Sunnudagur, 27. janúar 2008
Hellt í glas meðan flugvélin er á hvolfi!
Fjöllin eru íslensk, en hver er flugmaðurinn sem hellir úr flösku í glas meðan flugvélin er á hvolfi? Hann fer létt með það sem Bob Hoover var frægur fyrir.
"Flying a Yak-18T in Iceland and rolling it while pouring a glas of soda"
Hér er svo Bob Hoover sjálfur sem stundaði það að fljúga listflug á tveggja hreyfla flugvél, en með dautt á báðum hreyflum
Í lok myndbandsins má sjá gamla manninn hella íste í glas meðan hann veltir vélinni í heilan hring og að vanda er hann búinn að drepa á báðum hreyflunum.
Bob Hoover tribute:
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Tölvur og tækni | Breytt 28.1.2008 kl. 13:30 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Veit ekki hver sá fyrri er, en ansvítisárans er hann flottur!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 22:20
Flott.
Er ekki Esjan í baksýn á fyrri myndinni?
Marinó Már Marinósson, 27.1.2008 kl. 23:34
Fyrra myndbandið er blöff, ekki satt?? Er þetta nokkuð hægt? Þetta virðist eins og að hella í glas heima í stofu.
Rúna Guðfinnsdóttir, 28.1.2008 kl. 00:04
þetta er gott hjá honum Er þetta rússavélin ? Hún er alveg kreisí þessi litla twinvél sem er þarna með. Eiginlega módel með manni innanborðs. Veistu eitthvað meira um þetta ?
Halldór Jónsson, 28.1.2008 kl. 00:10
Á Youtube stendur með fyrri myndinni "Flying a Yak-18T in Iceland and rolling it while pouring a glas of soda". Meira veit ég ekki. Rakst á hana fyrir tilviljun.
Halldór, sástu ekki Bob Hoover fljúga svona í Oskosh?
Rúna, vatni er hellt í glas aftarlega í seinna myndbandinu. Þetta er virkilega hægt en ekki auðvelt, sérstaklega ef önnur hönd er á stýrinu.
Ágúst H Bjarnason, 28.1.2008 kl. 06:22
sæll Gústi, ólíkt skenmmtilegra innlegg frá þér en spaugstofuinnleggið, annars eru þeir ekki í vandræðum með að hella í glösin í náð....sri....ráðhúsinu þó þar sé allt á hvolfi um þessar mundir og svo hlægja þeir sig eflaust máttlausa yfir einfeldni okkar og hefja sigurgönguna á að gefa einhverjum gæðingum milljarð fyrir ónýta hjalla á Laugaveginum.
Jón Þ Jónsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 07:38
Þegar menn kveikja elda allt í kringum sig eins og Ólafur hefur núna gert í borgarpólitíkinni, þá verða menn að taka þeim reyk sem því fylgir.
Marta B Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 10:53
Það má kanski segja að ástandið í borgarmálunum sé eins og í flugvélinni, allt á hvolfi og uppíloft. Æjá, maður á víst ekki að hafa þetta í flimtingum, en stundum veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta, og víst er maður hissa og hugsi yfir öllu bramboltinu undanfarna daga. Sjálfsagt allt rétt sem fram kemur hjá hjá Jóni Þ og Mörtu.
Ágúst H Bjarnason, 28.1.2008 kl. 11:26
Svona til upplýsinga þá er flugmaðurinn í fyrra myndbandinu Snorri Bjarnvin Jónsson flugmaður hjá Icelandair, einstaklega góður listflugsmaður.
Geiri (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 12:05
Sæl Geiri.
Takk fyrir að upplýsa okkur um hver flugmaðurinn er.
Ágúst H Bjarnason, 28.1.2008 kl. 12:29
Þetta er flott og skemmtilegt.
Einn misskilningur er þó í gangi þegar sagt er að einhver leiki eftir heimsfrægt atriði Bob Hoovers. Mér vitanlega hefur enginn leikið það eftir í heild að fljúga drjúgstórri tveggja hreyfla flugvél yfir flugvelli, drepa á báðum hreyflunum, fara í lykkju og fljúga síðan með dauða hreyfla í lágt "low-pass" eftir flugbrautinni, hækka flugið og fara í umferðarhring og koma inn til lendingar, aka eftir brautinni og beygja inn á stæði, stöðva vélina og koma út og veifa hattinum, - og alltaf var dautt á hreyflunum.
Ég tók af þessu myndir á flughátíðinni "Sun´n fun" í Florida og átti viðtal við kallinn, sem þá var 77 ára og hafði verið "grándaður" af FAA með tilbúnu læknisvottorði en vann mál sitt gegn yfirvöldum. Ég spurði hann hvort hann óttaðist ekki að sú stund gæti komið að honum brygðist bogalistin, - margir hefðu áhyggjur af því að svo gæti gerst eftir því sem aldurinn færðist yfir hann.
Hann svaraði: "Don´t worry, I´ll be the first to know."
Hoover átti að verða fyrsti flugmaðurinn til að fljúga í gegnum hljóðmúrinn en framdi lítilvægt agabrot áður og flaug því í fylgdarflugvél með félaga sínum Chuck Yeager sem fékk heiðurinn.
Ég sýndi hluta af viðtalinu við Hoover í fréttum sjónvarpsins en á það allt og stefni að því að hafa það í flugþætti síðar ef aldur og heilsa leyfa.
Ómar Ragnarsson, 28.1.2008 kl. 13:12
Takk fyrir þitt skemmtileag innlegg Ómar.
Það er auðvitað alveg á hreinu að enginn hefur komist með tærnar þar sem gamli maðurinn hafði hælana. Ég ætla að setja inn annað myndskeið sem ég fann og kallast "Bob Hoover Tribute". Þar sést vel hvernig hann nýtir sér eðlisfræðina og breytir staðarorku í hreyfiorku, aftur í staðarorku, o.s.frv.
Það verður gaman að sjá viðtalið sem þú áttir við Hoover.
Ágúst H Bjarnason, 28.1.2008 kl. 13:28
Og enn fleiri upplýsingar varðandi þetta fyrra myndband.
Þetta er tekið úr heimildamynd sem að Snorri (listflugmaðurinn) í samstarfi við aðra gerði á síðasta ári og var sýnd í Háskólabíoi fyrir áramót fyrir félagsmenn FÍA. Var hún alveg stórskemmtileg, með viðtölum við gamla og nýja flugmenn, gömul og ný myndbrot voru notuð veit ég að hugmyndin var að reyna að koma þessu inn á einhvern ljósvakamiðilinn til sýninga og vonandi gengur það upp.
Geiri (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 13:28
Flott video og Snorrasynir klikka ekki frekar en fyrri daginn þegar flug er annars vegar, enda ekki langt að sækja þessa hæfileika :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.1.2008 kl. 19:52
Flott, rosa flott. Takk fyrir.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 20:21
Gaman og fróðlegt. Ég er búin að prófa þetta í Simmanum mínum. Ferlega erfitt nema vera á svaka hraða. Þessi vél er ótrúlega flott. Gaman af innleggi Ómars. Enda eins og hann segir. Flugmenn gera bara ein mistök.
Meira af þessu.
Marinó Már Marinósson, 28.1.2008 kl. 23:01
Ertu með vatnskönnu og glas í simmanum Marinó?
Galdurinn við að geta hellt vatni í glas meðan vélin er á hvolfi í veltunni er að passa upp á að þyngdarkrafturinn (g) verði aldrei neikvæður þannig að flugmaðurinn hangi í ólunum. Veltan þarf þá væntanlega að vera "barrel roll" frekar en "axial roll". Í "barrel roll" flýgur vélin nánast eftir ferli sem líkist tappatogara og er því sífellt að breyta stefnunni þannig að miðflóttakrafturinn sér til þess að skapa gervi þyngdarkraft.
Ágúst H Bjarnason, 29.1.2008 kl. 08:49
Nei nei Engin simmi sem bíður uppá svoleiðis þó ég sé með hristigræju í stólnum. Enda er ég eins og Ford forseti, get ekki gengið í takt ef ég þarf að tyggja tyggjóið um leið.
Nei, nei, ég prófaði að slökkva á hreyflunum og framkvæma svifflugið. Allt hægt í simmanum. AIM HIGH NEVER FLY
Marinó Már Marinósson, 29.1.2008 kl. 15:38
gaman að sjá ...interesting
Guðríður Pétursdóttir, 31.1.2008 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.