Vetni er ekki orkugjafi

225px-Alessandro_VoltaVetni er ekki orkugjafi, var fyrirsögn fréttanna í dag. Þetta hélt ég að allir viti bornir menn vissu vel. Vetni er ekki orkugjafi, heldur orkuberi eða orkumiðill. Nota má vetni til að geyma orku eða flytja orku milli staða, en svo vill til að einnig má nota rafeindir til hins sama. Það hafa menn gert í yfir 200 ár, eða síðan Alessandro Giuseppe Antonio Anastasio Volta,  eða Alexander Volta eins og við þekkjum hann, fann upp rafhlöðuna árið 1800. Rafeindir eru miklu hentugri að öllu leyti sem orkumiðill en vetni. Svo einfalt er það.

 

Hér á landi er nú staddur Dr. Ulf Bossel sem þekkir þessi mál manna best. Hann hefur ekki mikla trú á vetni sem orkubera. Sjá færsluna frá 1. janúar 2007 sem kallast Vetni eða rafgeymar sem orkumiðill bifreiða?    Þar er tílvísun í greinar eftir Ulf Bossel.

 

 

Sjá frétt Ríkisútvarpsins frá því í dag Vetni er ekki orkugjafi.

Einfaldur samanburður á vetni og rafeindum sem orkubera: Vetnissamfélag eða rafeindasamfélag ?

 .

 

Svo er það allt annar handleggur  að vetni getur verið orkugjafi, en þá þurfum við að beita kjarnasamruna sem mönnum hefur ekki tekist nema í vetnissprengjum. Hugsanlega er það að rugla fólk í ríminu. Mönnum hefur ekki enn tekist að beisla vetnisorkuna og enginn veit hvenær það tekst.

Sjá vísindavefinn um kjarnasamruna:

Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?

Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég var búin að ímynda mér að orkuvandi heimsins yrði leystur á framleiðslu vetnis með kjarnorku

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 18.9.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það hafa margir Íslendskir verkfræðingar og aðrir sagt ráðamönnum að vetnið væri ekki orkugjafi, heldur orkuberi. Á þetta hefur ekki verið hlustað, fremur en að hlustað væri á andmæli við ruglinu um hlýnum Jarðar af völdum manna.

Nú koma þessar ábendingar frá erlendum manni og ná þess vegna hugsanlega einhverjum eyrum. Ég er samt ekki mjög bjartsýnn um að skynsemi nái nokkurntíma til þeirra bjána sem stjórna þessu landi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.9.2007 kl. 17:08

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þennan fróðleik, hafði náttl. ekki hygmynd. 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæl Ásdís. Takk fyrir komuna!

Ágúst H Bjarnason, 18.9.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Takk sem áður fyrir aðgengilega alþýðufræðslu. Svona eiga vísindamenn að vera. 

Baldur Fjölnisson, 18.9.2007 kl. 22:40

6 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Það væri athugandi að koma sér saman um heiti

og skilgreiningar.

ORKUGJAFI: Það sem ummyndar efnið í orku: Sólin, kjarnakljúfar

eða það sem fellst í formúlinni E=mcc (cc= c í öðruveldi).

ORKUMIÐILLl: Eldsneyti, Það sem gefur frá sér orku í formi hita,

hvort sem það er þegar til staðar í náttúrunni svo sem jarðolía

kol eða tré og annað brennanlegt efni.

Og svo tilbúið eldsneyti sem oftast krefst meiri orku að framleiða

en það gefur frá sér við brenslu, Etanol, vetni o.fl.

Sem mætti kalla ORKUGERFILL (synthetic fuel)

Leifur Þorsteinsson, 19.9.2007 kl. 15:05

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka þér fyrir alla þessa samantekt á fróðleik á síðunni þinni frændi sæll. Þetta er endurlífgun að renna yfir þetta allt. Athyglivert þetta hjá McIntyre með töfluna. Af hverju er þessu ekki haldið meira á lofti í Kyoto síbyljunni ?

Ég sá í blaði að það er hægt að panta sér sportbíl , sem maður hleður upp í tenglinum hjá sér. Maður þarf bara að eiga hundraðþúsud dollara. Veiztu eitthvað hvað líður því að alþýða fái svona rafmagnsbíla á viðráðanlegu verði ? Er þetta eitthvað sem íslenzkir mixarar geta gert ? Er hægt að kaupa svona búnað og setja hann í bíla ? Mér finnst að þetta ætti að vera stórmál hjá  gróðurhúsaspekingunum og til muna hraðvirkara en kolefnisjöfnun bílvélarinnar þinnar með trjáplöntun, þó ekki sé  að draga úr nauðsyn hennar. 

Halldór Jónsson, 20.9.2007 kl. 21:59

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Prufa

Ágúst H Bjarnason, 10.10.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband