Laugardagur, 5. janúar 2008
Hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast? Tímabundið eða ...?
Frávik í meðalhita áranna 1998-2007 samkvæmt gervihnattamælingu (RSS-AMSU).
"Hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast?" er spurt í fyrirsögn pistilsins. Stórt er spurt, en eitthvað hik hefur óneitanlega verið á hnatthlýnunni undanfarinn ár.
Í byrjun nýliðins árs var því spáð að árið 2007 yrði hlýrra en 1998 og slæi þar með öll met frá upphafi mælinga. Er einhver búinn að gleyma þessum spádómum? Ef svo er, þá þarf ekki annað en að lesa fréttirnar sem vísað er á hér fyrir neðan.
Nú er raunveruleikinn að koma í ljós. Mælingar á hitastigi jarðar eru bæði gerðar frá gervihnöttum og með hefðbundnum hætti á jörðu niðri. Úr gervihnattamælingum er m.a. unnið hjá Remote Sensing Systems (RSS), sem nýlega hafa gefið út niðurstöður mælinga fyrir allt árið 2007. Í ljós kemur, að samvæmt þeim mælingum er árið 2007 kaldasta ár aldarinnar, þ.e. ef við segjum að fyrsta ár aldarinnar sé 2001. Á næstu dögum og vikum er von á niðurstöðum hitamælinga frá öðrum stofnunum (HadCRUT3, UAH MSU, NOAA, ...), og ef að líkum lætur verða niðurstöður eitthvað misvísandi, en ekki er ólíklegt að niðurstöður verði eitthvað í svipuðum dúr. Margir treysta þó gervihnattamælingum betur en hefðbundnum mælinum á jörðu niðri.
Myndin hér fyrir ofan sýnir frávik í árs-meðalhita áranna 1998 til 2007 samkvæmt gervihnattamælingum RSS-MSU.
Myndin hér fyrir neðan sýnir mánaðameðaltöl RSS-MSU mælingar frá 1978 til 2007. Ferillinn er teiknaður beint úr niðurstöðum mælinga frá Remote Sensing Systems (RSS). Takið eftir hve síðari hluti árs 2007 er kaldur.
Breytingar í meðalhita lofthjúps jarðar samkvæmt mælingum frá gervihnöttum
frá des. 1998 til des 2007. Blái ferillinn sýnir magn CO2 í lofthjúpnum.
Mæligögn sem hitaferillinn er teiknaður eftir eru hér.
(Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri og skýrari)
Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Nú er það spurningin stóra, hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast þrátt fyrir mikla losun koltvísýrings undanfarin áratug? Því verður hver að svara fyrir sig. Vissulega hefur hitastigið haldist tiltölulega hátt undanfarinn áratug, en hækkun hefur ekki verið nein.
Þetta sýnir okkur hve náttúrulegar sveiflur ráða miklu. Við vitum að El Nino í Kyrrahafinu orsakaði hitatoppinn 1998 og nú eru örugglega áhrif La Nina að koma fram í hitaferlunum.
Það er ekkert hægt að fullyrða. Nú er bara að fylgjast með hvað gerist á næstu árum. Bloggarinn vonar innilega að ekki fari að kólna verulega.
Fréttir í byrjun árs 2007 um væntanlegt metár:
Reuters, AP & Foxnews, IHT, BBC, MSNBC, CBS, USA Today,
The New York Times, The New York Sun, The Washington Post,
National Geographic, CBC, The Guardian, The Independent,
China People Daily, ABC Australia, Discovery Channel,
Jæja, hvernig stóðust þessir spádómar?
Heimildir og ítarefni:
Niðurstöður RSS AMSU mælinga des 1978-des 2007
2007 warmest year on record? Coldest in this century
Nýtt: 25. janúar 2008
Þær fréttir bárust í gær að villa er í gögnunum frá Remote Sensing Systems (RSS) sem kann að hafa áhrif á textann hér fyrir ofan. Það voru samkeppnisaðilar RSS, þeir John Christy and Roy Spencer hjá University of Alabama - Huntsville (UAH) sem fundu villuna hjá keppinautunum. Sjá bréf RSS hér fyrir neðan. Tveir aðilar, UAH og RSS, vinna við úrvinnslu mæligagna frá gervihnöttunum og ríkir nokkur samkeppni milli þeirra.
"Update Jan 24, 2008: RSS TLT change in response to discrete error notice: January 16, 2008
We discovered an error in our processing of AMSU data from NOAA-15 for TLT. A new version, version 3.1 is now available and should be used for all applications. This new version
is in much better agreement with other sources of tropospheric temperature. We apologize for any inconvenience.
What was the error?
Last January, I made a small change in the way TLT is calculated that reduced the absolute Temperatures by 0.1K. But I only used the new method for 2007 (the error). When the data are merged with MSU, MSU and AMSU are forced to be as close as possible to each other over the 1999-2004 period of overlap. This caused the error to show up as a downward jump in January 2007. To fix the problem, I reprocessed the 1998-2006 AMSU data using the new code (like I should have done in the first place), and merged it with the MSU data.
We would like to thank John Christy and Roy Spencer, who were very helpful during the diagnosis process.
Carl Mears, RSS, January 16 2008"
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni, Vefurinn | Breytt 25.1.2008 kl. 11:11 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2008 kl. 18:00
Sko ... þetta með Al Gore, það er eins og sumir sjái ekki neitt annað en hann þegar talað er um loftslagshlýnun og láta hann líta út eins og spilltan eiginhagsmunasegg. Ekki fyndið og ekki réttlátt, þótt hann hafi ekki alltaf hitt naglann á höfuðið.
En það sem ég ætlaði annars að velta fyrir mér eru þessar spár um komandi ár. Hversu vel vita menn um hegðun El Nino og La Nina straumana fram í tímann? Í upphafi árs 2007 var ennþá veikur El Ninjo straumur til staðar sem hefur jákvæð áhrif á hita og á því byggðust spárnar en svo er eins og hinn kælandi La Nina straumur hafi tekið yfir öllum að óvörum.
Eitt að lokum. Ég hef tekið eftir því að það er ýmist talað um að árið 2007 hafi verið það kaldasta á öldinni eða 7. hlýjasta árið frá upphafi mælinga, allt eftir því hvaða viðhorf menn hafa til loftslagsbreytinga, hvortveggja er satt en hljómar ólíkt.
Emil Hannes Valgeirsson, 5.1.2008 kl. 19:13
skýringin er einföld. ég lækkaði á ofninum í stofunni
Brjánn Guðjónsson, 5.1.2008 kl. 20:56
Ef litið er á sveiflurnar síðustu 150 ár sést að engin sjö ár sanna eitt eða neitt heldur verður að líta til miklu lengri tíma. Þekkt er frásögn Biblíunnar um sjö feitu og sjö mögru árin fyrir botni Miðjarðarhafsins og svo virðist sem sjö ára sveiflan sé mjög algeng.
Svo ég víki að línuritinu frá síðustu öld sést að botnarnir á línurítinu hækka hægt og bítandi og topparnir sömuleiðis og það gefur mönnum vísbendingu um hlýnun.
Ómar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 21:56
Mikið hefði verið frábært ef landsnámsmennirnir hefðu haldið til haga hitastigi á Íslandi á árunum 900-1100 til að sýna okkur nútímamönnunum að landið var mun hlýrra, gróðursælla og jöklaminna þá en í dag. Þeir sem fluttust til Grænlands hefðu gert vel í að gera það sama.
