Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Litli maðurinn og aldamótavillan í loftslagsvísindum
Nýlega sannaðist vel hve heilbrigð gagnrýni í vísindum er nauðsynleg. Það sannaðist einnig að jafnvel áhrifamiklar stofnanir geta gert mistök. Einnig sannaðist að litli maðurinn getur með hyggjuviti sínu einu að vopni haft veruleg áhrif.
Um árabil hefur komið fram í gagnagrunninum NASA GISS að árið 1998 í Bandaríkjunum hafi verið heitasta ár aldarinnar. Því hefur ítrekað verið haldið fram í fjölmiðlum. Allt þar til nú í byrjun ágúst. Nú er sem sagt komið í ljós að árið 1934 var hlýjast í Bandaríkjunum. Ekki 1998.
Hvernig má það vera?
Maður er nefndur Steve McIntyre. Hann er fær tölfræðingur sem í frístundum sínum dundar við að kryfja til mergjar ýmislegt sem innsæi hans segir honum að eitthvað sé bogið við. Þekktasta verk hans hingað til er þegar hann sýndi fram á að svokallaður Hockey Stick hitaferill sem var fremst í skýrslu IPCC, nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar árið 2001, var meingallaður og líklegast kolrangur og arfavitlaus. Sjá hér. Reyndar kom í ljós að sama hvaða mæligögnum var dembt í forritið sem Michael Mann notaði við gerð þess, ávallt kom út svipaður ferill sem sýndi nánast engar hitafarsbreytingar frá árinu 1000 til 1900, en síðan ofsahlýnun á síðustu áratugum. Ekkert hlýskeið fyrir árþúsundi. Engin lítil ísöld. Allt reyndist þetta tálsýn og hjóm eitt eftir að McIntyre hafði unnið sitt verk. Þetta var auðvitað mjög pínlegt fyrir hina miklu stofnun IPCC.
Sjá hér.
Eitt vandamál við svona hitaferla er að það er sífellt verið að fikta í mæligögnunum. Menn telja sig vera að leiðrétta hitt og þetta, jafnvel leiðrétta leiðréttingarnar, en ómögulegt að fá upplýsingar um hverju var breytt og hvers vegna. McIntyre grunaði að meinleg villa væri í þessum leiðréttingum. Auðvitað var mjög erfitt að sanna það, því honum var neitað um að fá að skoða þessi opinberu gögn. McIntyre gafst ekki upp og beitti sinni góðu stærðfræðikunnáttu og fann út hvað var að. Hafði síðan samband við NASA-GISS sem viðurkenndi villuna og breytti gagnagrunninum fyrir skömmu. McIntyre fékk jafnvel þakkarbréf fyrir að benda á þessa meinlegu og afdrifaríku villu, sem kölluð hefur verið aldamótavillan eða Y2K, og þá auðvitað með tilvísun í aldamótafárið mikla þegar allar tölvur áttu að hrynja, orkuver að stöðvast, flugvélar að hrapa, og svo framvegis. Flestir muna líklega eftir því. Auðvitað kom í ljós að klukkur hvorki stöðvuðust né gengu afturábak, orkuver möluðu eins og ekkert hefði í skorist, og hálftómar flugvélar komust óskaddaðar á leiðarenda.
Tíu hlýustu árin í Bandaríkjunum eru þessi samkvæmt nýjustu tölum NASA GISS, og er byrjað á því hlýjasta: 1934, 1998, 1921, 2006, 1931, 1999, 1953, 1990, 1938, 1939. (Sjá hér http://data.giss.nasa.gov/gistemp/graphs/Fig.D.txt ef menn trúa ekki sínum eigin augum)
Takið eftir, hve mörg þeirra voru fyrir og um miðja síðustu öld? Hve mörg á síðasta áratug? Prófið að telja!
Í raun og veru er það alveg stórmerkilegt að svona villur geti átt sér stað, og hið alvarlegasta mál. Eitthvað mikið hýtur að vera að. Full ástæða er til þess að nú verði farið í saumana á öllum mæligögnum sem notuð eru við spár um loftslagsbreytingar.
Það eru reyndar fleiri litlir menn á ferli sem eru farnir að sjá ýmislegt óhreint í pokahorninu. Antony Watt sér um vefsíðuna SurfaceStations.org . Þar hefur hann ásamt öðrum safnað saman myndum af bandarískum veðurmælistöðvum sem notaðar eru til að safna upplýsingum um veðurfarsbreytingar. Menn rekur í rogastans við að skoða þessa síðu. Þar má sjá ótrúlegan frágang sums staðar þar sem hitanemum er komið fyrir á bílastæðum, nærri loftræsiopum bygginga og jafnvel þétt við grillaðstöðu. (sýnishorn hér). Hvers konar hitafarsbreytingar er verið að mæla? Auðvitað af mannavöldum, fyrst og fremst . Beinlínis!
Auðvitað má ekki gleyma litlu konunni, undrabarninu Kristen Byrnes. Sjáum hvað hún hefur verið að fást við síðustu daga:
Hér, hér, hér, hér.
Það er næsta víst að tími litlu mannanna í loftslagsvísindum er kominn. Litlir menn hafa nefnilega stundum meira vit í kollinum en finnst hjá stórum stofnunum.
Climate Audit
Hansen's Y2K Error
By Steve McIntyre
Svona í lokin má benda á undarlega hegðun náttúrunnar síðastliðinn tæpan áratug. Það virðist nefnilega verið hætt að hlýna !
Ár Hitafrávik
1998 0,526
1999 0,302
2000 0,277
2001 0,406
2002 0,455
2003 0,465
2004 0,444
2005 0,475
2006 0,422
Það þarf meira ímyndunarafl en bloggarinn hefur til að greina hlýnun í þessum tölum. Tölurnar eru fengnar frá einni virtustu loftslagsrannsóknarstofnun í heimi Climatic Research Unit, en í þessari töflu má sjá mánaðameðaltöl frávika í hitastigi lofthjúps jarðar frá 1850 til vorra daga. Sjá hér: http://www.cru.uea.ac.uk/cru/data/temperature/hadcrut3vgl.txt
---
Er ekki annars full ástæða til að fara að hugsa af viti um framtíðina? Hætta að berja höfðinu við steininn, steinnin er harður og getur meitt þann sem slíkt stundar. Náttúran er einnig stundum hörð og heldur sínu striki, hvað sem við tautum og raulum.
---
Handritasafnarinn hitti naglann á höfuðið þegar honum ofbauð eitt sinn vitleysan:
"Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja"
Árni Magnússon
Jamm og jæja. Þetta er þó altént atvinnuskapandi, ekki satt?
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Breytt 3.9.2007 kl. 11:03 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég er nú ekki sérfræðingur á þessu sviði en veit þó að sólin hitar jörðina um hátt í 300 gráður og því getur tiltölulega lítil breyting á virkni hennar haft stórfelld áhrif hér á jörðinni. Að öðru leyti held ég að þetta fræga gróðurhúsafár sé mest til að draga athyglina frá hruni í lífríkinu (sem mun á endanum leiða til hruns mannsins sjálfs). Þetta hrun stafar af endalausri útþenslu mannsins, stjórnlausri fjölgun hans, græðgi og skammsýni. Við erum vissulega í mengunarkatastrófu sem stafar af ofangreindu en koldíoxíð er ekki stóra vandamálið. Það er mest notað sem smjörklípa til að forðast umræður um hina raunverulegu krísu.
Baldur Fjölnisson, 28.8.2007 kl. 22:04
Og að sjálfsögðu ber að skoða fáránlega vitlaus hollywood terrorsjó og örvæntingarfullan lygavaðal við að svíkja stríð af stað í þessu ljósi. Þetta snýst allt um smjörklípur og réttlætingar og að sigla undir fölsku flaggi og að klína ávirðingum á "óvininn" og þéna feitt á öllu saman. Það er ekkert nýtt og raunar hefð í sögunni - sem aftur skýrir hvers vegna pólitíkusar segja okkur að pæla ekki í hinu liðna heldur horfa þess í stað fram á veginn. Þið kannist við þetta svæfandi og heiladrepandi mal. Þegar menn neyðast til að grípa til svo barnalegs málflutnings bendir það til afar djúpstæðrar krísu og hún felst sem sagt í þessum óræðanlegu atriðum sem ég nefndi.
