Hefur verð á áli náð botninum?

Er ástæða til smá bjartsýni?

Á ferlinum hér fyrir neðan virðist sem álverð hafi náð botninum. Það var lægst síðari hluta október, en hefur farið aðeins hækkandi síðan.

Efri ferillinn sýnir þróun álverðs síðustu 6 mánuði en neðri ferillinn siðustu 10 ár. Báðir ferlarnir eru beintengdir við www.infomine.com og uppfærast daglega.

Verð á hráefni eins og áli gefur hugmynd um stöðu efnahagsmála í heiminum. Er það versta afstaðið? Sjálfsagt á verðið eftir að sveiflast nokkuð á næstunni, en vonandi er þetta jákvæð vísbending.

 

 

 

 Hér er þróunin síðustu 6 mánuði þannig að auðvelt er að fylgjast með þróun síðustu daga.

 (Athugið að verð á lóðrétta ásnum er í dollurum x 1000 / tonn).

 

 

Þróun álverðs síðastliðin 10 ár. Takið eftir verðinu um það bil sem ákveðið var að ráðast í álver í Hvalfirði og á Austurlandi. Ætli það hafi ekki verið um 2002-2003. Þá var verð á áli töluvert lægra en í dag.

Þrátt fyrir dýfuna undanfarið getur álverðið ekki talist mjög lágt.

 

Heimild: www.infomine.com  Efri ferilin má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þakka þér fyrir uppörvandi pistil. Því miður hlustar þetta umhverfisöfgafólk ekki á nokkur rök. Ég bloggaði um það fyrr á þessu ári, að líklega þyrftu landsmenn að sjá 10-15.000 manns atvinnulaus til að fólk áttaði sig á hlutunum. Allt bendir til að það geti orðið að veruleika, en samt er fólk ennþá með augun lokuð.

Eins jákvæður og ég er gagnvart allskyns sprotastarfsemi og ferðamennsku og öðru, sem að gagni gæti komist gegn atvinnuleysinu, er ljóst að við þurfum eitthvað meira og stærra til að koma okkur út úr þessari kreppu.

Því er ljóst, að það fjandsamlega umhverfi gagnvart stóriðju, sem við höfum verið með fælir frá okkur slíka starfsemi. Fremst í flokki fer auðvitað umhverfisráðherra, en margir aðrir stjórnmálamenn til vinstri hafa tjáð sig neikvætt um stóriðju á undanförnum árum.

Þegar fyrirtæki hafa um nóg af stöðum í veröldinni til að velja úr, fara þau þangað sem þau eru velkomin. Þetta gildir auðvitað einnig um sprotastarfsemi, samanber fyrirtækið, sem fór til Kanada en ekki til Þorlákshafnar. Þar var Þórunn og félagar í Umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun einnig að verki!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.11.2008 kl. 09:22

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll. Úr því að þú ert með olíuverðið þarna við hliðina, þá vaknar sú spurning hvort það hafi líka náð botninum. Vonandi helst það samt eitthvað niðri áfram.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.11.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Í mínum huga má líta á þessa ferla á tvennan hátt:

1) Ef ferlarnir hafa náð botninum og jafnvel farnir að stíga örlítið, þá er það vonandi vísbending um að það versta sé yfirstaðið í alheimskreppunni.  Það eitt útaf fyrir sig skiptir okkur verulegu máli. Við vitum að jafnvel verð á fiskafurðum hefur farið lækkandi, þannig að þetta fylgist allt að. Hækkandi álverð og fiskverð kemur beint í buddu okkar.

2) Það er svo annað mál að álverðið hefur áhrif á það hvort við getum mildað aðeins kreppuna hér á landi sem er rétt að byrja. Þá á ég auðvitað við hvort haldið verði áfram við fyrirhuguð álver. Ef ekki, þá er deginum ljósara að afleiðingarnar verða mjög slæmar fyrir íslenskan almenning, en við megum búast við 10-15.000 manna atvinnuleysi strax á næsta ári.   Þá verður hart í búi hjá mörgum. Um það var fjallað í þessum pistli.

Ágúst H Bjarnason, 4.11.2008 kl. 10:25

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ein tilgátan sem ég hef heyrt er að bandaríkjamenn hafi verið að styrkja hlutabréfamarkaðinn og hrávörumarkaðinn í aðdraganda kosninganna. Tilgangurinn er að skapa ró og auka tiltrú. Eftir kosningar muni verð á húsnæði og hlutabréfum efir að halda áfram að falla.

Mikið ætla ég að vona að þessi tilgáta sé ekki rétt. Vonandi var botninum náð í október eins og þetta línurit þitt bendir til.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 10:53

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Stutta svarið er nei.

Álverð mun halda áfram að falla. Þar kemur tvennt til. Efnahagskreppan, með tilheyrandi minnkandi eftirspurn, er rétt að byrja. Svo er verið að skipta út áli í framleiðslu bíla og flugvéla. Þar mun trefjaplast einhvers konar taka við. Við lattéþambandi umhverfisterroristar höfum því eitthvað til að gleðjast yfir, ef marka má suma. Vil þó segja að það sé fáránlegur málflutningur.

Villi Asgeirsson, 4.11.2008 kl. 11:10

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Ágúst síðustu 30 árin hefur verið sveifla á álmörkuðum og ekkert nýtt þó sveifla sé nú miða við ástand en er verð er en  á áli yfir framleiðslu kostnaði markaðsverð á áli á The London Metal Exchange Limiteder er miðuð við hráál sem er um 20 til 30% lægra en t.d ál frá ISAl sé markaðsverð 2000$ þá er söluverð frá ISAL um 2400 til 2500$.

Álverð kemur til með að hækka aftur sum álfyrirtæki hafa þegar dregið úr framleiðslu sem aftur mun auka eftirspurn sem mun leiða til hækkunar eftir einhvern tíma.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 4.11.2008 kl. 15:41

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir þetta Sigurjón.

Það er vel þegið að fá svona upplýsingar frá manni sem þekkir vel til í áliðnaðinum.

Ágúst H Bjarnason, 4.11.2008 kl. 16:35

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að þetta sé aðeins forleikur að endanlegu hruni. Tek undir hér að ofan að líkur bendi til þess að verið sé að styrkja markaðinn með handafli af litlum mætti vegna kosninganna.  Ég held að eftir þær verði þetta rússibanareið niðurávið og að kreppan verði dýpri en 1929. Obama vinnur og ég held að Republikanar þakki sínum sæla fyrir að þurfa ekki að standa í því að hreinsa upp óhroðann eftir sig.  Mér finnst raunar kosningabarátta þeirra bera keim af meðvituðu sjálfsmorði í ljósi þessa.

Upp úr þessu mun rísa löngu planað North American Union með myntina AMERO, eða efnahagsbandalag norðurameríkuríkjanna, Kanada Usa og Mexico, ef marka má ítrekaðar fullyrðingar og rökstuðning manna á borð við Ron Paul, sem ég ber einna mesta virðingu fyrir í Amerískum stjórnmálum, þótt hann sé republikani.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 765302

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband