Skýringin á hækkandi olíuverði

Olía

Eldsneyti hefur hækkað óheyrilega undanfarnar vikur og mánuði. Nú er komið í ljós að um er að ræða græðgi olíufélaga og fjárfesta sem kaupa bensín og olíu í miklu magni og skapa þannig skort sem hleypir verðinu upp. Geyma síðan eldsneytið, meðal annars á Íslandi, þar til verðið hefur hækkað og selja það þá á uppsprengdu verði.  Gróðinn er gríðarlegur, en það erum við neytendur sem blæðum.

Það eru fleiri aðferðir sem spákaupmenn nota. Sjá t.d. hér: ‘Perhaps 60% of today’s oil price is pure speculation’


Sé um spákaupmennsku að ræða, þá má búast við lækkun á næstu mánuðum. Sjá hér.

 

Sjálfsagt liggja svipaðar hvatir að baki hækkunar á verði matvæla í heiminum. 

 

 

Frétt Morgunblaðsins 16. maí 2008: 

46 milljónir lítra af bensíni fluttar úr landi

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is

Um 46 milljónir lítra af bensíni, sem finnska olíufélagið Neste Oil hafði geymt í olíutönkum Olíudreifingar í Hvalfirði frá því í desember, voru í fyrradag fluttar áleiðis til Bandaríkjanna þar sem bensínið verður væntanlega selt með miklum hagnaði. Þar í landi hefur meðalverð á bensíni nefnilega hækkað um 27% á þessu tímabili, úr um þremur dölum fyrir gallonið í tæplega 3,8 dali.

Félagið leigði sjö af níu tönkum í Hvalfirði og í desember var bensíninu skipað þar upp til geymslu því Finnarnir höfðu ekki pláss fyrir það annars staðar. Ávallt var ætlunin að flytja það aftur úr landi.

Engu er hægt að slá föstu um raunverulegan gróða finnska fyrirtækisins af því að bíða með að selja eldsneytið en ef miðað er við útsöluverð á bensíni í Bandaríkjunum (sem er auðvitað ekki fyllilega sanngjarnt) er ljóst að gróðinn er mikill. Útsöluverð á 46 milljónum lítra af bensíni hefði verið um 36,5 milljónir dala í desember en í gær hefðu fengist um 46,5 milljónir fyrir sama magn.


mbl.is 46 milljónir lítra af bensíni fluttar úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Vægast sagt ömurlegt og vanmáttur almennings virðist algjör gagnvart svona fyrirtækjum einsog Neste Oil, sem við nánari skoðun eru í mínum huga úlfar í sauðagæru.

Það er dapurlegt að horfa uppá fjölþjóðlegu fyrirtækjarisana spá og spekúlera með auðlindir mannkyns og markmiðið er aðeins eitt - hámarksgróði, hvað sem það kostar...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.5.2008 kl. 09:30

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er hægt að finna margt fróðlegt með því að gúggla orðin oil prices speculation. Til dæmis þessa grein hjá Global Research‘Perhaps 60% of today’s oil price is pure speculation’
frá 2. maí s.l. 

Þar segir meðal annars: 

"The price of crude oil today is not made according to any traditional relation of supply to demand. It’s controlled by an elaborate financial market system as well as by the four major Anglo-American oil companies. As much as 60% of today’s crude oil price is pure speculation driven by large trader banks and hedge funds. It has nothing to do with the convenient myths of Peak Oil. It has to do with control of oil and its price. How?"

"...

That would mean today that at least $50 to $60 or more of today’s $115 a barrel price is due to pure hedge fund and financial institution speculation. However, given the unchanged equilibrium in global oil supply and demand over recent months amid the explosive rise in oil futures prices traded on Nymex and ICE exchanges in New York and London it is more likely that as much as 60% of the today oil price is pure speculation. No one knows officially except the tiny handful of energy trading banks in New York and London and they certainly aren’t talking.

By purchasing large numbers of futures contracts, and thereby pushing up futures prices to even higher levels than current prices, speculators have provided a financial incentive for oil companies to buy even more oil and place it in storage. A refiner will purchase extra oil today, even if it costs $115 per barrel, if the futures price is even higher.

As a result, over the past two years crude oil inventories have been steadily growing, resulting in US crude oil inventories that are now higher than at any time in the previous eight years. The large influx of speculative investment into oil futures has led to a situation where we have both high supplies of crude oil and high crude oil prices.... ..."

 

Google: Oil prices speculation 

Ágúst H Bjarnason, 16.5.2008 kl. 13:47

3 identicon

Þetta vissi ég fyrir löngu síðan og hef sagt mörgum þetta.  Tankskip kom hingað í janúar og það tók heila viku að dæla upp úr því í geymana í Hvalfirði.  Margir hafa orðið hissa, aðrir hafa ekki trúað mér þegar ég hef sagt þeim þetta.  En nú er þetta að koma í ljós.  Hvalfjörður er bara einn af mörgum stöðum í heiminum sem olía og bensín eru geymd svona til "betri" tíma og þess vegna er verðið svona hátt.  

Fjárfestar hafa verið að flýja úr verðbréfum yfir í hrávörur, m.a. matvæli, málma og olíu/bensín.   Hátt verð núna er ekki út af skort heldur spákaupmennsku sem þessari, nóg er framleitt af henni og verður svo um langa framtíð.  Hvar hafið þið t.d. heyrt fréttir um biðraðir við bensíndælur úti í hinum stóra heimi???

En nú mun verðið fara lækkandi.  Það dýrt að geyma svona vöru og það er dýrt að taka lán til að kaupa svona mikið magn af olíu og bensíni.  Nú vilja fjárfestarnir fara að fá eitthvað fyrir sinn snúð og því þurfa þeir að fara að selja.  Verðið mun lækka hratt á næstunni og mun nánast verða óstöðvandi því mikill paník mun verða á markaðinum þegar allir vilja selja á sama tíma.  Sannaði til.

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:59

4 Smámynd: Jón Finnbogason

Sniðugir finnarnir að gera þetta.

Jón Finnbogason, 16.5.2008 kl. 14:44

5 identicon

Ef þessi ágiskun er rétt til hvað hefur verið geymt í þessum olíugeymslum áður en menn fóru að braska. Það er frekar ólíklegt að fjárfestingarbankar og lífeyrissjóðir hafi aðgang eða eiga stórar Olíugeymslur, kannski geyma þeir þetta í bílageymslunum og banna starfsmönnum að koma á bíl í vinnuna? Annars er þetta líklega rétt að einhverjum hluta en flestir verða líklega að losa sig við Olíuna á innan við mánuði ef þeir ætla ekki að lenda í því að vera með Olíuflutningabíla fyrir utan höfuðstöðvarnar.

Hordur (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:36

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Marinó Njálsson er með góðan pistil hér:

 Spákaupmennska og ævintýramennska stjórna efnahagsmálum heimsins

Ágúst H Bjarnason, 16.5.2008 kl. 16:57

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sjá Viðskiptablaðið í morgun:

Spákaupmennskusprengja á markaðnum

Örn Arnarson:

"Hækkanir á heimsmarkaðsverði hrávöru hefur víðtækarafleiðingar fyrir hagkerfi heimsins. Ekki sætta allir sig við þá skýringu að lögmál framboðs og efturspurnar stýri þeim hækkunum og telja að spákaupmenn þrýsti upp verðinu.

Hvað veldur því að heimsmarkaðsverð á olíu fer síhækkandi? Er það aukin eftirspurn frá nýmarkaðsríkjum á borð við Kína og Indland, minnkandi birgðir eða aukin framleiðsla á lífrænu eldsneyti?

Hver sem ástæðan er, þá eru hinar miklu hækkanir staðreynd og þær eiga sinn þátt í því að miklar hækkanir hafa orðið á heimsmarkaðsverði á hrávöru sem tengist matvælaframleiðslu.

Hækkanirnar hafa orðið slíkar að margir sérfræðingar telja að þær stýrist ekki af lögmálum framboðs og eftirspurnar heldur af stöðutökum spákaupmanna í framvirkum samningum í afhendingu á hrávörum".

Ágúst H Bjarnason, 16.5.2008 kl. 17:04

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sumir eru bjatrsýnir á þróun olíuverðs.

Sjá spá The Financial Forecast Center

 Hver vegna ætli þeir geri ráð fyrir lækkun?

Crude Oil Price Forecast

oil

Ágúst H Bjarnason, 16.5.2008 kl. 20:06

9 identicon

Verðið á tunnu er nú nálægt 130 en á þessu línuriti er spáð toppi í 120. Fer eftir hver spáir, Goldmann and Sach spáði árið 2006 að tunnan á Oliu myndi fara upp fyrir 100 á næstu 3 árum, sú spá rætist að stórum hluta. Flestir hlógu þá og töldu það mjög ólíklegt að Olían myndi hækka svo mikið. Goldmann spáir núna að verðið fari yfir 200 á næstu 2 árum. Aðrir sem hallast að þeiri theory að spákaupmenn eigi stóran þátt í hækkunum spá því að Olíutunnan fari niður í 40 dollar. Erfitt að segja hver mun hafa sem réttast fyrir sér, en ég hallast að 200 dollurunum nema það finnist einhverjar stórar Olíulindir og þá tölu við um Norðursjóin eða eitthvað álíka sem ekki er búið að finna í yfir 30 ár.

Hordur (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 21:49

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það verða alltaf skammtímasveiflur í olíuverði eins og svo mörgu öðru eins og allir þekkja. Óeðlilega mikil hækkun á skömmum tíma hlýtur því að leiða aftur til lækkunar. En svo er það langtímaþróunin sem er allt annar hlutur, en þar hlýtur þróunin að liggja upp á við vegna aukinnar eftirspurnar.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.5.2008 kl. 22:18

11 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Áhugavert.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.5.2008 kl. 10:35

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Semsagt, allt saman ein helvítis græðgi og ekkert annað. 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 22:49

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Græðgin á sér engin takmörk, um það bera allar styrjaldir vitni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.5.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 762163

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband