Vetni eða rafgeymar sem orkumiðill bifreiða?

c_documents_and_settings_maja_desktop_3_4_front_1600x1200-b.jpg

Erum við að villast af réttri leið? 

Er til enn vistvænni kostur en vetnið?

Nýlega mátti heyra eftirfarandi í útvarpi:

"Færi orkan úr Kárahnjúkavirkjun til vetnisframleiðslu mætti knýja öll farartæki hér til lands og sjávar, þetta segir íslenskur sérfræðingur í umhverfisrétti í nýrri tímaritsgrein". Síðan var fjallað um að áhugi á vetnisvæðingu hér á landi virðist fara dvínandi.  Hvers vegna?

Getur verið að menn séu farnir að átta sig á öllum þeim ljónum sem eru á veginum? Eru menn farnir að gera sér grein fyrir eftirfarandi:

 

 

 - Orkutap er miklu meira ef vetni er notað sem orkumiðill í stað rafgeyma. Munurinn er gríðarlegur. Ekki er fráleitt að þar muni um helming. Jafnvel meira ef allt er tekið með í reikninginn.

 - Þróun í rafgeymum hefir verið mikil undanfarin ár. Bílar með Lithium Ion og Lithium Polymer rafhlöðum eru farnir að sjá dagsins ljós. Eiginleiki þeirra er ekki mikið frábrugðinn hefðbundnum bílum.

 - Vetnið er mjög vandmeðfarið

 - Til eru ódýrari aðferðir við framleiðslu vetnis en rafgreining. Vetni framleitt með rafgreiningu er dýrara en vetni framleitt úr jarðefnaeldsneyti.

(Smella hér til að sjá myndir sem fylgja þessum greinarstúf. Smella síðan á myndir til að sjá skýringar).

Sjá greinina " Vetnissamfélag eða rafeindasamfélag". Þar er mjög einfaldur samanburður á þessum tveim kostum, og tilvísun í mjög ítarlegan samanburð á vefsíðu European Fuel Cell Forum. Þar eru fróðlegar greinar eftir Dr. Ulf Bossel vélaverkfræðing og Dr. Baldur Elíasson rafmagnsverkfræðing.

Dr Sigþór Pétursson prófessor í efnafræði við auðlindadeild Háskólans á Akureyri hefur ritað allmargar greinar í Morgunblaðið um þessi mál, og er niðurstaða hans hliðstæð því sem fram kemur á þessari síðu.

Hægt er að ná sama markmiði með því að nota rafgeyma í stað vetnisgeyma, en á mun hagkvæmari og vistvænni hátt. Tæknin er þegar fyrir hendi.

Hvers vegna að nota tækni þar sem tvö orkuver þarf til að ná sama markmiði og hægt er að ná með einu orkuveri? Hvort er vistvænna?

Hvers vegna að nota orkumiðil sem er miklu dýrari en hrein raforka? Hvað segir neytandinn? Er hann tilbúinn að kaupa slíka orku? Hvers vegna að sóa meira en helmingi orkunnar? 

Þegar allt er reiknað, frá orkuveri til hjóla,  þá er heildarnýtni vetnisbíla um  20 % en rafmagnsbíla um og yfir 60%. Þrefaldur munur! Sjá myndina hér fyrir neðan. Sé vetnið framleitt með rafgreiningu á afgreiðslustað, eins og rætt hefur verið um að gera hér á landi,  er heildarnýtnin hugsanlega eitthvað betri, en ekki munar miklu.

Vissulega er rétt að virkja hinar vistvænu orkulindir okkar, en nauðsynlegt að gæta þess að ekki sé verið að sóa orku að óþarfa.  Ef til er orkumiðill, sem er enn vistvænni en vetnið, er þá ekki ástæða til að staldra aðeins við og kanna málið?   Hugsanlega er málið ekki eins einfalt og hér kemur fram, en fyrstu grófu þumalputta-útreikningar gefa til kynna að ástæða sé til að skoða málið ofan í kjölinn.

 

Sjá: On the Way to a Sustainable Energy Future,   Efficiency of Hydrogen Fuel Cell, Diesel-SOFC-Hybrid and Battery Electric Vehicles, og fleiri greinar hér

Nýtt 8. janúar 2007: Sjá vefsíðuna Electric Mini: 0-60 in 4 Seconds: It Has Motors In Its Wheels .   Sjá einnig texta í athugasemdum við þessa færslu.

 

Smella hér til að sjá fleiri myndir.   Smella á myndir til að sjá skýringar.     

 


c_documents_and_settings_maja_desktop_temp_ulfbossel.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þessi færsla er upphaflega frá 21. okt. s.l., en af einhverjum ástæðum breyttist dagsetning hennar við áramótatiltekt.

Ágúst H Bjarnason, 1.1.2007 kl. 15:01

2 identicon

Þessi er nokkuð áhugaverður. 4 sek. í hundraðið, með 160 ha mótor á hverju hjóli, samtals 640 hestöfl. Framtíðin liggur sennilega í rafmagninu: http://www.treehugger.com/files/2006/08/the_hybrid_mini.php

Offi (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 21:35

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Offi.

Takk fyrir sendinguna!

Þessi bíll er gott dæmi um þá tækni sem er fyrir hendi í dag.  Eða eins og segir í inngangi greinarinnar:

"A British engineering firm has put together a high-performance hybrid version of BMW's Mini Cooper. The PML Mini QED has a top speed of 150 mph, a 0-60 mph time of 4.5 seconds. The car uses a small gasoline engine with four 160 horsepower electric motors — one on each wheel. The car has been designed to run for four hours of combined urban/extra urban driving, powered only by a battery and bank of ultra capacitors. The QED supports an all-electric range of 200-250 miles and has a total range of about 932 miles (1,500 km). For longer journeys at higher speeds, a small conventional internal combustion engine (ICE) is used to re-charge the battery. In this hybrid mode, fuel economies of up to 80mpg can be achieved."

Ágúst H Bjarnason, 7.1.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband