Ótrúlegt hvað tíminn líður. 50 ár liðin frá geimskoti fyrsta bandaríska gervihnattarins

exp1Launch_msfc_fNú er hálf öld liðin síðan Bandaríkjamenn skutu upp sínum fyrsta gervihnetti Explorer-1, hinn 31. janúar 1958, fáeinum mánuðum eftir að Sovétmenn skutu upp Sputnik-1, 4. október 1957.

Þessi tvö geimskot fyrir hálfri öld mörkuðu upphaf geimaldar og hafa haft miklu víðtækari áhrif en flesta grunar. Án geimferðakapphlaupsins mikla væri margt öðru vísi en í dag.  Atburðurnir höfðu áhrif á stjórnmál, menntamál, vígbúnað og vísindi um allan heim.

Hvernig væri heimurinn án fjarskiptahnatta og veðurtungla?   Væru tölvur eins fullkomnar þær eru í dag? Væru til GSM símar? Hvernig væru samgöngur án GPS staðsetningartækja? Væri heilsugæslan eins góð? Væru til hátækni lækningatæki eins og segulómunartæki?

Það er ljós að geimferðakapphlaupið hleypti nýju blóði í rannsóknir, vísindi og vöruþróun.  Mjög miklar breytingar urðu á kennsluefni í stærðfræði og eðlisfræði og tóku kennslubækur miklum framförum. Bein og ekki síður óbein áhrif hafa vafalítið verið gríðarlega mikil á flestum sviðum daglegs lífs.

 Hér fyrir neðan eru myndbönd sem lýsa þessum atburði vel.

 

Hvaða áhrif telur þú að þessir atburðir hafi haft á daglegt líf okkar? Lífsgæði, heilsufar, efnahag, ...  Fróðlegt væri að fá álit þitt hér.

 
Áður hefur verið fjallað um Sputnik-1, sjá færsluna "Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október"

 

Sjá einnig vefsíðuna "Geimskot Frakka á Íslandi 1964 & 1965" 

 

 

NASA: Explorer 1 -- JPL and the Beginnings of the Space Age
 
 
 
 
Explorer 1 Launch : 1958-02-01
 
 
 
Bakvið tjöldin 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er kannski ekki sú besta til að skilgreina áhrifin, en geri mér grein fyrir að öll sú vinna og uppfinningar sem tengjast geimferðum hafa skaffað okkur mikið af góðum hlutum.  Takk fyrir söguna um mjólkurpokann, hún var sko fyndin, man þegar svona pokar voru heima á Húsavík, það var oft subbulegt.  Eigðu góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Úr því að þú spyrð Ágúst. En það fyrsta sem mér dettur í hug nú á gervihnattaöld: Beinar útsendingar frá HM og Eurovision, veðurtunglamyndir og Google Earth. Allt mikil framfaraskref í þágu mannkyns.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.2.2008 kl. 16:31

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir þetta, Ágúst. Atburður eins og þessi er hlekkur í langri keðju. Þessi þáttur hófst mun fyrr með hjálp Von Braun og félaganna hans í Þýskalandi með V- eldflaugarnar, en hann var einmitt þarna á myndbandinu.. Yfirleitt eykur stríð hraða framfaranna til muna, þannig að tækni fleygir fram af illri nauðsyn. Geimkapphlaupið aflaði almenns fylgis við tækniþróun til smíða þessarra njósnagervihnatta og kjarnorkueldflauga. Fjármagnið fer til hernaðarþarfa, en almennari vísindi njóta þess samhliða, helst til þess að fá samþykki fjöldans. Ég efast um að nokkurt tækjanna sem þú nefnir eða yfirleitt, hafi verið hannað til annars en hernaðarþarfa í upphafi. Löngu síðar leitar þetta út á almenna markaðinn eins og GPS tækin. Almennu tækin sem af þessu hljótast, bæta líf okkar flestra, en eyðileggja líf annarra, ss. leysibyssur, hljóðsprengjur og kjarnorkuvopn.

Nokkrar tilvitnanir í Einstein í lokin:

  • "Technological progress is like an axe in the hands of a pathological criminal."
  • "Two things are infinite: the universe and human stupidity; and I'm not sure about the the universe."
  • "Science is a wonderful thing if one does not have to earn one's living at it."

Ívar Pálsson, 1.2.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Samt var dagleggt líf manna svona nokkurn vegin eins áður fyrr þegar ég var að alast upp og nú.  Og ekki hafa siðferðilegar framfarir fylgt tækniframförunum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 1.2.2008 kl. 22:39

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sigurður hefur nokkuð til síns máls. Það vill nú vera svo, að það slaknar á siðferðinu er þekking eykst.

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.2.2008 kl. 20:13

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sigurður og Rúna eru með forvitnilegt sjónarhorn og hafa mikið til síns máls.

Ég man vel eftir að á bernskudögumm tölvanna, en kapphlaupið um geiminn hefur vafalítið hraðað þróun þeirra, var mikið talað um hve mikið þær myndu létta störf okkar. Það var jafnvel rætt um mun styttri vinnuviku og meiri frítíma. Hver hefur reyndin verið? Það vita allir. Ekki hefur vinnuálagið minnkað.

Svo er það siðferðið. Skyldi það hafa versnað eða staðið í stað? Hafi það ekki batnað, hver skyldi þá ástæðan vera?

Ég held að ástæðan sé lífsgæðakapphlaupið. Það kostar auðvitað pening að eignast alla skapaða hluti sem eru á boðstólnum; tölvur, gemsa, sjónvörp, DVD, ..... og svo auðvitað sólarlandaferðir o.s.frv., en ekkert af þessu var á boðstólnum í "gamla daga". Þá nægði ein fyrirvinna og yfirleitt var húsmóðirin heima til að sinna börnunum. Nú er enginn heima á daginn, og þegar heim er komið eru allir uppteknir við að horfa á sjónvarp eða leika sér í tölvunni... Enginn tími til að ræða við börnin.

Nú er það spurning hvort þetta geti verið ástæðan fyrir því að það hafi slaknað á siðferðinu, þannig að það sé óbein afleiðing tækniframfaranna?

Ágúst H Bjarnason, 3.2.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband