Al Gore og undrabarnið

 

KristenByrnesLítið hefur borðið á umsögnum hér á landi um hina umdeildu kvikmynd Al Gore, "An Inconvenient Truth". Jafnvel Veðurstofa Íslands þegir þunnu hljóði, en þar á bæ er sjálfsagt verið að vinna í málinu, en eins og alþjóð veit, þá birtist nýlega á vefsíðu stofnunarinnar opinber skoðun hennar á annarri kvikmynd, „The Great Global Warming Swindle".

 

Þangað til eitthvað vitrænt birtist á Íslensku mætti benda áhugasömum að lesa grein Kristen Byrnes um kvikmyndina. Grein þessi hefur vakið heimsathygli fyrir fagmannlega framsetningu, en það ótrúlega er að Kristen er aðeins 15 ára. Hún virðist þó hafa öllu meira vit í kollinum en margir sprenglærði vísindamenn, hvað þá langreyndir pólitíkusar. Við eigum örugglega eftir að frétta meira af Kristen í framtíðinni. Tvímælalaust undrabarn.

Vissulega er ófært að gera lítið úr sprenglærðum vísindamönnum og langreyndum stjórnmálamönnum. Það er alls ekki ætlunin, en munum hvað barnið sagði í ævintýri HC Andersens, Nýju fötin keisarans.  Það er aftur á móti ófært að blanda saman vísindum og stjórnmálum.

 

Hvað segir Al Gore um sjálfan sig?

Spurning: There's a lot of debate right now over the best way to communicate about global warming and get people motivated. Do you scare people or give them hope? What's the right mix?

Svar:  I think the answer to that depends on where your audience's head is. In the United States of America, unfortunately we still live in a bubble of unreality. And the Category 5 denial is an enormous obstacle to any discussion of solutions. Nobody is interested in solutions if they don't think there's a problem. Given that starting point, I believe it is appropriate to have an over-representation of factual presentations on how dangerous it is, as a predicate for opening up the audience to listen to what the solutions are, and how hopeful it is that we are going to solve this crisis.

Heimild:  http://www.grist.org/news/maindish/2006/05/09/roberts/ (Interview with Grist Magazine’s David Roberts and Al Gore about An Inconvenient Truth)

Kristen spyr í upphafi greinarinnar vegna þessara ummæla:

Al Gore said this, so how are we supposed to know fact from fiction in the global warming debate? The following paragraphs will inform the reader of the false claims, the facts, the selective facts and tactics to scare and advertise.

 

Sjá hér (vefsíðan byrjar á inngangi og heldur síðan áfram á tveim síðum):

Facts and Fictions of Al Gore’s "An Inconvenient Truth"

                              

Í inngangi segir Kristen:

After Ponder the Maunder was first published, I received many emails from parents whose kids were required to watch Al Gore’s “An Inconvenient Truth.” They were worried because Al Gore was a politician, an occupation that people just don’t trust.

 

I’ve watched his movie many times and researched most of his claims. The following essay is a summary of what I learned. I hope it helps.

 

Kristen Byrnes

 

Vefsíða hennar kallast Ponder the Maunder. Þar er ýmiss fróðleikur, annar en gagnrýni á kvikmynd varaforsetans fyrrverandi.

Ponder the Maunder was an extra credit project for Honors Earth Science, Portland High School, by Kristen Byrnes of Portland Maine.
This report is a comprehensive look at the global warming issue without financial or political bias. It uses the most updated information provided by scientists and researchers and interjects common sense, an important component missing from the global warming debate.

 

Nokkur fréttaskot um Kristen:

15-Year-Old Outsmarts U.N. Climate Panel, Predicts End of Australia's Drought

Portland High School Honors Student Takes on Al Gore’s ‘An Inconvenient Truth’

 

 

Google um Kristen Byrnes

 

 

Nafnið á vefsíðunni er snilld. Ponder the Mounder er tvírætt. Það gæti þýtt "Muldrið ígrundað", (maunder=muldur eða óskýrt rugl (To talk incoherently or aimlessly)), en einnig "Hugsað um Maunder", en mesti kuldi Litlu ísaldarinnar var meðan á dýpsta lágmarki í sólinni stóð, en það kallast Maunder Minimum, kennt við stjörnufræðinginn Edvard Maunder.

 

Úr gömlu ævintýri: ... Enginn vildi láta á því bera, að hann sæi ekkert, því þá hefði hann verið óhæfur til að vera í embætti sínu, eða fram úr lagi heimskur. Aldrei hafði keisarinn eignast föt, sem jafnmikið þótti til koma. "Nú, hann er þá ekki í neinu!", sagði lítið barn. "O, sér er nú hvað! Heyrið hvað sakleysinginn segir!" mælti faðir barnsins, og hvíslaði svo í eyra þess sama, sem barnið sagði. "Hann er ekki í neinu", sagði barnunginn, "hann er ekki í neinu". "Hann er ekki í neinu", kallaði að lokum allt fólkið. Og keisaranum rann kalt vatn milli skinns og hörunds......

H.C.Andersen - Nýju fötin keisarans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð samlíking við Nýju fötin keisarans og mjög viðeigandi.

Marta B Helgadóttir, 22.7.2007 kl. 18:24

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Einkaþota Als Gores að dreifa CO2 :

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.7.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Ágúst. Grein Kristen er afar fróðleg. Ég vona að sem flestir lesi hana sem hafa áhuga á hlýnun jarðar nú um stundir og af hvaða völdum hún er. Það er sérlega ánægjulegt að 15 ára stúlka sé sú sem setur þessi mál í samhengi. Grein hennar er í raun stórfrétt.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.7.2007 kl. 08:54

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Jón.
Þessi færsla fjallar um mynd Al Gore og mynd hans An Inconvenient Truth, eða öllu heldur frábæran dóm Kristen Byrnes um myndina.

Færslan fjallar ekki um myndina The Great Global Warming Swindle.

Lestu vel greinargerð Kristen. Það er fróðleg og holl lesning.

Bestu kveðjur
Ágúst

Ágúst H Bjarnason, 23.7.2007 kl. 12:05

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er frábær úttekt hjá Kristen, 15 ára unglingi. Ég er samt vantrúaður á, að hún hafi samið þessa ritgerð hjálparlaust. Sama er hvaðan gott kemur, svikahrappurinn Al Gore hefur enn einu sinni verið afhjúpaður.

Ég vil sérstaklega benda á tvær setningar úr ritgerð Kristenar. Þær sýna að Kristen hefur góðan skilning á tilgangi Gora:

This movie has grossed over 60 million dollars (kr. 3,6 milljarðar) to date and it hasn’t even made it to cable. Al charges over $100,000 per slide show.

We have all heard of politicians who lie for money and power; it looks as if Al did not retire after all.

Annars held ég því fram, að umræðan um hnattræna hlýnun sé dauð. Síðustu 10 árin hefur ekki orðið nein hlýnun á Jörðinni, samkvæmt meðaltölum frá IPCC. Á sama tíma, hefur magn lífsanda CO2 í gufuhvolfinu vaksið jafnt og þétt (línulega). Línurit sem sýna þetta, er hægt að finna á bloggsíðu minni, undir fyrirsögninni: Global Warming is not due to human contribution of Carbon Dioxide

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.7.2007 kl. 13:16

6 Smámynd: María Björg Ágústsdóttir

Það verður gaman að fylgjast með Kristen Byrnes í framtíðinni, sérstaklega þar sem skoðanir hennar virðast settar fram án þess að hún hafi einhverra sérstakra hagsmuna að gæta.

Í sambandi við þær ókurteisislegu og ómálefnalegu athugasemdir sem birtast stundum á blog.is vefsvæðunum, þá dæma þær sig sjálfar. Ég fagna því að þessi umræða á sér stað svo við getum fengið að mynda okkar eigin skoðanir á þessu máli.

María Björg Ágústsdóttir, 23.7.2007 kl. 13:32

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Loftur. Sjá http://eheavenlygads.wordpress.com/2007/05/18/ponder-the-brilliance-of-kristen-byrnes/

Þar kemur fram að Kristen hafi notað fjóra mánuði til þess að setja sig inn í málin. Vafalaust hefur hún fengið einhverja hjálp, en ég hef orðið var við hana í umræðum á póstlistum og kemur þar fram hve þekking hennar ristir djúpt.

María, á bloggsíðu þinni varstu að ræða um Saving Iceland félagsskapinn. Hegðun liðsmanna þeirra hefur ekki verið til fyrrimyndar og fyllt mann leiða og svartsýni.  Loftur notar ágætt orð yfir þannig fólk.  Þegar maður kynnist unglingum eins og Kristen og fleirum, fyllist maður aftur bjartsýni og sér ljósið í framtíðinni.

Ágúst H Bjarnason, 23.7.2007 kl. 15:02

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Smá hliðarspor: Ég veit ekki hvort þetta á heima hér, líklega tæplega þar sem umræðuefnið er Kristen, en sagan er ótrúleg en í henni eru mörg sannleikskorn.


All in a Good Cause
By Orson Scott Card
http://www.ldsmag.com/ideas/070313goodprint.html

Ágúst H Bjarnason, 25.7.2007 kl. 08:50

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæll Ágúst. Það eru ný skrif til þín inná síðunni minni  - slóðin er:

http://martasmarta.blog.is/blog/marta/entry/270090/#comments

Kveðja, Marta.

Marta B Helgadóttir, 26.7.2007 kl. 13:46

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Frábær þessi Kirsten Byrnes, -svona ung rekur hún þennan Gore á stampinn. Og svo upplýsir hún um að hann hirðir lítt um að vera  vistvænn sjálfur. Ætli Al kallinn sé ekki meira að hugsa um að búa sér til stöðu fyrir eitthvað comeback ?

Halldór Jónsson, 2.8.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband