Ekkert hlýnað síðastliðin ár...

Humm...  Er ekki eitthvað athugavert við þessa frétt? "Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var"  Halo

Skoðið hitaferilinn hér fyrir neðan. Hann sýnir hitabreytingar í lofthjúpnum síðastliðin 30 ár. Ferillinn nær frá árinu 1979 fram að síðustu mánaðamótum.

Hver hefur þróunin verið á undanförnum árum? Hvað finnst þér? Hefur jörðin hlýnað hratt á þessari öld? Hvar er þessi "hraði hlýnunar" sem á að hafa aukist samkvæmt fyrirsögn fréttarinnar?

 

uah_lt_since_1979_810359.jpg

 


Myndin hér fyrir ofan sýnir frávik í hitafari lofthjúps jarðar frá 1979 til loka febrúar síðastliðinn, samkvæmt gervitunglamælingum. Teiknaður hefur verið inn sveigður ferill sem er útreiknuð fjórðu gráðu margliða sem sýnir tilhneiginguna. Svokölluð "trend" lína. Á myndinni hafa verið afmörkuð fyrirbæri sem stafa að eldgosinu í Pinatubo (kólnun) árið 1991 og El-Nino (hitatoppur) í Kyrrahafinu árið 1998.

Myndin er frá vefsíðu Dr. Roy Spencer.

 

Ef einhver er ekki sáttur við hitamælingar gerðar með gervihnöttum, þá er rétt að skoða myndina hér fyrir neðan. Á henni má sjá hitaferla frá öllum helstu stofnunum sem sjá um hitamæligögn lofthjúps jarðar.

 

 

 

RSS MSU og  UAH MSU ferlarnir eru frá gervihnöttum.

NCDC, GISS og HadCRUT3 eru samkvæmt hefðbundnum mælingum á jörðu niðri.

Þessum ferlum ber nokkuð vel saman,

Myndin er frá vefsíðu prófessors Ole Humlum í Osló:  climate4you.com

 

Í fréttinni er verið að fjalla um hlýnun á síðustu árum. Hvar er þessi hlýnun ?   Bloggarinn á erfitt með að koma auga á hana. Undecided

 

Vissulega hlýnaði lofthjúpurinn á síðustu öld  eins og myndin hér fyrir neðan sýnir. En eftir aldamótin síðustu hefur þróunin snúist við. Hvað verður veit enginn. Þrír möguleikar eru í stöðunni:

- Lofthiti fari kólnandi á næst árum.
- Lofthiti standi meira og minna í stað.
- Aftur fari að hlýna eftir eitthvað hik.

 


Myndin er frá vefsíðu prófessors Ole Humlum í Osló:  climate4you.comMæligögnin eru frá hinni virtu stofnun The Hadley Centre.

Ferillinn sýnir hitabreytingar frá síðustu áratugum Litlu ísaldarinnar svokölluðu. Litlu ísöldinn var að ljúka um 1900 og þá fór að hlýna, enda varla við öðru að búast, eða hvað? Woundering

 

 

Tækni & vísindi | mbl.is | 12.3.2009 | 20:15

Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var

Vísindamenn, sem eru samankomnir á alþjóðlegri loftlagsráðstefnu í Kaupmannahöfn í Danmörku, segja að nú þegar séu komin fram dæmi um alvarlegustu áhrifin af völdum loftlagsbreytinga, þ.e. skv. því sem Sameinuðu þjóðirnar hafa spáð að gæti gerst.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að vísindamennirnir hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vilja vekja athygli stjórnmálaleiðtoga heimsins á sex lykilþáttum. Þeir segja jafnframt að það sé aukin hætta á skyndilegum veðurfarbreytingum eða breytingum sem verður ekki snúið við.

Bent er á að jafnvel minniháttar hækkun á hitafari geti haft áhrif á milljónir jarðarbúa, sérstaklega í þróunarlöndunum.

Þá benda þeir á að flest tækin í baráttunni við gróðurhúsalofttegundir séu þegar til staðar

 

 "Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja"

                                                                                                          Árni Magnússon handritasafnari


mbl.is Jörðin hlýnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver ætli að greiði þessum "vísindamönnum"  fyrir að halda þessari þvælu  á lofti?

J.þ.A (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Ólafur Als

Með óttann að vopni líkjast samkomur af þessu tagi æ meir trúarbragðafundum. Einn sannleikur, ein rétt túlkun og vei ykkur ef þið gangist ekki við því sem við segjum. Sem betur fer eru til vísindamenn og leikmenn á borð við þig, Ágúst, sem eru reiðubúnir til þess að bregða upp fleiri hliðum en hinni "einu sönnu".

Ólafur Als, 12.3.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jaá, fréttin er sett svona upp sko, svipað og á bbc.

 En betra væri að segja eins og alazeera,  eitthvað á þá leið að afleiðingar loftlafsbreytinga gætu orðið  "verri en áætlað var"  og gætu haft veruleg áhrif "fyrr en áætlað var"

http://english.aljazeera.net/news/europe/2009/03/200931011511996714.html

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2009 kl. 22:08

4 Smámynd: Loftslag.is

La Niña hafði einhver áhrif til kólnunar 2007-2008, samt komst árið 2008 á top tíu listan yfir heitustu ár síðan mælingar hófust... kólnun hvað?

Loftslag.is, 12.3.2009 kl. 23:06

5 identicon

Þessi blekking er annaðhvort rosalega sannfærandi eða ... 

og ég held að það sé hið síðarnefnda

Óbama er t.d. "að loka Guantanamo" og "kalla herinn heim" og "að banna notkun á beilát fé til að borga ofurbónusa", en í raun ...

Er okkur við bjargandi?  Við trúum lygunum frekar en því augljósa.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:07

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli einhverjum (nema öfga-hægrimönnum) detti í hug að það séu þúsundir vísindamanna að vara við hnatthlýnun að ástæðulausu- að það sé svo rosa sniðugt? Og að því sé logið upp að ísinn á Norður-heimskautssvæðinu sé farinn að bráðna svo hratt að nú sé skammt til þess að norðurleiðin svonefnd opnist fyrir skipaflutninga milli heimsálfa. Og að það sé ástæða fyrir okkur Íslendinga að fara að huga að stórskipahöfnum á Norðurlandi?

Það er ósvífni af stjórnvöldum okkar að senda ekki Ágúst Bjarnason á einhverja svona ráðstefnu ef hann getur rekið allar þessar vísindakenningar ofan í kokið á ráðstefnugestum barasta í einu lagi og stöðvað þessar válegu spár í eitt skipti fyrir öll.

Mér finnst nú bara að svona mikilvæg vísindi fyrir alla heimsbyggðina eigi ekki að loka inni á Moggablogginu. Með fullri virðingu fyrir þeim merka netmiðli.

Árni Gunnarsson, 12.3.2009 kl. 23:31

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Ágúst elsti drengurinn minn er góður sölumaður, hann hefur selt ískápa á norðurpóllinn og sand til Sahara, hef ekki séð hann í tvo daga ég er að lýsa honum eins og hann er ,hann er góður í þessu það er rétt ekkert bull, eftirvill er hann í Danaveldi að selja eithvað, ég spyr hann þegar hann kemur heim.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 12.3.2009 kl. 23:41

8 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Árni það er enginn að mótmæla hlýnun jarðarinnar per se. Það er verið að mótmæla þessum dómsdagskenningum vísindamanna sem telja hlýnunina af mannavöldum og að við getum gert eitthvað í því að "kæla" jörðina niður.

Hins vegar eru vísbendingar um að hlýnunin sé í rénun. Gerum okkur bara grein fyrir hversu margir vísindamenn hafa viðurværi sitt af því að fólk trúi því að hlýnun jarðar sé af mannavöldum en ekki nátturulegar sveiflur sem við getum ekkert gert við.

Jónas Rafnar Ingason, 12.3.2009 kl. 23:45

9 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Er þetta ekki pólitík?

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 12.3.2009 kl. 23:50

10 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Mjög mikil pólitík.

Jónas Rafnar Ingason, 12.3.2009 kl. 23:55

11 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef það er svona mikil pólitik í þessu þá er kannski best að almenningur fái bara að kjósa um hvort loftslagshlýnun sé af mannavöldum eða ekki. Fólk virðist allavega ekki treysta vísindamönnum fyrir þessum vísindum.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.3.2009 kl. 00:04

12 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Gott og vel, Jónas. En HVAÐ EF hlýnunin er af mannavöldum? Hvort sem menn eru með eða móti, þá er ekki endilega rétt að setja sig svona með eða móti heldur fylgjast með framgangi mála. Þetta er nú ekki fótbolti. Aldrei heldur vanmeta mátt mannsins til að breyta ýmsu í náttúrunni, það er alveg fræðilegur möguleiki og ekkert hrokafullt við það. Þetta er mál sem þaf að fylgjast með enda eru ansi margir vísindamenn sem telja þetta næstum staðreynd/miklar líkur. Þetta fór á fulla ferð í kringum 1978 eða svo og aukning á hitastigi hefur þótt staðfesting frekar en hitt.

BBC fréttir, þaðan sem þetta virðist þýtt, eru líka oft afar þunnar og vísindi oft kynnt á kjánalegann máta. Fréttamennska BBC er aðskilin þeim vísindamönnum sem rannsaka þessi mál, þó eitthvað sé um athyglissjúka fræðimenn líka. BBC sem slíkt er því ekki góð heimild, heldur peripheral source.

3ja grafið í bloggi ÁHB þykir mér sýna mikla hitaaukningu yfir öldina og segir síður en svo að aftur sé farið að kólna. Graf númer 2 les ég þannig að enn er hitaaukning í gangi. Graf númer 1 les ég sem enga marktæka kólnun þó svört lína teiknuð inn eigi að sýna slíkt. M.ö.o. held ég að umrædd kólnun eftir aldamót sé ekki komin fram en skýrist á næstu 3-5 árum. Staðhæfingin er svolítð brátt-í-brók-ardæmi, enda reiknast hægri endi grafsins skv. því sem enn er ómælt í náinni framtíð!!

Vissulega eru þetta flókin mál og erfitt að reikna út.

Við skulum heldur ekki vanmeta áhrif okkar á umhverfið. Sagan sýnir okkur ýmislegt. Hvaða kjána hefði svosem dottið í hug að einhverjar rollur  myndu éta landið okkar niður í foksand? Ha? Hlægilegur kjánaskapur að halda slíkt, blátt áfram hlægilegt

Hvað þá að fara þyrfti lengra og lengra í burtu frá eyjunni til að ná í minna og minna af fiski? Hann syndir inn með öllum fjörðum, boys!

Ólafur Þórðarson, 13.3.2009 kl. 00:21

13 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Með því að bera saman graf 1 og graf 3 sést að vinstri endi grafs 1 er beinlínis villandi hvað svörtu línuna varðar. Tölfræðin er vandmeðfarin og auðvelt að teygja hana til að henta þessum eða hinum málstaðnum. Graf 3 sýnir mun lægra meðalhitastig en graf 1 gefur í skyn.

Ólafur Þórðarson, 13.3.2009 kl. 00:28

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig útskýra menn stórfellda minnkun ísbreiðunnar á Norðurpólnum og Suðurskautslandinu og minnkun jökla um allan heim? Með kólnandi veðurfari?

Ómar Ragnarsson, 13.3.2009 kl. 01:37

15 Smámynd: Hróðvar Sören

Scrollar upp þessa færslu og lest.

Hróðvar Sören, 13.3.2009 kl. 06:27

16 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Ómar, jöklar hafa minnkað áður. Við landnám voru jöklar Íslands miklu minn en þeir eru nú. Var sú þróun af mannavöldum? Það er enginn að draga í efa að það hefur orðið veruleg hlýnun síðustu öld. Spurningin er bara, er sú þróun af mannavöldum eða ekki?

Aðalsteinn Bjarnason, 13.3.2009 kl. 09:33

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er voðalega erfitt stundum að átta sig á því nákvæmlega hvað GW skeptikerar eru að fara.

Eg get ekki betur séð en þeir séu að segja að gróðurhússaeffektinn sé einfaldlega ekki til o.þ.a. l.  skipti engu máli þá maðurinn losi gróðurhúsalofttegundir

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 09:38

18 identicon

Hvers vegna er aldrei talað um að jörðin tilheyrir sólkerfi og það er sólin sem er aðal hitagjafinn fyrir þessa jörð. Uppgufun úr hafi og vötnum stýrir síðan hitastiginu eftir atvikum. Ský eða ekki ský. Ef jörðin færi ekki í sporbaug um sólu og hefði ekki hallandi möndul , þá væri þetta vandamál sennilega hverfandi.

Þá eru bara eldfjöllinn eftir, en það gjósa að meðaltali 20 eldföll á dag allt árið ( infinit ).

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 09:41

19 Smámynd: Loftslag.is

Ég vil benda á færstu þar sem ég fer yfir nokkur mótrök gegn hlýnun jarðar, maður er nefnilega alltaf að sjá sömu rökin aftur og aftur: Tíu mótrök gegn kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum

Loftslag.is, 13.3.2009 kl. 11:08

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, það er alltaf sömu "rökin" gegn hlýnun jarðar af mannavöldum.  Það sama aftur og aftur og aftur sem margbúið er að skýra út að heldur engu vatni.

Málið er að ástæðan fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda veldur hitaaukningu er sáraeinföld og augljós öllum sem kynna sér málið bara örlítið. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 11:19

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir.

Bara að minna á að í pistlinum var hvergi minnst á gróðurhúsaáhrif eða hlýnun af mannavöldum.

Eina fullyrðingin í pistlinum er:

Vissulega hlýnaði lofthjúpurinn á síðustu öld  eins og myndin hér fyrir neðan sýnir. En eftir aldamótin síðustu hefur þróunin snúist við. Hvað verður veit enginn. Þrír möguleikar eru í stöðunni:

- Lofthiti fari kólnandi á næst árum.
- Lofthiti standi meira og minna í stað.
- Aftur fari að hlýna eftir eitthvað hik.

Spurningin sem varpað var er: Hefur hlýnað hratt á þessari öld?    

Ágúst H Bjarnason, 13.3.2009 kl. 13:33

22 identicon

Hann er hágvær afneitunarkórinn. Hartland institute er stofnun öfga hægrimanna og er styrkt af olíuiðnaðinum. Dr. Roy Spencer er einnig í afneitun um þróun. Getum við tekið svona "vísindamenn" alvarlega? Nei þeir eu hluti af Afneitunarvélinni.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:14

23 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Skepticism thus plays an essential role in scientific research, and, far from trying to silence skeptics, science invites their contributions. So, too, the global warming debate benefits from traditional scientific skepticism.
 --James Hansen, The Global Warming Debate, 17 January 1999

 Hver er þessi James Hansen?

Ágúst H Bjarnason, 13.3.2009 kl. 14:51

24 Smámynd: Hörður Þórðarson

Gaman verður að sjá hvað gerist þegar næsti El Nino kemur...

Hörður Þórðarson, 13.3.2009 kl. 16:28

25 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Hver var orsök fyrri hlýnunar þegar sveittir "postular hitasvartnættis " voru ekki einu sinni til!! Vísindi eru byggð á tilraunum....en við gerum engar tilraunir...eða hvað.......minnkar ekki CO2 þegar glæpahyskið hættir að aka dýru bílunum sínum!!

Sorglegt hvað margir eiga bágt með að skilja að lífsskoðanir og staðreyndir og svo vísindi og hagsmuni.

Blogg Ágústar er það eina sem er á vinsældarlistanum mínum...og hefur staðið þar lengi og staðist gagnrýni að mínu viti.

Sigurjón Benediktsson, 13.3.2009 kl. 16:30

26 Smámynd: Loftslag.is

Mér datt í hug að skoða efsta línuritið aðeins betur og skrifaði færslu um það, sjá Endajaxlakenningin

Loftslag.is, 13.3.2009 kl. 16:35

27 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Hugtakið efasemdarmenn
kemur oft fyrir í umræðum um loftslagsbreytingar, hvort sem þær eru af mannavöldum eða af völdum náttúrunnar. Af einhverjum undarlegum ástæðum er þetta oft með mjög neikvæðum formerkjum. Efasemdarmenn eru nánast kallaðir trúvillingar eða "heretic" á útlensku. Á útlensku eru þeir einnig nefndir "deniers", eða afneitendur. Hvers vegna? Ekki veit bloggarinn svarið, en grunar þó hvað það er.

Hvað er slæmt við það að vilja skilja hvað liggur að baki loftslagsbreytinga? Hvað er rangt við það að vilja leita annarra skýringa en horfa til losunar manna á koltvísýringi? Hvað er rangt við það að vilja nota þekkingu sína og skilning á eðlisfræði til að útskýra smávægilegar breytingar sem hafa orðið í lofthita jarðar á undanförnum áratugum?

Halda menn virkilega að til sé eitthvað sem heitir algildur sannleikur í þessum fræðum, frekar en í öðrum vísindum? Halda menn virkilega að meira mark sé takandi á hermilíkönum í tölvum en raunverulegum mælingum? Bloggarinn getur allavega óhikað svarað; "ekki ég".   Hvers vegna? Jú, bloggarinn er alinn upp við að spyrja spurninga. Hann hefur unnið við mælingar alla sína hunds og kattar tíð. Hann hefur starfað á Háloftadeild Raunvísindadeildar Háskólans. Hann hefur kennt mælitækni og þekkir vel til þeirra hluta, hann hefur komið að smíði hermilíkana og reyndar komið aðeins að slíkum málum vegna kennslu við verkfræðideild HÍ. Hermilíkön eru ekki bara notuð til að spá fyrir um framtíðina varðandi loftslagsbreytingar. Hliðstæð fræði eru notuð í reglunartækni þeirri sem notuð eru til dæmis til að senda mannlaus geimför til fjarlægra reikistjarna, lenda þeim þar og aka um á yfirborði þeirra. Sem sagt, brjóstvitið segir bloggaranum að rétt sé að spyrja spurninga þegar honum finnst eitthvað athugavert.

Auðvitað eiga menn ekki að taka allt sem sjálfsagðan hlut. Auðvitað eiga menn að spyrja spurninga. Auðvitað eiga menn að hugsa sjálfstætt.

Af einhverjum ástæðum er þetta ekki sjálfsagður hlutur í hugum margra, sérstaklega þegar loftslagsmál eiga hlut að máli. Þeir vilja að menn segi já og amen við öllu, gjörsamlega umhugsunarlaust. Nánast eins og vélmenni.


Höfum í huga eftirfarandi speki sem orðin er æði gömul Miklu eldri en nokkur loftslagsvísindi. Um það bil 2.500 ára gömul:



- Ekki trúa neinu ef þú hefur bara heyrt um það.

- Ekki trúa neinu ef það er aðeins orðrómur, eða eitthvað sem gengur manna á milli.

- Ekki trúa neinu sem er í þínum trúarbókum.

- Ekki trúa neinu sem kennarar þínir, eða þeir sem eru þér eldri segja þér í krafti valds síns.

- Ekki trúa á aldagamlar venjur.

- En, ef þú kemst að raun um, eftir skoðun og greiningu, að það kemur heim og saman við heilbrigða skynsemi og leiðir gott eitt af sér, þá skalt þú meðtaka það og lifa samkvæmt því.



                                                           ---Gautama Buddha (~563 F.Kr.-~483 F.Kr.)

Var gamli maðurinn efasemdarmaður, heretic eða denier? Eða var hann skynsamur maður?
- Eða bara sérvitringur eins og við sem erum oft að malda í móinn? 

Ágúst H Bjarnason, 13.3.2009 kl. 19:02

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það sem fyrst og fremst vekur mér tortryggni hjá efasemdarmönnum er sú staðreynd að allir þeir sem ég hef séð taka til máls úr þeim hópi eru úr sama flokknum- harðir markaðshyggjumenn.

Árni Gunnarsson, 13.3.2009 kl. 19:52

29 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Til  að skýra mál mitt frekar vil ég leyfa mér að benda á grein sem er merkileg fyrir margra hluta sakir. Þarna er ekki treyst á það sem einhver gigo hermilíkön gefa í skyn, heldur treyst á raunverulegar mælingar. Raunveruleiki en ekki launveruleiki. Í greininni eru 132 tilvísanir í vísindagreinar, margar ef ekki velflestar úr ritrýndum tímaritum. Skoðið heimildalistann í lok greinarinnar.

Grinina má nálgast með því að smella hér  Environmental Effects of Increased Atmospheric Carbon Dioxide. Greinin birtist í Journal of American Physicians and Surgeons Volume 12 Number 3 Fall 2007



Ágúst H Bjarnason, 13.3.2009 kl. 20:05

30 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

... Nú, pistillinn hér að ofan fjallar um raunverulegar mælingar gerðar bæði með  hátæknibúnaði í gervitunglum og með gamaldags kvikasilfurs hitamælum.  Engin hlýnun á undanförnum árum,  undarlegt en satt...    Hvað veldur?

Ágúst H Bjarnason, 13.3.2009 kl. 20:59

31 Smámynd: MacGyver

Það að vera á móti eitthvað eins vel stutt í vísindalegu samfélaginu og global warming er bara að vera á plani með creationistum og fólk sem heldur því fram að jörðin sé flöt.

MacGyver, 13.3.2009 kl. 21:28

32 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mitt svar Ágúst við þessari síðustu spurningu þinni er að CO2 aukning á milli ára er í raun svo lítil, að hvert ár er ekki endilega hlýrra en árið á undan vegna náttúrulegs breytileika. Meira að segja þarf hver áratugur ekki endilega að vera hlýrri en sá á undan. Hlýnunin ætti hins vegar að koma fram á nokkrum áratugum - mismikil að vísu. Þannig að ef engin hlýnun verður á næstu áratugum gætum við spurt hvað veldur. Það getur því hugsanlega liðið langur tími uns kenningin verður sönnuð (eða afsönnuð) út frá hitamælingum einum saman nema hitinn taki upp á því að rjúka upp (eða niður) úr öllu valdi á næstunni. Þannig skil ég þetta allavega.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.3.2009 kl. 22:05

33 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágæti McGyver:

Ekki er ég á móti "gobal warming" nema síður sé. Sem forfallinn skógræktardellumaður er ég einmitt mjög ánægður með  "gobal warming" og vona innilega að ekki fari að kólna aftur. Við megum ekki við því hér á klakanum, eða þannig. Í áratugi hef ég baslað við að koma trjáplöntum upp úr jörðinni og iðulega orðið fyrir tjóni af völdum kulda. Ég hef þó lært það, eins og aðrir skrýtnir skógarrefir, að allt er hægt með bjartsýnina að vopni. Ég veit það líka að fátt fer eins illa með gróðurinn og bévítans kuldinn

Ágúst H Bjarnason, 13.3.2009 kl. 22:09

34 Smámynd: Ágúst H Bjarnason



Sæll Emil.

Takk fyrir gott innlegg í umræðuna. Ég hef oft lesið pistla þína og tekið eftir hve vel þeir eru ígrundaðir. Kannski er ég ekki alltaf alveg sammála, en yfirleitt í aðalatriðum.

Vissulega er mikilvægast að nálgast þessi mál eins hlutlaust og hægt er og vera með opin augu fyrir öllum mögulegum skýringum á hnatthlýnuninni sem varð á síðustu öld.  Það getur auðvitað vel verið að maður þurfi að brýna raustina stundum til að ná athygli, en það er bara mannlegt og gott. Best er þegar menn ná að ræða málin án fordóma með það að markmiði að skilja náttúruna. - Skilja undur náttúrunnar og jafnvel inngrip mannanna þar sem það á við.

Ég hef það í mínu eðli að þurfa að skilja hlutina eða fyrirbærin áður en ég viðurkenni þau. Ég reyni samt að vera ekki öfgafullur, eða þannig...









 







 

Ágúst H Bjarnason, 13.3.2009 kl. 22:35

35 Smámynd: Loftslag.is

Þú mátt eiga það Ágúst að þú ert ansi hreint fjölfróður. Takk fyrir gott blogg og að gerast bloggvinur minn (nú erum við tvöfaldir bloggvinir) og þó við séum ekki beint á sömu línu alltaf hreint þá finnst mér mjög gaman að lesa bloggið þitt og endilega haltu áfram að koma með nýja vinkla í þessa umræðu sem og aðra.

Ég er líka mjög áhugasamur um stjörnufræði og það getur vel verið að við hittumst einhvern tíman á einhverju stjörnufræðitengdu.

Varðandi skógrækt, þá vona ég að þú sért ekki að rækta skóg í ósnortu mólendi eða framræstum mýrum, því þá gæti ég misst allt álit á þér

Loftslag.is, 13.3.2009 kl. 23:07

36 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Höskuldur.

Þar sem ég hef grafið djúpar holur á landi mínu hef ég mér til mikillar furðu rekist á digrar trjágreinar.  Þá reikar hugurinn óhjákvæmilega til baka.  Hvers vegna, o.s.frv.  ...  Það eru ekki nema 48 ár síðan ég plantaði um 1200  plöntum á dag í Haukadalsskógi.  Í dag þykir mér mátulegt að planta svo sem 100 stykkjum á dag ásamt því að huga að náttúrunni, sá í rofabörð, huga að girðingum, o.s.frv.  

Ágúst H Bjarnason, 13.3.2009 kl. 23:27

37 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Einhver nefndi tengsl vísindamanna við hægri öfgamenn og olíuiðnaðinn sem gerði orð þeirra marklaus.

Hvað með Hadley rannsóknamiðstöðina í Bretlandi sem er ein af helstu undirstöðum vinnu IPCC? IPCC eru í alþjóðlegri forystu þeirra sem halda fram hlýnun af mannavöldum.

Hadley miðstöðin var stofnuð á 9. áratug síðustu aldar af Margaret Thatcher sem vantaði rökstuðning fyrir gróðurhúsakenningunni til að geta barið á kolanámumönnum sem voru að valda henni vandræðum. Hún vildi í staðinn byggja kjarnorkuver. Man einhver til þess að hafa séð fréttir af rannsókn frá þessari rannsóknamiðstöð þar sem hlýnun af mannavöldum er dregin í efa?

Reynslan kennir okkur að ekki nægir að horfa á menn og almennar skoðanir þeirra til að meta hvort þeir hafa rétt fyrir sér eða ekki. Nýlegt dæmi er Steingrímur Sigfússon sem er búinn að halda fram dómsdagsspádómum í efnahagsmálum árum saman. Síðan reyndist hann allt í einu hafa rétt fyrir sér í október síðastliðnum. Þar á undan var ekkert sem benti til að þess að neitt væri að marka manninn í efnahagsmálum.

Þetta segir okkur að við verðum að leggja það á okkur að kanna málin sjálf. Ekki bara segja að vegna þess að þessir aðilar segja eitthvað að það hljóti þess vegna að vera rangt. Eða vegna þess að hinir aðilarnir segja eitthvað að það hljóti þá að vera rétt.

Finnur Hrafn Jónsson, 14.3.2009 kl. 01:25

38 Smámynd: Loftslag.is

Finnur: Endilega upplýstu okkur meir um þessa Hadley stofnun, ég hélt að þetta væri meira svona stofnun eins og veðurstofan hér á landi?

Loftslag.is, 14.3.2009 kl. 11:11

39 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 14.3.2009 kl. 11:57

40 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Nýlegt dæmi er Steingrímur Sigfússon sem er búinn að halda fram dómsdagsspádómum í efnahagsmálum árum saman. Síðan reyndist hann allt í einu hafa rétt fyrir sér í október síðastliðnum. Þar á undan var ekkert sem benti til að þess að neitt væri að marka manninn í efnahagsmálum."

Þetta er bara ekki rétt hjá þér.  Framhaldsskólahagfræði dugði til að átta sig á að efnahagsmál íslendinga hlutu að stefna í krass.  Spurningin var í rauninni aðeins hvenær krassið yrði og hversu harkalegt.  (Faktískt svipað og með loftlagsbreytingarnar)

Mistökin kanski hjá SJS og félögum var að halda umræðunni ekki stífar og/eða skipulegar á lofti og hamra á hagfræðlegum váboðum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2009 kl. 12:44

41 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Höski:

Hadley rannsóknamiðstöðin er deild í bresku veðurstofunni sem sérhæfir sig í loftslagsrannsóknum.

Sjá heimasíðu hér: http://www.metoffice.gov.uk/climatechange/science/hadleycentre/

Hún er meðal annars þekkt fyrir gagnamengi með sögulegum gögnum um hitafar jarðar sem hún hefur unnið í samstarfi við University of East Anglia Climate Research Unit sem er venjulega kallað HadCRUT3.

Sjá heimasíðu hérna: http://hadobs.metoffice.com/hadcrut3/

Þetta gagnamengi ásamt öðrum hefur verið notað sem grunnur að skýrslum IPCC um sögulegt hitafar jarðar.

Gagnamengið er niðurstaða úrvinnslu hrágagna frá ýmsum aðilum víða um heim. Beitt er ýmsum aðferðum til að leiðrétta fyrir skekkjum og gera gögnin nýtilegri.

Vísindamenn sem hafa viljað fá aðgang að hrágögnunum og úrvinnsluaðferðum til að yfirfara val gagna, úrvinnsluna og sannreyna að rétt hafi verið farið með gögnin hafa lent á vegg.

Þótt vísað hafi verið til breskra upplýsingalaga hefur ekki fengist afhentur nema hluti gagnanna. Afsakanirnar hafa verið býsna skrautlegar, allt frá því að þau hafi verið afhent í trúnaði eða að þau séu týnd. Mér finnst ekki hægt að kalla þetta annað en vísindafúsk.

P. D. Jones hjá University of East Anglia sem hefur verið í forsvari þar fyrir þetta verkefni lét hafa eftir sér alveg óborganleg ummæli um þessar beiðnir um frumgögn og úrvinnslu. Þau voru á þá leið að hann vildi ekki láta þetta frá sér vegna þess að gagnrýnendur myndu ekki gera annað en rífa niður áratuga starf hans.

Steve McIntyre á síðunni www.climateaudit.org hefur verið óþreytandi að yfirfara tölfræðiúrvinnslu sögulegra hitagagna.

Hérna má sjá dæmi um margra ára baráttu hans fyrir að fá aðgang að hrágögnum: http://www.climateaudit.org/?p=1323

McIntyre er einna þekktastur fyrir að hafa fundið villu í gagnmengi NASA yfir hitafar sem olli því að 1998 var ranglega talið heitasta ár Bandríkjanna síðan 1880 en rétta árið var 1934.

Finnur Hrafn Jónsson, 14.3.2009 kl. 16:08

42 Smámynd: Loftslag.is

Sæll Finnur. Það er vissulega slæmt ef menn liggja á gögnunum eins og þú segir um P.D. Jones, sérstaklega ef menn taka úrvinnslu á þeim gögnum sem heilagan sannleik. En eru menn yfirhöfuð að nota þau gögn frekar en einhver önnur?

Varðandi Steve Mcintyre, þá hafði ég heyrt af þessu - frekar vandræðalegt fyrir NASA og þegar búið var að leiðrétta gögnin þá er það rétt hjá þér að 1934 var heitasta ár í bandaríkjunum. En þrátt fyrir allt þá hafði þetta lítil áhrif á hitakúrfuna fyrir hnöttinn allan. Sem dæmi má sjá hverju þetta breytti á þessu línuriti:

Munurinn var sirka einn þúsundasti úr gráðu og trendið var það sama, en samt vandræðalegt fyrir NASA.

Loftslag.is, 14.3.2009 kl. 19:49

43 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er vert að minna á að einmitt þetta, sem Ágúst er að bera brigður á, er meðtekið af flestum yfirvöldum og því er farið að tala um Climate Change í stað Global warming, sem ekki er tilfellið. Þá hlýtur maður að spyrja: Hverslags loftslagsbreytingar er þá verið að tala um ef ekki er verið að tala um hlýnun? Kólnun?  Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu. Ástæðan fyrir þessum áróðri er hreinlega sú að nú vantar nýjan skattstofn, til að greiða upp sukkið undanfarinn áratug og því eru ameríkanar komnir á sveif með þessu. Það á heinlega að skattleggja allar vörur, sem hugsanlega hafa haft co2 losun í för með sér í framleiðsluferlinu, sem er nánast allt. Þannig er skattinum komið á fólkið í stað þess að skattleggja eða sekta iðjuhöldana beint.  þetta er enn ein andskotans svikamillan í viðbót. 

Í USA eru þetta orðin svo mikil trúarbrögð að menn þora varla að andmæla þessu af ótta við útskúfun og atvinnumissi. Þetta er hjúpi hinnar ósnertanlegu pólitísku rétthugsunnar, sem er raunar að drepa öll akademísk skoðanaskipti í háskólum heimsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2009 kl. 22:18

44 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nýlega (3. mars s.l.) birtist ritrýnd grein í Geophysical Research Letters sem nefnist ACRIM-gap and TSI trend issue resolved using a surface magnetic flux TSI proxy model. Greinin er eftir Nicola Scafetta
og  Richard C. Willson.

Nafn greinarinnar er nokkuð langt og torskilið, en hún fjallar um breytingar í heildarútgeislun (TSI) sólar.

Í samantektinni í lok greinarinnar (conclusion) stendur eftirfarandi meðal annars:

“This finding has evident repercussions for climate change and solar physics. Increasing TSI between 1980 and 2000 could have contributed significantly to global warming during the last three decades [Scafetta and West, 2007, 2008]. Current climate models [Intergovernmental Panel on Climate Change, 2007] have assumed that the TSI did not vary significantly during the last 30 years and have therefore underestimated the solar contribution and overestimated the anthropogenic contribution to global warming.”

Ágúst H Bjarnason, 14.3.2009 kl. 22:46

45 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

ACRIM vefsíðan er áhugaverð. http://www.acrim.com

Active Cavity Radiometer Irradiance Monitor

Þetta er vefsíða þeirra sem fylgjast með breytingum í útgeislun sólar með hjálp gervihnatta.

 Þar stendur m.a:

The Earth’s weather and climate regime is determined by the total solar irradiance (TSI) and its interactions with the Earth’s atmosphere, oceans and landmasses. Evidence from both 29 years of direct satellite monitoring and historical proxy data leaves no doubt that solar luminosity in general, and TSI in particular, are intrinsically variable phenomena. Subtle variations of TSI resulting from periodic changes in the Earth's orbit (Milankovich cycles: ~20, 40 and 100 Kyrs) cause climate change ranging from major ice ages to the present inter-glacial, clearly demonstrating the dominance of TSI in climate change on long timescales. TSI monitoring, cosmogenic isotope analyses and correlative climate data indicate that variations of the TSI have been a significant climate forcing during the current inter-glacial period (the last ~ 10 Kyrs.). Phenomenological analyses of TSI monitoring results during the past (nearly) three decades, TSI proxies during the past 400 years and the records of surface temperature show that TSI variation has been the dominant forcing for climate change during the industrial era. The periodic character of the TSI record indicates that solar forcing of climate change will likely be the dominant variable contributor to climate change in the future.




Ágúst H Bjarnason, 15.3.2009 kl. 08:17

46 identicon

Ágætt hjá þér Ágúst.

Óheiðarleikinn skín í gegn um Global Warming Scam, rétt eins gerist með aðra pólitík. Tilgangurinn helgar meðalið og í þessu tilfelli er það að búa til fyrirtæki sem eiga að hjálpa til með að 'kæla jörðina' aftur (glætan, er fólk ekki orðið alveg út í hött). Með Global Worming Scam er búið að smíða póltíska peningahýt sem er opinberlega viðhaldið af sjálfsagðri pólitískri spillingu. Al Gore er stærsti þyggjandinn fram að þessu og virðist hafa tryggt sig vel í sinni 'baráttu' gegn náttúrlegri veðravélinni.

Árið 2006 tók ég saman niðurstöður frá Vostok á Suðurskautinu ásamt kalkmælingum o.fl. Ég 'gleymdi' samantektinni í miklu amstri á sínum tíma, en ég ætla að klára að koma þessu á netið um næstu helgi (e.t.v þarnæstu).

Ef mannskepnan heldur að hún hafi einhver áhrif á öfl sem hvorki veðurfræðingar né mannskepnan í heild veit ekki einu sinni hver eru, hver er þá raunverulega vitleysingurinn?

Þegar 'vísindamenn' vita ekki af hverju ísaldir stafa, ísaldir sem koma reglulega á ártugaþúsunda millibili, af hverju á að trúa skýringar þeirra á CO2 bulli. Sérstaklega þegar maður sér að CO2 er afleiðing hita, ekki orsök. Hærri hiti leiðir venjulega af sér meira líf og þar með meiri CO2 afurðir. 

Það er eins og eitthvað vanti hérna í uppeldinu eða kennslu í naflaskoðun. Ég vona að hrunið lagi undirbúning komandi kynslóðar, til að stytta takið á asnaeyrunum og hindra endurtekingu á endurtekningum.

nicejerk (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 15:28

47 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í sambandi við Steve McIntyre og  NASA GISS - þá hafa margir gert mikið úr því.  Sérlega vinsælt hjá hægri bloggurum í US.  Staðreyndin er hinsvegar að þetta skipti engu raunverulegu máli eins og lesa má um hér:

http://www.realclimate.org/index.php?s=Steve+McIntyre&submit=Search&qt=&q=&cx=009744842749537478185%3Ahwbuiarvsbo&client=google-coop-np&cof=GALT%3A808080%3BGL%3A1%3BDIV%3A34374A%3BVLC%3AAA8610%3BAH%3Aleft%3BBGC%3AFFFFFF%3BLBGC%3AFFFFFF%3BALC%3A66AA55%3BLC%3A66AA55%3BT%3A000000%3BGFNT%3A66AA55%3BGIMP%3A66AA55%3BFORID%3A11%3B&searchdatabase=site

Hérna eru svo farið yfir villustíga climate skeptikera lið fyrir lið:

http://scienceblogs.com/illconsidered/2008/07/how_to_talk_to_a_sceptic.php

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2009 kl. 16:00

48 Smámynd: nicejerk

Það er alltaf best að halda sig við staðreyndir. Ómur að tómarúmi ryður sér rúms og tekur salinn! Ekki sannleikur.

nicejerk, 15.3.2009 kl. 16:39

49 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er dálítið merkilegt hvernig umræðan getur farið út um víðan völl. Í pistlinum var aðeins bent á þá staðreynd að mælingar sýna að lofthjúpur jarðar hefur ekkert hlýnað á undanförnum árum. Það er óumdeilt.

Hvergi er minnst á gróðurhúsaáhrif í pistlinum. Ekki heldur á koltvísýring. 

Í pistlinum er spurt hvar hlýnun undanfarinna ára sé. Sú spurning skal áréttuð, því ekkert svar hefur enn borist.



Ágúst H Bjarnason, 15.3.2009 kl. 17:42

50 Smámynd: Morten Lange

Ágúst, því miður eru umræður um loftslag allt of oft að detta í skotgrafaham.  Og ekki síðri spurning en þína gæti verið : "Af hverju ætti það að skipta máli hvort tiltekna mælingar benda til þess að lofthjúpinn hafi hlýnað eða kólnað síðustu þrjú-fjögur árin ?"

Síðustu árin eru allt of stuttur tími til að geta dregið ályktanir um einhverra "þróun".   Þetta hélt ég að þú skildir. 

Það sem við sjáum er mun líklegri undirliggjandi sveiflur í kerfinu.  Og í staðin fyrir að ræða  hvort loftslagið sé að breytast, ætti að ræða hvernig við mætum breytingunum og ekki síður hvernig við drögum úr áhrif okkar. 

Morten Lange, 15.3.2009 kl. 19:12

51 Smámynd: Morten Lange

Jafnvel þeir sem trúa að breytingar séu vegna sólarinnar ættu að sjá að breytingar eiga sér stað og  betra væri að búa sér undir breytingunum.  Við lífum í mun viðkvæmara samfélagi núna á margan hátt en í kring um 1800.  Og við gerum meiri kröfur.

Og jafnvel þeir sem trúa að breytingar sé ekki að gerast af mannavöldum, jafnvel þeir sem streitast á móti, ættu að taka þátt í að ræða hvernig við drögum úr losum, því það er það sem meirihlutinn muni ákveða. Viljið þið ekki hafa áhrif á hvernig ? 

Væri ekki besti aðferðin að notast við aðferðir sem gefa önnur ávinning samhliða ?   Þetta eru svo kölluð  "win-win" og "no-regrets"  lausnir sem aragrúa er til af.  Sjálfur tala ég oftast fyrir  að leiðrétta hið stóra ójafnræði sem hefur ríkt í samgöngumálum þar sem borgað hefur verið með bílunum (Sem dæmi : gjaldfrjáls og skattfrjáls bílastæði).  Þarnæst tala ég fyrir sparnað í orkunýtingu og að minnka sóun.  Óháð gróðurhúsaáhrifunum erum við að sóa verðmætum, í meiramæli en jörðin geti borið. Nei, fyrirgefið, jörðin þolir þetta. Það eru við manneskjurnar ( og aðrar tegundir )  sem munu lenda í vanda.  Við erum að tæma eða ofnota ýmsar auðlindir. Hér ber nú þegar á vatnsskorti ( hér í heimi, meðal mannanna á ég við). Jarðvegsrofið hefur verið mikið á Íslandi, og þó að jákvæð teikn séu á lofti, er moldin sem er undirstaða fæðuöflunar um allan heim er líka að rýrna.    Okkar menning og velferð stefnir í stórkostlegum vanda óháð gróðurhúsaáhrifunum. Margt af því sem við verðum að gera mun líka draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.  Ég er ekki að reyna að banna neina umræðu. Að sjálfsögðu ekki. Það væri fáránlegt og fánýtt. En ég er að benda á  hvað skipti máli fyrst verið sé að ræða um breytingar á umhverfi okkar og (óbeint ?) um hugsanleg eða sennileg áhrif á framtíð okkar. 

Morten Lange, 15.3.2009 kl. 19:24

52 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Morten.

Við erum að ræða um ívið lengra tímabil en 3-4 ár.

Lestu hvað Dr. Ole Humlum prófessor við Háskólann í Osló skrifar hér:

 

http://climate4you.com/ClimateReflections.htm

(Þetta er einn undirkafla vefsíðu hans climate4you.com. Kaflinn sem nefnist Climate Reflections. Þar er hann að velta þessum hlutum fyrir sér. )

The diagram above thereby demonstrates that CO2 can not have been the dominant control on global temperatures since 1958. Had CO2 been the dominant control, periods of decreasing temperature (longer than 2-5 years) with increasing CO2 values should not occur. It might be argued (IPCC 2007) that the CO2 dominance first emerged around 1975, but if so, the recent breakdown of the association around 2000 should not occur, either.

...

The breakdown of the positive temperature-CO2 relation since about 2000 (diagram above) have now lastet 10-11 years. This suggests that the recent global temperature development might deviate significantly from previous short-lived (2-5 years) periods of cooling derived from oceanic and volcanic activity as seen several times between 1975 and 2000. There are two possibilities: 1) Global air temperatures may again begin to increase in a short while. 2) The recent development may represent the beginning of a more thorough and long-lasting cooling, perhaps similar to the cooling period after 1940. As usual, time will show what is correct. 


Ágúst H Bjarnason, 15.3.2009 kl. 19:34

53 Smámynd: Morten Lange

Ég veit ekki hvort 10 ár sé svo rosalega langur tími  í þessu samhengi.  Og ástæðan fyrir því að ég sagði 3-4 ár var að var það sem ég sá út frá línuritunum. Get eki séð að textinn hér fyrir ofan frá  prófessornum  í landafræði breyti neinu þar um.

Annað er að Kína og önnur lönd hafa aukið mjög bruna á kolum.  Þekkt er að stórt  mengunarský liggi yfir þessum hluta heims. Þetta ský dregur líklega úr inngeislun sólarljóss.   Menn tala um global dimming sem getur falið hversu mikill hita-aukning við "eigum inni", og hef ég ekki séð neitt sem dregur úr trú manni á því að rykagnir frá bruna dragi úr hlýnun sem er að verða vegna gróðurhúsalofttegunda.  Nú er að draga úr umsvifum í Kína, og um allan heim, og við fáum þá  kannski að sjá bæði áhrifum frá El Niño og að dragi úr Global dimming + aukin bráðnun á freðmýrum Síbirs, með aukandi metanlosun.   Því miður er ég hræddur  um að eftir nokkur (3-5) ár liti gröfin allt öðruvísi út. 

Morten Lange, 15.3.2009 kl. 23:00

54 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Morten.

Við skulum svo sannarlega vona að þetta hik í hlýnun sé bara hik, en ekki forboði verulegrar kólnunar.

Ef þú lest texta Ole Humlum á http://climate4you.com/ClimateReflections.htm Þá sérðu meðal annars myndina hér fyrir neðan.

Myndin sýnir jafnvel betur en venjuleg hitagröf hvað hefur verið að gerast. Þarna er lofthitinn (HadCRUT3) teiknaður sem fall af magni CO2 (Mauna Loa) í andrúmsloftinu.  Á myndinni sést að fylgnin milli magns CO2 og hitastigs er ekki lengur pósitíf eftir að magn CO2 hefur náð um 380 ppm.  Eitthvað hefur breyst á síðasta áratug, hvort sem það er megngun eða náttúrulegar sveiflur.

 

(Smella á mynd til að stækka)

Diagram showing HadCRUT3 monthly global surface temperature estimate plotted against the monthly atmospheric CO2 content according to the Mauna Loa Observatory, Hawaii, back to March 1958. The red line is a polynomial fit with the relation: Y = 46762.84786 - 672.9202291 * X + 3.870440539 * X2 - 0.0111225724 * X3 + 1.59696728E-005 * X4 - 9.164606771E-009 * X5. The coefficient of determination for this polynomial fit is R2 = 0.727377 (N = 611). Last month incorporated in the analysis: January 2009 (shown by red cross). Last figure update: 27 February 2009.

 

The diagram above shows all HadCRUT3 monthly temperatures plotted against the monthly Mauna Loa CO2 values, since the initiation of these measurements in 1958. As the amount of atmospheric CO2 have risen steadily since 1958, although with annual variations, the oldest values of temperature and CO2 are plotted close to the left side of the diagram, and more recent values are progressively plotted towards the right side of the diagram. 

By this, the diagram illustrates that the overall relation between atmospheric CO2 and global temperature apparently has changed several times since 1958.

In the early part of the period, with CO2 concentrations close to 315 ppm, an increase of CO2 was associated with decreasing global air temperatures. When the CO2 concentration around 1975 reached 325 ppm this association changed, and increasing atmospheric CO2 was now associated with rising global temperatures. However, when the CO2 concentration at the turn of the century reached about 378 ppm, the association changed back to that characterizing the period before 1975. Thus, since 2000, increasing concentration of atmospheric CO2 has again been associated with decreasing global temperature.

The diagram above thereby demonstrates that CO2 can not have been the dominant control on global temperatures since 1958. Had CO2 been the dominant control, periods of decreasing temperature (longer than 2-5 years) with increasing CO2 values should not occur. It might be argued (IPCC 2007) that the CO2 dominance first emerged around 1975, but if so, the recent breakdown of the association around 2000 should not occur, either.

Ágúst H Bjarnason, 16.3.2009 kl. 07:29

55 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

UW-Milwaukee Study Could Realign Climate Change Theory

Scientists Claim Earth Is Undergoing Natural Climate Shift

POSTED: 3:18 pm CDT March 15, 2009
UPDATED: 11:50 am CDT March 16, 2009

MILWAUKEE -- The bitter cold and record snowfalls from two wicked winters are causing people to ask if the global climate is truly changing.

The climate is known to be variable and, in recent years, more scientific thought and research has been focused on the global temperature and how humanity might be influencing it.

However, a new study by the University of Wisconsin-Milwaukee could turn the climate change world upside down.

Scientists at the university used a math application known as synchronized chaos and applied it to climate data taken over the past 100 years.

"Imagine that you have four synchronized swimmers and they are not holding hands and they do their program and everything is fine; now, if they begin to hold hands and hold hands tightly, most likely a slight error will destroy the synchronization. Well, we applied the same analogy to climate," researcher Dr. Anastasios Tsonis said.

Scientists said that the air and ocean systems of the earth are now showing signs of synchronizing with each other.

Eventually, the systems begin to couple and the synchronous state is destroyed, leading to a climate shift.

"In climate, when this happens, the climate state changes. You go from a cooling regime to a warming regime or a warming regime to a cooling regime. This way we were able to explain all the fluctuations in the global temperature trend in the past century," Tsonis said. "The research team has found the warming trend of the past 30 years has stopped and in fact global temperatures have leveled off since 2001.

"The most recent climate shift probably occurred at about the year 2000.

Now the question is how has warming slowed and how much influence does human activity have?

"But if we don't understand what is natural, I don't think we can say much about what the humans are doing. So our interest is to understand -- first the natural variability of climate -- and then take it from there. So we were very excited when we realized a lot of changes in the past century from warmer to cooler and then back to warmer were all natural,"Tsonis said.

Tsonis said he thinks the current trend of steady or even cooling earth temps may last a couple of decades or until the next climate shift occurs.

Ágúst H Bjarnason, 17.3.2009 kl. 12:30

56 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sæll.  Skemmtilegar umræður og flottur pistill hjá þér, að venju.    Það er hýtt í dag.  Vor í loftinu.

Marinó Már Marinósson, 20.3.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband