Afkolun jeppaeiganda

Afkolun jeppaeiganda

"Veitið mér fyrirgefningu. Ég hef verið að jeppast"   -  "Aktu leið þína. Syndir þínar hafa verið fyrirgefnar".

Ágæti jeppaeigandi. Hefur þú keypt þér syndaaflausn? Hefur þú verið afkolaður? Ekki er seinna vænna. Opnaðu veskið aðeins og samviska þín verður hrein og sál óflekkuð.

Kolefniskirkjan

.

Seint fyllist sálin kolefnisprestanna

.

The worst of the carbon-offset programs resemble the Catholic Church’s sale of indulgences back before the Reformation.

.

Instead of reducing their carbon footprints, people take private jets and stretch limos, and then think they can buy an indulgence to forgive their sins.

.

This whole game is badly in need of a modern Martin Luther.

.

 Denis Hayes, Bullitt Foundation, The New York Times, 29 April 2007
 

 Sjá nánar:

GLOBAL COOLNESS: CARBON-NEUTRAL IS HIP, BUT IS IT GREEN? The New York Times, 29 April 2007   

By ANDREW C. REVKIN

http://www.nytimes.com/2007/04/29/weekinreview/29revkin.html?ex=1178510400&en=5281a26c79cf24bd&ei=5070&emc=eta1 

 

Það er ljóst að mikil hætta á spillingu fylgir viðskiptum með kolefniskvóta og aflátsbréf. Margir ætla sér að hagnast, og margir kolsýrugreifar munu hagnast vel. Hugsanlega mun aðeins litill hluti fjármagnsins skila sér þangað sem til var ætlast. Dæmi um stórgróða er hér.

Því er þó ekki að leyna að bloggarinn er pínulítið spenntur fyrir íslensku verkefni sem kallast Kolviður. Þar geta menn keypt sér aflátsbréf þar sem hagnaðurinn skilar sér til skógræktar. Sjá hér. Mun bloggarinn kaupa sér syndaaflausn í þessum sjóði til að bæta fyrir notkun landbúnaðartækisins sem hann ekur um á? Kanski og kanski ekki. Hann hefur sjálfur, með eigin höndum, plantað einhverjum tugþúsundum af trjáplöntum, þar af á fimmta þúsund á þessari öld. Samviskan ætti því að vera nokkuð hrein Wink . 

Vonandi verður verkefnið Kolviður til að efla skógrækt á Íslandi verulega.

Vefurinn http://www.kolvidur.is verður opnaður kl. 11:00 15. maí.

 

(S.U.V. á myndinni = Sport Utility Vehicle, eða bara jeppi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er talsvert til í þessu. Umhverfisvernd á margt sameiginlegt með trú. Enda er fyrsta skilyrðið fyrir því að vera sannfærður um hlýnun af völdum manna að trúa.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 30.4.2007 kl. 19:54

2 identicon

Hér er nú skemmtileg frétt sem tengist þessu. Ég mæli með að þið lesið athugasemdirnar. Þær eru mjög skemmtilegar.

http://www.timesonline.co.uk/tol/news/uk/article1720024.ece

Svo þessi:

http://www.astro.ucla.edu/~kaisler/articles/event_horizon/heating.html

Einar (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 20:41

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hrein snilld. Svona virkar kolefnismarkaðurinn:

HOW RUSSIA IS MILKING EUROPE - TWICE

 

The New York Times, 24 April 2007

http://www.nytimes.com/2007/04/25/business/worldbusiness/25carbon.html?_r=1&hp=&oref=slogin&pagewanted=print

 

"MOSCOW, April 24 - Gazprom, the Russian energy giant, has made handsome profits selling natural gas to Europe.

 

Now the company is positioning itself to make even more money, this time from the effluents from all that gas it sells to Europe. Gazprom announced Tuesday that it is selling carbon dioxide emissions credits that companies in the European Union need in order to burn Gazprom's fuel.

 

The company is already testing the market for an innovative combination sale of fuel-and-emissions credits in countries that have undertaken to limit the release of gases that scientists say are warming the earth.

 

In 2005, the European Union, the major market for Gazprom, introduced a cap-and-trade scheme that allows polluters to buy credits that allow them to pollute and nonpolluters to sell pollution credits that they won't use. That system is now being closely watched as Congress considers a similar mechanism in the United States.

....

 

 

 

"Russia is the Saudi Arabia of carbon," said Philip A. Dewhurst, a spokesman for Gazprom Marketing & Trading, referring to carbon emissions credits. "There is a tremendous bank there. Gazprom is in this business for the long term."

 

Ágúst H Bjarnason, 30.4.2007 kl. 21:38

4 identicon

Þessi grein er algjör snilld.

Svona rétt eins og fréttin af Arnold nokkrum fylkisstjóra í Kaliforníu sem ætlar að verða umhverfisvænn með því að nota bíódisel á Hummerinn.

Verð svo að skjóta inn þessari sögu sem útskýrir hvað er að gerast í "global warming" í BNA

http://www.theregister.com/2007/04/27/global_warming_discovery/

 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 21:40

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Halldór.

Beiðni þessara 37 prófessora hefur vakið furðu margra. Ekki bætir úr skák að þeir virðast ekki hafa skoðað forsendur vel. Dæmi um það er þessi ferill sem þeir hafa verið ag agnúast út í og segja að sé ekki réttur:

swindletemperaturered.jpg

Á ClimateAudit er þetta krufið til mergjar og í ljós kemur að þessi ferill er einmitt frá NASA, þrátt fyrir það sem spekingarnir 37 segja í greinargerð sinni: "Measurements from meteorological stations that have been published by NASA and other agencies show that the there was an overall slight decline in global average temperature between about 1940 and 1976, but much less than that shown on the graph presented in the programme. ...this graph does not correspond to any figure for global average temperature that has been published by NASA"

Sjá Risk Management Solutions Ltd and the 37 Professors, By Steve McIntyre hér http://www.climateaudit.org/?p=1519

Menn spyrja einnig, hvers vegna gera þeir ekki einnig athugasemdir við kvikmynd Al Gore. Þar eru virkilega ýkjur.

Ágúst H Bjarnason, 9.5.2007 kl. 10:58

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Halldór Haraldsson bendir á grein í Ný-Sjálensku dagblaði um að krafist hafi verið lögbanns á fræðslumyndina The great Global Warming Swindle.  Ég renndi nú yfir greinina og sé hvergi að lögbanns hafi verið krafist. Hins vegar vissi ég af þessu frá upphafi því vísindamaðurinn Eigil Friis-Christensen hafði bent á villur strax þegar myndin var frumsýnd. Í greininni sem hann vísar til kemur einnig fram að framleiðandi myndarinnar segir:  "It is an annoying mistake which all of us missed and is being fixed for all future transmissions of the film. It doesn't alter our argument." Reyndar kemur einnig fram í greininni að þessi mistök höfðu ekki verið leiðrétt þegar myndin var gefin út á DVD nýlega.

Það er nú svo að framleiðendur fræðslumynda sem eru að selja afurðir sýnar á markaði, fara stundum frjálslega með staðreyndir. Óskarsverðlaunamynd Al Gores er þar síður en svo undantekning eins og bent hefur verið á. Ég er ekki neinn sérstakur stuðningsmaður þeirra ályktana sem fram koma í T.G.G.W.S. en mér finnst hins vegar athyglisvert hvernig vinstrimenn og umhverfisverndarsinnar (svo merkilegt sem það nú er að það skuli hanga saman) verða æfir ef einhver dirfist að hafa efasemdir að hin hnattræna hlýnun sé af mannavöldum. Getur verið að verndunarsinnar á Íslandi sjái að málstaður þeirra og fylgi kunni að vera í hættu ef fólk efast?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 13:57

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Gunnar.

Ég sé að á Amazon stendur um DVD diskinn:

Availability: This title will be released on September 30, 2007. Pre-order now! Dispatched from and sold by Amazon.co.uk.

Hann virðist ekki vera kominn út ennþá.

Sjá http://www.amazon.co.uk/The-Great-Global-Warming-Swindle/dp/B000OOOKZS 

Aftur á móti þá minnir mig að diskurinn hafi átt að koma út 7.maí og það hafi staðið á vef Amazon fyrir nokkrum vikum. Kanski er verið að vinna við uppfærslu á nokkrum atriðum sem betur máttu fara.

gw-inquisition1

"We are literally living in the Dark Ages where a priesthood runs around suppressing heretical views, excommunicating people like Copernicus and Gallileo for saying that the world is round and it revolves around the sun."

Ágúst H Bjarnason, 9.5.2007 kl. 21:04

9 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þessi tilhneiging sumra loftslagfræðinga til að endurskrifa hitafarssögu jarðar er farin að minna á sovéska sagnfræðiritun eða söguna 1984 eftir Orwell.

Núna eru þeir farnir  að leita leiða til að þurrka út eða a.m.k. draga úr kólnunartímabilinu 1945-1975 sbr. gagnrýnina á „Swindle“ myndina. Þetta tímabil passar að sjálfsögðu mjög illa við kenningar sem tengja saman hlýnun við vaxandi CO2.

Einnig hafa þeir gert ítrekaðar tilraunir til að þurrka út miðaldahlýskeiðið í kringum 1200 sbr. hokkíkylfu grafið frá Mann o.fl. Þetta var þegar hlýindin voru svo mikil að Vatnajökull var tvískiptur og hét Klofajökull. Hlýindi þessa tíma passa illa við fullyrðingar um að núverandi hlýindi séu án fordæma síðustu 1000 ár.

Gögn um fylgni milli breytileika sólvinda og hitastigs jarðar láta þeir eins og séu ekki til.

Almennt virðast þeir vera tilbúnir að þjarma að gögnunum svo lengi sem þau passa ekki við fyrirfram gefnar niðurstöður þeirra.

Til viðbótar virðast þeir vinna með hitafarsgögn með hætti sem stenst enga vísindalega skoðun. HadCRUT3 er nafn á mikið tilvitnuðum gagngrunni yfir hitaþróun jarðar síðan 1850. Sjá http://hadobs.metoffice.com/.   Að honum standa m.a. breska Hadley rannsóknamiðstöðin sem IPCC loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna byggir mikið á.

Sbr. þessa umræðu hérna: http://www.climateaudit.org/?p=1479 hafa menn gert ítarlegar tilraunir til að komast í frumgögnin sem þessi gagnagrunnur byggir á. Það virðist einfaldlega ekki standa til boða. Gögnin eru ýmist ekki sögð til lengur (vegna skorts á diskaplássi í tölvum) eða vera trúnaðarmál. Þeir geta ekki einu sinni útvegað lista fyrir veðurstöðvar sem eru núna notaðar í grunninn. Þó vísað sé í bresk upplýsingalög hafa þeir ekki getað útvegað þessar upplýsingar.

Háskólanemandi sem skilaði inn ritgerð þar sem ekki kæmi fram sannreynanlegur listi yfir heimildir og gögn sem hún byggði á, fengi slíka ritgerð umsvifalaust í hausinn aftur. Því miður virðast rannsóknir sumra loftslagsfræðinga ekki standast þessar lágmarkskröfur.

Nefna á að Dr Phil Jones sem er skrifaður fyrir HadCRUT3 grunninum er einn 37menningana sem voru að gagnrýna „Swindle“ myndina.

Finnur Hrafn Jónsson, 9.5.2007 kl. 23:29

10 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Má ekki benda Haldóri Krisni Haraldssyni á að hinn mikli

rannsóknarréttur sanntrúaðra loftlagsspekinga reyndi á

tímabilinu fyrir 1970 að sannfæra þá syndugu að ísöld

væri yfirvofandi og London Times birti samsettar myndir

af borgarís á Tames fljóti. Sönnunin átti að vera kólnunin

sem hófst í kringum 1940. Nú er það hitun andrúmsloftsins

sem er sönnun dómsdags.

Rannsóknarrétturinn er altaf samur við sig, sama hvort það er

páfinn eða ICPP á vegum UN. Þá snýst þetta allt um að hafa

völdin yfir almúganum. En hvernig væri að taka mark á sögunni,

það hafa hyggnir spekingar alltaf gert, samkvæmt hinum fleygu

orðum. Hverju reiddust Goðin er hraun það brann sem stöndum

vér nú á.

Leifur Þorsteinsson, 10.5.2007 kl. 08:49

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er deginum ljósara að þessi nútíma rannsóknarréttur er farinn að hamla eðlilegri framþróun í loftslagsvísindum.  Hann er einnig farinn að hafa mjög slæm áhrif á efnahag þjóða. Hann er farinn að valda spillingu í viðskiptum með kolefniskvóta.  Hann er farinn að rugla almenning og stjórnmálamenn gjörsamlega í ríminu. 

Því miður virðist sem almenningur sé yfirleitt ekki farinn að átta sig á þessu, og fáir stjórnmálamenn.  Þetta er þó vonandi að breytast. 

Finnur, takk fyrir ágætt innlegg. Það má líka minnast á að menn hafa keppst við að þurrka út Litlu ísöldina.  Svo kalla menn þetta "vísindi".

Menn fá ekki rannsóknarstyrki ef þeir eru efasemdarmenn eins og Kópernikus og Galileó.  Hafi menn ekki sömu skoðun og IPCC og Al Gore eru þeir hreinlega ofsóttir. Sumir gefast upp eins og mannauminginn á myndinni hér fyrir neðan.  Fáeinir eru þó sannir vísindamenn og þora að hafa skoðun og opinbera hana. Sem betur fer.

Ágúst H Bjarnason, 10.5.2007 kl. 09:22

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Veldur IPCC vísindunum skaða?  Grein í Der Spiegel. 

Hér er vitræn grein, aldrei þessu vant. Greinin er í Der Spiegel og nefnist Veldur IPCC vísindunum skaða?, eða á ensku Is the IPCC Doing Harm to Science?

Greinin er hér í enskri þýðingu:

http://www.spiegel.de/international/world/0,1518,480766,00.html

SPIEGEL ONLINE

Ágúst H Bjarnason, 10.5.2007 kl. 10:43

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Önnur góð grein í Der Spiegel. 7. maí 2007.

S.l. mánudag var góð grein í Der Spiegel sem nefnist Not the End of the World as We Know It
Sjá http://www.spiegel.de/international/germany/0,1518,481684,00.html    Greinin er á fjórum síðum.

Greinin byrjar svona:

"How bad is climate change really? Are catastrophic floods and terrible droughts headed our way? Despite widespread fears of a greenhouse hell, the latest computer simulations are delivering far less dramatic predictions about tomorrow's climate.

Svante Arrhenius, the father of the greenhouse effect, would be called a heretic today. Far from issuing the sort of dire predictions about climate change which are common nowadays, the Swedish physicist dared to predict a paradise on earth for humans when he announced, in April 1896, that temperatures were rising -- and that it would be a blessing for all.........."

 

 

 

Ágúst H Bjarnason, 10.5.2007 kl. 15:34

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á ekkert að blogga meira á þessum bæ? Gróðurhúsaáhrifin æða alveg um heminn!

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2007 kl. 21:34

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er nú meiri kuldatíðin. Hvar eru þessi blessuð gróðurhúsaáhrif? Æða um heiminn???

Sjáðu þessi ósköp. Það er víðar en hér þar sem skortur er á gróðurhúsaáhrifum þessa dagana:

" Record cold temperature: South Africa

South Africa has seen the coldest temperatures on Monday: 3.2 Celsius degrees in Jamestown. At least 21 people died.

Southern California has experienced near-record low temperatures yesterday, too. The seawater temperatures on the Central Coast are currently almost 1 Celsius degree below the normal. Parts of China, parts of Canada, places in Australia, Oregon, Wyoming, and Colorado are under snow."

Svo er engu líkara en ekkert hafi hlýnað síðan 1998. Sjá http://www.junkscience.com/MSU_Temps/MSUvsRSS.html

Hvert hafa gróðurhúsaáhrifin verið að æða?

Ég hefði nú ekkert á móti aðeins meiri lofthita...

Ágúst H Bjarnason, 25.5.2007 kl. 21:58

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

GLOBAL WARMING JIHAD eftir Richard Charles

[Birt í Literary Review, Febrúar 2007]

 Birt hér án leyfis

-

It's all been analysed and proved and broadcast on TV.

The planet's into meltdown and it's mostly down to me.

They've run computer models and the truth is crystal clear:

Unless I mend my ways the human race could disappear.

 -

It's raining even harder where it always rained before,

And somewhere in the desert it's not raining any more.

There's floods and droughts and hurricanes, heatwaves and lightning strikes,

Which goes to show that we all should be riding bikes.

 -

I sometimes leave the lights on when they're really not in use.

I always shave electric though there just is no excuse.

Last night I turned the heating up, I'm quite ashamed of that.

I know I should be wearing woolly mittens and a hat.

-

I didn't mean to do it, didn't know that I was bad,

And when I think how much I use the car it makes me sad,

But for each Tornado mission flown to pacify Iraq,

I could drive a Kia Rio to the bloody moon and back.

 -

The journalists agree with politicians and the Church,

The scientists insist upon the need for more research,

And you will be ignored if to dissent you have the guts,

For mice will always vote for cheese and monkeys vote for nuts.

 -

Two fleas upon a fox's back were locked in fierce debate

On how to save the fox's life before it was too late:

`We'll try to drink less blood and keep our teeth clean if we can'

The fox stood in the road and got run over by a van.

Ágúst H Bjarnason, 25.5.2007 kl. 22:50

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gróðurhúsáhrifn eru algjört æði!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.5.2007 kl. 01:54

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Siggi

(Nú veit ég ekki hvort Gústi megi ávarpa þig sem Sigga).

Hvað sem öðru líður, þá má sjá viljan í verki hér: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=1295

Þó svo ég sé álitinn forfallinn og óalandi efasemdarmaðu (global warming skeptic), þá eru væntanlega ekki margir slíkir sem sýna viljann í verki. Kanski er ég bara skrýtinn eins og þú, eða bara bilaður.  Sérvitringar lengi lifi, ágæti Siggi!  Aðalatriðið er að varðveita barnshjartað og skynsemina sem þar býr.

Ágúst H Bjarnason, 28.5.2007 kl. 15:03

19 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Sæll Ágúst,

ég veit ekkert um neitt og efast um allt. Þá hlýt ég að falla inn í flokkinn "global warming skeptic", er það ekki?

Vilborg Valgarðsdóttir, 28.5.2007 kl. 22:40

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæl Vilborg. 

Velkominn í flokkinn .  Ég sé að þú ert komin aftur úr hlýjunni í suðurhöfum.

Ágúst H Bjarnason, 29.5.2007 kl. 13:37

21 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sæll Gústi. Ég hef hingað til ekki dirfst að leggja orð í belg. Nú er komið svo virðulegt orð sem lætur mann virka svona eins og maður hafi eitthvað milli eyrnanna. Ég er svo sannalega Global Warming Skeptic  Er kannski það skemmtilega íslenska orð,  glópur, komið af þessu?

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 09:12

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæl Rúna

Ég held það sé bara fínt að tilheyra þessum hópi manna. Yfirleitt eru þessir Global Warming Skeptic dálítið sér á báti og taka ekki allt trúanlegt án þess að kryfja það til mergjar. Yfirleitt er þetta hæglætisfólk sem nennir ekki að vera með vesen, kanski sérstaklega þar sem það verður oft fyrir aðkasti eins og mörg dæmi eru um.

Ég rakst á þetta í gær (smella á fyrirsögn):

Climate Momentum Shifting: Prominent Scientists Reverse Belief in Man-made Global Warming - Now Skeptics

Growing Number of Scientists Convert to Skeptics After Reviewing New Research

"...it is an opportune time to examine the recent and quite remarkable momentum shift taking place in climate science. Many former believers in catastrophic man-made global warming have recently reversed themselves and are now climate skeptics. The names included below are just a sampling of the prominent scientists who have spoken out recently to oppose former Vice President Al Gore, the United Nations, and the media driven “consensus” on man-made global warming. The list below is just the tip of the iceberg...."

Ágúst H Bjarnason, 30.5.2007 kl. 10:49

23 identicon

Sæll Ágúst

Þú talar um ágæti þess að efast. Þú þú kallir þig 'Global Warming Skeptic' þá ertu ekki efahyggjumaður, miðað við málflutning þinn í pistlum og kommentum.

Þú efast ekki um efann.

Þú ert ekki hlutlaus. Þú tínir til allt sem þú getur sem styður málstað þeirra sem telja að meginhluti hlýnunnar sé orsök einhvers annars en CO2 og finna allt til foráttu í kenningunni um global warming.

Þú slengir fram vangaveltum hérna sem þú myndir ekki gera ef þú værir hlutlaus og í leit að sannleikanum.

"Hvert hafa gróðurhúsaáhrifin verið að æða?"

Þetta er ekki málflutningur manns sem er hlutlaus.

"Sjáðu þessi ósköp. Það er víðar en hér þar sem skortur er á gróðurhúsaáhrifum þessa dagana:"

"Record cold temperature: South Africa

South Africa has seen the coldest temperatures on Monday: 3.2 Celsius degrees in Jamestown. At least 21 people died."

Þú veist það vel sjálfur (að ég held) að kenningin um global warming segir ekki að hlýnun eigi sér stað alls staðar. Sums staðar getur kólnað vegna breytinga á vind- og hafstraumum. Lækkun hita á einum stað er því engan veginn þvert á kenninguna um global warming.

Ég er ekki sannfærður um global warming sjálfur. En mér leiðist þegar menn taka afstöðu um jafn óvissan hlut eins og global warming. Ég er ekki að segja að þú hafir tekið afstöðu, en hlutleysi þitt er mér hulið.

Ég vildi að ég hefði meiri tíma til að lesa vísindagreinar. Ég kalla samt eftir hlutlausri umræðu á síðunni þinni.

Árni Richard (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 22:20

24 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Sæll Árni Richard.

Takk fyrir athugasemdina.

Ég held þú sért að misskilja mig eitthvað og ætla ég að reyna að svara þér. Athugasemd þín er svo löng að svarið hlýtur óhjákvæmilega að verða langt 


1)     “Þú talar um ágæti þess að efast. Þú þú kallir þig 'Global Warming Skeptic'
þá ertu ekki efahyggjumaður, miðað við málflutning þinn í pistlum og
kommentum”.

Ertu að vitna til svars mín til tveggja ágætra bloggvina minna, Vilborgar og Rúnu? Ef þú lest innlegg þeirra, þá sérð þú væntanlega hve alvaran er mikil, bæði hjá þeim og mér. Eða þá hálfkærings svar mitt til Sigurðar Þórs þegar hann skrifari í hálfkæringi “Gróðurhúsaáhrigin eru algjört æði !”.


2)      “Þú ert ekki hlutlaus. Þú tínir til allt sem þú getur sem styður málstað
þeirra sem telja að meginhluti hlýnunnar sé orsök einhvers annars en CO2 og
finna allt til foráttu í kenningunni um global warming.
Þú slengir fram vangaveltum hérna sem þú myndir ekki gera ef þú værir
hlutlaus og í leit að sannleikanum. "Hvert hafa gróðurhúsaáhrifin verið að æða?" / "Sjáðu þessi ósköp. Það er víðar en hér þar sem skortur er á
gróðurhúsaáhrifum þessa dagana:" / "Record cold temperature: South Africa. South Africa has seen the coldest temperatures on Monday: 3.2 Celsius degrees in Jamestown. At least 21 people died." “

Hér er verið að svara innleggi sem hinn landsþekkti veðurbloggari og húmoristi Sigurður Þór Guðjónsson setur fram í hálfkæringi: “Á ekkert að blogga meira á þessum bæ? Gróðurhúsaáhrifin æða alveg um heiminn!“ Svar mitt til Sigga er einnig í hálfkæringi og fjallar um það hvernig gróðurhúsaáhrifin „æða um um heimin“ þessa dagana, eins og Sigurður Þór orðaði það. Stóðst ekki mátið að benda á frétt dagsins um metkulda í Suður Afríku. 


3)     “Þú veist það vel sjálfur (að ég held) að kenningin um global warming segir
ekki að hlýnun eigi sér stað alls staðar. Sums staðar getur kólnað vegna
breytinga á vind- og hafstraumum. Lækkun hita á einum stað er því engan
veginn þvert á kenninguna um global warming”


Þetta er auðvitað hárrétt.   Loftslagsbreytingar eru mjög flókið fyrirbæri og miklu flóknara en flestir gera sér grein fyrir. Það er auðvitað langtíma-meðalhiti lofthjúps jarðar sem er mælikvarði á loftslagsbreytingar. Þannig hefur það alltaf verið og er enn. Loftslagsbreytingar hafa verið á jörðinni frá örófi alda, og oft miklu meiri en síðustu áratugi. Það er þó svo  að ekki mega koma heit sumur á meginlandi Evrópu svo gróðurhúsaáhrifum sé kennt um. Þá ætlar allt að verða vitlaust í fjölmiðlum.  Á sama tíma eru oft óvenju kaldir vetur á suðurhveli jarðar og fólk deyr úr kulda. Um það er ekkert fjallað.  Kanski var ég með það í huga þegar ég skaut þessu um Afríku á Sigurð Þór.


4)    “Ég er ekki sannfærður um global warming sjálfur. En mér leiðist þegar menn
taka afstöðu um jafn óvissan hlut eins og global warming. Ég er ekki að
segja að þú hafir tekið afstöðu, en hlutleysi þitt er mér hulið”.

Það er stundum erfitt að vera alveg hlutlaus. Ég hef þó reynt að vera frekar hlutlaus í sjálfu blogginu, þó svo meira sé skrifað í hálfkæringi í athugasemdardálkunum, enda þar ogt verið að svara fyrirspurnum sem settar eru fram í hálfkæringi.  Menn mega ekki vera alveg húmorlausir.  Pistlar og spjall á bloggsíðum er ekki fræðigreinar. Þar láta menn oft gamminn geysa.

Auk bloggsíðunnar Ginnungagap, þá vildi ég mega vísa þér á aðrar síður um loftslagsbreytingar eftir mig: Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998), Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003), og grein í Mogganum Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Í þeim pistlum er vonandi reynt að gæta meira hlutleysis en í athugasemdunum hér fyrir ofan sem þú ert að gera athugasemdir við .  Í þessum pistlum hefur sjónum verið beint að öðrum áhrifum á loftslagsbreytingar en losun manna á CO2, og þá sérstaklega nábýli okkar við himingeiminn og hina breytilegu stjörnu sem við köllum sól. Þegar verið er að skoða einn þátt af mörgum er erfitt að vera fullkomlega hlutlaus, sérstaklega þegar þekking manna á loftslagsbreytingum er ekki meiri en raun ber vitni.

Enn og aftur Árni Richard, þakka þér fyrir athugasemdina og fyrirgefðu langlokuna.

Ágúst H Bjarnason, 3.6.2007 kl. 10:40

25 identicon

Sæll Ágúst

Takk fyrir svarið.

Það var ekkert ætlun mín að reyna að vera "leiðinlegur", svo ég er ánægður með að þú tókst innleggi mínu vel.

Ég mun kynna mér rækilega loftlagsmál bráðlega og verð því væntanlega tíður gestur á síðunni þinni seinna meir. Það er ánægjulegt að þú skulir leggja svo mikla vinnu í að kynna þér fræðin að baki þessu. Það met ég mikils.

Bestu kveðjur,

Árni Richard 

ps. ég hélt reyndar að það væri búið að afsanna að sveiflur sólar valdi hlýnuninni sem hefur átt sér stað síðustu áratugina. Ég veit að þú hefur lesið þessa grein:

http://www.nature.com/nature/journal/v443/n7108/abs/nature05072.html 

Árni Richard (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 11:39

26 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Árni Richard ertu virkilega að segja, að einhver hafi sannað það að sveiflur í

virkni sólar eða aðstæður í rýminu sem er á milli sólar og jarðar hafi ekki

áhrif á hitastig jarðar. Hvað hefur þá orsakað jökul og hlýskeið í jarðsögunni.

Leifur Þorsteinsson, 3.6.2007 kl. 12:52

27 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll aftur Árni.

Örstutt svar í kaffipásunni milli þess sem ég er að setja niður trjáplöntur...

Það er rétt, eins og fram kemur í Nature greininni (Variations in solar luminosity and their effect on the Earth's climate), að bein útgeislun frá sólinni (luminosity) nægir ekki til að skýra nægilega hitabreytingarnar. Augu manna beinast um þessar mundi að tvennu; breytilegum sólvindi sem mótar geimgeisla og þar með skýjafar (Svensmark effect), og agnastreymi frá sólu sem lendir á jörðinni, eða öllu heldur lofthjúpnum. Það er því alls ekki búið að afskrifa sólina nema að hluta. Sjá t.d. blogg mitt um Hnerik Svensmark. Menn eru sífellt að læra, og það gerir lífið skemmtilegt.

Ágúst H Bjarnason, 3.6.2007 kl. 12:52

28 identicon

Sæll Leifur

Nei, það sagði ég ekki. Það er búið að sýna fram á það að "solar luminosity" hafi ekki valdið "trendinu" sem hefur átt sér stað á síðustu 30-40 árum. Það er allt önnur fullyrðing.

Jú, rétt Ágúst

Þú bentir mér á Svensmark skýrsluna. Það er mjög áhugaverð kenning. Ég þarf að kynna mér þá kenningu og reyna að finna gagnrýni og lesa gagnrýni á hana.

Árni Richard (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 13:26

29 identicon

Mig langar að bæta þessu við:

Með gervihnattamælingum á geislum sólar þá var ekki hægt að sjá trend í hitageislum sólarinnar sem útskýrði hitaaukningu loftlags. Þar með er svokölluð "sólblettakenning" fallin.

Árni Richard (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 13:34

30 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Nú er nóg komið, ég held að Árni Richard verði að sanna

að það sem birtist í Science 1991 um fylgni hitastigs og

sólbletta sé uppspuni frá rótum og að höfundar þeir

Eigil Friis Christensen og Knut Lassen hafi skáldað upp

útkomuna úr athugunum frá 1860 til 1982 á lengd sól-

bletta tímabila og meðalhita jarðar.

En það er nú einusinni svo að hér áður fyrr var það eina

rétta að vera sann kristin, nú heitir það að vera vistvænn

hvað sem það nú stendur fyrir. Enda er það nýasta að

völdin munu snúast um hver má koltvísýrast og hvað

hægt verði að þéna á sölu kvóta.

Solar luminosity er ekki nema örlítið brot af þeirri orku

sem sólin sendir frá sér (luminosity er skilgreint sem

elmagn.geislar á sviðinu 400 til 700 millimý) svo það er

dálítið ankanarlegt að tala um birtu í þessu sambandi.

Leifur Þorsteinsson, 3.6.2007 kl. 14:13

31 identicon

Sæll Leifur

Ég veit ekki hversu vel þú ert að þér í tímaraðagreiningunni. Tvær tímaraðir geta haft fylgni þó að önnur hafi leitni en hin ekki. Og það er einmitt tilvikið.

11  ára sólblettnasveifla getur ekki skýrt leitni sem stendur í yfir 30 ár.

"Direct measurements of solar output since 1978 show a steady rise and fall over the 11-year sunspot cycle, but no upwards or downward trend ."

Árni Richard (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 14:27

32 identicon

Luminosity mun víst vera skilgreint sem "Sun’s total energy output" í skýrslu áðurnefnds rannsóknar.

http://www.nature.com/nature/journal/v443/n7108/abs/nature05072.html 

Árni Richard (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 14:31

33 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir

Svona á þetta að vera, ræða málin og kryfja til mergjar, en ekki vera feiminn við að skipta um skoðun þegar maður verður einhvers vísari.

Neðst á bloggsíðunni Mun sólin kæla okkur svo um munar innan fárra ára? eru nokkrar tengingar í efni um svipað mál, en þar er fyrst og fremst verið að reyna að sjá fyrir hvað getur gerst á næstu áratugum ef samspil sólar og hitafars er verulegt, og ef virkni sólar fer hratt minnkandi eins og margir spá um þessar mundir.

Ef reyndin verður sú að virkni sólar fari hratt minnkandi á næstu u.þ.b. tveim áratugum, þá verður auðvelt að sjá hve mikil þessi "sun-climate" áhrif eru.

Ágúst H Bjarnason, 4.6.2007 kl. 09:04

34 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 Hér eru krækjurnar sem ég var að vísa til.

Mosnews:
Russian Scientists Forecast Global Cooling in 6-9 Years 

NASA: Long Range Solar Forecast
Solar Cycle 25 peaking around 2022 could be one of the weakest in centuries.

SPACE WEATHER, VOL. 4, S09005, doi:10.1029/2005SW000207, 2006
Clilverd
Predicting Solar Cycle 24 and beyond (Öll greinin hér)

MAX PLANK SOCIETY
The Sun is More Active Now than Over the Last 8000 Years 
 
BBC News: Sunspots reaching 1,000-year high

Dr. Theodor Landscheidt
New Little Ice Age Instead of Global Warming?

Dr. Willie Soon (Solar and Stellar Physics Division of the Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics):
Year Without a Summer  (Dalton minimum)

Archibald
Solar Cycles 24 and 25 and Predicted Climate Response

JOURNAL OF GEOPHYSICAL RESEARCH, VOL. 110, A12103, doi:10.1029/2005JA011203, 2005
Svalgaard
The IDV index: Its derivation and use in inferring long-term variations of the interplanetary magnetic field strength

GEOPHYSICAL RESEARCH LETTERS, VOL. 33, L08103, doi:10.1029/2006GL025921, 2006
Usoskin, Solanki, Korte
Solar activity reconstructed over the last 7000 years: The influence of
geomagnetic field changes
 

Charvátová (gömul grein)
A possible long-term solar impact on air temperature in relation to solar motion (Öll greinin hér)

Newsweek
The Cooling World   Mun sagan endurtaka sig? :-)

Ágúst H Bjarnason, 4.6.2007 kl. 09:06

35 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Myndin hér fyrir neðan sýnir samspil lengdar sólsveiflunnar og hitastigs við Armagh stjörnuathugunarstöðina í Englandi. Það verður varla annað sagt en að fylgnin er töluverð.   Á þessari mynd er búið að teikna inn lengd sólsveiflu 23, sem er að ljúka um þessar mundir, og lengd sólsveiflu 22. Þetta er bara fikt einhvers sem var að reyna að spá fyrir um hvers megi vænta.

Myndin er úr grein eftir Butler og Johnson frá 1996. Vefsíða Armagh ( http://star.arm.ac.uk/ )er einstaklega fróðleg. Ég leitaði að greinum um "sun-climate" þar og fann fjölda tilvísana. Sjá hér.  

Ágúst H Bjarnason, 4.6.2007 kl. 09:40

36 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þessi mynd er einnig frá Armagh Observatory á N-Írlandi, og er hún fengin að láni úr breska tímaritinu "Astronomy Now". Hér má enn sjá samspil virkni sólar (gult) og lofthita jarðar (blátt og grænt) mældan við stjörnuathugunarstöðina. Þegar tími milli sólbletta-hámarka er stuttur er virkni sólar mikil, og verður þá greinileg hækkun hitastigs í lofthjúpi jarðar.

Myndin er á vefsíðunni Áhrif sólar á veðurfar frá 10.9.1998

Myndin er unnin úr sömu gögnum og fyrri myndin, en hér má sjá yfir hvaða tímabil athugunin nær.

Armagh

Ágúst H Bjarnason, 4.6.2007 kl. 09:47

37 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 Enn ein mynd frá vefsíðunni Áhrif sólar á veðurfar 

Þar stendur eftirfarandi:

"myndin sýnir breytingar á yfirborðshita jarðar (grái ferillinn) og breytingar á segulvirkni sólar (svarti ferillinn) frá árinu 1750. Eins og sjá má þá falla ferlarnir nánast saman.Þessi mynd vakti áhuga minn á að fræðast betur um áhrif sólarinnar á veðurfar, og varð þannig óbeint kveikjan að þessari vefsíðu.

Ferillinn hefst þar sem litlu ísöldinni er rétt að ljúka og lofthitinn fer hækkandi. Við tökum eftir gríðarmikilli hækkun hitastigs árið 1820, hækkun sem er mun meiri en við höfum kynnst á þessari öld. Þetta var þó skammgóður vermir sem aðeins stóð fáein ár.

Veður fer aftur kólnandi og það er ekki fyrr en 1920 sem hitinn byrjar að hækka aftur hratt til ársins 1940, en þá fer að kólna enn á nýjan leik, uns það tekur að hlýna einu sinni enn um 1980!

Þetta eru óskaplegir dyntir í veðurfarinu. Sumir hafa haldið því fram að nú fyrst sé litlu ísöldinni að ljúka. Það er eftirtektarvert að meðan á öllu þessu gengur breytist virkni sólar nánast í takt við hitastigsbreytingarnar".

Changes in average...

Ágúst H Bjarnason, 4.6.2007 kl. 09:53

38 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Krækjan að síðunni Árhif sólar á veðurfar hefur eitthvað brenglast. Rétt er hún http://www.rt.is/ahb/sol/sol-sollblettir.htm

Þetta er undirsíða vefsíðunnar Er jörðin að hitna? - Ekki er allt sem sýnist sem byrjar hér: http://www.rt.is/ahb/sol/   Það þarf að hafa í huga að vefsíðunni hefur lítið sem ekkert verið haldið við í næstum áratug. Kaflar vefsíðunnar eru alls 9.

Ágúst H Bjarnason, 4.6.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband