Fimmtudagur, 7. júní 2007
Skógrækt áhugamannsins
Hvað ungur nemur gamall temur, segir máltækið. Bloggarinn var svo lánsamur að eiga þess kost að starfa við skógrækt í nokkur sumur á unglingsárunum. Á myndinni má sjá hann ásamt vinnufélögunum í Austmannabrekku í Haukadal um 1960, en hann situr þar efst. Í baksýn er Laugafell sem er rétt við Geysi, sem sjá má glitta í á myndinni ásamt Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar þar sem nú er Hótel Geysir. Takið eftir að enginn skógur sést, fyrir utan nokkrar birkihríslur. Þarna er nú kominn gríðarmikill skógur með háum trjám.
Byrjað var á því að grisja birkikjarrið með kjarrsög. Kjarrsögin líkist vélorfi, nema í stað bandspottans sem klippir grasið er hjólsagarblað. Bloggarinn er einmitt með ólarnar sem héldu uppi kjarrsöginni spenntar um axlir. Gerðar voru langar rásir í birkikjarrið upp eftir fjallshlíðinni með um 2ja metra millibili. Síðan var gróðursett í rásirnar, ýmist með skógræktarhaka eða bjúgskóflu. Plöturnar voru í búntum og berróta, en ekki í fjölpottabökkum eins og algengast er í dag.
Við gróðursettum í akkorði, eins og það var kallað. Mikill hugur var í mönnum og unnið langt fram á kvöld, enda náðu menn að planta vel yfir 1000 plöntum á dag, þ.e. hver og einn. Launin voru heldur hærri en jafnaldrar okkar fengu í almennri verkamannavinnu, og puðið örugglega miklu meira.
Þó mikið væri unnið í Haukadal, þá var einnig töluvert puðað í Heiðmörk og Skógræktarstöðinni í Fossvogi. Á þessum þrem sumrum lærðu menn mikið um skógrækt, grisjun, áburðargjöf og uppsetningu girðinga. Líkaminn stæltist og útveran var mikil og holl.
Varla hefur bloggarann grunað þegar hann sat hugsi í Austmannabrekku að hann væri farinn að puða aftur fjórum áratugum síðar á eigin landi þar skammt frá. Fáeinir hektarar sem biðu óþreyjufullir eftir því að verða klæddir skógi. Reyndar vill svo til að landskikinn er á myndinni í beinni línu lárétt fyrir framan höfuð hans. Svosem tvær eða þrjár höfuðbreiddir. Kanski var hann að dreyma eitthvað í þeim dúr. Segja má að sagan endurtaki sig, því réttum fjórum áratugum eftir að myndin var tekin var aftur hafist handa við að girða, græða upp, planta og bera á. Næstum á sama stað og nú er sprottinn fullvaxinn skógur, skógur sem hann gerði með eigin höndum.
Fyrir fáeinum árum var verið að grisja í Austmannabrekku. Þetta voru engin smá tré. Gamli skógarrefurinn stóðst ekki mátið og taldi árhringina. Viti menn, þetta gátu verið litlu berróta plönturnar sem hann plantaði um 1960 ásamt félögum sínum. Undarleg tilfinning liðaðist um kroppinn.
Fjöldi Íslendinga dundar sér við að setja niður plöntur sér til ánægju, enda fátt sem veitir jafn mikla gleði. Tilgangurinn er ekki að rækta nytjaskóg, heldur að bæta land sem oft hefur farið illa, meðal annars vegna ofbeitar. Skógurinn veitir skjól og fuglarnir þyrpast að. Opið stormasamt land breytist í skjólgóðan unaðsreit. Ekki sakar ferska loftið og hreyfingin sem stælir líkama kyrrsetumannsins.
Hvað ungur nemur gamall temur, segir í upphafi. Hér má sjá tvær hörkukonur aðstoða við gróðursetninguna. Önnur kynslóð tekin til starfa. María Björg Ágústsdóttir var í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu, en Julie Chu silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikjunum 2002, 2010 og 2014 og bronsverðlaunahafi 2006. Báðar voru vinkonurnar í sumarleyfi frá námi við Harvard þegar myndin var tekin. Ekki er amalegt að fá svona hjálp .
Það er auðvitað alveg ljóst, að afköstin, þegar verið er að dunda við áhugamannaskógrækt, eru ekki nema brot af afköstum atvinnumanna.
Bloggarinn afkastaði vel yfir 1000 plöntum á dag á unglingsárunum, en það þykir honum í dag mátulegur skammtur yfir sumarið. Auðvitað er ekki nóg að koma plöntunum í jörð. Alls konar stúss fylgir að sjálfsögðu, en það eykur bara ánægjuna. Á myndinni má sjá 400 plöntur bíða þess óþreyjufullar að komast í jörð, en bak við þær eru bakkar undan um 2000 plöntum.
Sjálfsagt er fátt sem kennir manni þolinmæði eins vel og gróðursetning trjáplantna í íslenskri náttúru.
Plönturnar eru viðkvæmar og þarf að hlúa vel að þeim í æsku, alveg eins og mannfólkinu. Þeim veitir ekki af hollri fæðu og þurfa áburðargjöf fyrstu árin. Stundum koma vorhret sem fara illa með litlu greyin, en flest komast þó á legg um síðir. Þegar þau hafa náð manni í hné finnst manni að kominn sé vísir að skógi. Ekki ósvipuð tilfinning og þegar litlu börnin læra að ganga. Stærstu trén eru nú orðin um mannhæðar há, þó flest séu ennþá verulega minni.
Á unglingsárum plantaði bloggarinn líklega einhverjum fáum tugum þúsunda, en um fimmþúsund á undanförnum árum.
Vefsíðan www.kolvidur.is segir mér að ég þurfi að gróðursetja 60 tré á ári til að friða samviskuna. Hvað ætli ég sé búinn að kolefnisjafna fyrir mörg ár?
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2014 kl. 07:30 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég verð að segja að þetta er dugnaður í fyrsta klassa! Ekki hefði ég þolinmæði í þetta, það er alveg á hreinu. Þetta eru myndarlegar stúlkur sem hjálpa þér þarna. En burtséð frá dugnaði og öðru hrósi og ég fari nú í veraldlegri mál..eitthvað kostar þetta..ekki satt? Hvað kostar svona planta? Þetta hlýtur að kosta formúgu?!
Rúna Guðfinnsdóttir, 7.6.2007 kl. 19:52
Sæl Rúna
Ætli skógarplanta kosti ekki um 50 til 80 krónur stykkið. 1000 plöntur á ári eru þá álíka mörg þúsund. Reyndar framleiddi ég 150 aspir sjálfur í vor með því að setja græðlinga í mold í bökkum. Einu sinni ræktaði ég líklega um 400 slíkar. Stundum hef ég sett aspargræðlinga beint í jörð og er árangurinn sæmilegur, þó hann sér ekki alveg eins góður og þegar forræktað er og plantað með staf. Kostnaðurinn er því nokkuð afstæður. Mest hef ég þó plantað af birki og furu.
Ágúst H Bjarnason, 7.6.2007 kl. 20:07
Skemmtileg frásögn. Ég smitaðist sjálf af skógræktaráhuga þegar ég vann sem unglingur í Heiðmörk í unglingavinnunni og svo einn sumarpart hjá skógræktinni í Fossvogi.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.6.2007 kl. 07:25
Skógræktarsmitið er kanski eins og rótarsmitið á lúpínunni. Fylgir manni alla tíð
Ég sé reyndar að ég hef gleymt Hreggstaðavíðinum hér fyrir ofan í athugasemdunum. Ég hef notað hann töluvert, enda harðger og vex hratt. Hef fjölgað honum sjálfur með græðlingum.
Ágúst H Bjarnason, 8.6.2007 kl. 09:02
Gaman að lesa þetta. Eitthvað hefur þetta svæði togað í þig fyrst þú ert kominn með eigin skika þarna og farinn að planta á ný. Til hamingju og gangi ykkur vel. Stelpurnar eru vafalaust ánægðar að fá að taka þátt! Brosa afskaplega fallega á myndinni! Kveðja. Auður
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 17:06
Takk fyirir kveðjurnar Auður. Auðvtað hefur eitthvað togað í, og það fast.
Skilaðu kveðju og lítið við erf þið eigið leið um sveitina. Bestu kveðjur.
Ágúst H Bjarnason, 9.6.2007 kl. 09:50
Teikningar og myndir frá "The Al Gore Church of the Hotter Day Saints "
http://www.qubetv.tv/members/visit/HoleyHands
Siggi (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.