Íslenska Eldflaugafélagið mun skjóta á loft 2ja þrepa eldflaug í sumar

AIR-203Félagið AIR eða  Amateur Icelandic  Rocketry   stefnir að því að skjóta á loft tveggja þrepa eldflaug síðar á árinu.  Flaugin mun fara  í allt að 5000 metra hæð og ná  allt að  1500 km/klst hraða, sem er vel yfir hljóðhraða.

Fyrir rúmu ári, eða 18. nóvember 2006 var fyrstu eldflaug félagsins skotið á loft á Vigdísarvöllum. Flaugin var 203 cm á hæð og vóg 5,1 kg. Hún fór í 1080 metra hæð og náði 590 km/klst hraða.  

Í samstarfi við félagið hefur Háskólinn í Reykjavík sett á laggirnar nám í eldflaugafræðum.  Þetta er sex eininga kúrs á vorönn sem endar væntanlega á að skotið verður á loft eldflaug sem nemendur og kennarar eru að hanna.

 

Fréttablað félagsins var að koma út. Þetta áhugaverða blað er prýtt fjölda ljósmynda  og er hægt að nálgast það ókeypis hér. Þar er mikinn fróðleik að finna um þetta áhugaverða félag, eldflaugarnar, eldsneyti þeirra, námið í eldflaugafræðum, fyrirhugað eldflaugaskot, o.fl.

 

Félagið er með tvær vefsíður, íslenska www.eldflaug.com og enska www.AIRrocketry.com

 

Að félaginu standa Magnús Már Guðnason og Smári Freyr Smárason. 

 
Árin 1964 og 1965 voru hér á landi franskir vísindamenn sem skutu nokkrum eldflaugum  út í geim, eða í yfir 400 km hæð. Myndir af þeim atburði eru hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það hlýtur að vera gaman að vinna við þetta og afar spennandi.

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.2.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Gangi ykkur vel með þetta frábæra verkefni.

Þórir Kjartansson, 8.2.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er reyndar ekki sjálfur í þessu félagi, en hef fylgst vel með frábæru framtaki þeirra.

Ágúst H Bjarnason, 8.2.2008 kl. 16:37

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta verður örugglega spennandi. Helgarkveðja til þín Ágúst.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 22:34

5 identicon

Sæll Ágúst,

Takk fyrir að pósta þessu á bloggið þitt, alltaf gaman að leyfa öðrum að vera memm :) 

Ég læt þig vita þegar eitthvað spennandi er í gangi.

kv,

Magnús Már Guðnason 

Magnús Már Guðnason (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:08

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þurfa þeir ekki flugtaksheimild fyrir svona mikla hæð?       Mjög fróðlegt hjá þér Ágúst og gaman að lesa.

Marinó Már Marinósson, 8.2.2008 kl. 23:29

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Marinó, ég er viss um að Flugmálastjórn er höfð með í ráðum

Ágúst H Bjarnason, 8.2.2008 kl. 23:30

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Magnús. Gaman að sjá höfuðpaurinn mættan á staðinn

Ágúst H Bjarnason, 8.2.2008 kl. 23:41

9 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Stefnir í gervihnött

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.2.2008 kl. 00:30

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Stórskemmtileg vefsíðan þín Gústi. Greinin um geimskotið aldeilis frábær. Skil ekki að ég hafi ekki séð hana fyrr. Takk fyrir þetta.

Haukur Nikulásson, 9.2.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband