Mánudagur, 4. febrúar 2008
Hefur þú séð Andromedu?
Andromeda vetrarbrautin er glæsileg. Smella þrisvar á myndina til að sjá stærri mynd. Astronomy Picture of the Day 2008-1-24
Andromedu vetrarbrautina má greina með berum augum þar sem ljósmengun er mjög lítil, en hún sést vel með venjulegum handsjónauka sem frekar óskýr hnoðri í Andromedu stjörnumerkinu. Hún er í 2,8 milljón ljósára fjarlægð, þannig að svona leit hún út fyrir 2.800.000 árum! Þarna eru milljarðar sólna og ekki ólíklegt að einhvers staðar sé viti borið líf. Hugsanlega er þar einhver að virða fyrir sér okkar vetrarbraut
Stjörnufræðingar nefna hana oft M31, en hún er svokölluð þyrillvetrarbraut eins og okkar eigin vetrarbraut. Þar eru líklega meira en 400 milljarðar sólna. Hugsum okkur að aðeins ein sól af milljón hafi reikistjörnu sem líkist jörðinni og að þar hafi líf í einhverri mynd þróast. Í Andromedu væru þá 400 milljón þannig "jarðir". Auðvitað vitum við nákvæmlega ekkert um þetta, en það er gaman að láta hugann reika. Hugsum okkur aftur að við viljum ná sambandi við einhverja viti borna veru þar og sendum skilaboð með öflugum útvarpssendi. Viðkomandi fær ekki skeytið fyrr en eftir 2,8 milljón ár og við hugsanlegt svar í fyrsta lagi eftir 5,6 milljón ár!
Reyndu að koma auga á Andromedu næst þegar þú ert undir stjörnubjörtum himni þar sem ljósmengun er lítil. Þú getur notað stjörnukortið sem er neðst á síðunni til að finna hana.
(Orðið "vetrarbraut" er hér notað fyrir "galaxy" þar sem við eigum ekkert gott íslenskt orð yfir fyrirbærið. Orðið stjörnuþoka er ekki nógu gott því það þýðir eiginlega rykský í himingeimnum. Sjá t.d. myndir af Orion þokunni (Orion nebula) hér. Orðið stjörnuþoka er einnig oft notað fyrir galaxy og einnig óreglulegar stjörnuþyrpingar).
Þegar bloggarinn var að taka mynd af Hale Bopp halastjörnunni í mars 1997 var hann svo heppinn að Andromeda vetrarbrautin var þar nálægt og sést hún neðst til hægri á myndinni.
Á myndinni má einnig sjá aragrúa stjarna sem eru ósýnilegar með berum augum. Filma var Kodak PPF Pro 400 ASA. Linsa 135mm, Ljósop 3,5. Lýsingartími um 2 mínúur. Stjörnuhimninum var fylgt eftir með heimasmíðuðu mótordrifi.
Hale Bopp, Andromeda og norðurljós í mars 1997
Andromedu má sjá á stjörnukortinu hér fyrir neðan sem gildir fyrir 4. febrúar 2008 kl. 21.00
Svona kort er hægt að sjá á vefsíðunni Heavens Above
Þetta er mjög áhugaverð vefsíða. Með því að skrá sig sem notanda (Register as an user) og gefa upp stað (Observing site, t.d. Reykjavík) er hægt að sjá stjörnukort fyrir himininn eins og hann er núna, miðað við staðinn sem gefinn er upp. Ýmislegt fleira forvitnilegt er þar, svo sem upplýsingar um brautir gervihnatta, halastjörnur, o.fl.
Andromeda er mjög hátt á himninum í vesturátt um kl 21. Auðvelt er að finna stóra "W" stjörnumerkið Cassiopeia, en Andromeda er nánast "undir" W-inu. Ef þú veist hvar pólstjarnan er, þá skaltu draga ímyndaða línu þaðan og í gegn um W og framlengja hana síðan þar til hún sker Andromedu vetrarbrautina. Notaðu venjulegan handsjónauka.
Myndin efst er frá Astronomy Picture of the Day (APOD)
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menning og listir, Menntun og skóli, Tölvur og tækni | Breytt 5.2.2008 kl. 16:53 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
það er eins og einhver hafi hellt mjól í kaffið(himininn) og sé svo að hræra í
Guðríður Pétursdóttir, 4.2.2008 kl. 08:19
á efstu myndinni sko
Guðríður Pétursdóttir, 4.2.2008 kl. 08:19
Skemmtilegt að lesa þetta. Og flott að sjá myndirnar.
Bryndís R (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 09:10
Skemmtilegur pistill og glæsilegar myndir!
Annars hefur mér alltaf þótt fremur undarlegt að nota orðið "vetrarbraut" sem samheiti í sömu merkingu og orðið "stjörnuþoka" (e:galaxy). Í mínum huga er bara ein Vetrarbraut þ.e. það sem kallað hefur verið á ensku "Milky Way". E.t.v. ætti fremur að tala um "mjólkurbrautir" þar sem "gala" merkir mjólk á grísku?
Júlíus Valsson, 4.2.2008 kl. 09:32
Sæll Júlíus.
Ég held að okkur vanti í málið orð yfir "galaxy". Orðið "stjörnuþoka" er nefnilega frekar óljóst orð. Á bloggsíðunni Stjörnufræðivefurinn stendur hér: "Við hjá stjornuskodun.is höfum tamið okkur að nota orðið vetrarbraut í stað stjörnuþoka. Hið síðarnefnda er notað fyrir margs konar fyrirbæri og er ruglingslegt í notkun".
Vísindavefurinn notar orðið vetrarbraut fyrir Andromedu, sjá hér.
Ágúst H Bjarnason, 4.2.2008 kl. 09:42
gæti það hafa verið hún sem ég sá með berum augum, fyrir 2 vikum eða svo, eða eru þær margar sjáanlegar með berum augum? var þá einmitt í ca vesturátt um miðbik kvölds. ég var staddur í bústað á flúðum og stjörnubjartur himinn. þó sá ég hana varla ef ég horfði beint á hana, en sá greinilega ljósský útundan mér, horfði ég til hliðar.
Brjánn Guðjónsson, 4.2.2008 kl. 09:50
Sæll Brjánn
Andromeda er eina "vetrarbrautin" önnur en okkar sem við getum greint með berum augum. Maður sér hana þó mjög óljóst og eiginlega það dauft að maður er ekki alltaf viss hvort maður greini hana raunverulega með berum augum. Maður sér hana þó ótvírætt með handsjónauka, en alls ekki eins flott og á myndinni.
Vefsíðan Heavens Above er mjög góð til að átta sig á himinhvolfinu. Þar kemur einnig fram hvaða halastjörnur eru sýnilegar, en þær eru oft mjög ógreinilegar og gætu litið út eins og mjög dauft ljósský eins og þú lýsir.
Ágúst H Bjarnason, 4.2.2008 kl. 12:00
Það er rétta ð benda á að halastjarnan 17P Holmes er ekki fjarri Andromedu þessa dagana. Sjá kort. Nánar hér. Það á að vera hægt að greina hana með berum augum. Ljósmyndir hér.
Ágúst H Bjarnason, 4.2.2008 kl. 15:59
Ég hreinlega elska svona skýjaglópa
PS: Ég þoli ekki að hugsa um himingeiminn því þá finn ég hversu agnarsmá ég er..en ég vil vera stór!!!!
Rúna Guðfinnsdóttir, 5.2.2008 kl. 01:19
Æðislegar myndir og flottur og fræðandi pistill. Takk.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.2.2008 kl. 01:40
Snilldar myndir og gott heilaklór, elska þessar færslur hjá þér, elska svona gríðarlega stórar tölur og hugsanir. Frábært takk takk.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 15:05
Þetta eru frábærar myndir, alveg hrikalega falleg sýn!! Ég hef ekkert vit á stjörnufræði, en svolítið vit á ljósmyndum og þetta heillar mig helling satt best að segja!
gudni.is, 5.2.2008 kl. 16:30
Takk fyrir skemmtilegar myndir og fræðslu, Ágúst. Ótrúlega ertu vel græjaður með mótordrifið. Ég er sammála með óljósa merkingu og notkun orðsins „stjörnuþoka“ og nota því „vetrarbrautir“ um enska heitið „galaxies“. Fyir utan það er ekkert þokukennt við skýran hvirfil eins og Vetrarbrautina eða Andrómedu, nema ef vera skyldi það þegar við horfum á hluta Vetrarbrautarinnar sem þokuský yfir næturhimininn.
Ég á ágætis plakat sem sýnir fyrst sólkerfið, svo næstu grúppu (solar neighbourhood að mig minnir), síðan næstu (Vetrarbrautina), svo kippu af nálægum vetrarbrautum, síðan Megaclusters osfrv. Það væri ágætt að vita íslensk heitin á þessum víddum, 1,2,3,4,5 ef þú þekkir þau. Á meðan skal ég finna plakatið góða. Það sýnir mér að líkingin með sandströnd og sólir lýsir stærð ekki rétt, heldur ferð manns um Sahara eyðimörkina, þar sem hvert og eitt sandkorn er sól (stjarna). Var ekki hinn þekkti (eða útreiknaði) alheimur einmitt að stækka margfalt nýverið, frá fyrri tölum?
Ívar Pálsson, 5.2.2008 kl. 16:39
Hér er gamla myndavélin Pentax K1000 á heimasmíðaða mótordrifinu sem ég notaði til að taka myndir af Hale Bopp 1997. Mótorinn snýst einn hring á mínútu og er drifinn með kristalstýrðum rafeindabúnaði sem er í litla svarta kassanum. Rörið lengst til hægri er til að stilla búnaðinn af með því að miða á pólstjörnuna. Svona búnaður þarf ekki að vera flókinn og má jafnvel sleppa mótornum. Smíðateikningar er hægt að finna á netinu með því að leita að "Barn Door Tracker". Í dag á ég heldur fullkomnara tæki sem kallast AstroTrac.
Fleiri myndir af Hale Bopp hér.
Ágúst H Bjarnason, 5.2.2008 kl. 17:11
Ívar, það væri gaman að fá svar við þessu frá einhverjum sem er fróðari en ég. Vonandi er einhver slíkur að lesa. Þangað til vil ég minna á vef Stjörnuskoðunarfélagsins http://www.astro.is . Einnig frábæra síðu Snævarrs Guðmundssonar sem er líklega okkar besti stjörnuljósmyndari http://www.snaevarr.com
Ágúst H Bjarnason, 5.2.2008 kl. 17:20
Sæll Ágúst.
Fróðleg og skemmtileg færsla hjá þér og vekur mann til umhugsunar um mikilleik alheimsins og smæð mannsins. Þú nefnir í athugasemd að það vanti gott íslenskt orð í staðinn fyrir orðin vetrarbraut eða stjörnuþoka sem þýðing á galaxy.Í bókinni Himingeimurinn, eftir nafna þinn Ágúst Bjarnason (og kannski frænda) gefin út á Akureyri 1926, koma fyrir orðin veraldar-ey og stjörnuhverfi í merkingunni vetrarbraut. Einnig minnir mig að í skrifum um þessi fræði hafi verið notað orðið þyrping, t. d. sólnaþyrping og eftir lögun þyrpinganna; kúluþyrping eða þyrilþyrping. Persónulega finnst mér orðið stjörnuhverfi eða sólnahverfi koma vel til greina. Þá er vetrarbrautin okkar stjörnuhverfi í geimnum. Mér kom þetta í hug þegar ég var að lesa pistilinn þinn.
Kveðja,
Þorvaldur Ágústsson
Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 00:31
Sæll Þorvaldur og takk fyrir kommentið.
Ég á því miður ekki bókina sem þú minnist á, en hún er næstum örugglega eftir afa minn og alnafna. Sjá hér .
Þetta eru skemmtilegar hugmyndir sem þú ert með varðandi íslenskt orð fyrir galaxy. Ég var einmitt að fletta bókinni "Nútíma stjörnufræði - frá sólkerfinu okkar til vetrarbrauta og endimarka alheimsins" eftir Vilhelm S. Sigmundsson. Þetta er mjög góð bók sem kom út í fyrra. Það kemur strax fram í bókartitlinum hvaða orð er notað fyrir galaxy.
Mér finnst sjálfum það vera hálf vandræðalegt að skrifa vetrarbrautin Andromeda og Vetrarbrautin okkar (með stórum staf). Næstum eins og við hefðum ekki orð yfir kaupstað og skrifuðum reykjavíkin Akureyri, eða þannig
Ágúst H Bjarnason, 9.2.2008 kl. 09:20
Sæll aftur Ágúst.
Þökk fyrir svarið við athugasemdinni minni. Það er hárrétt hjá þér að bókin Himingeimurinn mun vera eftir afa þinn.Í formála fyrir henni getur hann þess að hann hafi samið ritið; Yfirlit yfir sögu mannsandans í fjórum bindum og von sé á því fimmta en á síðunni, um afa þinn,sem þú vísar til er þess getið að þetta rit sé kunnasta og áhrifamesta ritverk hans.Bókin Himingeimurinn er fyrsta bindið í fjögurra binda ritröð,sem hann kallar heimssjá og var ætlað að lýsa heimsmynd vísindanna. Á síðunni sé ég að Heimsmynd vísindanna hefur verið gefin út árið 1931 sjálfsagt í einu bindi.
Með kveðju
Þorvaldur Ágústsson.
Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 19:07
Sæll aftur Þorvaldur
Þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar. Þessar bækur Heimsmynd vísindanna og Himingeiminn vantar mig í safnið. Sögu mannsandans í fimm bindum á ég og nokkra aðra titla, en vantar greinileg ýmislegt í bókaskápinn.
Bestu kveðjur, Ágúst
Ágúst H Bjarnason, 9.2.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.