Föstudagur, 17. október 2008
Ábyrgð ríkisins á innlánum í Bretlandi og Hollandi takmarkist við Tryggingasjóð.
Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður skrifuðu mjög athyglisverða grein sem nefnist Ábyrgð ríkisins á innlánum í Mbl. miðvikudaginn 15. október. Bloggarinn tekur heils hugar undir það sem þar kemur fram.
Í greininni segir í upphafi:
"Í OPINBERRI umræðu kemur fram að íslensk
stjórnvöld séu langt komin að semja við Breta og
Hollendinga um mörg hundruð milljarða króna
skuldbindingar vegna starfsemi útibúa Landsbanka
Íslands í þeim löndum. Við undirritaðir
teljum nauðsynlegt að lagagrundvöllur sé skoðaður
rækilega áður en slíkir samningar verða endanlegir."
Síðar segir í grein lögmannanna:
"Íslenska ríkið hefur í hyggju að greiða íslenskum
innlánseigendum fjárhæðir til að tryggja innstæður
þeirra. Taki ríkið á sig slíkar skuldbindingar
og greiði úr ríkissjóði myndu þær greiðslur
vera umfram skyldur íslenska ríkisins í þeim tilgangi
að tryggja að unnt væri að starfrækja innlenda
innlánastarfsemi í framtíðinni og til að
tryggja efnahagslegan stöðugleika. Slíkar
greiðslur koma EES-samningnum í raun réttri
aðeins óbeint við enda myndu þær ekki fara fram
á gildissviði hans nema í undantekningartilvikum.
Evrópskar skuldbindingar felast aðeins í þeim
Tryggingasjóðum sem að framan eru nefndir og
þeim reglum sem um þá gilda. Þær reglur snerta
einkavædda banka og Tryggingasjóð sem er sjálfstæð
stofnun en ekki íslenska ríkið. Þær ráðstafanir
sem ríkið gerir til að halda uppi efnahagslegum
stöðugleika í framhaldi af því eru því
annars eðlis. Hefði ríkið hins vegar breytt lögum
um Tryggingasjóð með þeim hætti að innlánseigendum
hefði verið mismunað eftir búsetu kynni
slíkt að brjóta í bága við reglur EES-samningsins".
"Meginniðurstöður okkar eru eftirfarandi:
Ekki hvílir nein ábyrgð á ríkissjóði vegna stöðu
innstæðna í Tryggingasjóðnum.
Lagabreyting sem gerir ráð fyrir að innlánskröfur
verði forgangskröfur getur staðist ef hana
má réttlæta með skírskotun í neyðarrétt.
Greiðslur sem ríkið tekur á sig að inna af hendi
til innstæðueigenda hér á landi falla almennt utan
gildissviðs EES-samningsins nema í undantekningartilvikum".
Það er deginum ljósara að mikil hætta er á að íslensk stjórnvöld séu þegar í samningum við Breta og Hollendinga um skuldbindingar sem geta gert okkur, börn okkar og barnabörn að þrælum um ókomin ár. Það má alls ekki gerast.
Sem betur fer er Pétur H. Blöndal formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis sammála lögmönnunum. Hann segir það vafasama hugmynd að íslensk stjórnvöld skrifi upp á óútfylltan tékka til að mæta kröfum hollenskra og breskra Icesave reikningseigenda."Ég held að það sé alls ekki hagur þessara þjóða að Íslendingum sé varpað í myrkur fátæktar og örbirgðar" er haft eftir Pétri í Mbl. í dag.
Nú verða stjórnvöld að gæta sín á að gera ekkert í fljótfærni. Það má alls ekki gera neitt sem varpar okkur í myrkur fátæktar og örbirgðar. Munum að það var hlutafélagið Landsbankinn sem kom okkur í þessar ógöngur.
Alþingi hlýtur að verða að fjalla um og samþykkja allar skuldbindingar og samninga í þessu máli.
Smella þrisvar á mynd til að lesa
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Viðskipti og fjármál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Miðað við það efnahagslega ofbeldi sem bretar beita okkur þá held ég að við eigum að grípa til þeirra nauðvarna sem mögulegar eru innan laga og réttar.
Haukur Nikulásson, 17.10.2008 kl. 07:57
Ég óttast ekki, að stjórnvöld leiki af sér. Núna sýnist mér mikilvægt að vinna tíma og koma fjármálalífinu í gang aftur. Málefni Tryggingasjóðsins verður að reyna að geyma til síðari tíma.
Ef ég man rétt, þá eru engin ákvæði í reglum Tryggingasjóðs um greiðslutíma bótanna. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verða því að sjá um fyrstu greiðslur og róa sitt eigið fólk og við afgreiðum mál Tryggingasjóðsins síðar, þegar um hægist. Raunar hélt ég að slíkt samkomulag hefði verið gert við Hollendingana ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.10.2008 kl. 10:05
Sammála, Ágúst. Það er gott að Pétur Blöndal er kominn í málið því að hann er gjarnan fylginn sér, þótt hann verði oft einfari fyrir vikið. Bindandi aðgerðirnar stjórnvalda valda mér áhyggjum, ekki aðgerðarleysi, því að bankarnir þurftu að mæta örlögum sínum eins og aðrir bankar heimsins.
Ívar Pálsson, 17.10.2008 kl. 10:20
Hér eru lög Tryggingasjóðsins: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1999098.html
og hér heimasíða hans: http://www.tryggingarsjodur.is/
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.10.2008 kl. 10:53
Mig langar að taka enn og aftur undir þessi viðhorf lögfræðinganna. Erlend bankalán til innlendra banka verða ekki greidd að fullu, nema um verulega langan greiðslufrest semjist. Erlendum lánadrottnum er hótað, að ef þeir ekki semja verða erlendu hlutar bankanna settir í gjaldþrot og þá fá þeir bara lítinn hluta krafna sinna greiddan. Íslendska ríkið hefur ekkert með rekstur bankanna (erlenda hlutann) að gera nema samræma þessar aðgerðir gagnvart erlendum kröfuhöfum.
Íslendska ríkið er ekki einu sinni ábyrgt fyrir greiðslum úr Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta. Sjóðurinn er SJÁLFSEIGNARSJÓÐUR og hann hefur engan kröfurétt á hendur Íslendska ríkinu. Ég bendi mönnum á, að lesa 10.grein laganna um sjóðinn:
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.10.2008 kl. 14:45
Loftur.
Lögin eru alveg skýr. Þess vegna eigum við íslendingar ekki að greiða innistæðueigendum vegna útibúa bankanna erlendis neitt umfram það sem kveðið er á í lögunum. Annað væri mikil fásinna.
Ágúst H Bjarnason, 19.10.2008 kl. 09:15
Það undarlega er Ágúst, að fjölmargir sem tjá sig um mál Tryggingasjóðsins hafa ekki lesið lögin. Sumir virðast ekki heldur hafa hugmynd um hvað hlutafélaga-formið merkir.
Menn endurtaka hver eftir öðrum, að Íslendska ríkið skuldi einka-aðilum úti í heimi þúsundir milljarða. Annar hver maður, virðist ekki hafa hugmynd um megin-atriði málsins.
Þegar líður frá munu menn þó koma niður á jörðina og hætta að jarma hver upp í annan, eins og skelkuð lömb í haustréttum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.