Miðvikudagur, 20. september 2006
Myrkvun höfuðborgarsvæðisins, stjörnuskoðun og ljósmengun
Til stendur að slökkva á allri götulýsingu á höfuðborgarsvæðisins í hálftíma 28. september, það er að segja ef veður leyfir. Hugmyndin er að vekja athygli á stjörnuhvelfingunni sem margir borgarbúar hafa gleymt að sé til. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur mun lýsa í útvarpi því sem fyrir augun ber, og vel getur verið að félagar í Stjörnuskoðunarfélaginu verði með sjónauka sína á almannafæri.
[Hugsanlega þarf að smella hér til að sjá allar myndirnar].
Fáein orð um Ljósmengun:
Ljósmengun frá illa hannaðri lýsingu er helsti óvinur þess sem vill njóta fegurðar himinsins. Þetta er ekki aðeins vandamál hérlendis, heldur víða um heim. Nú er að vaxa upp kynslóð sem varla hefur séð stjörnur aðrar en þær allra skærustu. Hve margir skyldu hafa séð okkar eigin Vetrarbraut? Jafnvel norðurljósin hverfa í glýjuna frá borgarljósunum.
Víða erlendis hafa menn gert sér grein fyrir þessu vandamáli og gert bragarbót: Lýsing hefur orðið þægilegri, orkunotkun verulega minni, og fjárhagslegur ávinningur hefur því verið töluverður af þessum lagfæringum. Allir eru ánægðir þegar vel tekst til, ekki síst stjarneðlisfræðingar, störnuáhugamenn, og reyndar allir þeir sem unna fallegri náttúru.
Hér á landi hefði mátt ætla að við værum blessunarlega laus við þessa mengun eins og aðrar, en það er öðru nær. Ljósmengun hér er engu minni en víða í hinum stóra heimi. Bjarmi yfir höfuðborginni er ótrúlega mikill, svo og bjarmi frá gróðurhúsum í dreifbýlinu.
Vaxandi sumarhúsabyggð utan þéttbýlis veldur áhyggjum. Tilheiging virðist vera hjá sumum sumarhúsaeigendum að vera með útljós kveikt, jafnvel þegar enginn er við. Ljósin hjálpa óboðum gestum að finna sumarhúsið. Það er einnig tillitsleysi við nágrannana að vera með logandi og illa skermuð útiljós að óþörfu.
Hér fyrir ofan eru tvær myndir teknar í mars 1997.
Myndin vinstra megin er tekin frá Garðabæ yfir hluta Reykjavíkur. Vel má sjá bjarmann, sem liggur eins og hjúpur yfir borginni. Aðeins allra skærustu stjörnur sjást, og Vetrarbrautin sést ekki lengur. Ein bjartasta halastjarna sem sést hefur á síðustu árum prýddi stjörnuhimininn. Mjög erfitt var að ljósmynda hana frá Reykjavík.
Myndin hægra megin sýnir Hale-Bopp og aragrúa stjarna. Hér var myrkrið það gott, að hægt var að hafa ljósop myndavélarinnar opið í nokkrar mínútur. Þá koma fram ótal stjörnur, sem venjulega sjást ekki með berum augum. Einnig má sjá bláan rafhala halastjörnunnar, en hann sést ekki með berum augum. Myndin var tekin frá Keilisnesi, áður en Reykjanesbrautin var lýst upp með illa skermuðum ljósum. Lýsing utanbæjar er sífellt að aukast, og oftar en ekki gleymist að huga að góðri lýsingartækni. Lýsingin veldur óþarfa bjarma, og ekki síður óþarfa glýju.
Neðst er mynd sem sýnir bjarmann frá gróðurhúsum í uppsveitum Árnessýslu. Þetta er ekki eldgos, ef einhverjum skyldi hafa komið það til hugar!
Hér á landi hafa ýmsir áhugamenn reynt að vekja áhuga á þessu sívaxandi vandamáli með greinaskrifum og vefsíðum:
Krækjur:
Ljósmengun - auðlind sem er að hverfa
Stjörnufræðivefurinn, frábær vefsíða
Ljósmengun er sívaxandi vandamál, frétt á Stjörnufræðivefnum
Ljósmengun, grein á Stjörnufræðivefnum
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness (og allra landsmanna !)
Gap ginnunga, stjörnuskoðunarsíða frá 1997
Snúum okkur aftur að myrkvuninni:
Jæja, nú er víst komið nóg af barlómi. Ef vel tekst til með myrkvun Stór-Reykjavíkursvæðisins verða allir ánægðir. Stjörnuhiminninn mun tindra næstum eins og þegar Ingólfur nam hér land fyrir meira en þúsöld. Hvernig er best að njóta stjarnanna? Þarf stjörnusjónauka? Nei alls ekki. Reyndar sést að mörgu leyti meira með venjulegum handsjónauka en stórum stjörnusjónauka, þ.e ef maður vill njóta fegurðar vetrarbrautarinnar. Það er kjörið að heimsækja Stjörnufræðivefinn til að búa sig undir sjónarspilið.
Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir 28. september!
Eldgos á myndinni hér fyrir neðan? Nei. Sjá textann hér fyrir ofan.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.12.2006 kl. 21:45 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.