Þriðjudagur, 2. september 2014
Hvers vegna er orðið "Mekatronik" þýtt sem "Hátækni" - eða Mekatronik Ingeniør þýtt sem Hátækniverkfræðingur...?..
Mekatronik Ingeniør = Hátækniverkfræðingur?
Hugtakið "mekatronik" eða "mechatronic" er notað til að lýsa skörun tveggja eða fleiri fagsviða, til dæmis vélaverkfræði og rafeindaverkfræði. Mechanical+Electronic renna saman svo úr verður Mechatronic, eða Mekatronik eins og frændur okkar í Skandinavíu og víðar kalla fagið. Mekatronik fæst þannig til dæmis við vélbúnað sem er samofinn rafeindabúnaði, þar sem hvorugt getur án hins verið. Einhverjum hefur dottið í hug að þýða mechatronic sem hátækni í samsetningunni "mechatronic engineering". Þannig hefur til dæmis orðið til fagheitið hátækniverkfræði. Hátækniverkfræði? Hvers vegna í ósköpunum hátækniverkfræði? Hvað er eiginlega hátæknilegra við mekatronik verkfræði en til dæmis rafmagnsverkfræði, rafeindaverkfræði, raforkuverkfræði, stjórnkerfisverkfræði, fjarskiptaverkfræði, vélaverkfræði, skipaverkfræði, efnaverkfræði, eðlisverkfræði, kjarnorkuverkfræði, tölvuverkfræði, byggingaverkfræði, skipulagsverkfræði, samgönguverkfræði, jarðverkfræði, þjarkaverkfræði, flugverkfræði, flugvélaverkfræði, heilbrigðisverkfræði, iðnaðarverkfræði...? Hverjum dettur í hug að þessi svokallaða Hátækniverkfræði sé hátæknilegri en Aerospace Engineering? Vonandi engum. Sjálfsagt er ástæðan fyrir nafninu vandræðagangur við þýðingu á orðinu. Einhverjum hefur ekki dottið annað í hug. Íslendingar verða auðvitað að þýða öll orð, en Danir, Svíar og Norðmenn kalla fagið mekatronik eins og margar aðrar þjóðir. Við Íslendingar þýðum það sem hátækni . Ef við notum sömu aðferðafræði við að finna orð samsett úr tveim öðrum, Mechanical+Electronic=Mechatronic, getum við prófað Véla+Rafeinda=Véleinda. Er ekki Véleindaverkfræði miklu skárra orð í þessu samhengi en Hátækniverkfræði? Það er að segja ef við viljum endilega þýða orðið. Við tölum til dæmis um rafvirkja, vélvirkja og síðan rafvélavirkja. Við höfum nokkrir vinnufélagar hjá Verkís, allir eins konar hátæknifræðingar og hátækniverkfræðingar í venjulegum skilningi þess orðs, rætt þetta mál yfir óteljandi kaffibollum, og erum við sammála um að afleitt sé að kalla " Mechatronic Engineering" "Hátækniverkfræði", og viljum auglýsa eftir betra orði...
Mechatronics er náskylt Robotics. Robotic Engineer gætum við kallað Þjarkaverkfræðing. -
Eru það hátækniverkfræðingar sem hanna hátæknisjúkrahús? Humm...?
--- --- --- Uppfært 5. september: Sjá athugasemdir hér fyrir neðan. Hálfdan Ómar Hálfdanarson, íðorðastjóri vísindasviðs Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins bendir á að orðið sé í Hugtakasafni þeirra: mechatronics (mekatronik) = rafeindavélfræði http://www.hugtakasafn.utn.stjr.is Síðan gætum við jafnvel útfært það: mechatronics engineer: rafeindavélaverkfræðingur eða rafeindavélatæknifræðingur. Við skjótum bara inn -véla- í t.d. rafeindaverkfræðingur sem er í málinu. Styttri og þjálli útgáfa gæti verið rafvélaverkfræðingur. Hálfdán hafði aftur samband og hafði orð á að sér litist betur á orðið véleindafræði en rafeindavélfræði. Hvað finnst þér? --- --- ---
Robotics is the branch of science and technology that deals with the design, manufacture, and application of intelligent machines as well as of the computer systems and software that power their intelligence. Mechatronics is the integration of mechanical, electronic and computer engineering in the design of high performance hybrid systems that embody numerous 'intelligent' or 'smart' features. The interdisciplinary engineering field of Robotics and Mechatronics studies automata from an engineering perspective and designs high performance solutions at affordable costs. |
Anna Hildigunnur verðandi Mekatronik Ingeniør
útskýrir fyrir okkur hvað mekatronik er:
Stjórnkerfi - Tölvukefi - Rafeindakerfi - Vélbúnaðarkerfi
ásamt undirgreinum
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.9.2014 kl. 10:27 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þó skömminni skárra en "hátæknisjúkrahús".
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 19:00
Hafa menn notað fjölverkfræði yfir svona menntun í fleiri en einni grein, samofnum?
Þórhallur Birgir Jósepsson, 2.9.2014 kl. 22:54
Áhugaverðar hugleiðingar. Hversvegna ekki "vélstýritækni" ?
Eitt ömurlegast nýyrðið í íslensku er "þjarkur." Mun betra er "róbóti" sem beygist eins og "ábóti".
Spítalar eru að taka í notkun "skurðróbóta" eða finnst ykkur betra "skurðþjarka" ?
Jón Hjaltalín (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 10:08
Hálfdan Ómar Hálfdanarson, íðorðastjóri vísindasviðs Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins, sedi mér góðan póst áðan.
Hann skrifar meðal annars:
"Ég er algerlega sammála því að þýðingin ,hátækni´ er ekki tæk lausn og hlýtur að vera frátekin fyrir annað hugtak, high technology.
En þú hefur augljóslega ekki séð okkar lausn í Hugtakasafni utanríkisráðuneytisins, sem er opið öllum á netinu, sjá: http://www.hugtakasafn.utn.stjr.is
Þar má finna þessa færslu:
mechatronics: rafeindavélfræði
sem er ekki langt frá pælingum ykkar"
Ég þakka Hálfdáni kærlega fyrir ábendinguna um þýinguna á mechatronics, og einnig að minna á Hugtakasafn Utanríkisráðuneytisins. Það er mikill fengur í því safni.
mechatronics: rafeindavélfræði
Síðan gætum við jafnvel útfært það:
mechatronics engineer: rafeindavélaverkfræðingur eða rafeindavélatæknifræðingur
(Styttri útgáfa gæti verið rafvélaverkfræðingur, en það má misskilja).
(Við skjótum bara inn -véla- í t.d. rafeindaverkfræðingur sem er í málinu).
Rafeindavélaverkfræðingur er örlítið lengra en rafeindaverkfræðingur , en mjög lýsandi.
Ágúst H Bjarnason, 3.9.2014 kl. 11:31
Jón Hjaltalín.
Ég er nokkuð sammála þér um orðin róbóti og þjarki. Í mínum huga er þjarki eins konar berserkur.
Vélstýritækni er auðvitað lýsandi, en rafeindavélfræði er til í Hugtakasafninu. Það er þó hægt að nota vélstýritækni innan rafeindavélfræðinnar, til dæmis í setningum eins og "...í kerfinu er vélstýritækni mikið notuð til að gera það sjálfvirkt..."
Ég veit Jón að þú þekkir róbótatæknina vel.
Með góðri kveðju,
Ágúst H Bjarnason, 3.9.2014 kl. 11:37
Þórhallur. Innan verkfræðinnar hafa skapast margar sérgreinar eins og upptalningin í pistlinum gefur til kynna. Í reynd er það þó þannig að menn velja oft að kalla sig einfaldlega t.d. rafmagnsverkfræðing, vélaverkfræðing, iðnaðarverkfræðing eða byggingaverkfræðing, þó svo að hægt sé að nota nákvæmari skilgreiningu.
Í starfi hér á landi er sérhæfingin ekki eins mikil og erlendis. Hér getur sami rafmagnsverkfræðingurinn á nokkrum dögum komið að vinnu við við t.d. fjarskiptamál, stjórnkerfi, sjálfvirknikerfi, varnarbúnað, fjargæslukerfi, orkudreifingu, orkuöflun, o.s.frv... Hann er þó hugsanlega sérmenntaður á einu þessara sviða. Þess vegna er þægilegast að bara að kalla sig rafmagnsverkfræðing.
Orðið fjöltæknifræði minnir mig á, að það kann að hafa verið þýðing á danska orðinu polyteknik. Hinn frægi danski verkfræðiháskóli DTU hét upphaflega Den Polytekniske Læreanstalt, en hann var stofnaður árið 1829. Í Frakklandi var École Polytechnique, stofnaður 1794. Polyteknik kemur víðar fyrir í svona samhengi.
Fjölverkfræði er kannski of opið hugtak?
Ágúst H Bjarnason, 3.9.2014 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.