Baldur Fjölnisson, 28.8.2007 kl. 22:19
Sæll Baldur
Ég hef nú bara lúmskt gaman af þessu öllu saman. Annars væri ég ekki að skrifa þetta.
Reyndar hef ég miklu meiri áhyggjur af husanlegri kólnun á næstu árum, þ.e. ef náttúrunni dytti í hug að minna á sig. Það hefur hún oft gert áður. Mér er nefnilega meinilla við kulda og trekk.
Ágúst H Bjarnason, 28.8.2007 kl. 22:49
Ert þú ekki Ágúst H. Bjarnason hvers stöff ég vistaði fyrst um aldamótin og hef fylgst með síðan?
Fyrirgefðu fáfræðina.
Baldur Fjölnisson, 28.8.2007 kl. 22:56
Kanski, athugaðu krækjurnar í glugganum sem kallast Tenglar og er ofarlega til vinstri á síðunni. Er eitthvað þar sem þú kannast við?
Eitthvað er farið að slá í sumt sem þar er, því það elsta er frá árinu 1998.
Ágúst H Bjarnason, 28.8.2007 kl. 23:03
Já takk.
Þú ert klassískt dæmi um vísindamann sem sinnir vel alþýðufræðslu - sem sagt í anda upplýsingarinnar.
En eins og ég sagði þá held ég að hin raunverulega krísa snúist um hrun lífkeðjunnar af völdum mannsins sjálfs. Og það er að sjálfsögðu ekki rætt af pólitíkusum, massafjölmiðlum og veruleikahönnuðum yfirleitt. Þess í stað er okkur sagt að græðgi sé hreinlega af hinu góða. Einhver maskína kemur þessu inn í kollinn á fólki. Hún sjtórnast af hagsmunum og aðallega sínum eigin. Á sama tíma og við horfum upp á stjónlausa fólksfjölgun á kostnað annarra dýrategunda í lífkeðjunni þá vitum við af tækniframförum sem lengja líftíma mannskepnunnar. Þetta er greinilega vonlaus mótsögn og auðvitað mun valdaelíta heimsins vilja sitja að þessarri tækni og meina hinum breiða fjölda aðgangi að henni. Hugsanir?
Baldur Fjölnisson, 28.8.2007 kl. 23:53
CO² fótspor Als Gores
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.8.2007 kl. 03:44
Ég er nú aðeins fáfróð kona sem hugsar ekki mikið um gróðurhús yfirleitt, hvað þá gróðurhúsaáhrif En ég verð að segja að ég er svolítið sammála honum Baldri, á endanum mun maðurinn tortíma sjálfum sér.
Rúna Guðfinnsdóttir, 29.8.2007 kl. 08:00
Sæl Rúna.
Já þetta er mjög umhugsunarvert sem Baldur segir. Þetta er það vel orðað hjá honum að ég get litlu við bætt. Það má þó kanski bæta því við, að líklega er mannskepnan grimmasta dýrategundin á jörðinni. Ég man ekki eftir öðrum skepnum sem drepa dýr af sömu tegund, og það oftast að ástæðulausu.
Ágúst H Bjarnason, 29.8.2007 kl. 08:22
Jamm..við erum ekki bara grimm, heldur óendanlega illgjörn. Ætli við séum ekki ein um það í lífríki jarðar?
Rúna Guðfinnsdóttir, 29.8.2007 kl. 08:29
Get ekki verið annað en sammála. Því miður.
Ágúst H Bjarnason, 29.8.2007 kl. 08:32
Ég hef sagt það áður að mannfjöldi í heiminum má sennilega ekki vera mikið yfir þremur milljörðum en í dag erum við um sex og hálfur. Hvað er hægt að gera í því veit ég ekki, Kínverjar tóku upp eins barnsstefnu sem virðisr verða til þess að fólk beitir öllum ráðum til að eignast drengi, eins gáfulegt og það nú er. Eitt er samt ljóst að í stað þess að bjóða upp á kolefnisjöfnunarsvindl væri nær að reyna að ræða fólksfjölgunar vandamálið.
Einar Þór Strand, 29.8.2007 kl. 08:35
Það er löngu orðið of seint að taka á þessum málum og því munum við sjá valdaelítu heimsins halda áfram að setja síkópata í sölumannastöður fyrir sig í ríkisstjórnir og á fjölmiðla. Þetta eru bara viðskipti eins og venjulega og í sjálfu sér ekkert nýtt en það sem er hins vegar nýtt er að fólk lætur ekki lengur fæla sig frá umræðu um þessi alvarlegu mál.
Baldur Fjölnisson, 29.8.2007 kl. 09:15
Alveg er makalaust hvað þú getur haldið lengi að berja hausnum við steininn. Það er rétt að McIntyre uppgötvaði örlitla Y2K villu í gögnum NASA hvað varðar hitastig í Bandaríkjunum. Þessi villa breytir nákvæmlega engu (eða því sem næst engu) í heildarmyndinni.
Nr. 1, lókal hitaþróun (eða hitamet) í Bandaríkjunum er EKKI sama og global hitaþróun (eða hitamet). Við tölum um GLOBAL WARMING ekki LOKAL WARMING. Það er ekkert vafamál að síðustu 15 ár eru alger anómalía í hitaþróun síðustu mörg hundruð árin. Þessi örlitla leiðrétting á nokkrum árum í USA hefur engin merkjanleg áhrif á global hitastig jarðar.
Nr. 2, Greinar McIntyre um Hockey stick hafa verið marghraktar og alls kyns aðrar rannsóknir hafa stutt ályktanir Michael Mann og félaga sem birtust í umræddri "hockey stick" rannsókn.
Nr. 3, þú vitnar í vefsíðu Climate Research Unit til að halda því fram að ef maður horfi á árin 1998-2006 þá sé hlýnunin hætt. Þú ættir að horfa á kúrfuna frá 1850 til 2006 til að sjá hversu villandi er að horfa á einstaka punkta. Þar sérðu miklu betur hversu mikil anómalía er í gangi. http://www.cru.uea.ac.uk/cru/info/warming/ . Þarna sérðu líka að árin í kringum 1930-40 vor miklu kaldari glóbalt heldur en hitastigið núna. (Í guðanna ekki fara að tala um "urban heat effect", það er að sjálfsögðu tekið inn í þessa mynd).
Nr.4, þegar reynt er að finna skýringu a´núverandi anómalíu þá kemur aftur og aftur fram að EINA skýringin sem heldur vatni til að skýra meginhluta þessar hitnunar (glóbalt) er aukning gróðurhúsalofttegunda (skýrir sennilega yfir 90% af hitaaukningu á síðustu 10-15 árum).
Magnús Karl Magnússon, 29.8.2007 kl. 11:11
Alltaf Skemmtileg umræða hér. Ég sá línurit einu sinni um áætlaðan mannfjölda á jörðinni síðustu 10.000 ár. Mannfjöldinn allan þennan tíma var í kringum 400-700 milljónir þangað til fyrir 250 árum sem mannfjöldasprengingin hófst.
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 29.8.2007 kl. 11:33
Sæll Magnús. Þér er greinilega mjög heitt í hamsi. Sjálfur hef ég bara lúmskt gaman af þessu.
#1 Þekki þetta ég vel og ummmæli Dr. Gavin Schmidt um málið. Auðvitað eru áhrifin á meðalhita jarðar óvera. Sjálfsagður hlutur. Ég var bara ekkert að fjalla um það. Hvernig líst þér annars á veðurstöðvarnar í Bandaríkjunum? Varla eru þær traustvekjandi?
#2 Þessu er ég ekki samála. Það verður bara að vera þannig.
#3 Þessa kúrvu þekki ég vel og á öll gögnin í Excel. Reyndar verið að rýna í þau síðan fyrir síðustu aldamót. Ég er bara, eins og skýrt kemur fram, að beina sjónum að síðasta áratug. Vissulega verður spennandi að fylgjast með þróun næstu ár, það hljótum við að vera sammála um. Fari hitastig hækkandi eru áhrif CO2 ótvíræð, en hvað ef hitastig tekur upp á að fara lækkandi? Tíminn einn mun skera úr um það. Ekki við.
# 4. Hreint ekki samála, en það verður líka bara svo að vera.
Sem sagt, sammála um sumt, en ekki allt.
Ágúst H Bjarnason, 29.8.2007 kl. 11:47
Mér ekkert heitt í hamsi en það er minn stíll að tala hreint út.
Mér er fullkomlega ljóst að við erum ósammála. Að mínum dómi er þó eitt grundvallaratriðið í þessari umræðu að við eigum EKKI að taka miklar áhættur þegar um jafnstóra spurningu er að ræða og veðurfar framtiðarinnar. Að hundsa álit meginþorra loftlagsvísindamanna á þeirri vafasömu forsendu að hugsanlega sé spá þeirra vitlaus er að mínum dómi í besta falli óviturlegt og í versta falli ófyrigefanleg skammsýni.
Magnús Karl Magnússon, 29.8.2007 kl. 12:39
Magnús Karl Magnússon getur þú gefið fullnægjandi og
sannfærandi skýringu á hitatímabilinu frá um 800 til 1400
og litlu ísöld frá 1400 til um 1900, og hvernig getur 0.038%
koltvísýrlings haft þessi áhrif sérlega þegar eðlisþyngd hans
er 50 til 80 % hærri en annara lofttegunda og þéttleikinn er
mestur við yfirborð jarðar, hvað er gróðurhúsa "glerið".
Ætli það sé ekki sanleikurinn sem maðurinn sagði að munurinn
á Bill Gates og Drottni Alsherjar er að Bill ræður aðeins yfir 0 og 1
en Skaparinn ræður A,C,G.T.
Leifur Þorsteinsson, 29.8.2007 kl. 15:21
Koldíoxíð er eitt versta skammaryrði nútímans sem kunnugt er og ofurgildishlaðið út úr öllu korti og einhverjir djókerar í BNA nýttu sér það og léku sér að því að fá fleiri hundruð manns til að skrifa undir áskorun um bann við losun hinnar hræðilegu gróðurhúsalofttegundar tvívetnisoxíðs. Því miður höfðu þeir ekki mannskap eða fjármagn til að safna milljón undirskriftum en hefðu vafalaust farið létt með það.
Baldur Fjölnisson, 29.8.2007 kl. 15:27
Ég vil taka það fram að þessi færsla mín átti alls ekki að fjalla um gróðurhúsaáhrif og hnatthlýnun. Ég ætlaði eiginlega að fjalla um "litla manninn" sem situr einn í kompu sinni vopnaður hyggjuviti sínu og kanski tölvu. Manninn eða konuna sem hefur kjark og þor til að ráðast gegn víðteknum skoðunum með rökum.
Vel getur verið að greinin beri of mikinn keim af því sem ég ætlaði ekki að fjalla um. Við því er víst ekkert að gera núna. Eftir á að hyggja má segja að umfjöllunin í lokin um hitafar síðasta áratug hafi verið stílbrot sem leiðir hugann frá litla manninum og litlu konunni .
Ágúst H Bjarnason, 29.8.2007 kl. 20:28
Þetta er mjög áhugaverð umræða um loftslagsmálin og það er virkilega brýn þörf á að fara rækilega yfir forsendur þess að kenna auknu magni af CO2 eingöngu um breytingar á hitastigi jarðar en eins og bent hefur verið á á þessari síðu að síðan við fórum að puða þessari lofttegund út í auknum mæli hefur hitastigið bæði hækkað lækkað á víxl.
Þessi umræða minnir um sumt á reiknisfræðilegu fiskifræðina sem stunduð er í stofnunum vítt og breittt um heimin og síðan er komin hagfræði ofan reiknisfiskifræðina sem er jafnvel látin votta framreikninga fiskifræðinga um afla áratugi fram í tímann. Í þessum fræðum er veiðinni sem sífellt fer minnkandi kennt um að ekki tekst að fjölga fiskum sem eru illa haldnir og eru ekki að vaxa.
Það er mjög erfitt að fá umræðu um grundvöllinn sem "fræðin" byggja á . Eflaust er það vegna þess að það er búið að byggja upp mikið bákn ofan á dellumeikið.
Sigurjón Þórðarson, 30.8.2007 kl. 15:02
Þetta er enn ein ógnin sem valdaelíta heimsins finnur upp og ætlar sér
1. að nota hana sem stjórntæki og 2. að græða feitt á öllu saman.
Það er kunnugleg smjörklípa. Terrorkjaftæðið er löngu hætt að bíta enda
vita flestir orðið hverjir standa raunverulega á bakvið það og erfitt virðist
að ljúga af stað frekari stríð.
Þeir ætla sér að byggja enn eina fjármálabóluna á braski með kolefnisjöfnun
og jafnframt er verið að drepa á dreif og eyða umræðu um hina raunverulegu
krísu sem er hrun í lífríkinu og stjórnlaus útþensla mannsins á kostnað annarra
lífvera. Það endar án efa með ósköpum og vil ég ítreka það og einnig er mjög
mikilvægt að hafa í huga að samhliða stjórnlausri fjölgun mannkynsins þróast
ört tækni sem eykur langlífi manna. Mér finnst mjög líklegt að þeir sem eru fæddir
á þessarri öld geti orðið 200 ára eða jafnvel eldri. Augljóslega getur sú tækni ekki
boðist hinum breiða almúga, nóg er nú fólksfjölgunarvandamálið fyrir, og því mun
elítan vilja sitja ein að þessarri tækni og smjörklípur hennar ber ekki síst að skoða
í því ljósi.
Baldur Fjölnisson, 30.8.2007 kl. 22:40
Bravó frændi,
þú banar erroribus og erkiprestum hans í hverju skoti !
Halldór Jónsson, 31.8.2007 kl. 21:11
Ég fylgist með, takk fyrir þessar upplýsingar.
Ragnar Bjarnason, 4.9.2007 kl. 11:43
Ég get ekki orða bundist, þegar ég sé þessa vitleysu sem Magnús Karl Magnússon heldur fram. Síðustu 10 árin hefur engin hitaaukning orðið, eins og Ágúst bendir á. Að þetta langt tímabil hafi enga merkingu, er skammarlega fáránlegt. Meðal hiti andrúms er mældur í þéttriðnu neti mælipunkta, líklega með klukkustundar millibili. Að baki mánaðar gildum hitastigs, liggja líklega milljónir mælinga.
Ef Magnús trúir ekki ársgildunum 10, skoðum þá mánaðargildin 120 ! Eftirfarandi mynd sýnir þau. Er hægt að halda því fram að þau sýni hækkandi hitastig ?
Ef lífsandinn (CO2) hefði ekki aukist á þessu tímabili, gætu þeir sem trúa blint á áhrif hans á hitastig andrúms, haldið því fram að þarna gætti samræmis. Auðvitað er það ekki svo. Lífsandinn hefur haldið áfram að aukast línulega öll þessi 10 ár. Hér er mynd sem sýnir lífsandann á Mauna Loa og sama aukning mælist á öðrum stöðum Jarðar.
Niðurstaðan er sú, að hitastig hefur ekki aukist síðustu 10 árin og þar með eru áhrif lífsandans á hitastig andrúms afsönnuð ! Jafnframt er ljóst að hitastig hefur hækkað frá Litlu ísöld um 1600. Afleiðingar þeirrar hækkunar eru enn að birtast okkur í bráðnun hafíss á Norðurskauti og jöklum.
Með "Hockey Stick" aðferðinni eru síðustu 10 ár dregin saman í "einn punkt". Öllum má vera ljóst að 10 ár (120 mánuðir) er það langt tímabil, að ef einhverjar hitabreytingar eru í gangi myndu þær sýna sig í mælingum. Eins og Ágúst, hef ég miklar áhyggjur af kólnandi veðurfari og þá ekki hvað síðst afleiðingar kólnunar fyrir afkomu Íslendinga.
Loftur Altice Þorsteinsson, 24.9.2007 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.