Föstudagur, 29. febrúar 2008
Hvers vegna er hlaupár?
Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver,
einn til hinir kjósa sér.
Febrúar tvenna fjórtán ber
frekar einn þá hlaupár er.
Hlaupár er það kallað þegar almanaksárið er einum degi lengra en venjulegt ár, þ.e. 366 dagar en ekki 365. Tilgangurinn er að samræma lengd almanaksársins og árstíðaársins, sem ræðst af gangi jarðar um sólu. Almanaksárið er að meðaltali 365 dagar 5 stundir 49 mínútur og 12 sekúndur eftir þessa leiðréttingu.
Í svokölluðum nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er hlaupár þegar talan fjórir gengur upp í ártalinu. Undanskilin reglunni eru aldamótaár, en þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu.
Gregoríanska tímatalið eða "nýi stíll" er kennt við Gregoríus páfa 13. sem innleiddi það í Róm árið 1582.
Heitið hlaupár er talið dregið af því að margir merkisdagar í árinu eftir hlaupársdag hlaupa yfir einn vikudag.
Rætur hlaupársdagsins er hægt að rekja til ársins 46. f. Kr. Í Bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson kemur fram að hlaupársdagurinn hjá Rómverjum var ...eiginlega 24. febrúar, því honum var skotið inn daginn eftir vorhátíð sem nefndist Terminalia. Eins og nafnið bendir til var þetta einskonar missiraskiptahátíð og að vissu leyti sambærileg við sumardaginn fyrsta hjá okkur. Munurinn er sá að Rómverjar virðast á ákveðnu skeiði hafa skipt árinu í þrennt. Var gömul venja að rétta tímatalið af með innskotum á þessum tíma, í lok vetrartímabilsins, og því þótti þeim Sesari eðlilegast að hlaupársdagurinn fengi þar inni (bls 520).
Hvernig ætli það sé að vera fæddur á hlaupársdegi og eiga bara afmæli fjórða hvert ár?
Hver er höfundur vísunnar góðu sem allir kunna "Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver..." ?
Næsti hlaupársdagur verður ekki fyrr en árið 2012. Njótum því dagsins í dag vel.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:31 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Í dag fékk ég ábendingu í tölvupósti varðandi spurninguna um vísuna sem ég spurði um. Svarið er að finna á Vísindavefnum hér.
Þar segir:
Þekkt íslensk minnisvísa er í rímtali Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1597. Vísan er til þess ætluð að auðvelda fólki að muna hversu margir dagar eru í hverjum mánuði. Hún er hér sýnd í ögn yngri gerð:
Ágúst H Bjarnason, 29.2.2008 kl. 18:03
Góð vísa og hefur virkað alveg frá því ég lærði hana, gleymi aldrei fjölda daga í hverjum mánuði síðan. Eigðu góða helgi.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 18:34
Sæll Ágúst.
Vísan er talin vera eftir séra Ólaf Guðmundsson, sem var prestur á Sauðanesi, líklega frá 1567 til æfiloka um 1609. Hann var skáld og þýddi marga sálma sem voru prentaðir í sálmabók og grallara Guðbrands biskups. Nokkur kvæði eftir hann eru varðveitt í handritum, meðal annars rímvísur og jólaskrá ásamt sálmum.
Heimild; Íslenskar Æfiskrár eftir Pál Eggert Ólason 4. bindi.
Þökk fyrir þína skemmtilegu og fróðlegu pistla.
Kveðja.
Þorvaldur Ágústsson.
Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 23:15
Sæll Þorvaldur.
Þakka þér kærlega fyrir svarið við spurningu minni og þakka þér einnig fyrir aðrar áhugaverðar athugasemdir undanfarið. Þegar maður er að eðlisfari grúskari þá þykir manni vænt um að heyra frá öðrum sama sinnis. Ég er kannski einn af þeim sem kann sér ekki hóf...
Bestu kveðjur til ykkar á suðurströndinni.
Ágúst
Ágúst H Bjarnason, 1.3.2008 kl. 00:37
heyrði e-s staðar að ágústínus keisari hefði tekið einn dag af febrúar til að bæta við mánuðinn sinn (ágúst), því hann vildi ekki vera síðri maður en Júlíus keisari með sína 31 daga í júli. Sel það ekki dýrara en ég keypti það...
GunniP (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 01:44
Þetta eru nú áhugaverðar upplýsingar Gunni! Eru þær nokkuð svo vitlausar?
Rúna Guðfinnsdóttir, 1.3.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.