Fimmtudagur, 8. janúar 2009
2008 var næst-óvirkasta ár sólar síðan 1913...
Eins og margir vita þá hefur sólin verið einstaklega óvirk undanfarna mánuði. Árið 2008 voru dagarnir sem engir sólblettir sáust samtals 266. Dagarnir hafa ekki verið fleiri síðan 1913 en þá voru þeir 311. Þetta er bara einn mælikvarði af mörgum um virkni sólar, en ekki sá nákvæmasti.
Það er lítið spennandi að fylgjast með sólinni þessa dagana eins og myndin hér að ofan ber með sér. Svo er líka lítið er um norðurljós eins og venjulega þegar sólin er óvirk...
Marga undanfarna mánuði hefur sólin verið nánast sviplaus. Enginn sólblettur. Fátt sem bendir til að sólsveifla 24 sé að hefjast en sólsveiflu 23 er að ljúka. Margir eru farnir að verða langþreyttir á biðinni.
Sólsveifla 22 stóð aðeins yfir í 9,8 ár en í nóvember síðastliðnum var sólsveifla 23 þegar orðin meira en 12,5 ár að lengd. Er sólsveifla 24 ótvírætt byrjuð? Sjá hér frá NASA í nóvember s.l: "I think solar minimum is behind us," says sunspot forecaster David Hathaway of the NASA Marshall Space Flight Center". Ekki eru alir sannfærðir um að svo sé.
Sem sagt: Sólsveifla 23 er þegar orðin 2,5 árum lengri en næstsíðasta sveifla sem bendir til hratt minnkandi virkni sólar. Það er greinilegt að sólin er nú þegar orðin löt. Hvers vegna? Það veit líklega enginn. En það er alls ekkert óeðlilegt við svona breytingar, í reynd bara eðlilegt. Stundum er sólin fjörug og vel virk, þess á milli róleg og óvirk. Það er því ekkert óeðlilegt við svona langa sólsveiflu, bara óvenjulegt.
Skin sólarinnar hefur aldrei verið stöðugt, því sólin er breytistjarna (variable star). Þekktar sveiflur eru a.m.k. fimm: 1) 11 ára Schwabe, 2) 22 ára Hale, 3) 90 ára Gleissberg, 4) 200 ára Suess, 5) 2300 ára Hallstatt. Þar sem þetta eru nokkuð reglulegar sveiflur ætti að vera hægt að nota þær til að spá fyrir um virkni sólarinnar í framtíðinni. Það hefur samt vafist nokkuð fyrir mönnum. Þó svo að stysta sveiflan sé oft nefnd 11-ára sveiflan er hún í reynd 9,5-13 ár. Svipaður breytileiki er á öðrum sveiflum þannig að erfitt er að spá nákvæmlega.
Sólin er breytistjarna eins og sést á myndinni hér fyrir neðan sem tekin er árlega yfir heila sólsveiflu. Myndin er tekin í útfjólubláu ljósi, og sést vel hve ásýnd sólar breytist gríðarlega á fáum árum. Í sýnilegu ljósi er munurinn miklu minni.
Nú getur verið fróðlegt að skoða síðustu upplýsingar um virkni sólarinnar. Hvernig er staðan í dag og við hverju má búast? Skoðum fáeinar myndir:
Myndin hér fyrir neðan sýnir fjölda sólblettalausra daga á ári síðan árið 1913. Árið 2008 lendir við hliðina á árinu 1913.
Fjöldi daga án sólbletta eftir síðasta hámark sólsveiflunnar er orðinn 510. Sólsveiflan númer 23 sem er að syngja sitt síðasta er sú lengsta síðan 1848. Verði sólin óvirk nokkra mánuði í viðbót gæti farið svo að metið frá 1790 verði slegið, en sú sólsveifla var undanfari Dalton lágmarksins svokallaða í virkni sólar. Sjá myndina hér fyrir neðan sem sýnir hvernið sólsveiflurnar frá 1760 hafa verið mislangar. Síðasta sólsveifla er lengst til hægri. Almennt gildir að löng sólsveifla fylgir lítilli virkni sólar.
Á næstu mynd má sjá sólblettafjöldann eins og hann er núna (blátt), og spá vísindamanna um næstu sólsveiflu (rautt). Takið eftir hvernig ferlarnir standast ekki lengur á. Það er harla ólíklegt að virkni sólar hrökkvi skyndilega af stað og nái rauða ferlinum á næstu mánuðum. Ferillinn er af vefsíðu NOAA/Space Weather Prediction Center.
Segulsvið sólar í sólkerfinu (Ap planetary index) hefur farið hratt minnkandi sem bendir til minnkandi virkni sólar. (Smella á mynd til að sjá stærri).
Geimgeislar hafa farið vaxandi samkvæmt mælingum hjá háskólanum í Oulu í Finnlandi. Við munum eftir kenningu Danans Dr. Henrik Svensmark sem bloggað var um hér. Henrik fylgist örugglega vel með þróun mála, enda er náttúran greinilega að gera tilraun sem vert er að fylgjast með.
Heildarútgeislun sólar hefur farið minnkandi. Myndin hér fyrir neðan er úr nýlegum fyrirlestri hins þekkta sólar-vísindamanns Hathaway Solar Activity Cycles - Past and Future.
Sagan hefur kennt okkur að næsta sólsveifla eftir langa sveiflu verður yfirleitt veik. 12,5 ár jafngilda sólblettatölu um 80 samkvæmt myndinni hér fyrir neðan.
Sumir muna eftir pistlinum: NASA tilkynnti í dag: Sólvindurinn aldrei verið minni í 50 ár frá 23. september.
Nýjasta spá Davíðs Hathaway:
Að lokum...
Það virðist vera orðið ótvírætt að virkni sólar hefur farið hratt minnkandi undanfarið. Hve mikil áhrif það hefur á veðurfar skal ósagt látið, en rétt að vera við öllu búinn. Það ræðst mikið af framhaldinu. Hugsanlega verða áhrifin lítil, en ef til vill allnokkur. Við getum lítið annað gert en beðið róleg og fylgst með því sem verða vill...
Svo gildir það auðvitað að sólin á það til að koma mönnum á óvart. Það er ekkert óeðlilegt við hegðun sólar um þessar mundir, það mætti frekar orða það þannig að hegðun hennar sé óvenjuleg. Stundum er sólin hress og fjörug, en dauf og löt þess á milli. Eiginlega eins og mannfólkið.
Hve mikil hefur hlýnun andrúmsloftsins verið undanfarinn áratug og hve mikil hefur aukningin á losun koltvísýring verið? Hve góð er fylgnin? Skoðum það seinna ef áhugi er fyrir...
Ítarefni:
- Um sólina á Stjörnufræðivefnum
- D. Hathaway: Solar Activity Cycles - Past and Future
- Lund Space Weather Center: Prediction of Solar Cycle 24
- Year Without a Summer
- Myndir af sólinni í ham
- Bloggpistill: Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?
- Solarcycle24.com
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Dægurmál, Tölvur og tækni, Umhverfismál | Breytt 9.1.2009 kl. 14:35 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Gústi, og gleðilegt ár.
Hvernig er það, er þetta ekki gósentíð fyrir ykkur radíóamatörana sem þá geta náð miklu betra sambandi vegna minni truflunar frá sólinni?
Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:16
Tengist það virkni sólarinnar að varla hafa sést Norðurljós í vetur? Einhversstaðar las ég að norðurljósin tengdust sólgosum, og segulstormum vegna þeirra?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.1.2009 kl. 03:25
Það er einmitt rétt. Það er bæði sólvindurinn og stöku sólstrókar sem sólin sendir frá sér annað slagið og lenda þeir stundum á jörðinni, sérstaklega á þeim tímum sem hún er virk. Nú er sólvindurinn veikur og sólin óvirk og þess vegna minna um norðurljós.
Ágúst H Bjarnason, 9.1.2009 kl. 08:00
Mér líst ekkert á þessa leti sólarinnar, en lengi er von á einum :)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 9.1.2009 kl. 09:01
Sæll Björn Geir.
Þú spyrð hvort það sé ekki gósentíð fyrir radíóamatöra þar sem þeir geti náð betri samböndum vegna minni truflana frá sólinni.
Í reynd er því öfugt farið. Radíóamatörar notfæra sér jónahvolfið (þar sem norðurljósin eiga heima) til að endurvarpa radíómerkjum yfir miklar vegalengdir, þ.e. jafnvel milli heimsálfa.Sjá hér. Nú er einmitt erfiðara að halda uppi slíkum samböndum vegna lítillar jóniseringar.
Vefsíðan um sólina www.solarcycle24.com er eiginlega ætluð radíóamatörum, en mikið notuð af öðrum vegna þess hve góð hún er.
Ágúst H Bjarnason, 9.1.2009 kl. 09:14
Sólin fer að skína skærar og hnattræn hlýnun rénar þegar Obama hefur staðfest CO2 nefskatt á mjólkurkýr ($175), nautakjöts-nautgripi ($87,50) og svín ($20). Þá mun fólk missa áhuga á að borða þessi CO2 spúandi dýr og snúa sér að heilbrigðri, genabreyttri grænmetisfæðu.
sjá grein NYT
Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:12
Áhugavert er að skoða áhrif sólar á hlýnun jarðar og bendi ég á þessa skemmtilegu grein:
http://www.skepticalscience.com/Global-warming-stopped-in-1981.html
Höski (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.