Geir Ágústsson, 6.1.2008 kl. 02:24
Þó ég ætli ekki að tala fyrir aukinni losun mengandi efna út í andrúmsloftið, þá get ég samt ekki tekið undir þau sjónarmið að hlýnun jarðar sé eingöngu manninum að kenna. Sólin, þessi glóandi risahnöttur, hefur sennilega mest áhrif á hitastig jarðar. Hafstraumar og skýjamyndun hafa einnig gífurleg áhrif. Sennilega er það rétt hjá Geir að hlýrra hefur verið á Íslandi um landnám en er núna og jöklar mikið minni en nú er.
Helgi Jónsson, 6.1.2008 kl. 07:23
Sæll Ágúst
Þú ert þversagnakenndur í málflutningi þínum og notar rök sem hentar þér en gleymir öðrum rökum, jafnvel gleymir þú rökum sem þú hefur áður notað. Eitt dæmi um slík rök er að sólblettasveiflum fylgja hitasveiflur á jörðinni og sérstaklega hinar 11-ára sveiflur. Þessi rök hentuðu þér þegar sveiflan var í hámarki en ekki núna. Hvers vegna? Jú, því sveiflan er í lágmarki!!
Ég held að þú vitir vel að sveiflan er í lágmarki en vilt ekki taka það inn í röksemdafærslu þína því það þjónar ekki þínu markmiði að villa um fyrir fólki hvernig í málunum liggur. Sannur vísindamaður hlýtur að skoða öll rök og útiloka engin eftir behag. Lítur þú á þig sem vísindamann?
Það er talið að lítil sem engin hækkun hitastigs síðustu ára sé vegna 11 ára sólblettasveiflunnar. En nú stefnir sú sveifla upp og talið er að áhrif hennar séu um 0.3°C á meðalhitastig jarðar. Spáð er mikilli hækkun hitastigs á næstu árum og vona ég sannarlega ekki að svo verði.
En það fer í taugarnar á mér þegar að leikmenn fara fram með áróður og villa öðrum sýn.
Mér var það minnisstætt þegar þú spurðir hér á vefnum fyrir nokkru af hverju hitastigið hefur hækkað meira á norðurhveli jarðar en á suðurhvelinu síðustu áratugi. Benti þá góðlátlegur lesandi ég þér á það að það væri ekki í mótsögn við gróðurhúsakenninguna heldur í fullu samræmi við hana. Skýringin var sú að þurrlendi jarðar er mestmegnis á norðurhvelinu og ólíkt höfunum sem gleypa í sig sólarvarmann þá endurspegla þurrlendin hann til baka. Maður sem hefði nennt að leggja sig eilítið fram eftir sannleikanum hefði vitað þetta en það gerðir þú ekki.
Árni Richard, stærð- og verkfræðingur
Árni Richard (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 10:14
Eins og Geir nefndi þá hefði verið flott ef landnámsmenn hefðu gert hitamælingar. Þeir gerðu það hins vegar ekki og því ekki hægt að fullyrða að það hafi verið hlýrra þótt hlýtt hafi verið. Stærri jöklar í dag og minni gróður eru auðvitað eftirköst litlu ísaldarinnar og umgengni mannsins. Það er t.d. vitað að jöklarnir viðhalda sér ekki við núverandi hitastig.
Emil Hannes Valgeirsson, 6.1.2008 kl. 10:41
Sælir allir
Ég hef grun um að einhverjir misskilji tilgang minn með þessu pistli. Ég reyndi að forðast að minnast á hnatthlýnun af mannavöldum og beindi sjónum að mælingum á hitastigi lofthjúps jarðar síðastliðinn áratug. Það sem við mælum ætti að vera nokkurn vegin sannleikanum samkvæmt.
Tilgangurinn með pistlinum er að beina augum manna að náttúrulegum sveiflum, enda hef ég mikinn áhuga á náttúrunni og hegðun hennar, eða eins og stendur í pistlinum "Þetta sýnir okkur hve náttúrulegar sveiflur ráða miklu. Við vitum að El Nino í Kyrrahafinu orsakaði hitatoppinn 1998 og nú eru örugglega áhrif La Nina að koma fram í hitaferlunum".
Ágúst H Bjarnason, 6.1.2008 kl. 12:37
Í athugasemd Árna Richards kristallast viðhorf "réttrúnaðarsinnanna" ef upplýsingum er komið á framfæri sem draga á einhvern hátt úr tiltrúnni á að hnatthlýnunin sé alfarið af mannavöldum. Grimmd og skætingur.
Árni: Gleymdu vísindamennirnir sólblettakenningunni í fyrra, þegar þeir spáðu að árið 2007 mundi slá öll fyrri hitamet? Skoðaðirðu ekkert tilvísanir Ágústs hér að ofan, í fjölmiðlana sem vitnuðu í fjölda vísindamanna sem spáðu fyrir um árið 2007?
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 13:52
Og varðandi hitastig á Íslandi á landnámsöld. þá er vitað og sannað með vísindalegum athugunum, þó ekki séu til samtíma hitamælingar, að loftslag var þá mun hlýrra en í dag. Mig minnir að hitinn hafi verið um 1,5 gráðum hærri að meðaltali þá og það ástand varði í a.m.k. í 2-300 ár.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 13:57
Árni Richard Árnason kemur hér fram með persónulegar og rætnar ásakanir á hendur Ágústi. Hvers vegna kemur þessi piltur ekki fram með sín málefnalegu rök og lætur málhögum mönnum eftir hnútukastið ? Getur verið að "hlýnun andrúms af völdum lífsandans" sé honum svo mikið trúaratriði, að hann fær ekki orða bundist ?
Án þess að ég taki afstöðu til Sólbletta-kenningarinnar, vil ég benda á að hitastig andrúms fer lækkandi og eins og Árni bendir á eru Sólblettir í lágmarki. Er ekki nokkuð líklegt að full áhrif orsaka þurfi nokkurn tíma til að skila sér að í hitastigi, jafnvel nokkur ár ? Árni vill hugsanlega útskýra á stærðfræðilegan hátt hvers vegna Sólbletta-kenningin stendst ekki að hans mati ?
Annars hélt ég að það væri aðalsmerki vísinda, að geta skipt um skoðun og látið staðreyndir ráða för. Getur verið að Árni, sem nýlega lauk verkfræðiprófi, hafi önnur viðmið en við Ágúst höfum tamið okkur ? Árni var líklega ekki fæddur þegar við Ágúst lukum prófum í verkfræði. Orðræða hans hér minnir á hund sem ætlar að kenna húsbónda sínum að gelta. Mér finnst, að hann ætti að láta sér nægja að urra og að minnsta kosti ekki að gelta hátt.
Loftur Altice Þorsteinsson, 6.1.2008 kl. 13:59
Sæll Ágúst og takk fyrir síðast!
Ég er alveg á því að þú eigir að skipta um mynd. Þú ert miklu unglegri í raunveruleikanum ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 19:42
Hér eru tíu mýtur um hnattræna hlýnunn eftir Prófessor R M Carter
Myth 1 Average global temperature (AGT) has increased over the last few years.Fact 1 AGT has remained steady, or slightly declined, since 1998.
Myth 2 During the late 20th Century, AGT increased at a dangerously fast rate and reached a high point of unprecedented magnitude.
Facts 2 The recent rate of AGT rise has been between 1 and 2 deg. C/century, which falls squarely within natural rates of climate change for the last 10,000
years. AGT has been several degrees warmer than today many times in the recent geological past. Myth 3 AGT was relatively unchanging in pre-industrial times, has sky-rocketed since 1900, and will increase by several degrees more over the next 100 years (the Mann, Bradley & Hughes "hockey stick" curve).
Facts 3 The Mann et al. curve has been exposed as a statistical contrivance. There is no convincing empirical evidence that past climate was unchanging, nor that 20th century changes in AGT were unusual or unnatural.
Myth 4 Computer models predict AGT will increase by 6 deg. C or more over the next 100 yr. Facts 4 Deterministic computer models do. Other equally valid (empirical) computer models predict cooling.
Myth 5 Warming of 1-2 deg. C will have catastrophic effects on ecosystems and mankind alike.
Facts 5 Ecosystems have been adapting to climate change since time immemorial. The result is the process that we call evolution. Mankind can adapt to all climate extremes.
Myth 6 Human addition of carbon dioxide to the atmosphere is causing dangerous warming, and is generally harmful. Facts 6 No human-caused warming can yet be detected that is distinct from natural system variation and noise. Any additional human-caused warming which
occurs will probably amount to less than 1 deg. C. Atmospheric carbon dioxide is a beneficial fertilizer for plants, including cereal crops, and also aids efficient evapo-transpiration. Myth 7 Changes in solar radiation cannot explain recent changes in AGT. Facts 7 The sun's output varies on many time scales (including that of the 11-year sunspot cycle), with concomitant effects on Earth's climate. More than 50% of the 0.8 deg. C rise in AGT observed during the 20th century can be attributed to solar change. Myth 8 Unprecedented melting of ice is taking place in both the north and south polar regions.
Facts 8 Both the Greenland and Antarctic ice sheets are growing in thickness. Sea ice around Antarctica is growing. Temperature is falling at the South Pole.
Myth 9 Human-caused global warming is causing dangerous global sea-level (SL) rise.Temperature in the Arctic Ocean region is just now achieving the levels of warmth experienced during the early 1940s, and the region was warmer still (sea-ice free) during earlier times.
Facts 9 SL change differs from time to time and place to place; between 1955 and 1996, for example, SL at Tuvalu fell by 105 mm (2.5 mm/yr). Global average
SL is a statistical measure of no value for planning purposes. The global average SL rise of 1-2 mm/yr that has occurred over the last 200 years shows little sign of increasing.
Myth 10 An increase in AGT during the late 20th century has led to an increase in the number of severe storms (cyclones) or in storm intensity.
Facts 10 Meteorological experts are agreed that no increase in storms has occurred beyond that associated with natural variation of the climate system. The
argument that storms have increased in their intensity as a result of warming remains the subject of strong dispute.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.1.2008 kl. 20:20
Hrönn. Takk fyrir síðast og takk fyrir komplimentið
Ágúst H Bjarnason, 6.1.2008 kl. 20:50
Alveg er þetta hreint ótrúlega skelfileg og takmörkuð heilastarfssemi í talsmönnum Global Warming.
Ísaldir hafa komið og farið í milljónir ára, með skemmra millibili eftir hverja ísöld. Þessar stóru sveiflur í hitastigi, einkennast af smærri hitasveiflum á styttri tímabilum. Þetta hefur verið kennt í í veðurfræðinni í áratugi og heimildir að finna um allar jarðir.
Enginn veit hvað veldur ísöldum, né hvað veldur hlýindunum. Steingervingar af hálfgerðum pálmatrjám hefur fundist á Íslandi, en Ísland hefur alltaf verið hér Norður í Ballarhafi (engar flekakenningarafsakanir). Það hefur margoft verið miklu hlýrra á Íslandi en það er í dag og mikið hlýrra en var á hlýindaskeiðinu um 14ándu öld.
Það verða margir "vísindamenn" að athlægi við næsta kæliskeið í veðursögunni, tala ekki um á næstu ísöld en þá munu væntanlega margir hlæja sér til hita.
Hvernig væri að "Global Warming vísindamenn" myndu kanna sögulegan og vísindalegan grunn fyrst áður en blásið er í tómar tunnur. Almúginn hefur fundið sér stefnu í heiminum og virðist það vera að stjórna þögla meirihlutanum í ljósi einskærrar heimsku. Þetta ætti að vera ráðamönnum áhyggjuefni að heimskingjar fái að ráða stefnu mála í stað ráðstjórnarinnar. Meiri og betri menntun mun ávallt skila sér betur til samfélagsins.
Og nú á að fara að banna botnvörpufisk! (síðast sem ég heyrði frá Danmörku).
nicejerk (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 01:34
Textinn í færslunni hjá mér hér fyrir ofan fer allur út úr rammanum Verður kannski komið 'i lag 'a morgun.
nicejerk (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 01:41
Veistu Gústi að ég eiginlega er orðin hálfleið á talinu um hlýnun Jarðar og áhrif þess, þó veit ég vel að allt er samverkandi og hefur áhrif á lífríki jarðar, kannski meira slæm en hitt. Samt hef ég alltaf gaman af að lesa pistla þína þó ég skilji ekki helminginn af þeim. (hef þ.a.l. ekki mikla eða heita skoðun á málunum)
Hafðu það gott!
Rúna Guðfinnsdóttir, 7.1.2008 kl. 18:47
Takk fyrir þetta, áhugavert. Hún er einnig áhugaverð fréttin á forsíðu Mbl. í dag um að vindar hafi mikil áhrif á hitastig sjávar og að þær rannsóknir styðji ekki tilgátur um hlýnandi sjó vegna brölts manna. Ekki góðar fréttir fyrir þá sem trúa því að það sé að hlýna af mannavöldum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.1.2008 kl. 21:00
Allar fréttir um að eitthvað sé ekki að hlýna af mannavöldum eru líka góðar fréttir fyrir þá sem trúa því að það sé að hlýna af mannavöldum.
Emil Hannes Valgeirsson, 7.1.2008 kl. 21:54
Sigurgeir. Ég "bloggaði" um Norður-Atlantshafssveifluna NAO fyrir áratug. Sjá hér:
http://www.rt.is/ahb/sol/#hafsins Þetta er orðið nokkuð gamalt og krækjur margar óvirkar.
Ágúst H Bjarnason, 7.1.2008 kl. 22:50
Rúna. Ég held að ég geti tekið undir með þér varðandi leiðann. Það er samt dálítið gaman að rýna í þessi mál
Ágúst H Bjarnason, 7.1.2008 kl. 22:52
Emil H. - stundum held ég að þegar einhverjar vísbendingar koma um að maðurinn ráði litlu um veðrabreytingarnar, að þá fái sumir hland fyrir brjóstið... svo merkilegt sem það nú er
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2008 kl. 23:23
Fer þetta ekki, eins og svo margt annað, í hringi? Ég hef þá skoðun að jörðin hafi hlýnað áður og kólnað aftur. Hringurinn er dálítið langur, að mínu mati, ca. 10-15 þús. ár! Þannig að fólk man takmarkað eftir upphafi og endi!
Skoðaði eitt sinn safn, sem ég man ekki lengur hvað heitir, rétt hjá Bláa Lóninu. Þar er margt athyglisvert.
Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 11:31
Hrönn, það má segja að sagan endurtaki sig með nokkuð reglulegu mynstri. Á landnámsöld var álíka hlýtt og í dag, svo og skömmu fyrir miðja síðustu öld. Fyrir um 7000 árum var jafnvel hlýrra en í dag.
Safnið "rétt hjá Bláa lóninu" er líklega í Eldborg sem er rétt við orkuverið í Svartsengi. Þar er sýning í kjallaranum.
Í Reykjanesvirkjun er verið að opna mjög áhugaverða sýningu sem nefnist "Móðir Jörð". Atburðarásin hefst í Miklahvell fyrir 13 milljörðum ára og nær til dagsins í dag.
Ágúst H Bjarnason, 9.1.2008 kl. 14:44
Nei Ágúst, það var hlýrra hér á landnámsöld og í Evrópu. T.d er talið að loftslag í S-Englandi hafi verið svipað og í mið og suðurhluta Frakklands. Það sýna ýmsar steingerðar jurtaleifar í Englandi, s.s vínviðar sem ekki vex þar í dag.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2008 kl. 22:49
Þann 19. Desember 2007 birtist grein í tímaritinu New Statesman ritgerð eftir David Whitehouse og nefnist hún: Has global warming stopped ?
Á heimasíðu tímaritsins hefur síðan farið fram merkilegasta umræða um veðurfar, sem ég hef orðið var við á Netinu. Yfir 500 athugasemdir hafa nú þegar borist og sér þó ekki fyrir endann á þessum skoðanaskiptum.
Þessa umræða er hér: http://www.newstatesman.com/200712190004
Í umræðunni er áberandi að þeir sem eru gagnrýnir á IPCC eru í miklum meirihluta. Einnig kemur í ljós að fólk er að skipta um skoðum á málinu. Það trúarofstæki sem IPCC stendur fyrir er að lúta í gras. Til gamans er hér ein innsend athugasemd:
Froele10 January 2008 Before I read this article I was, like all of my friends, convinced that the world was continuing to warm ever upward (I had been watching the BBC and believed it). However as a result of this article I took a look at the data myself and I feel deceived. Whatever the reason the world's temp has not increased for 7 years, why wasn't I told that by any of the science 'correspondents' who told me about global warming? Looking at this comment thread I see there are some people who can't stand that the temperature has been unchanged for the past 7 years - and they have to do 'statistics' to show that It's all right really the world really is warming as it should be it's just that the measurements don't reflect what is really going on! Seems to me Dr Whitehouse is right because he has stuck to the data and simply described the data. To them I say, I am taking the spirit of the article, the measurements say it's flat, so it's flat until it does otherwise and I don't think anyone knows if it will stay the same or go up and down. As it is my once unquestioning faith in the man made greenhouse gases causing global warming has been shaken. Perhaps that channel 4 programme on the global warming swindle had a germ of truth in it after all. I began to suspect that it might by the over the top reaction to it by some activists - I can't remember the name of the dope who organised a petition to offcom I think but he seems so manic that i wondered if he doth protest too much. Dr Whitehouse's article has shattered a big myth - I, and I suspect most people, believed that the world's tem was ever upward and each year was warmer than the past - now I see that this is not so. Dr Whitehouse says the flatlining of the temperature might be significant or it might not but 1. He was right to dispel the common misconception and 2. It might just be the most important science article written in decades if it turns out that the global temp does start going down again.
All we can do is wait and see.
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.1.2008 kl. 11:30
Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla er með áhugaverða vefsíðu http://www.climate4you.com
Sjá undirsíðuna Global Temperature sem vísað er á í yfirlitinu vinstra megin á inngangssíðunni. Þar er einmitt fjallað um þetta hik í hnatthlýnunni sem er til umræðu hér.
Prófessorinn segir meðal annars þar:
None of the existing global climate models have forecasted the apparent temperature break around 1998. On the contrary, they all forecast increasing temperatures along with the ongoing increase of atmospheric CO2. In a scientific context the present temperature break therefore is a classic example of what is known as empirical falsification, disproving the hypothesis on the dominant influence of CO2 and alleged associated effects on the global temperature. Clearly other factors since 1998 must have had a cooling effect of at least at the same magnitude as the alleged warming effect of greenhouse gasses. Consequently, global climate models apparently are still not perfect, and require modification and presumably also the inclusion of additional processes.
Ágúst H Bjarnason, 10.1.2008 kl. 11:47
Hér er mynd frá vefsíðu prófessors Ole Humlum:
Global monthly surface air temperature anomaly since 1985 as estimated by Hadley CRUT. The horisontal line indicate the average 1998-2006 (0.42oC). Click here to download the entire series of estimated HadCRUT3 global monthly surface air temperatures since 1850. Click here to read a description of the datafile format. Click here to see a graph showing the entire series since 1850.
Ágúst H Bjarnason, 10.1.2008 kl. 11:59
New Statesman:
Has global warming stopped?Ágúst H Bjarnason, 18.1.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.