Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2008

 

Stjörnufræðin er einstaklega myndræn vísindagrein. Á hverju ári eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugamönnum, stjörnufræðingum eða sendiherrum jarðarbúa úti í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru í gullfallegar og verðskulda sannarlega að sem flestir fái að njóta þeirra.

Sjá Stjörnufræðivefinn www.stjornuskodun.is

Myndirnar sem þar eru valdar sem tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2008 voru fyrst og fremst valdar út frá fegurðargildi, en ekki síður vísindalegu.

Við hverja mynd er lýsing á því sem fyrir augun ber, enda eru fyrirbærin ekki síður áhugaverð en myndirnar fallegar.

 

Myndin hér fyrir ofan er ein þessara frábæru mynda.  Við myndina stendur þessi skýring Sævars Helga Bragasonar:

Þessa ótrúlegu mynd af rykstormi við gljúfrakerfi á Mars tók Mars Reconnaissance Orbiter geimfarið. Mars Reconnaissance Orbiter er útbúið gríðarlega öflugum myndavélum sem gegna því hlutverki að kortleggja yfirborðið mjög nákvæmlega svo unnt sé að draga upp sögu fljótandi vatns á yfirborðinu. MRO gegnir auk þess hlutverki veðurtungls sem fylgist stöðugt með veðurfarinu á Mars. Stundum sér geimfarið storma verða til á yfirborðinu, líkt og á myndinni hér fyrir ofan.

Rykstormar á Mars verða til þegar vindur lyftir rykögnum upp af yfirborðinu og hátt upp í lofthjúpinn. Vatnsís í lofthjúpnum þéttist á rykagnirnar og mynda ljósleit ský. Stundum breytast litlir staðbundnir rykstormar sem þessi í einn risavaxinn hnattrænan rykstorm sem hylur allt yfirborðið svo aðeins hæstu tindar eldfjallanna á Mars standa upp úr.

Á hverju degi verða talsverðar breytingar í lofthjúpi Mars. Þessar breytingar má að hluta rekja til þess að á Mars eru engin höf eins og á jörðinni. Á jörðinni geyma höfin mikinn varma svo hitasveiflur hér eru ekki ýkja miklar milli dags og nætur. Yfirborð Mars er ein eyðimörk sem hitnar fljótt á daginn en kólnar jafnsnöggt á næturnar, líkt og í eyðimörkum jarðar. Daglegar hitasveiflur upp á 100°C sem endurspeglast í breytileika lofthjúpsins.

Veðurfarið á Mars er óskaplega heillandi og lærdómsríkt fyrir okkur sem lifum á tímum loftslagsbreytinga á jörðinni. Mars Reconnaissance Orbiter er sendherra jarðarbúa á rauðu reikistjörnunni og er ætlað að afhjúpa leyndardóma hennar.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/MSSS

 

Skoðið hinar níu myndirnar á vefsíðunni www.stjornuskodun.is.

 

 

Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2008

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir þetta Ágúst! Ég hef fulla trú á að ár stjörnufræðinnar verði enn betra.

Sævar Helgi (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér Ágúst fyrir alla þína stórkostlegu fróðleikspistla, þetta árið. - Nú er maður orðin svo góðu vanur að maður bíður spenntur eftir að sjá allan fróðleikinn sem eftir á að koma frá þér.  Sendi þér mínar bestu óskir um gleðilegt og farsælt komandi ár, um leið og ég þakka þér enn og aftur fyrir bloggárið sem nú er að líða.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir kveðjurnar Sævar Helgi og leðilegt ár!

Ágúst H Bjarnason, 31.12.2008 kl. 09:09

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gleðilegt og farsælt komandi ár Lilja Guðrún!  Takk fyrir árið sem er að líða.

Ágúst H Bjarnason, 31.12.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband