Getur sólin bjargað okkur frá hnatthlýnun? Grein sem vekur hroll í The Independent 5. des.

Í grein sem var í breska blaðinu The Independent 5. des. bendir Dr. David Whitehouse stjörnufræðingur á þá staðreynd að um þessar mundir gæti verið að draga hratt úr virkni sólar. Svo geti farið að því fylgi veruleg kólnun á allra næstu áratugum. Whitehouse bendir einnig á þá staðreynd að ekki hefur hlýnað frá árinu 1998, heldur hafi hitinn haldist nokkuð stöðugur. (Sjá splunkunýjan hitaferil ). Hann segir að taka þurfi þetta alvarlega. Svo vilji til, að á meðan á Litlu ísöldinni stóð hafi virkni sólar einmitt verið mjög lítil, en því kuldatímabili hafi fylgt hungur og vansæld.  Í lok greinarinnar segir Whitehouse, að ef þetta gerist, þá muni það gefa okkur lengri tíma til að bregðast við hnatthlýnun af mannavöldum, eða jafnvel gjörbylta hugmyndum okkar um áhrif manna á loftslagsbreytingar.


Það er ástæðulaust að þýða þessa áhugaverðu grein, því flestir eru sæmilega læsir á enska tungu.

Bloggarinn vill ekki taka afstöðu til þess hvort Dr. Whitehouse hefur rétt fyrir sér, en eitt er víst að ef svo er, þá munum við verða vör við það frekar fyrr en seinna. Þá mun kólna verulega.  Svipaðar skoðanir og koma fram í þessari grein eru farnar að sjást víðar, en tíminn einn mun leiða í ljós hvort sannleikskorn leynist í þeim. Við skulum fyrst og fremst líta á þessa grein sem innlegg í umræðuna um loftslagsbreytingar, en flestir telja að þær séu að hluta af manna völdum og að hluta af náttúrunnar völdum. Hve mikinn þátt náttúran á í þessum breytingum veit enginn enn...   Þangað til sannleikurinn kemur í ljós getum við velt fyrir nokkur hvort komi sér betur fyrir mannkyn, hlýnun eða kólnun... Hvað hefur sagan kennt okkur? Mun fara eins fyrir hækkun hitastigs á síðustu öld og hækkun hlutabréfa á þessu ári?  Halo


Sjá einnig bloggfærsluna Mun sólin kæla okkur svo um munar innan fárra ára? frá 27. jan. 2007 þar sem Dr. Nigel Weiss, fyrrverandi prófessor í stærðfræðilegri stjarneðlisfræði við Cambridge háskóla, heldur fram svipuðum skoðunum. Þar má sjá málverk sem málað var í London árið 1695 og sýnir við hverju má hugsanlega búast ef þessar svartsýnu spár rætast.


 new_indy_logo3

 

 

 

 http://news.independent.co.uk/sci_tech/article3223603.ece

Ray of hope: Can the sun save us from global warming?

Dr David Whitehouse

Could the Sun's inactivity save us from global warming? David Whitehouse explains why solar disempower may be the key to combating climate change

Published: 05 December 2007

sun380_260757a

 

Between 1645 and 1715 sunspots were rare.
It was also a time when the Earth's northern
hemisphere chilled dramatically

Something is happening to our Sun. It has to do with sunspots, or rather the activity cycle their coming and going signifies. After a period of exceptionally high activity in the 20th century, our Sun has suddenly gone exceptionally quiet. Months have passed with no spots visible on its disc. We are at the end of one cycle of activity and astronomers are waiting for the sunspots to return and mark the start of the next, the so-called cycle 24. They have been waiting for a while now with no sign it's on its way any time soon.

Sunspots - dark magnetic blotches on the Sun's surface - come and go in a roughly 11-year cycle of activity first noticed in 1843. It's related to the motion of super-hot, electrically charged gas inside the Sun - a kind of internal conveyor belt where vast sub-surface rivers of gas take 40 years to circulate from the equator to the poles and back. Somehow, in a way not very well understood, this circulation produces the sunspot cycle in which every 11 years there is a sunspot maximum followed by a minimum. But recently the Sun's internal circulation has been failing. In May 2006 this conveyor belt had slowed to a crawl - a record low. Nasa scientist David Hathaway said: "It's off the bottom of the charts... this has important repercussions for future solar activity." What's more, it's not the only indicator that the Sun is up to something.

Sunspots can be long or short, weak or strong and sometimes they can go away altogether. Following the discovery of the cycle, astronomers looked back through previous observations and were able to see it clearly until they reached the 17th century, when it seemed to disappear. It turned out to be a real absence, not one caused by a lack of observations. Astronomers called it the "Maunder Minimum." It was an astonishing discovery: our Sun can change. Between 1645 and 1715 sunspots were rare. About 50 were observed; there should have been 50,000.

Ever since the sunspot cycle was discovered, researchers have looked for its rhythm superimposed on the Earth's climate. In some cases it's there but usually at low levels. But there was something strange about the time when the sunspots disappeared that left scientists to ponder if the sun's unusual behaviour could have something to do with the fact that the 17th century was also a time when the Earth's northern hemisphere chilled with devastating consequences.

Scientists call that event the "Little Ice Age" and it affected Europe at just the wrong time. In response to the more benign climate of the earlier Medieval Warm Period, Europe's population may have doubled. But in the mid-17th century demographic growth stopped and in some areas fell, in part due to the reduced crop yields caused by climate change. Bread prices doubled and then quintupled and hunger weakened the population. The Italian historian Majolino Bisaccioni suggested that the wave of bad weather and revolutions might be due to the influence of the stars. But the Jesuit astronomer Giovanni Battista Riccioli speculated that fluctuations in the number of sunspots might be to blame, for he had noticed they were absent.

Looking back through sunspot records reveals many periods when the Sun's activity was high and low and in general they are related to warm and cool climatic periods. As well as the Little Ice Age, there was the weak Sun and the cold Iron Age, the active sun and the warm Bronze Age. Scientists cannot readily explain how the Sun's activity affects the Earth but it is an observational correlation that the Sun's moods have a climatic effect on the Earth.

Today's climate change consensus is that man-made greenhouse gases are warming the world and that we must act to curb them to reduce the projected temperature increase estimated at probably between 1.8C and 4.0C by the century's end. But throughout the 20th century, solar cycles had been increasing in strength. Almost everyone agrees that throughout most of the last century the solar influence was significant. Studies show that by the end of the 20th century the Sun's activity may have been at its highest for more than 8,000 years. Other solar parameters have been changing as well, such as the magnetic field the Sun sheds, which has almost doubled in the past century. But then things turned. In only the past decade or so the Sun has started a decline in activity, and the lateness of cycle 24 is an indicator.

Astronomers are watching the Sun, hoping to see the first stirrings of cycle 24. It should have arrived last December. The United States' National Oceanic and Atmospheric Administration predicted it would start in March 2007. Now they estimate March 2008, but they will soon have to make that even later. The first indications that the Sun is emerging from its current sunspot minimum will be the appearance of small spots at high latitude. They usually occur some 12-20 months before the start of a new cycle. These spots haven't appeared yet so cycle 24 will probably not begin to take place until 2009 at the earliest. The longer we have to wait for cycle 24, the weaker it is likely to be. Such behaviour is usually followed by cooler temperatures on Earth.

The past decade has been warmer than previous ones. It is the result of a rapid increase in global temperature between 1978 and 1998. Since then average temperatures have held at a high, though steady, level. Many computer climate projections suggest that the global temperatures will start to rise again in a few years. But those projections do not take into account the change in the Sun's behaviour. The tardiness of cycle 24 indicates that we might be entering a period of low solar activity that may counteract man-made greenhouse temperature increases. Some members of the Russian Academy of Sciences say we may be at the start of a period like that seen between 1790 and 1820, a minor decline in solar activity called the Dalton Minimum. They estimate that the Sun's reduced activity may cause a global temperature drop of 1.5C by 2020. This is larger than most sensible predictions of man-made global warming over this period.

It's something we must take seriously because what happened in the 17th century is bound to happen again some time. Recent work studying the periods when our Sun loses its sunspots, along with data on other Sun-like stars that may be behaving in the same way, suggests that our Sun may spend between 10 and 25 per cent of the time in this state. Perhaps the lateness of cycle 24 might even be the start of another Little Ice Age. If so, then our Sun might come to our rescue over climate change, mitigating mankind's influence and allowing us more time to act. It might even be the case that the Earth's response to low solar activity will overturn many of our assumptions about man's influence on climate change. We don't know. We must keep watching the sun.

Dr David Whitehouse is an astronomer and the author of 'The Sun: A Biography' (John Wiley, 2004)

Seasons of the Sun

Modern Solar Minimum
(2000-?)

Modern Climate Optimum
(1890-2000) - the world is getting warmer. Concentrations of greenhouse gas increase. Solar activity increases.

Dalton Solar Minimum
(1790-1820) - global temperatures are lower than average.

Maunder Solar Minimum
(1645-1715) - coincident with the 'Little Ice Age'.

Spörer Solar Minimum
(1420-1530) - discovered by the analysis of radioactive carbon in tree rings that correlate with solar activity - colder weather. Greenland settlements abandoned.

Wolf Solar Minimum
(1280-1340) - climate deterioration begins. Life gets harder in Greenland.

Medieval Solar Maximum
(1075-1240) - coincides with Medieval Warm Period. Vikings from Norway and Iceland found settlements in Greenland and North America.

Oort Solar Minimum
(1010-1050) - temperature on Earth is colder than average.

There seem to have been 18 sunspot minima periods in the last 8,000 years; studies indicate that the Sun currently spends up to a quarter of its time in these minima.

http://www.solarcycle24. com/

The Great Frost of 1683: http://www.londononline.co.uk/history/thames/4/

 

--- --- --- 

Ítarefni:

Blogg um líkt efni:

Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn... 

Mun sólin kæla okkur svo um munar innan fárra ára? 

Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? 

 

--- 

The Past and Future Climate Skyggnur frá erindi David Archibald sem flutt var á vegum Lavoisier Group nylega.  "In this presentation, I will put forward a prediction of climate to 2030 that differs from most in the public domain. It is a prediction of imminent cooling. And it is a prediction that you will be able to check up on every day..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Takk góð grein og Þér er alveg óhægt að trúa þessu. Það er margsannað að það hefir engin hlýnun verið í mörg ár. Það hefir verið sýnt fram á að hita mælar sem hafa verið notaðir og settir upp í þessum tilgang fyrir mörgum árum úti í guðsgrænni náttúrunni eru óðum að verða innlyksa í borgum og bæjum þar sem hitamyndun er óumflýjanleg . Ameríkanar viðurkenna ekki þetta grænhúsarhæp en þeir hafa notast við gervihnatta hitamælingar um langt skeið. Líttu bara á hitamælin hjá þér :-) 

Valdimar Samúelsson, 8.12.2007 kl. 16:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Af hverju segir þú "bjarga frá" hlýnun? Ég veit ekki hvernig landsnámsmennirnir hefðu átt að lifa af ef Ísland hefði ekki verið þónokkru heitara en það er í dag með kornrækt á Suðurlandi og útigangi sauðfjár meira og minna allt árið. Blómaskeið Maya og Inka var einnig á tímabili sem var mun heitara en við sjáum í dag.

Nær væri að segja að sólin ætti að stórauka virkni sína til að láta öll markmið um CO2-minnkun falla um sig sjálf (sem að vísu mundi bara styrkja hina vinstrisinnuðu umhverfisverndarhreyfingu og vísinda-grímubúning hennar). 

Geir Ágústsson, 8.12.2007 kl. 16:55

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Oort Solar Minimum
(1010-1050) - temperature on Earth is colder than average. Þessi Minimum gæti hafa verið orsök fyrir því að Þorfinnur Karlsefni hætti búsetu í Norður Ameríku. Það herif engin vilja hlusta á þessa Dönsku en þeir eru á þessari línu að að sé sólargeislarnir sem framleiða gufu sem er 95% orsakavaldur grænhúsa eða hitun á lofthjúp okkar.

Valdimar Samúelsson, 8.12.2007 kl. 17:18

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er ágætt að fá fréttir af því sem er að gerast í sólinni og Ágúst stendur sig vel í því. Það er mjög sennilegt að sólin hafi átt stóran þátt í hitasveiflum í fortíðinni og hún mun sjálfsagt setja sitt mark á framtíðina einnig.  En eitt útilokar ekki annað eins og mér finnst sumir halda. Síaukinn útblástur C02 af mannavöldum stuðlar smám saman að hlýnun og leggst ofaná þær sveiflur sem sólin og aðrir náttúrulegir þættir valda. Jafnvel þótt kólni eitthvað næsta áratug af völdum sólarinnar þarf það alls ekki að þýða kenningin um aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum sé röng. Ef eitthvað mun draga úr sólvirkninni eru það ágætis fréttir því það ætti að gefa okkur aukin tíma til að klást við útblástursvandann (sem sumir virðast afneita af pólitískum ástæðum).

Svo vil ég benda á ágætis grein hérna fyrir þá sem halda að það sé ekkert að marka hnattrænar hitamælingar. Þar er fjallar um vísindamann hjá NASA sem hefur stundað slíkar mælingar en þar er einmitt mjög mikil áhersla lögð á að leiðrétta óeðlilega hitaaukningu í borgum. Einnig koma þarna fram áhugaverðar vangaveltur um hitasveiflur og sérstaklega áhrif sótmengunar á hitafar.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.12.2007 kl. 17:52

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Áhugavert, ég var einmitt með smá umfjöllun á minni síðu um það að bandaríkjamenn vilja ekki taka of mikinn þátt í þessu. Spennandi grein sem þú birtir hér.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2007 kl. 19:42

6 identicon

Hæ.

Mig langaði nú bara benda á nokkur atriði í sambandi við umrædda grein. Það er líklegt að "suncycle 24" hafi hafist 1. júlí 2006, sbr.

http://science.nasa.gov/headlines/y2006/15aug_backwards.htm

Það er heldur ekkert áhyggjuefni þótt sólin hafi verið fremur róleg undanfarna mánuði/ár enda er virkni sólarinnar í lágmarki miðað við 11 ára hringrás sína mill lágmarka. Síðasta hámark var 2001 og næsta hámark er spáð um 2010-2012 og því ekkert óeðlilegt að þar á milli sé lágmark. Raunar er ekkert nýtt að sólin fylgi ekki þessum sveiflum nákvæmlega og má nefna að stærsti mældi sólstrókur var 4. nóv 2003 og kom fremur flatt upp á vísindamenn, sjá

http://sohowww.nascom.nasa.gov/hotshots/2003_11_04/

og einnig frétt (eftir sama höfund og umrædd grein, Dr David Whitehouse)

http://news.bbc.co.uk/1/hi/sci/tech/3251481.stm

Síðan má nefna að "suncycle 24" er spáð að verði einn mesta óróaskeið í sólinni í langan tíma og sólstormar verði með versta móti, sjá

Dikpati, M., G. De Toma, and P. A. Gilman (2006), Predicting the strength of solar cycle 24 using a flux-transport dynamo-based tool, Geophys. Res. Lett., 33, L05102, doi:10.1029/2005GL025221.

Það má lesa frétt um þessa grein hér

http://science.nasa.gov/headlines/y2006/10mar_stormwarning.htm

Þar er jafnframt vitnað í vísindamann NASA David Hathaway (sá sami og vitnað er til í umræddri grein) sem segir:

"History shows that big sunspot cycles 'ramp up' faster than small ones," he says.

sem er í beinni mótsögn við eftirfarnadi málsgrein (í 8. efnisgrein umræddrar greinar)

"The longer we have to wait for cycle 24, the weaker it is likely to be."

Raunar á tilvitnunin í David Hathaway meira við um "suncycle 25" sem mun ekki ná hámarki sínu fyrr en 2022 og hann segir að verði einn sá rólegasti um aldir, sbr.

http://science.nasa.gov/headlines/y2006/10may_longrange.htm

Af lestri greinarinnar má ætla að undanfarna áratugi hafi sólin verið óvenju virk og það hafi valdið verulegum hluta af þeirri hlýnun sem sjá má í andrúmslofti jarðar og um þessar mundir séum við að halda inn í langt skeið mjög lágrar sólvirkni sem muni svo aftur kæla andrúmsloft jarðar. Það er gefið í skyn að það sé þessi sveifla sem sé helsti orsakavaldur hnatthlýnunnar. En hafa verður í huga að það er ekkert sem bendir til að þessi niðursveifla sé á næsta leiti. Raunar er a.m.k. áratugur í að við gætum séð fyrstu merki um lægri virkni í sólinni og gætu áratugir liðið þangað til áhrifana færi að gæta í andrúmslofti jaðar.

Vissulega má benda á virkni sólar virðist vera óvenju mikil síðustu 70 ár, sbr.

http://en.wikipedia.org/wiki/Image:Sunspots_11000_years.svg

sem er byggt á gögnum sem má sjá

ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/paleo/climate_forcing/solar_variability/solanki2004-ssn.txt

en þar segir einnig

"Although the rarity of the current episode of high average sunspot numbers may indicate that the Sun has contributed to the unusual climate change during the twentieth century, we point out that solar variability is unlikely to have been the dominant cause of the strong warming during the past three decades."

Samkvæmt þessu er ekki líklegt að sólin sé helsti orsakavaldur hnatthlýnunnar. Raunar verður vandamál hnatthlýnunnar ekkert minna aðkallandi þótt hægt sé að kenna sólinni að mestu leyti um nýlega hnatthlýnun. Skýringin er sú að það er ekkert sem mannkynið getur gert til að hafa áhrif á sólvirkni. En mannkynið getur haft áhrif á lofthjúp jarðar og raunar myndi þetta þýða að það væri enn mikilvægara enn áður að reyna að minnka gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu til þess að vega á móti áhrifum sólarinnar. Hafa ber í huga að það er hafið yfir allan vafa að magn gróðurhúsaloftteguna hefur áhrif á hitastig jarðar (plánetan Venus er skýrt dæmi), það er bara ekki vitað nákvæmlega hve mikil þau áhrif eru. Hvort sem aukin sólvirkni er helsti orsakavaldur hnatthlýnunnar eða einungis veigamikill þáttur þá er það ekkert nema óskhyggja að ætla að við séum einmitt um þessar mundir að fara inn í skeið lægri sólvirkni sem muni kæla jörðina á ný.

Ingólfur Ágústsson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 20:24

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þar sem þetta er til umræðu þ.e. lofttegundir sem hafa áhrif á hlýnun jarðar. Það er alltaf talað um gas. Er ekki allmennt skoðun að 95% að þessum lofdtegundum er vatn/gufa. Það virðist aldrei minnst á vatn í þessum tilfellum. Hefði gaman ef eingver segði sitt álit á því hér. V

Valdimar Samúelsson, 8.12.2007 kl. 21:06

8 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar.

María Kristjánsdóttir, 9.12.2007 kl. 00:30

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta eru skemmtilegar umræður sem hafa spunnist hér.

Geir spyr "af hverju segir þú "bjarga frá hlýnun"?".    Það er mikið til í þessu. Hve mikil hefur þessi hlýnun verið á síðustu 100 árum? Ekki meiri en 0,7°C, og það er summan af hlýnun af náttúrunnar völdum og af völdum manna. Fyrirsögnin á bloggpistlinum er lausleg þýðing á fyrisögn greinarinnar í The Independent, þ.e. "Ray of hope: Can the sun save us from global warming?".  Sjálfur sé ég ekki mikla hættu í hlýnuninni sem orðin er.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum hitaferli á næstu árum. Ferillinn sýnir hitastig jarðar síðustu 30 árin fram að desember 2007. Sem sagt splunkunýjar tölur.  Það er ekki að sjá að mikið hafi hlýnað á undanförnum árum, en er ferillinn farinn að stefna niður á við? Of snemmt er er fullyrða nokkuð, en hvað sýnist mönnum?



Ágúst H Bjarnason, 9.12.2007 kl. 13:49

10 identicon

Hér ar líka áhugavert graf.

http://www.john-daly.com/nasa.gif

Gummi (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:42

11 identicon

Sæll Ágúst og takk fyrir einstaklega góða umfjöllun um gagnrýni á "global warming" þótt að mér finnist oft það vantar mótrökin í aðalgreinarnar hjá þér en það er víst nóg af þeim hingað og þangað um vefinn.

Vildi bara benda þér á að treysta ekki um of á það sem þú lest á junkscience (sem þú tekur eitt graf út úr og finnst áhugavert), þar er maður að nafni Steven Milloy að verki sem er svona einskonar Nick Naylor (höfuðpersónan í bókinni Thank you for smoking) fyrir ýmis málefni nema hann fær ekki beint borgað fyrir sína þáttöku. Ég myndi velja framsetningu á gögnum SSM/I og NOAA hjá áræðanlegri aðilum en honum. Það er nefnilega oft hægt að setja gögn fram á margan máta til að láta þau hefja einn málstað hærra en hann á skilið út frá gögnunum.

Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 04:35

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Ólafur

Ástæðan fyrir því að ég vel grafið frá síðunni Junkscience - Global warming at a glance  http://www.junkscience.com/MSU_Temps/Warming_Look.htm
 er að þar er fjöldi ferla sem plottaður er sjálfvirkt beint úr heimildum sem getið er. Frumheimildar er getið og auðvelt að sannreyna hvort ferlarnir séu réttir. Á ferlinum sem ég vísaði í eru efst sýndar tær vefslóðir önnur fyrir hitaferilinn og hin fyrir CO2 ferilinn.  Ég hef stundum farið beint í frumheimildina og plottað sjálfur ferla, eins og t.d. má sjá hér og hér. Í þessu tilviki var ég að spara mér vinnu, en ferillinn hefði orðið eins, þú útlitið hefði verið annað. 

Ég er annars sammála þér varðandi síðuna Junkscience.com. Að sjálfsögðu er hún ekki traust heimild sem slík. Alltaf verður að sannreyna frumheimildir.

Ágúst H Bjarnason, 11.12.2007 kl. 06:57

13 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ég hef fylgst með Junkscience nokkur undanfarin ár. Milloy er langt frá því að vera hlutlaus, sérstaklega í efnisvali og hann getur verið mjög óvæginn í umfjöllun um einstaklinga sem honum finnst ekki koma heiðarlega fram.

Ég hef þó nokkrum sinnum farið í frumheimildir sem hann vísar í en ég hef aldrei staðið hann að því að fara rangt með eða snúa upp á gögnin til að rökstyðja einhverja skoðun. En ef menn eru að kvarta undan skorti á hlutleysi hjá honum hvað má þá segja um þess síbylju hlýnunarsinna sem dynur á okkur daglega.

Einhver nefndi að sennilega væri sólin ekki orsakavaldur hnatthlýnunar. Hvað olli þá hitasveiflum á jörðinni fyrir iðnbyltingu? Finnst einhverjum líklegt að hún hafi valdið miklum hitasveiflum fram að iðnbyltingu og síðan alveg dregið sig í hlé? Er til eitthvað þekkt ástand í jarðsögunni þar sem hitinn var ekki að sveiflast?

Finnur Hrafn Jónsson, 12.12.2007 kl. 00:02

14 identicon

Hæ. Það er vissulega rétt að sólin hefur áhrif á veðurfar jarðar en það er ólíklegt að sólin sé orsakavaldur hnatthlýnunar undafarna tvo áratugi sbr.

http://publishing.royalsociety.org/media/proceedings_a/rspa20071880.pdf

Ágrip þeirrar greinar er eftirfarandi

"There is considerable evidence for solar influence on the Earth’s pre-industrial climate and the Sun may well have been a factor in post-industrial climate change in the first half of the last century. Here we show that over the past 20 years, all the trends in the Sun that could have had an influence on the Earth’s climate have been in the opposite direction to that required to explain the observed rise in global mean temperatures."

sem í stuttu máli útleggst að vissulega hafi sólin haft áhrif á veðurfar jarðar fyrir daga iðnbyltingarinnar og jafnvel fram undir miðja síðustu öld. En hegðun sólar undanfarna tvo áratugi er öll á þá vegu að vega móti breytingum í veðufari jarðar sem birtast okkur í hækkandi hitastigi.

Einnig má í lesa í samantekt þessarar greinar

"Our results show that the observed rapid rise in global mean temperatures seen after 1985 cannot be ascribed to solar variability, whichever of the mechanisms is invoked and no matter how much the solar variation is amplified."

sem útleggst að niðurstöður þeirra bendi til að hækkandi hitastig eftir 1985 sé ekki hægt að skrifa á breytingar í hegðun sólar og skiptir þá ekki hvernig slík áhrif ættu að birtast né hve mikið breytileyki sólar er ýktur.

Þegar sí og æ er hamrað á því að það sé aukning gróðurhúsalofttegunda sem valdi hnatthlýnun er kannski vert að hafa í huga að þar er átt við að aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofinu sé veigamesti þáttur í hlýnun undafarna áratugi. Það er engan veginn svo að ekki séu aðrir þættir sem komi við sögu. Vandamálið er að sumir þessara þátta eru svo flóknir að eðlisfari að nútíma veðurfarslíkön eiga erfitt með að taka tilhlýðilegt tillit til þeirra. Hafa ber í huga að þekking vísindamanna á þróun veðurfars eru takmörk sett. Þau reiknilíkön sem byggt er á í spám um þróun veðurfars taka stöðugt framförum, en ekki má gleyma að það er "erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina".

Að lokum langar mig að benda á athyglisverðan fyrirlestur eftir eðlisfræðinginn Freeman Dyson þar sem hann kemur m.a. inn á hnatthlýnun og hættuna á því að blása vandamálið úr öllu samhengi enda sé þetta fremur viðráðanlegur vandi:

"intelligent land-management could increase the growth of the topsoil reservoir by four billion tons of carbon per year, the amount needed to stop the increase of carbon dioxide in the atmosphere"

HERETICAL THOUGHTS ABOUT SCIENCE AND SOCIETY By Freeman Dyson

http://www.edge.org/3rd_culture/dysonf07/dysonf07_index.html

og fyrir þá sem vilja fremur heyra höfundinn sjálfan flytja þennan fyrirlestur

http://realserver.bu.edu:8080/ramgen/a/v/av/pardee/dyson/freeman-dyson.rm

Ingólfur Ágústsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 07:15

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka þér Ágúst fyrir að benda mér á þessa áhugaverðu grein eftir David Whitehouse.

Ég hef verið upptekinn að undanförnu og ekki farið inn á síðuna þína reglulega.

Beztu óskir um gæfuríkt ár.

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.12.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband