Glæsihótel og fótanuddtæki...

 

Cranes-at-Dawn-Picture 

 

 

Hvað eiga eiginlega fótanuddtæki og hótelbyggingar sameiginlegt? Kannski skortur á fyrirhyggju og múgsefjun Íslendinga. Allir ætla að græða á því sama.

Fyrir þrem áratugum tókst sniðugum kaupmanni að selja stórum hluta Íslendinga fótanuddtæki. Öll enduðu þau fjótlega á haugunum eða í rykföllnum geymslum landsmanna. Eitt sinn voru það refabú og minnkabú sem enduðu á hausnum, nú eða laxeldisstöðvarnar... Listinn er langur.

Nú er verið að reisa hótel á út um allt eða verið að breyta atvinnuhúsnæði í hótel. Engin veit hve mörg þau eru og enn síður hve mörg herbergin verða. Enginn veit hve gistiheimilin eru mörg, og ekki heldur íbúðir sem leigðar eru ferðamönnum. Kannski herbergin séu að verða jafnmörg fótanuddtækjunum 14 þúsund sem Radíóbúðin seldi 1982. Hver veit?

Fyrir einhverja tilviljun, kannski var það að þakka eldgosinu í Eyjafjallajökli, komst Ísland í tísku. Það er þó eðli allra tískusveiflna að þær rísa og hníga svo aftur.

Það er þó ekki bara tískubólan sem getur sprungið hvenær sem er. Kreppa er að læðast að Evrópubúum um þessar mundir. Hvaða áhrif hefur það á ferðaiðnaðinn hér?

Nú eru ýmsir farnir að hafa áhyggjur af málinu. Í Morgunblaðinu í dag er þessi forsíðufrétt:

 

Varað við kerfishættu


Sérfræðingur sér hættumerki í ferðaþjónustu - Bankastjóri hvetur til varkárni


Útlán til gríðarlegar uppbyggingar í ferðaþjónustu getur skapað kerfishættu í bankakerfinu. Þetta er mat Sveins Ó. Sigurðssonar viðskiptafræðings sem ...

Baldur Arnarson baldura@mbl.is

Útlán til gríðarlegar uppbyggingar í ferðaþjónustu getur skapað kerfishættu í bankakerfinu. Þetta er mat Sveins Ó. Sigurðssonar viðskiptafræðings sem hefur rannsakað arðsemi hótela.


Hjá Seðlabankanum fékkst upplýst að hlutfall útlána banka til greinarinnar væri óþekkt.


Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa hafnað sumum umsóknum um uppbyggingu í ferðaþjónustu. »Ég held að það þurfi að fara varlega og það er það sem við reynum að gera. Við erum til í að lána í verk þar sem við teljum að áhættan sé ekki of mikil...
Mikill vöxtur getur skapað hættu,« segir Steinþór.


Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ferðaþjónustu að ná sama vægi og sjávarútvegur áður. Niðursveifla í ferðaþjónustu geti því haft keðjuverkandi áhrif. »Ákveðnir hlutar ferðaþjónustunnar eru mjög fjármagnsfrekir, líkt og hótelrekstur, og hljóta því að krefjast töluverðrar lánafyrirgreiðslu,« segir Ásgeir.

-


Á blaðsíðu 4 er ítarlegri umfjöllun.  Hvað er hægt að gera við öll þessi hótel ef illa fer og Ísland verður ekki lengur í tísku meðal erlendra ferðamanna, eða ef þeir hafa ekki lengur efni á að ferðast hingað? Hefur einhver hugsað út í það?  Hve mörgum milljörðum munu þeir sem lánað hafa fé í þetta ævintýri tapa?

 

Við skulum samt leyfa okkur að vona að þessi ótti reynist ástæðulaus.  



24 Reasons Iceland Is The Best Country On The Planet



 

 

 

hotel_room.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Bezta auglýsingin fyrir Ísland sem áfangastað á ferðalagi er ferðamaður, sem snýr ánægður heim og segir vinum, vandamönnum og vinnufélögum frá fríinu sínu á Íslandi.  Mikið af ferðamönnunum hingað er ungt og sparsamt fólk og fólk á lífeyrisaldri.  Þetta fólk er ekki mjög næmt fyrir slakri hagsveiflu í Evrópru, en einnig koma hingað margir Engilsaxar, og hjá þeim gengur mun betur, að ótöldum Asíumönnum.  Lækkun eldsneytisverðs mun hafa góð áhrif á vöxt ferðamannaiðnaðarins, eins og á atvinnulíf almennt, nema hjá Rússum, Norðmönnum, Aröbum og Persum.  Norðmenn fara alveg afleitlega út úr olíuverðlækkunum núna.  Í heildina mundi ég gizka á, að ferðamannastraumurinn minnki ekki til Íslands á þessum áratugi, en hægja hlýtur á vextinum.  

Bjarni Jónsson, 13.12.2014 kl. 20:36

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bjarni. Við skulum sannarlega vona að ferðamannastraumurinn minnki ekki á næstunni, en verða ferðamenn nægilega margir til þess að hægt verði að reka öll þessi hótel án taps?


Ágúst H Bjarnason, 13.12.2014 kl. 23:11

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mikil fjárfesting í ferðaþjónustu skapar áhættu

Sérfræðingur varar við bakslagi

Gríðarleg fjárfesting í ferðaþjónustufyrirtækjum, einkum nýjum hótelum, getur skapað kerfislæga hættu fyrir íslenska bankakerfið.Þetta er mat Sveins Ó...


Sveinn Óskar Sigurðsson

Baldur Arnarson baldura@mbl.is

Gríðarleg fjárfesting í ferðaþjónustufyrirtækjum, einkum nýjum hótelum, getur skapað kerfislæga hættu fyrir íslenska bankakerfið.

Þetta er mat Sveins Óskars Sigurðssonar, viðskiptafræðings og framkvæmdastjóra ráðgjafarfyrirtækisins Amicus, sem telur ekki hægt að útiloka að bakslag í ferðaþjónustu í framtíðinni muni ógna getu ferðaþjónustufyrirtækja til að standa við skuldbindingar sínar. Hann telur ófyrirséð hvernig fjármálastofnanir hyggjast tryggja sig fyrir slíku. »Ef það kemur bakslag eftir fimm til tíu ár eru þessi lán í uppnámi.«

Blaðamaður óskaði upplýsinga um það hjá Seðlabankanum hversu hátt hlutfall útlána bankanna væri bundið við ferðaþjónustufyrirtæki, þar með talið hótel. Svarið var að slíkar upplýsingar væru ekki til.

Dýrt að breyta húsnæði

Sveinn Óskar hefur rannsakað arðsemi af rekstri hótela í Reykjavík og íhugaði hann um tíma að fjárfesta í slíkri uppbyggingu. Niðurstaðan var að það væri ekki hagkvæmt. »Vegna nýrrar byggingarreglugerðar er mjög dýrt að endurhanna skrifstofuhúsnæði í hótel. Vegna hennar þarf að lágmarki hundrað gistirúm til að hótel beri sig, ef ekki hundrað og fimmtíu rúm. Því eru flestir að reisa stór hótel og nær allir að fara í þrjár stjörnur plús. Ferðamálafræðingur sagði mér að hér mundi skorta einnar til tveggja stjörnu hótel. Nýja byggingarreglugerðin getur því ýtt undir að hér myndist offramboð á dýrari hótelum. Til að minnka áhættuna ætti að heimila fleiri gistiheimili og minnka þannig einingarnar,« segir Sveinn og vísar til skýrslna bankanna þriggja um ferðaþjónustu.

»Allar sögðu þær sömu söguna, að framundan sé nánast óheft fjölgun ferðamanna til landsins. Það er allt gott og blessað nema hvað enginn var á áhyggjuhliðinni. Það var enginn að lýsa því hvað gæti gerst ef það verður ófært til landsins, þótt dæmi sé um það frá árinu 2010 þegar eldgos varð í Eyjafjallajökli.«

Samtök ferðaþjónstunnar hafa lagt fram spá um að fjöldi ferðamanna muni tvöfaldast frá því sem nú er og fara í tvær milljónir árið 2020.

Sveinn Óskar segir breytingar á Reykjavíkurflugvelli, nýja skatta á ferðamenn, erfiðleika í heilbrigðiskerfinu og slæmt ástand vega geta ógnað þessu markmiði. »Innviðirnir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti þessum fjölda ferðamanna.«

Ágúst H Bjarnason, 13.12.2014 kl. 23:15

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Viðtalið við Svein Óskar var í Mogganum og einnig viðtalið við Steinþór:

»Það þarf að fara varlega«

Spurður hvort skort hafi á áhættumat í útlánum til ferðaþjónustufyrirtækja segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að bankinn fari með gát í...


Steinþór Pálsson 

 

Spurður hvort skort hafi á áhættumat í útlánum til ferðaþjónustufyrirtækja segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að bankinn fari með gát í útlánum til þessa geira. »Ég held að það þurfi að fara varlega og það er það sem við reynum að gera. Við erum til í að lána í verk þar sem við teljum að áhættan sé ekki of mikil. Svo höfum við líka látið mál fara frá okkur sem við teljum að í felist meiri áhætta en við erum tilbúnir að taka.«

<ská>Er hugsanlega að skapast kerfisáhætta hjá útlánasöfnum bankanna vegna þessa geira?

»Nei, ég held ekki. Mörg þeirra hótela sem er verið að byggja eru á höfuðborgarsvæðinu. Í versta falli myndu byggingarnar nýtast undir einstaklingsíbúðir eða eitthvað slíkt. Þannig að ég held að það sé alltof dramatískt að tala um mikla kerfisáhættu. En auðvitað þarf að fara varlega og huga vel að þessum málum. Mikill vöxtur getur skapað hættu. Fjárfestingin hefur hins vegar, ef eitthvað er, verið aðeins á eftir vextinum í greininni. En það þarf að fara varlega. Það er málið.«

Ágúst H Bjarnason, 13.12.2014 kl. 23:17

5 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það hefur legið í landi, að talsvert gistirými sé á svörtum markaði, svo að ef til vill er nokkurt svigrúm til að færa starfsemina upp á yfirborðið. Það, sem skiptir þó höfuðmáli í þessu sambandi er þó herbergjanytingin á ársgrundvelli. Það standa fáar fjárfestingar undir 30 % nýtingu hálft árið, þó að hún sé 70 % hinn helminginn, svo að dæmi sé tekið. Það má þess vegna búast við gjaldþrotum í greininni.

Bjarni Jónsson, 14.12.2014 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband