://www.canada.com/nationalpost/news/archives/story.html?id=216ca730-10f0-4614-9692-fc37d99cbac3
.
Sunday Telegraph
Cosmic rays blamed for global warming
http://www.telegraph.co.uk/news/main.jhtml?xml=/news/2007/02/11/warm11.xml
.
Denmark.dk
Cosmic rays and climate
http://denmark.dk/portal/page?_pageid=374,931599&_dad=portal&_schema=PORTAL
.
Berlinske Tidene
Skeptikerne
http://www.berlingske.dk/udland/artikel:aid=862302
.
Lawrence Solomon, The Financial Post
The sun moves climate change
http://www.canada.com/nationalpost/story.html?id=fee9a01f-3627-4b01-9222-bf60aa332f1f&k=0
.
Svo er bara að bíða og sjá hvað tíminn leiðir í ljós.
Atli, ég opnaði síðuna þína http://atlih.blogg.is/ og sé að þú ert búinn að rita ágæta grein um málið.
Bestu kveðjur
Ágúst
Ágúst H Bjarnason, 20.2.2007 kl. 22:43
Það hefur reyndar verið gaman að fylgjast með viðbrögðum fjölmiðla við þessu. Viðbrögðin virtust hálfpartin fara eftir því hvar fjölmiðlar eru í pólitíkinni. Miðlar heldur til hægri (t.d. Daily Telegraph og Times) birtu þetta á forsíðu á netinu í lengri tíma en þeir sem eru til vinstri birtu þetta annað hvort ekki eða grófu það (T.d. CNN og BBC).
Loftlagsbreytingar eru stórpólitískt mál!
G (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 23:35
Mikið er gott að fá staðfestingu á sannfæringu sinni!
Jarðsagan segir okkur að það koma ísaldir reglulega. Ekki voru þær af mannavöldum sem segir okkur að það voru/eru aðrir kraftar sem stjórna. Eru ekki eldgos, flekahreyfingar og jarðskjálftar einnig orsakir "krafta" sem enn hafa ekki verið uppgötvaðir eða útskýrðir?
Inga (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 21:16
Takk fyrir póstinn Kolbrún. Væntanlega læt ég vita á bloggsíðunni ef fleiri fréttir berast af þessum málum. Það verður fróðlegt að fylgjast með tilraununum sem eru í gangi hjá CERNþ
Ágúst H Bjarnason, 22.2.2007 kl. 07:32
Inga: S.l. laugardag var mjög fróðlegur fyrirlestur á vegum Raunvísindadeildar H.Í.
Ólafur Ingólfsson prófessor hélt erindi sem kallaðist "Funheitt gróðurhús eða brunagaddur ísaldar - Veðurfarssaga síðustu 650 milljón ára. Þar kom einmitt fram hve stóran þátt flekahreyfingar hafa átt í að móta veðurfarssögu jarðar. Eldgos geta valdið kólnun sem stendur þó ekki mikið lengur en í mesta lagi fáein ár.
Ágúst H Bjarnason, 22.2.2007 kl. 07:37
Beitt gagnrýni á þessa GCR tilgátu.
Bjarni (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 08:02
Hér eru líka skemmtilegar slóðir sem innihalda gagnrýni á "hina kenninguna."
http://www.junkscience.com/Greenhouse/
http://www.junkscience.com/draft_AR4/
G (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 11:38
Hér er safn fróðlegra hitaferla. Þarna eru hitaferlar sem sýna raunverulegar mælingar með hitamælum eða gervihnöttum, og ferlar sem sýna hitabreytingar jafnvel árþúsundir aftur í tímann. Smella hér og hér
Ágúst H Bjarnason, 22.2.2007 kl. 13:26
Takk fyrir afar frólegar greinar um þessi mál. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og því hvort mannfólkið getur tekið réttar ákvarðanir í þessum loftlags-mengunar-málum. Það er jú forsenda þess að ná árangri í þessari baráttu okkar í jafnvægi, okkar og umhverfis, að við vitum hvað er orsök og hvað er afleiðing.
Birgir Þór Bragason, 23.2.2007 kl. 11:45
Mér fannst greinin mjög læsileg og niðurstöðurnar sannfærandi. Hins vegar vona ég að Svensmark hafi ekki rétt fyrir sér. Allar líkur benda til þess að sólgeislun fari minnkandi á næstu árum með þá tilheyranda kólnun hér á Íslandi.
Spurning er hvort við verðum þá ekki að reyna auka CO2 losunina til að reyna að hamla á móti kólnuninni. CO2 í sjálfu sér er, er náttúrlegur hluti af andrúmsloftinu sem ekki hægt að kalla skaðlega mengun. Aukið CO2 eykur gróðurvöxt sem ekki er vanþörf á, eins og t.d. á Íslandi eftir margra alda gróðureyðingu.
Ég sá að Svensmark þessi hefur skrifað grein með Sigfúsi J Johnsen sem er þekktur fyrir borkjarnarannsóknir sínar á Grænlandsjökli. Sjá: http://www.proclim.ch/SwissArticle.acgi$Detail_Author?616016892%209609
Finnur Hrafn Jónsson, 24.2.2007 kl. 01:44
Sæll Finnur
Takk fyrir póstinn. Þetta er mjög áleitin spurning sem þú varpar fram.
Varðandi CO2 í andrúmsloftinu, þá kemur fram í Skógræktarbókinni (Skógræktarfélag Íslands 1990, bls. 48) um trjávöxt að "tilraunir hafa sýnt að vöxturinn er mestur ef loftið inniheldur um 0,4% af koltvísýringi". Þetta er rúmlega tífalt það magn sem nú er í andrúmsloftinu. Þetta þekkja gróðurhúsabændur vel, enda losa þeir óhemju magn af CO2 í gróðurhús sín til að örva vöxtinn. Er CO2 mengun í þessum skilningi?
Takk fyrir ábendinguna um Sigfús.
Ágúst H Bjarnason, 25.2.2007 kl. 11:59
Mér sýnist á öllu að þessar rannsóknar hafa verið blásnar upp til að gefa mun meira afgerandi niðurstöður en raunin er. Þá er nokkuð ljóst að þetta sé notað sem vatn á myllu þeirra sem vilja halda áfram að menga, eða kaupa sér tíma varðandi mengunarkvóta þangað til þeir hafa náð að fjarfesta í orku sem ekki stafar jafn mikilli CO2 megun af.
Hér er athugasemd frá meðhöfundi að skýrsluna danska, ( að manni sýnist ) tekin af
http://www.realclimate.org/index.php/archives/2006/10/taking-cosmic-rays-for-a-spin/
" We all agreed in the group that we did not want it to be another GCR vs. GHW debate but it seems to be this angle that the media is most interested in (sadly, but somehow understandable). I hope that at least in the scientific community it will be the science and not the spin that will be the main focus. "
Höfundar á baki IPCC skýrsluna telja þúsundir af færustum vísindamönnum heims og að sjálfsögðu er búið að ritrýna það efni mjög gaumgæfulega. Það getur maður ekki sagt um þessa "Cosmoclimatatology" sýnist manni. Að sjálfsögðu er ekki lokið fyrir það skotið að IPCC hafi yfirsést eitthvað, en að manni skilst frá realclimate.org, hafa Svensmark og vínir, eða allavega þann umfjöllun sem þeir hafa fengið fremur fælt "alvöru" vísindamönnm frá fremur en hitt. En þetta væru þeir sem mundu geta hjálpað til með að kanna gildi þessar kenningar
Varðandi viðbrögð stjórnmálamanna, þá eru þar að auki svo margar aðrar aðstæður til þess að bremsa verulega á mörgu sem losar gróðurhúsalofttegunda.
Meir að segja George Bush er farinn að virðurkenna að slæmt sé að vera svona háður einni orkugjafa. Þá felst ymis önnur mengun í bruna jarðefnaeldsneytis, og það er dýrt til lengdar að fara með þetta eins og ledsneytið sé nánast ókeypis og afleiðingar varðandi mengunar engar. Margs konar aðgerðir til að minnka orkueyðslu hafa sparað stórfé, í "beinum" útgjöldum. Við þessu bætist umhverfisspjöll af ymsum toga. Svo líka með auknar almenningssamgöngur, hjólreiðar og göngu, á móti fækkun ferða á einkabíl. Það sama má segja um stóraukinni neyslu á kjöti í heiminum, meir en sem svarar fjölgun mannkýns, sem er afar frekt á auðlindum, þar með talið olíu og þess háttar, landnýtingu, líffræðileg fjölbreytni, sjúkdóma (fulgaflensa, riða, Mad Cow ofl ) .
Morten Lange, 25.2.2007 kl. 18:59
Sæll ágæti Morten.
Kærar þakkir fyrir póstinn. Ekki vakti það fyrir mér að kasta rýrð á kenninguna um áhrif koltvísýrings á hækkun hitastigs. Um það gilda einföld lögmál eðlisfræðinnar. Hve mikil þau áhrif eru greinir menn samt um. Helmingur á síðustu öld? Meira? Minna? Það er erfitt að fullyrða. Eðlisfræðin segir manni að tvöföldun CO2 í andrúmsloftinu ætti að valda um 1°C hækkun hitastigs, komi ekki annað til. Þetta "annað" er ýmiss konar afturverkun (feedback) sem vinnur ýmist með eða á móti. Margir reikna með að þessi afturverkun vinni sem mögnunaráhrif og fá þannig um 4°C hitahækkun fyrir tvöföldun. Sumir telja þessi áhrif mun minni, eða jafnvel til minnkunar (negative feedback).
Ég reyni að líta á þetta hlutlaust, ef það er hægt. Innst inni vona ég að náttúrulegu sveiflurnar hafi minni áhrif en þær sem eru af mannavöldum, því þá er síður hætta á kólnun sem við þolum illa hér á landi. Auðvitað er þetta eintóm eigingirni hjá mér, en mér er meinilla við kal í túnum, hafís og aðra óáran.
Annars er gaman að lesa bókina "The Chilling Stars". Þar kemur vel fram aðdragandi þessarar kenningar Svensmarks og hvernig henni var tekið í byrjun. Það er einnig fróðlegt að lesa ummæli prófessors Dr. Eugene Parker í formála bókarinnar þar sem hann lýsir hvernig viðtökur kenning hans um sólvindinn fékk á sínum tíma.
Höfum í huga hvað Carl Sagan sagði: "The essence of science is that it is self-correcting". Nú getur vel verið að náttúran sjálf sé í þann mund að gera tilraun, þ.e. ef spár sumra vísindamanna ganga eftir. Fari veðurfar kólnandi á næstu áratugum, eins og þeir spá, gefst kærkomið tækifæri að meta eða mæla hve raunveruleg áhrif breytingar í sólinni eru samanborið við losun manna á koltvísýringi. Auðvitað reynum við að líta hlutlaust á málin þangað til við skiljum betur eðli loftlagsbreytinga, og fögnum öllu sem hjálpar okkur til að skilja þessi flóknu mál betur. Kenning Henriks Svensmark er enn sem komið er aðeins kenning, þó hún sé studd góðum rökum, en væntanlega verðum við miklu fróðari eftir fáein ár.
Enn og aftur, takk fyrir ágæta athugasemd Morten.
Bestu kveðjur
Ágúst
Ágúst H Bjarnason, 25.2.2007 kl. 20:44
Takk sömuleiðis, Ágúst, og takk fyrir athugasemd á blogginu hjá mér.
Man að þú hafir áður talað um að kannski sé áhrif sólar meiri og afturverkun minni en IPCC hefur komist að. Ekki svart og hvítt sem sagt. En umræðan virðist svo oft lenda í þessu spori, því miður, líka hérna á blogginu hjá þér, fannst mér.
Gleymdi annars að hrósa þér fyrir góða uppsetningu á efninu með fullt af tilvitnunum. Gott hefði verið að benda líka á umfjöllun t.d. realclimate.org um efnið, til að gæta jafnvægis :-)
Veit samt að þetta með að gæta jafnvægis sé ekki alltaf jafn auðvelt. Það er jú svo margt sem maður vill koma á framfæri, og ekki alltaf tími til að leita uppi viturleg gagnrýnisrök.
Morten Lange, 25.2.2007 kl. 22:31
Þetta er hárrétt hjá þér Morten. Það er vandrataður meðalvegurinn. Mikilvægast er alltaf að gera sér grein fyrir hve þekking okkar er lítil. Sjálfsgt verður hún alltaf jafnlítil, því það er sama hve við vitum mikið, alltaf þyrstir okkur í meiri fróðleik.
Ég held að flest okkar vilji náttúrunni vel. Sjálfur er ég alinn upp við sveitarstörf í fimm sumur og skógrækt. Vann hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sem unglingur og plantaði tugþúsundum trjáplantna. Er reynda enn að, þó svo afköstin séu minni í dag. Ég á landskika sem ég uni mér við að græða og bæta. Ég er því mikill náttúruverndarsinni inn við beinið, en hef alltaf haft þörf fyrir að sjá hvað liggur að baki fræðunum. Mjög sérvitur, eða þannig ;-)
Hugvekjur þínar á bloggsíðu þinni eru mér mjög að skapi. Hafðu þökk fyrir þær, svo og fyrir ágætt og fróðlegt framlag á spjallvef okkar stjörnuáhugamanna. Það er gaman og fræðandi að ræða þessi mál. Við erum kanski ekki alltaf alveg sammála, en það er í góðu lagi. Við lærum þeim mun meira með því að rökræða málin.
Bestu kveðjur
Ágúst
Ágúst H Bjarnason, 25.2.2007 kl. 23:02
"Höfundar á baki IPCC skýrsluna telja þúsundir af færustum vísindamönnum heims og að sjálfsögðu er búið að ritrýna það efni mjög gaumgæfulega."
Ég skil ekki hvers vegna er alltaf verið að vísa í fjölda vísindamannanna á bakvið IPCC skýrsluna sem rök fyrir niðurstöðum nennar. Sumir taka líka fram að þeir hafi allir verið sammála og það séu líka rök fyrir að niðurstöðurnar séu réttar!
Fjöldi sem stendur á bakvið kenningu eða fjöldi þeirra sem er sammála henni (scientific consensus) segir nákvæmlega ekkert um réttmæti hennar. Á sínum tíma var meirihlutinn á því að sólin snerist um jörðina og Galileo og félögum var ekki vel tekið. Ekkert hefur breyst síðan þá.
G (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 13:49
Vel fjallað um þessi mál í þættinum "the great global warming swindle". Góð mynd.
Ragnar Bjarnason, 9.3.2007 kl. 09:16
Sæll Ragnar
Ég var búinn að frétta að myndin yrði sýnd á Channel 4 ITN í gærkvöld. Þótti slæmt að sjá hana ekki. Sést Channel 4 hér á landi? Það væri gama að sjá myndina.
Bestu kveðjur, Ágúst
Ágúst H Bjarnason, 9.3.2007 kl. 11:39
Því miður vill oft verða, finnst mér, hjá okkur Íslendingum a.m.k. hlutirnir verða annað hvort svartir eða hvítir og það hindrar oft vitrænar rökræður sem eru nú skemmtilegasti hlutinn ef maður er að pæla í hlutunum.
Ég bý við það að vera staðsettur þannig á landinu að ég sé nánast ekkert annað sjónvarp heldur en ruv, þannig að ég er með disk og þar næ ég öllum helstu bresku stöðvunum. Sekk oftar en ekki niður í heimildarmyndir.
Ragnar Bjarnason, 15.3.2007 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.