Tenging íbúðalána við launavísitölu mun heppilegri fyrir lántakendur á óvissutímum en tenging við lánskjaravísitölu...

Væri ekki ráð að breyta reglum, a.m.k. timabundið, þannig að vísitölubundin lán taki mið af launavísitölu frekar en lánskjaravísitölu?

Á samdráttartímum eins og núna hækkar launavísitalan mun minna en lánskjaravísitalan. Stendur jafnvel í stað.

Launavísitalan sýnir breytingar heildarlauna allra launþega fyrir fastan vinnutíma.

Lánskjaravísitala  er reiknuð út frá framfærsluvísitölunni (2/3) og byggingarvísitölunni (1/3). Lánskjaravístalan fylgir verðbólgunni miskunnarlaust.

Á næstu mánuðum mun lánskjaravísitalan væntanlega hækka mun hraðar en launavísitalan.

Væri það ekki mikið öryggi á þeim óvissu- og samdráttartímum sem eru að hefjast ef greiðslubyrðin breyttist í takt við launin frekar en í takt við óðaverðbólguna?  Til lengri tíma litið hafa þessar vísitölur að miklu leyti fylgst að, þannig að bankar og lífeyrissjóðir ættu ekki að tapa.

Nú er það spurning hvort eitthvað vit sé í þessu ...

 

launavisitala-600w.jpg

 Þróun launavísitölu s.l. 4 ár.  Á næstu mánuðum er ólíklegt að búast megi við mikilli hækkun.

 

 


Þróun lánskjaravísitölu s.l. 4 ár.  Á næstu mánuðum er líklegt að búast megi við mikilli hækkun.

 

Innlent | mbl.is | 21.11.2008 | 18:55

Hætti að greiða af lánum sínum

Um 200 milljarðar kr. leggjast á höfuðstól verðtryggðra lána á næsta eina og hálfa árinu að mati Gunnars Tómassonar hagfræðings í Bandaríkjunum. Aðgerðir ríkisins til hjálpar efnahags heimilanna séu því einsog að setja plástur á svöðusár.

Hefur fréttastofa Stöðvar 2 eftir Gunnari að við slíkar aðstæður sé raunveruleg hætta á því að þeir sem séu með verðtryggð lán hætti að greiða af lánum sínum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Hvess vegna er ekki hægt að leggja niður vísitölu. Hun þekkist ekki í öðrum löldum.

Anna , 23.11.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er nákvæmlega þetta, sem er verið að gera með hinni svokölluðu "greiðslujöfnunarvísitölu" í úrræðum ríkisstjórnarinnar til bjargar heimilunum. Það er reyndar gert ráð fyrir því að menn þurfi að sækja um þetta og gildir þetta því bara fyrir þá, sem það vilja.

Reyndar er ekki verið að taka upp launavísitölu á lánið sjálft heldur á greiðslurnar á láninu. Fyrst er greiðslubyrðin lækkuð um 10% og síðan heldur hún launavísitölu meðan greiðslujöfnunin er enn til staðar. Munurinn á greiðslubyrðinni er ekki gjöf heldur leggst hann við höfuðstólin í sérstakri greiðslujöfnun. Þannig hækkar skuldin í þessari greiðslujöfnun meðan greiðslur samkvæmt þessari aðferð eru lægri en þær hefðu verið að óbreyttu. Þegar tala er lækkuð um 10% þá þarf að hækka um 11,1% til að komast aftur upp í sömu upphæð. Því nær greiðsla samkvæmt þessari greiðslujöfnunarvísitölu þeirri upphæð, sem annars hefði verið á láninu þegar kaupmáttur launa hefur hækkað um 11,1% frá því hann er nú.

Þegar kaupmáttur launa hækkar síðan umfram það þá er farið að greiða inn á greiðslujöfnunarlánið enda afborganir þá orðnar hærri en þær væru annars. Þegar greiðslujöfnunarlánið er síðan upp greitt þá lækka afborganirnar aftur niður í það, sem hefði orðið ef ekki hefði verið farið í þessa greiðslujöfnun. Náist ekki næg hækkun kaupmáttar launa á þeim tíma, sem eftirsöðvar lánsins ná yfir þá er haldið áfram að greiða af láninu eftir að lánstímin er búin og fer þá öll greiðslan í að greiða af þessu greiðslujöfnunarláni og er það þá gert upp að lokum með þeim hætti.

Sigurður M Grétarsson, 23.11.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir ágæta skýringu Sigurður.

Ágúst H Bjarnason, 23.11.2008 kl. 14:51

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er nú málið framfærslan hækkar og kostnaður við nýbyggingar hækkar. Meðlaun eru sögð lækka. Greiðlubyrðin vex í ljósi samsetningarinnar.

Markaðverð á íbúðaverði heimilanna eru eini sanngjarni grunnurinn fyrir vísitölu íbúðalána. Sem fer örugglega lækkandi á samdráttartímum. Húsnæðislánin vega yfirleitt þyngst í lánapakka heimilanna og ættu alls ekki að fylgja nýbyggingarkostnaði og innflutningsverði á neysluvöru: sem fylgir verði á gjaldeyri. Heimilin eiga að vera kjölfesta eða friðhelgur markaður fyrir duttlungum verðbréfamarkaðanna. 

Enn það er rétt allt sem minnkar óréttlætið er betra en ekkert.

Júlíus Björnsson, 23.11.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Anna

já ég skil, en þetta er bara tímabúnið lækkun á greiðslum sem fólk þarf svo að greiða seidna. Ég efast um að fólk skilur þetta með greiðslujöfnunarlán. Er þá kannski betra að greiða hækkunina ef þú getur. En að sækja um lækkun. Kemur það metur út eða ekki.

Anna , 23.11.2008 kl. 15:33

6 Smámynd: Sturla Snorrason

Vísitala sem gengur út á eignaupptöku eins og núna er eitthvað illa biluð, ég sé ekki sanngirni í því að banki sem átti 80% í eign í fyrra eigi hana 100% núna eða jafnvel 110-120%.

Nýtt hverfi sem var byggt fyrir 1-2. árum var í 80-90% skuld í bönkunum er núna í 100% eða meir í skuld. Fólk sem þarf að selja verður núna að borga með einunum til að forðast gjaldþrot.

Það þarf að vera til vísitala þar sem áhættunni er skipt jafnt á milli lántaka og lánastofnun.

Húsin eru fasteignir.

Sturla Snorrason, 23.11.2008 kl. 16:37

7 Smámynd: Anna

Vinarfólk mitt tók lán fyrir 9 árum upp á 7.5 milljónir. Nú er lánið þeirra, höfuðstóllinn, komin upp í 10 milljónir. Þó þau hafa greitt í níu ár skiptir engu. Og upphaflega lánið komið upp í 10m.

Frænka mín tók bílalán í janúvar upp á 1.3m en er það komið upp í 2.3m.

Ætti ekki með réttu að þegar krónan hækkar aftur þá ættu lánin að lækka í leiðinni.

Lánin hækkuðu því að króna fell.

Hverngi er hægt að leggja þetta á menn.

Anna , 23.11.2008 kl. 20:08

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Sigurður fer ágætlega yfir nýju vísitöluna sem er í lögunum sem samþykkt voru frá Alþingi síðasta mánudag, 17. nóvember. Þau lög eru uppfærsla á gömlu "misgengislögunum" frá níunda áratugnum, sýnist mér.

Ég hef ekki séð skýringar á lögunum en fróðlegt væri að vita eitt: Hvernig virkar "greiðslujöfnunarlán" með tilliti til vaxtabóta? Þegar lán er fryst bætast gjaldfallnar verðbætur og vextir við höfuðstól, einu sinni á ári. Lántakandinn telst greiða vaxtagjöldin með þessari hækkun og heldur rétti til vaxtabóta. Mun það virka þannig í þessu nýja kerfi?

Ef ekki, hvernig virkar þetta þá? Ef afborgun er lækkuð með því að fresta greiðslu áfallinna vaxtagjalda og vaxtabætur skerðast í samræmi við það, þá er þetta ekki nema hálft gagn. Hef því miður ekki náð að kynna mér þetta en ef Sigurður (eða aðrir) eru með þetta á takteinum væri fengur í upplýsingunum.

Haraldur Hansson, 23.11.2008 kl. 22:34

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju skiptm við ekki yfir í Bandaríkjadal núna 15.des. n.k. Á ca. 95 kr. fyrir hvern dollara sem er talið raunhæft viðmiðunargengi fyrir útflutningsatvinnuvegina 

Öll lán breytast í dollara á því gengi. Vextir verða Libor plús einhverjir punktar sem Seðlabanki ákveður en ekki viðskiptabankarnir. Kannske hugsanlega  5-7 %  á langtímalánum. Yfirdráttarlán verða auðvitað dýrari eftir áhættu viðskiptabankanna. Samráð þeirra verði hindrað.  

 Við verðum samt líklega að greiða eitthvað vaxtaálag vegna langtímalána til að vernda lífeyrissjóðina og íbúðalánasjóð. Annars er þetta einfalt til að byrja með. Hættan er fólgin í skæruliðahópunum sem ætla að beygja þjóðfélagið undir sig með ofebeldisaðgerðum í formi gíslatöku og uppsagna. Semjum við Seðlabanka Bandaríkjanna um þrautavörn fyrir Seðlabankann. Þeir vilja örugglega gera eitthvað til að útbreiða dollarasvæðið. 

Tökum upp  vegabréfaskyldu  og raunhæft eftirlit með því hverjir koma til landsins og fara. Kostirnir eru að þjóðin er sameinuð í því að eiga sjálf yfirráð yfir auðlindunum, fiskimiðunum, orkunni, olíunni.

Kostirnir eru líka þeir , að verðbólguholskeflan sem við sitjum núna í kvíðahnipri yfir að muni hellast yfir okkur á næstunni við krónufleytinguna, kemur bara ekki. Vextirnir lækka og viðskiptin örvast og atvinnuleysið lætur undan síga.

Drífum okkur upp og reynum að fara að virkja og koma erlendri fjárfestingu inn í þetta Gósenland til þessarra vinnufúsu handa. Hættum að liggja í hnút og sækja öskursamkomur hjá leikstjórunum á laugardögum. Okkur vantar aukavinnu, alltaf meiri aukavinnu ! Leyfum eldra fólki að vinna að vild án skerðinga. Við þurfum allra hendur á loft sem geta.

Allt þetta kemur með upptöku dollarans. Evrópubandalagsbullið hættir, það hæti fyrst komið til greina eftir 5 ár svo hættum þessari þvælu allri um það sem valkost í eymdinni núna. Verum sjálfstæð þjóð í frjálsu landi ! Stétt með stétt !

Halldór Jónsson, 26.11.2008 kl. 22:53

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi. Þetta líkar mér. Nú verðum við að hefjast handa og fara að gera eitthvað. Nýta okkar auðlindir. Þær eru það afl sem við eigum til að koma þjóðarskútunni af strandstað.

Hvað sem mönnum kann að finnast um stóriðjur, þá yrði álverið í Helguvík, ef að framkvæmdum verður á næstu mánuðum, sá olíudropi sem við þurfum á vél þjóðarskútunnar til að ná henni frá strandstaðnum. Það getur skipt sköpum ef hægt er að finna vinnu fyrir 3000 manns við þessar framkvæmdir á næstu mánuðum.  Auðvitað munu enn fleiri njóta þess óbeint þegar peningarnir fara að streyma um æðar efnahagskerfisins. Þannig fáum við vonandi nauðsynlegt fjármagn til að virkja frumkvöðla til nýsköpunar, fjármagn til að styðja við menntakerfið, heilbrigðiskerfið, menningu og listir. Ekki veitir af.

Bfrettum upp ermar með bros á vör. Losum þjóðarskútuna af strandstað! Nóg er til af vinnufúsum höndum. Aðalatriðið er að hefjast handa, jafnvel þó hægt gangi í fyrstu. Framhaldið kemur síðan af sjálfu sér...

Gjaldmiðillinn er svo annað mál. Auðvitað verðum við að kanna alla möguleika. Samt gerist ekkert. Hvers vegna sitja alþingismenn með hendur í skauti meðan ríkisstjórnin er önnum kafin við að slökkva elda. Þingsalurinn minnir á kennslustofu í barnaskóla þar sem kennarinn hefur brugðið sér frá. Ekkert frumkvæði. Bara nöldur.

Ágúst H Bjarnason, 27.11.2008 kl. 06:11

11 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Blessaður Ágúst.  Ég hef lengi talað fyrir verðtryggingu, en hef í sjálfu sér ekki tekið neina beinharða afstöðu til þess miðað við hvað ætti að verðtryggja.  Ég gerði það fyrir nokkru að bera saman lánskjaravísitölu (þ.e.a.s þá vísitölu sem lán eru miðuð við (vísitala neysluverðs), en hún heitir ekki lánskjaravístala, en hún var einu sinni til) og svo hins vegar við launavísitölu.  Þessi samanburður er frá upphafi launavísitölunnar.   Samkvæmt því er vísitala neysluverðs ekki svo óhagstæð, þótt alltaf koma tímabil, þar sem hún verður óhagstæð

Kristinn Sigurjónsson, 27.11.2008 kl. 16:08

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr Halldór, dollaragrunur og vegabréfaskylda að hætti USA mjög aðkallandi. Bandaríkjamenn eru með 6-8 % fasta vexti á veðlánum það ætti að duga hér líka í ljósi þeirra góð stöðu sem Lífeyrissjóðirnir eru núna.

Júlíus Björnsson, 28.11.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband