Nauðsynlegt tæki fyrir bankastofnanir og bloggara...

Bloggarinn frétti á skotspónum að fjármálastofnun ein sé að fjárfesta í svona tækjum fyrir starfsmenn sína til að halda þeim í góðri líkamlegri þjálfun. Þetta kvað vera hugsað til að mæta hinu gríðarlega álagi á starfsmennina sem þróunin á fjármálamörkuðum hefur valdið undanfarið. Kemur í veg fyrir að þeir sofni í vinnunni eftir andvökunætur þar sem þá dreymir skuldatryggingaálag, stýrivexti og verðbólgudrauginn. Viðskiptavinir munu taka eftir að starfsmennirnir verða mun líflegri og starfssemin mun iða öll eftir að þessi nýja tækni verður tekin í notkun. 

Af samkeppnisástæðum má að sjálfsögðu ekki upplýsa meira um málið, en þetta ætti allavega að hrissssta aðeins upp í fólki. 

Er þinn vinnustaður að hugleiða fjárfestingu í svona búnaði?  

Svo væri auðvitað gráupplagt fyrir bloggara að ná sér í svona heilsuræktartæki Wink

Nánari upplýsingar um undratækið eru hér.  Kostar $290.   Ég yrði nú örugglega fljótt sjóveikur Shocking

 

 
Fyrst hélt ég þetta hlyti að vera grín, en svo virðist ekki vera Tounge
 
 
 
Það er allavega ekkert grín að sitja í svona stól Shocking

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ætlar verkfræðingurinn að fá sér einn??

Ég verð nú að segja að þetta hlýtur að vera óþægilegt...þ.e. að vinna í þessu...eða hvað

Rúna Guðfinnsdóttir, 21.2.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Minn snúningstóll í vinnunni er alltaf á iði, jafnvel þó enginn mótor sé í honum

Ágúst H Bjarnason, 21.2.2008 kl. 10:49

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

maður á að geta slakað á þegar maður situr, það er pointið í því að sitja... að slaka á.. maður slakar lítið á í þessum stól

Guðríður Pétursdóttir, 21.2.2008 kl. 12:16

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Guðríður, ég hef nú aldrei skilið Ameríkana, en þetta virðist vera fúlasta alvara hjá  http://www.hawaiichair.com 

Ágúst H Bjarnason, 21.2.2008 kl. 12:20

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Gústi...þeir eru líka eitthvað svo voðalega ammrískir....

Rúna Guðfinnsdóttir, 21.2.2008 kl. 16:05

6 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þetta er jafn fyndið og það er sorglegt - maður er ekki alveg að átta sig á þeirri hnignun, er á sér stað í bandarísku samfélagi. Er það matarræðið og allur flúorinn í drykkjarvatninu eða e-ð annað? ;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.2.2008 kl. 17:37

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

....af hverju bankastofnanir? ...eru e-ð feitari rassarnir þar en annarsstaðar?

Marta B Helgadóttir, 21.2.2008 kl. 18:00

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

He He Marta. Nú veit ég ekki, en ég fékk þetta sent frá starfsmanni slíkrar stofnunar...  Líklega eitthvað innanhússgrín.

Þar sem ég þekki til eru bankamenn öðru fólki glæsilegra

Ágúst H Bjarnason, 21.2.2008 kl. 18:24

9 Smámynd: Fjarki

Stórkostlegt.

Af hverju datt mér bláa fótanuddtækið í hug?

Fjarki , 21.2.2008 kl. 20:35

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fjarki.    Mér datt það líka í hug!     Merkilegt

Ágúst H Bjarnason, 21.2.2008 kl. 20:37

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er bara einn karl og ca 15 konur sem auglýsa þarna. Hvurslags kynjamisrétti er þetta eiginlega? Eiga bara konur að vera flottar? Á mínum vinnustað eru margir karlar ansi hreint mjúkir um miðjuna hefur mér sýnst

Marta B Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 12:22

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Marta. Ég get nú ekki verið annað en sammála þér sem gamall bankamaður, en einu sinni vann ég á endurskoðundardeild LÍ í Austurstræti. Mér er maturinn í mötuneyti bankans minnisstæður, man ekki betur en það hafi verið sunnudagssteik flesta daga. Ég veit ekki  hvernig farið hefði fyrir mér ef ég hefði ílenst þarna. Sjálfsagt væri ég orðinn mjúkur um miðjuna og jafnvel víðar

Ágúst H Bjarnason, 22.2.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband