2015 verður 3ja heitasta árið...

 

 

UAH_LT_1979_thru_November_2015_v6

 

 

 

Nýlega hafa verið birtar niðurstöður gervihnattamælinga á hnattrænum lofthita til loka nóvember, eins og sjá má á myndinni efst á síðunni. Lengst til hægri má sjá hitatoppinn sem er að myndast vegna El Niño í Kyrrahafinu, en sams konar fyrirbæri má sjá árin 1998 og 2010. Sjá hér.

 

Hitamælingar frá gervihnöttum hafa það sér til ágætis að mælt er yfir nánast alla jörðina, lönd og höf, fjöll og firnindi, eyðimerkur og byggð ból. Mælingarnar láta ekki truflast af hitauppsöfnun í þéttbýli og borgum, og eru að margra áliti þær traustustu sem gerðar eru. Úrvinnsla mæligagna eru gerðar hjá University of Alabama Huntsville (UAH) og Remote Sensing Systems (RSS). 

 

Dr. Roy Spencer sem sér um úrvinnslu mæligagna hjá UAH hefur raðað heitustu árunum samkvæmt gervihnattamælingunum í stólparitið hér fyrir neðan. Samkvæmt því er árið 1998 heitast, næst heitast er 2010 og núna stefnir árið 2015 í að verða þriðja heitasta árið.

Munurinn milli þessara ára er það afgerandi að niðurstöður fyrir desember geta ekki haft nein áhrif á röðina.

Sumar súlurnar eru litaðar, en það eru svokölluð El Niño ár þegar fyrirbæri í kyrrahafinu losar mikinn varma í lofthjúpinn. Roy Spencer hefur verið að dunda við að reyna að gera sér grein fyrir hvernig árið 2016 muni verða (græna spurningamerkið) með því að skoða eldri ár sem liggja að El Niño árum. Örvarnar milli lituðu súlannna eiga að tákna það.  Sjá hér.

Árið 1998 var óvenju hlýtt. Sama var ekki að segja um næstu ár á eftir, og því er ekki hægt að reikna með að 2016 verði hlýtt. Það er þó ekki útiokað ef El Niño verður sæmilega virkt fyrstu mánuði ársins.

 

 

 

UAH-LT-El-Nino-year-rankings1

 

 

 

Til samanburðar er hér fyrir neðan RSS (Remote Sensing Systems) útgáfan af gervihnattamælingum á fráviki frá meðaltali áranna 1979-2008 í hita lofthjúps jarðar frá árinu 1979 til loka nóvember 2015.

Mæligögnin eru r á vef RSS tilbúin til að setja í Excel ef einhver skyldi vilja teikna ferla eða raða árunum í röð eftir meðalhita.

 

MSU RSS GlobalMonthlynov2015

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband