Hitabylgja í uppsveitum í gær. Sumarið er komið.

Hitamælir 12-5-2008Um hádegið í gær fór hitinn í 21 gráðu við sumarbústað sem er ekki fjarri Geysi. Myndin af mælinum sem er í skugga norðan megin við húsið var tekin klukkan 13:50.

Í byrjun dags og fram eftir morgni var veðrið sæmilegt og hitinn aðeins um 12 gráður en rauk mjög hratt upp um hádegið.

Sjálfvirkur hitamælir Vegagerðarinnar sem kenndur er við Gullfoss, en er í reynd við Kjóastaði, fór þó aldrei hærra en í 15 gráður. Líklega er sá mælir í aðeins 3ja km fjarlægð, þannig að þessi hitabóla hefur verið staðbundin.

Veðrið annan í hvítasunnu var sannkallað sumarveður. Sól, logn og hiti yfir tuttugu gráður. Sumarið er komið!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, nú er sumarið að detta í hlaðið, bara gaman.  Kveðja til þín og þinna. 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Var ekki geislun á mælinum þó hann hafi verið í skugga?

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.5.2008 kl. 18:08

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sigurður. Sjálfsagt hefur verið einhver geislun á mælinum, en hún kom frá fjalli, lyngmóa og himninum. Sjálfsagt ekki truflað mikið.

Mælirinn var auðvitað ekki í hvítum Stevenson kassa, heldur á húsvegg. Innan veggjar er óupphituð geymsla. Ég var líka með færanlegan kvikasilfursmæli sem ætlaður er fyrir rannsóknarstofur. Líklega sæmilega réttur. Mælunum bar saman.  

Á vefsíðunni SurfaceStations.org er fjallað um slæman frágang á hitamælum á veðurstöðvum. Sums staðar allsendis ómögulegan.  Fróðleg lesning.  Það er greinilega margt sem þarf að varast í þessum málum.

Ágúst H Bjarnason, 13.5.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hitinn fór yfir 30 gráður á móti sól á pallinum hjá okkur í Úthlíð. ´Fólk var á stuttbuxum og bol á golfvellinum.  Dýrð sé Guði í uppsveitum!

Þorsteinn Sverrisson, 13.5.2008 kl. 21:29

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Boðar ekki hlýr maí kaldara áframhald??? Eða hvað????

Rúna Guðfinnsdóttir, 13.5.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Rúna, ég er viss um að Sigurður Þór Guðjónsson getur svarað þessu

Ágúst H Bjarnason, 13.5.2008 kl. 22:24

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Var ekki verið að spá hlýju og votasömu sumri. -  Æ, ég vona að við fáum langt, hlýtt og sólríkt sumar.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:56

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Oftar en ekki boðar hlýr maí hlýtt áframhald og öfugt. Í sumar fáum við loksins 40 stiga hitann!

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.5.2008 kl. 11:22

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hey, nimbus er 16% áberandi á færslunni sem þú vísar til! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.5.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband